Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976
57
Þessa gömlu, með tönnina
einu og sönnu, hittum við á
miðri höfninni I Aberdeen.
Hún var þar í sportsiglingu.
Og svo tók hún ofan fyrir
okkur I góðra veðrinu, þræl-
fín um hárið og þarf nú ekki
aldeilis að hafa áhyggjur af
vikulegri hárgreiðslu. Hún er
að minnsta kosti sæl með sitt
þótt lítið fari fyrir lífsgæðaúr-
valinu.
!
f
f
í junkahöfninni i Aberdeen var víða búsældarlegt um að
litast þótt ekki væri allt úr harðviði.
mér einkennilegt, eins kven-
hollur og hann er, hve óstinnt
hann tók það upp. Hins vegar
hefur mér ávallt á ferðum mínum
hér og þar við slíkar kringum-
stæður þótt auðveldast að losna
við ónæði af þessum annars
ágætu stúlkum með því að borga
fyrir þær drykk. Þá sitja þær
stilltar við borð manns og vegna
meðfæddrar kurteisi eru þær
lengi að drekka úr glasinu. Þegar
það er tæmt fara þær fyrst að láta
á sér kræla aftur og þá er ágætt
ráð, ef maður er þó ekki farinn,
að kaupa i annað glas handa þeim.
Að sjálfsögðu er þessi drykkur
þeirra eitthvað vatnsgutl, því
„mamman" sér um það, en bleik
þótti mér brugðið þegar Sigurgeir
þoldi ekki einu sinni byrjunar-
framkvæmdir þessara verka-
kvenna útlandsins. Var þá lítið
talað um Siggafles, en ussað þeim
mun meira með mikilli fyrir-
litningu.Satt að segja kunni ég nú
reyndar betur návist Ragnheiðar
biskupsdóttur, sem fylgdi okkur
þarna í gegnum dagana.
Eitt kvöldið þegar innyflasin-
fónlu Sigurgeirs var lokið, fórum
við á næturrölt með Magnúsi
Stefánssyni starfsmanni Cargo-
lux, sem er hagvanur í Hong
Kong, og bezti félagi, M.a. fórum
við á næturklúbb einn sem var á
þriðju hæð i kjallara eftir þvi sem
ég kemst næst. Þar var húsakynn-
um skipt I 7 bása og i hverjum bás
var lítið upphækkað barborð með
8 sætum í kring og einhverjum
minna háum. Að sjálfsögðu sett-
umst við félagar við barborðið,
því innan þessa litla kringlótta
barborðs sat snotur stelpa án
nokkurs tizkuklæðnaðar og okkur
þótt sjálfsagt að kanna landslag
og leiðir. Ekki virtist nú stelpu-
skinnið spennt fyrir því að af-
greiða okkur Sigurgeir með
kókið en það varð nú að hafa það.
Gerði hún þó sitt bezta með mjúk-
legum hreyfingum svo minnti á
langvíu í ástargleði. Þegar litla
skinnið sneri sér við á púðanum
til að afgreiða aðra viðskiptavini
varð Sigurgeir á orði: „Skelfing
er hún vel pússuð á bakugganum,
greyið." „Þið ætlið þó ekki að
segja mér að þið séuð að tala
íslenzku“, heyrist þá sagt hinum
megin við borðið. Jú, reyndar, og
þar var þá kominn Þórður flug-
maður búsettur í Suður-Afríku.
Það var kynlegt að við
Islendingarnir skyldum hittast
þarna i kjallaranum, liklega einu
Islendingarnir í Hong kong þann
dag og auðvitað fylktum við liði
fram á nóttu.
Oteyjakallar eins og við Sigur-
geir höfum litið yndi af því til
lengdar að Spranga í næturlífi
heimsmenningarinnar og það var
því yfirleitt farið snemma til kojs
og þeim mun fyrr á fætur i landi
hinnar risandi sólar. Það var lika
forvitnilegt að fylgjast með Hong
Kong ganga til nýs dags. Víða á
þökum húsa sást fólk í æfingum á
karate og öðrum slíkum fyrir-
brigðum og gátu þessar æfingar
staðið klukkustundum saman.
Sé8 yfir hluta junkahafnar-
innar í Aberdeen, IFfsvett-
vangi vatnafólksins.
Á landamærum RauSa Klna
var þessi mynd tekin af fð-
tækri ungri stúlku með
bróður sinn.
Vinnusamt fólk Kinverjar og allir
voru eitthvað að dudda. I
byggingarvinnu unnu konur ekki
siður en karlmenn bæði í móta-
uppslætti og steypuvinnu.
Eitt kvöldið sátum við Sigur-
geir á svölum við hóteldyrnar og
virtum fyrir okkur bæjarbraginn.
Frískleg stúlka vatt sér að okkur
og spurði hvort hún mætti ekki
bjóða okkur í samkvæmi heim til
vina sinna i te eða kaffi. Við
ákváðum að kynnast gangi mála.
Boðið var steinsnar frá hótelinu
okkar, en ekki reyndust vinirnir
svo mjög af báðum kynjum, því
í vændishús hafði okkur saklaus-
um sveitamönnunum verið boðið
inn. Sigurgeir byrjaði óðara að
sveia og fussa, fjandi tu, og
skrattinn sjálfur og hafði allt á
hornum sér. Eg bar mig hins
vegar betur, enda hafði gestgjafi
okkar engar áhyggjur af mér.
Fyrir Sigurgeir leiddi hún hins
vegar hvern „tefélagann“ á fætur
öðrum en Sigurgeir var hinn
versti og skemmti ég mér konung-
lega þegar hann vísaði þessum
huldukroppum á bug með nist-
andi augnaráði, fokvondur, enda
ekki mjög veiðilegt fyrir veiði-
mann úr björgum Vestmanna-
eyja. Samkvæmið flosnaði þvi
skjótt upp eins og efni stóðu til
þótt stelpuskinnin reyndu sitt
bezta, en teinu gleymdu þær. A
milli tuldurs Sigurgeirs rabbaði
ég við gestgjafann þar sem hún
sat á rúmdýnu sinni og við Sigur-
geir á sitthvorri brik. Ég spurði
hana m.a. af hverju hún væri að
HallóaS hinum megin á
hnettinum.
k
Á landamærum Rauða Kína
var urmull barna a8 reyna a8
selja kver Maós.
Kfnverskur kvennablómi
vísaSi víSast til sætis á veit-
ingahúsum.
þessu næturbrölti sínu og hún
svaraði hispurslaust að hún væri i
vændi til þess að safna sér inn
peninga fyrir skólanámi. Þar sem
mér þótti hálf skammarlegt að
hafa sóað tíma konunnar til
einskis gaf ég henni 15 dollara á
leiðinni út, svona upp i
menntunarkostnað, en fyrir mér
hafði ég svipað dæmi er við vinur
minn Björn Ivar Karlsson ásamt
fleirum vorum i fótboltaferðalagi
í Danmörku her á árunum. Það
var auðvitað litið í Nýhöfnina og
málin rædd i mesta bróðerni og
mesta sakleysi. Björn rabbaði
stundarkorn við eina stúlkuna, en
þegar við vorum að fara fékk
hann bakþanka yfir því að hafa
haldið henni frá vinnu með
rabbinu, vatt sér að henni og rétti
henni 10 kr. danskar. Hún skildi
hvorki i þennan heim né annan,
en skjótt stakk hún tikallinum
inn á sig og sama gerði vinkonan í
Hong Kong við 15 dollarana. Við
fengum illt auga hjá húsverði
vændishússins þegar við fórum
út, enda slæmir viðskiptavinir og
vist talsvert ókurteisir miðað við
hætti þessara viðskipta. Það var
auðséð að uppnám var um borð
vegna heimsóknar þessara furðu-
fugla, en líkastir höfum við þó
líklega verið halaklipptum hund-
um þegar við flýttum okkúr út úr
húsinu áður en til stórtíðinda
drægi og við yrðum drepnir eða
eitthvað svoleiðis. Við sáum lika
að við höfðum valdið leiðindum
með glettni okkar, gengið til leiks
Framhald á bls. 74.