Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 12
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
Andstæðurnar: Aldagömul hefð í junkaróðri og mannlífssviði, en I fjarska gnaefa skýjakljúfar
nútfmans.
Eftir viðkynningu eymdarinnar
í Karachi neitaði Sigurgeir að
borða, en ég tók slíka viðkvæmni
ekki í mál og um síðir fundum við
veitingastað sem við höfðum
heyrt um, einn af finni sortinni.
Þar var allt í bugti og beygingum,
austurlenzkur blær og stíll yfir
öllu. Á einu stóru fati fengum við
8 rétti af mismunandi mikið
krydduðum mat, en við fyrsta
munnbitann hjá Sigurgeir, sak-
leysislegan kjúklingakrík, veinaði
hann upp og hrópaði á slökkvi-
liðið. Ég benti honum á „Sigga-
fles“, sem stóð úti í horni og þá
bráði óðara af honum. Þessi
máltíð tók einar þrjár klukku-
stundir, en lítið vissum við um
það hvað við vorum að borða
þarna. Það smakkaðist hins vegar
ágætlega. Reyndar tók máltíðin
nokkuð lengri tíma fyrir Sigur-
geir, eða þrjá sólarhringa með
öllu því innyflaspiliríi sem hrjáði
hann eftir þessa ágætu
kryddveizlu.
Við álpuðumst inn á dansleik að
lokinni veizlunni, það var spilað á
plötuspilara þar og bragurinn yfir
mannskapnum var ekki ósvipaður
þvi að koma á fámennt sveitaball.
Við stöldruðum stutt við, því það
átti að leggja snemma í loftið í
bítið næsta dag og okkur þótti
vissara sem ,,!öggi!tar“ flug-
freyjur i túrnum að vera klárir í
framreiðslu morgunkaffis og
meðlætis um borð.
Það varð mikið vandamál að
komast út á flugvöll vegna þess að
það hafði rignt um nóttina, og slík
undur og-óskaplegheit höfðu ekki
gerzt í heilt ár. Hundruð manna
létust af vosbúð í þessum skúr,
sem fyrir okkur var aðeins þægi-
leg væta og bílstjórarnir létu eins
og þeir væru að leggja á Holta-
vrirðuheiðina kolófæra. Vegna
„ofærðarinnar“ var akstursgjald-
ið fimmfaldað daginn þann.
Við nálguðumst Hong Kong,
hina konunglegu brezku nýlendu,
sem lýtur stjórn Bréta fram til
1997 en þá er ekki vitað hvort
framlengdur verður samningur
Breta og Kínverja um stjórn
þessarar eiginlegu fríhafnar.
Hong Kong skiptist í rauninni í 3
svæði, Hong Kong-eyju sem hefur
1 millj. íbúa á 30 fermílum
lands, Kowloon Peninsula sem
hefur 750 þús. íbúa á 3 fermilum
lands og New Territories sem
hefur 2,2 millj. íbúa á 365
fermilum lands. Alls eru íbúarnir
því um 4 millj. manna. I aðflugi
að Hong Kong stefnir maður
beint inn í hjarta borgarinnar, því
flugvöilurinn er þar. Skyndilega
flýgur maður fram hjá 15. 10. og
5. hæð háhýsanna og siðan renna
hjól vélarínnar eftir flugbraut-
inni. Aðkoman að fjórum stöðum
á jörðinni, sem ég hef komið tíl er
ótrúlega keimlík að því leyti að
fíngerð fjöll umlykja þessa staði
og þeir risa allir við sæ. Byggð og
mannlif er þó með sitt hvoru
móti, en þessir staðir eru Rió de
Janeiró, Istanbul, Heimaey og
Hong Kong.
Kínverjar eru ákaflega ljúft
fólk og maður finnur strax í fari
þeirra áhrif hinnar djúpu og rót-
grónu menningar þeirra, æðru-
leysis og kurteisi. Það vakti strax
furðu mína hve mikið þeir vissu
um Island og I verzlunum lentum
við oft i því að halda fyrirlestra
um land og þjóð. Annars er það
engu líkt að fara í verzlanir í
Hong Kong, þ.e.a.s. þær verzlanir
sem bjóða kinverskan handiðnað.
Það er miklu fremur eins og farið
sé á listsýningar, pottar og ker,
fílabeinsstyttur, útskornir jaðe-
steinar og náttúrusteinar, trévirki
og margt margt fleira, dýrgripir
við dýrgripi í verzlun eftir
verzlun.
Hong kong er mikil miðstöð
verzlunar og iðnaðar og frá þessu
4 millj. íbúa svæði teygjast áhrif
um allan heim, varningur og við-
skipti. Yfirleitt býr fólk þarna
mjög vel miðað við Asíu, en and-
stæðurnar eru feikilegar, háhýsi
byggð af nýjustu tækni og tildur-
kofar úr drasli af haugunum, allt
yfirfullt af mannlífi. Allir eru að
koma og fara, sjóleiðina og
landleiðina. Þúsundir báta sigla
þvers og kruss um hafnarsvæðið
daglega, allt frá litlum jullum
með einni ár, venjulegum
junkum og glæsilegustu skip
jarðarinnar. Þarna mætist það
gamla og nýja, aldagömul hefð,
tækniþekking nútimans og samt
sem áður getur maður varla séð
hvor hefur betur, jafnvel þótt
gamla hefðin sé komin með utan-
borðsrnótor.
Sigm-geir sá mörg Siggafles í
Hong Kong, en hann kunni ekki
eins ve! að meta það begar bær
settust hjá honum óboðnar. Hvar-
vetna á veitingahúsum sem ekki
eru eingöngu fyrir heimamenn,
er ávallt hópur af stúlkum sem
koma aðvífandi þegar gestir
setjast. Þær eru að stunda sína
vinnu og geta verið nokkuð
ágengar enda varð Sigurgeir tals-
vert fyrir barðinu á þeim. Þótti
Andstæðurnar sýna sig í mörgu. Fyrir ofan sést á nýbyggingar
Hong Kong, en neSri myndin sýnir bústaði sem margt fólk
verður aS láta sér lynda vegna fátæktar. Húsunum er tjaslað
saman úrdrasli, pappa, kassafjölum og ótrúlegustu hlutum.
■X.