Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 61 1 Selsius. Að vonum kváði Anna við. Þá gall við í þeim fulla. „Er það ekki þarna sem gaukarnir í Geirfinnsmálinu eru geymdir?“ Hann hefur líklega ætlað að tala við Sævar Ziecielski upp í Síðu- múlafangelsinu. NVR dagur byrjar með HEITRI SUPU Klukkan hálf fjögur var komið með „fastagest". Sá hafði einfald- lega lagzt fyrir dauðadrukkinn á planinu hjá Glæsibæ, rétt eins og hann væri staddur á Mallorka en ekki í norðangaddi uppi á íslandi. Lögreglumenn voru að sjálfsögðu kallaðir til og tóku þeir manninn og fluttu í Hverfisstein, því ekkert heimili átti hann. Var hann feginn að koma inn í hlýj- una, bað um að fá að reykja eina sígarettu, fór siðan inn í klefann og steinsofnaði. Annar „góðkunn- ingi“ kom klukkan fjögur. Hann hafði setzt upp hjá fólki, sem ekki var alltof ánægt með nærveru mannsins og kallaði til lögreglu. Hann var eins og allir aðrir gestir Hverfissteins þetta kvöld, nokkuð við skál. Eins og venja er voru allir persónulegir munir teknir og geymdir og sömuleiðis allt, sem gæti valdið manninum skaða, ef hann kysi að reyna slíkt. Siðan var hann leiddur til klefa síns, breitt yfir hann hreint teppi og brátt var hann sofnaður. Næsta morgun byrjaði hann nýjan dag með heitri súpu hjá Önnu og Lofti. — SS Loftur fangavörður og lögreglumenn leiða nýjan „gest“ inn i klefann. Ljósm. Mbl. RAX. upp sjálfir. Þegar svo Hjalteyrar- verksmiðjan kom þá losnuðum við við þessa keyrslu, þvi þá voru komnir löndunarkranar og færi- bönd. Landaði ég yfirleitt þar og Kveldúlfsmenn þar voru alveg framúrskarandi menn f alla staði. — Þetta voru uppgripatekjur ef vel gekk. Arið sem ég var hæst- ur, 1942, þá hafði ég sem skip- stjóri 70.000 kr. yfir sumarið. Þá keypti ég mér 3ja herbergja íbúð um haustið sem var um 85 fm. Borgaði ég fyrir hana 65.000 kr. Þá átti ég eftir 5 þúsund af sumarhýrunni. Maður getur séð dálitið af þessu hvað peningarnir hafa oltið skart. — Þetta sama haust giftist ég konunni minni, Ingibjörgu Björnsdóttur, og eigum við 4 börn. Dóttur sem heitir Ólöf og þrjá syni Sigurð, Björn og Helga. Þeir eru nú allir á sjó. Bókstaflega velti skipinu við — Síðasta ár stríðsins var ég á Fjölni. Það var á írska kanalnum að stórt flutningaskip keyrði á síðuna á honum og bókstaflega velti honum við eins og krakkar velta litlu leikfangi í baðkari. Ég stóð í brúnni þegar þetta gerðist og gat ég gengið eftir síðunni stjórnborðsmegin og i sjóinn. En það sem bjargaði okkar var að flekinn virkaði alveg eins og hann átti að gera. — Ég var vel syntur og hefði öðru vísi aldrei náð flekanum. Minnir mig að ég hafi verið siðast- ur á flekann af þeim sem komust af. — Flekinn var þannig að hann var smiðaður eftir plássi á skip- inu. Þeir hafa verið svona 2 sinn- um 3 metrar að stærð og góður metri á þykkt. Það var aðallega sett kork í þá. Svo var ljós sem kviknaði sjálfkrafa á þeim ef þeir lentu í sjónum. Það var mikið öryggi í þessum flekum og björguðu þeir mörgum mannslif- um. Það var náttúrulega skylda að hafa þá og alveg sjálfsagður hlutur. — Svo vorum við bara hirtir upp af skipinu sem sigldi okkur niður. Þetta var farþegaskip og vorum við fluttir til Londonderry. Þar lenti maður fyrir rétti og man ég að offiserinn sem yfirheyrði mig var kvenmaður, bráðmyndar- leg. — Svo vorum við bara fataðir upp því við vorum flestir mjög illa klæddir, og sendir heim. — Já, já, þannig endaði nú mitt strið. 33 sumur á síld — Svo varð ég skipstjóri á Straumeynni sem var eitthvað yfir 300 tonn. Það gekk alveg ljómandi vel á síidinni þá. Það var alveg ágætt. Annars hefur mér alltaf gengið vel að fiska. A Straumeynni var ég í a.m.k. 3 ár. — Á veturna vorum við alltaf i vöruflutningum bæði innanlands og utan. Voru þetta alls kyns flutningar. Við vorum t.d. stund- um i flutningum fyrir Ríkisskip þegar þeirra skip voru tekin í slipp. — Upp úr því að ég hætti á Straumeynni þá kaupi ég mér lít- inn bát. Það er um 1950. Keypti ég hann á uppboði í Slippnum. Hann var 16 tonn og hét Guðrún. Lét ég nafnið haldast. Er ég á henni í friði í eitt eða tvö ár. Var ég mest á þorskanetum og færum. Þá var komið til mín og ég beðinn um að verða skipstjóri á Agli Skallagrimssyni. Þá vantaði mann til að fara með skipið á síldina. Þá þótt mér nú ansi gaman að prófa þessi skip, ansi gaman. Egill Skallagrímsson var einn af nýsköpunartogurunum. Þá lagði ég bátnum mínum og tók alla áhöfnina með mér. — Það var anzi gaman að fara af 16 tonn bát á um það bil 700 tonna skip sem leið svona hljóð- laust um sjóinn enda var Egill með gufuvél. Mér fannst líka gott að hlaða hann og gott að vera á honum. Hann var stöðugur og mikið að eyða hálfri ævinni þarna norður I íshafi í þokum og oft leiðindaveórum. — Svo þegar ég er búinn að eiga Guðrúnu í 6 ár seldi ég hana og fékk mér stærri bát sem ég nefndi Haffara. Var hann um 40 tonn. — Humarfiskiríið var þá að byrja og var ég nokkuð mikið í því. Við vorum tveir. Einar Sigurðsson úr Vestmannaeyjum átti annan bátinn og ég hinn og voru það fyrstu bátarnir sem gerðir voru út á humar frá Reykjavik. — Þennan bát átti ég svo í nokkur ár og gekk bara djöfull vel á honum. Þá seldi ég bátinn og fór í land af heilsufarsástæðum. öruggur. En við kjaftfylltum hann strax í byrjuninni á 2 sólar- hringum. Það gekk alveg ljómandi vel. — Næsta sumar var ég líka með Egil Skallagrímsson en þá gekk nú ekki alveg eins vel. Það var svo síðasta sumarið mitt á síldinni. — Ég var samtals 33 sumur fyrir norðan á síldinni. Það er of ... til þess sem verða vill — Þá fékk ég ágætisvinnu hjá Samábyrgð íslands sem eftirlits- maður með bátunum við höfnina. — Eftir að ég var búinn að selja bátinn minn og kominn í land fór ég svo aftur að stunda grásleppuna af fullum krafti í frístundum mínum. A. H. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.