Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 15

Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 59 AÐEINS SKAMMVISTUN Friörik Hermannsson hefur þann starfa að taka á móti því fólki, sem lögreglan sér ástæöu til að færa á lögreglustöðina. Friðrik tekur á móti fólkinu í herbergi í kjallara. Þar eru einnig biðher- bergi ef marga ber að í einu. Friðrik tekur skýrslur af fólkinu og setur sig á annan hátt inn í málin. Því næst er athugað hvort ekki er hægt að senda fólkið heim eða eitthvað annað. I fangageymslurnar er fólk ekki sett nema brýna nauðsyn beri til svo sem vegna ofurölvunar, óspekta eða afbrota af einhverju tagi. Og svo gerist það stundum að fólk kemur og biður um gistingu þegar það hefur ekkert annað að sniía sér og er það oftast leyft. Þetta eru aðallega hinir svo- nefndu fastagestir lögreglunnar. Það skal skýrt tekið fram að Hverfissteinn er aðeins skamm- vistunarstofnun, fangageymsla en ekki fangelsi. Ef unglingar eru færðir á lögreglustöðina er haft samband við foreldra og aðstand- endur og þeir látnir sækja við- komandi unglinga. Ef Friðrik varðstjóri sér ástæðu til þess eftir skýrslutökuna að taka fólk til geymslu er haldið þangað upp i lyftu og er viðkom- andi þá í fylgd Friðriks og þeirra lögregluþjóna, sem með hann koma i lögreglubil á stöðina. Einn slíkur kom klukkan rúmlega 11 á laugardagskvöldið. Hann hafði lent í útistöðum við dyravörð á Röðli og var þess óskað að hann yrði fjarlægður þaðan. Maður þessi, sem er rúmlega tvítugur, hafði áður lent i útistöðum við þennan sama dyravörð og var hann ákveðinn í því að taka beint strik á veitingahúsið ef lögreglan sleppti honum. Þetta þótti Friðrik varðstjóra ekki gott, svo hann greip til þess ráðs að setja mann- inn i fangageymsluna og var hann geymdur þar til klukkan 2 um nóttina, eða þangað til ballinu lauk á Röðli. Þá var honum sleppt svo hann gæti farið að samkomu- Þau réðu rfkjum ( Hverfissteini. Lengst til vinstri er Loftur Kristjánsson, þá Anna Ingvarsdóttir og loks Friðrik Hermannsson varðstjóri húsinu og hitt þar sitt fólk. Maðurinn var eitthvað við skál. KOMINN I ANNAÐ SINN OG MEÐ PORTtJGAL I VASANUM A slaginu 12 opnuðust lyftu- dyrnar og lögreglumenn komu út úr lyftunni með mann á milli sín. Maður þessi var illa til fara og sterkan áfengisþef lagði af hon- um. Hér var kominn einn þeirra manna, sem i daglegu tali eru nefndir rónar. Hann er tæplega fertugur að aldri. Hann hafði verið í fangageymslunni fyrr um daginn, færður þangað vegna ölv- unar. Klukkan rúmlega 8 um kvöldið var honum sleppt en ekki voru liðnir fjórir klukkutímar þar til lögreglan var byrjuð að hafa af honum afskipti. 1 þetta sinn var hringt frá Kaffivagninum á Grandagarði og lögreglan beðin að fjarlægja manninn. Þrátt fyrir að ekki væri liðinn langur tími frá því manninum var lseppt út var hann orðinn mjög drukkinn. Og ástæðan kom í ljós, þegar hin hefðbundna leit var framkvæmd á manninum. I fórum hans fannst nær tóm flaska undan Eau de Portugal rakspíra, en algengt er að ofdrykkjumenn leggi sér þann vökva til munns. Ekki er það holl- ur drykkur eins og dæmin sanna. Maður þessi er einn af svokölluð- um „kunningjum" lögreglunnar, enda nefndi hann alla með nafni, lögreglumenn, fangaverði og varðstjóra, þegar hann var færður í fangageymsluna. LATNIR SOFA (JR SÉR VIMUNA A tímabilinu frá klukkan 12 til 1 sá Friðrik ástæðu til þess að færa 3 menn upp f fangageymsl- una. Sá fyrsti þeirra var utan- bæjarmaður, nánar tiltekið búsettur í sjávarplássi á Suður- nesjum. Maður þessi hafði verið með uppsteyt í Glæsibæ og þess óskað að hann yrði fjarlægður þaðan. Var maðurinn mikið drukkinn. Af þeim sökum taldi Friðrik varðstjóri rétt að geyma manninn yfir nóttina og láta hann sofa úr sér áfengisvímuna. Það gat nefnilega verið hættuspil að senda manninn út í norðankuld- ann og Iáta hann útvega sér far heim eins og hann var á sig kom- inn. Næstur í röðinni var rúmlega þrítugur maður, sem samkvæmt spjaldskrá fangageymslunnar hafði gist Hverfisstein á annað hundrað skipti frá því fanga- geymslan var opnuð 1970. Maður þessi hafði verið að ónáða fyrrver- andi sambýliskonu sína og hún hringt á lögregluna. Maðurinn var við skál og tekinn til geymslu þrátt fyrir áköf mótmæli. Litlu síðar var komið með 22 ára mann úr Klúbbnum. Og rétt einu sinni var dyravörður með i spilinu. Hafði ungi maðurinn lent i útistöðum við einn slíkan. Maðurinn bar sig aumlega, vildi augsýnilega ekki njóta gestrisni þeirra Friðriks, Lofts og Önnu þessa nótt. Varð það að samkomu- lagi að Hafnarfjarðarlögreglan sækti manninn og flytti heim, en þar bjó hann. Reykjavíkurlögregl- an skutlaði honum áleiðis. SUMIR MEÐ YFIR 500 GIST- INGAR / Þegar hér var komið sögu var klukkan orðin 1 og næsta tvo og hálfa tímann kom enginn nýr gestur en tveimur var sleppt. Gafst nú gott næði til að spjalla við þau Friðrik, Önnu og Loft um Hverfisstein og ýmis- legt, sem honum viðkom. Upp- lýstu þau m.a. blaðamann um spjaldskrána, sem haldin er yfir alla gesti fangageymsl- unnar, spjaldskrá sem vafalaust fáa fýsir að komast í. Eru þetta sérstök spjöld, sem stimplað er á með stimpilklukku og eru 10 heimsóknir stimplaðar á hvert spjald. Þótt ótrúlegt megi virðast er þó nokkur hópur manna sem kominn er í „50 spjalda flokk- inn“, en það þýðir að viðkomandi er með meira en 500 gistinætur þau 6 ár, sem Hverfissteinn hefur verið i notkun. Gistinætur hafa komizt i 10,000 á ári i Hverfis- steini. Mest var „aðsóknin" árin 1973 og ’74 en siðan hefur haldur dregið úr fjölda þeirra, sem gista Hverfisstein. Friðrik varðstjóri kvaðst sjá mikinn mun á helgun- um nú og í fyrra, nú væri almennt miklu rólegra að gera hjá lögregl- Sjá næstu sfður (Jtgerð og landbúnaður — Það var nú þegar ég var unglingur, þá var stórbú hjá föður mínum hérna i Görðum. Við vorum með svona 12—14 mjólkandi kýr fyrir utan kálfa og annað dót. Svo skal ég segja þér, þarna niðri við sjóinn var mikill reitur sem nú er niöurlagður af sjógangi og öðru, og hann var sko notaður. — Hér stunduðum við bæði út- veg og landbúnað. Garðar eru sennilega með seinustu býlunum þar sem útgerð og landbúnaður voru stunduð jöfnum höndum hér í bæ. Þó voru nokkrir bæir sem voru eitthvað lengur i þessu. — Það voru svona 13—15 manns í heimili hjá foreldrum mínum, hjónin og 11 börn, vinnu- maður og vinnukona — stundum fleiri en einn — og svo var fjósa- maður. — Ég geri ráð fyrir að þegar jörðinni hérna var úthlutað, 15. júni 1860, hafi sennilega strax verið byrjað að kljúfa grjótið í húsið. Það er byggt með tvöfaldri hleðslu af grjóti og hefur staðið sig mjög vel, nú á aðra öld. Ég get ekki séð neinn mun á því að utan frá, frá því að ég var strákur skal ég segja þér. Það er þó farið að láta töluvert á sjá að innan, þó svo að mikið hafi verið gert fyrir það. Það var til dæmis unnið mikið i því hérna um 1930. — Það er svo eitthvað i kring- um áratug fyrir aldamótin að pabbi kaupir þetta hús og fer að búa þarna. Fæddist ég í þessu húsi og ólst þarna upp. — Svo eru nú húsin hérna niðri á kambinum. Þau eru nú lika komin til ára sinna. Syðra húsið var byggt nokkrum árum fyrir aldamót en er siðan endurbyggt um 1920. Um það leyti er lika nyrðra húsið byggt. Þessi hús voru alltaf notuð sem fisk- verkunarhús þar til bara núna á seinni árum að bifreiðaverkstæði er komið í annað en ég nota annað sem geymsluhús fyrir grásleppu- útveginn. — A reitinum hérna fyrir neðan var svo verkaður fiskur. Voru verkuð hér svona 2—3000 skip- pund af sólþurrkuðum fiski. Já, já, ef það var gott sólarsumar gat þetta farið allt upp í 3000 skip- pund yfir sumarið. — Fiskinn fengum við frá tslandsfélaginu gamla. Það átti tvo eða þrjá togara. Það held ég nú. Þeir komust ekki alvegyfir að vinna þetta sjálfir. En við fengum þarna fisk eins og þurfti, alltaf nóg af fiski. Þá var aflanum landað niðri við höfn og hann svo keyrður til okkar fyrst á hest- vögnum og siðar á bílum. — Þá var alltaf miðað við skip- þessu alltaf sjálfur þar til að ég fór á sjóinn. Ég hef verið um 10 ára aldur þegar ég byrjaði að fara með pabba mínum að veiða grá- sleppuna. Ég var elztur af systkin- unum og var því notaður í þetta. — Um fermingu var ég svo orðinn formaður á grásleppubát. Ja, það má kalla það formennsku. Yfirleitt fékk maður einhvern til að fara með sér að vitja um, en stundum kom það lika fyrir að engan var að fá og þá varð maður bara að fara einn. En um fermingu var maður orðinn maður með mönnum og fór þvi að vinna þetta. Svo ég er farinn að kannast við helvitis grásleppuna nú orðið. Hann pabbi lét alltaf stunda grásleppuna af djöfuls kappi. Þá var grásleppan öll sömul söltuð skal ég segja þér og svolitið þurrkuð. — Þá var lika alltaf róið út á grásleppubátunum. Það var stundum svolítið erfitt, allt annað en núna. Þá var heldur ekki notað eins mikið af netum og nú tíðkast. Þá voru þetta svona 10—12 net. Og þá þurfti heldur ekki að fara eins langt út. Það var bara lagt hérna rétt við skerin. — En úr þessu fengust oftast nær kjaftfullir bátar, alveg hreint kjaftfullir. — Þá var öllum afla keyrt upp úr bátunum á hestvögnum, hvort sem það var fiskur eða hrogn- kelsi. Hestarnir voru orðnir vanir þessu þótt þeir þyrftu oft að standa i sjónum alveg upp i kvið. Hestvögnunum var bakkað að bátnum og aflinn settur í vagninn. Gráni okkar stóð t.d. alveg grafkyrr meðan verið var að setja aflann í vagninn, þó svo að hann þyrfti að standa í sjónum, alveg grafkyrr. — Stundum fór maður að fiska þryskling á færi hérna rétt úti á firðinum. Þar fékkst oft ágæt veiði. — Þá var öllum hrognum hent. Þó voru þorskahrogn og lifur hirt en ekki ruslið eins og á togurum Sjá næstu sfður Hann fer nú sennilega að viðra til grásleppuveiða gæti Jón verið að huesa vitandi að þarna úti bfður grásleppan. (Ljósm. Öl.K.M.) Fullar trönur af grásleppu f Garðavörinni hjá Jóni. Jón er sjálfur að störfum við verkun grásleppunnar með aðstoðarmann. pund. Þegar maður kom inn á línuveiðurunum gömlu, þá var maður spurður: Hvað ertu með mörg skippund? Þá var venjulega að maður svaraði að það væru svona 100—120 skippund.Það var svona vanalegt. Mig minnir að i einu skippundi séu um 320 pund. — En það voru þarna i vinnu á reitinum hjá pabba svona 15—20 manns og stundum meira þegar breytt var. Grásleppan — snemma beygist krókurinn... — En grásleppuveiðin var samt alltaf stunduð fyrir þetta af miklu kappi. Þá varð ég að standa i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.