Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 18
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976
f
„Þetta er ölög-
legt... þú ert
ekki frö Hellu"
Júgóslavamir í Sigöldu hafa hug á að taka
aö sér virkjun Hrauneyjafoss
Stöðvarhúsið við Sigöldu sem mun framieiða 150 mega-
vött I þremur vélasamstæðum, Bæta má við þeirri
fjórðu. Ljósm.Á.H.
________________________I__________________________
Það er skemmtilegt að skreppa í Sigöldu. Þar er líf í
tuskunum. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins fóru
þangað ekki alls fyrir löngu, lágu skjannahvítir skaflar
yfir öræfunum. Alengdar að sjá voru mannvirkin í
Sigöldu eins og svartar blekklessur í hvítri auðninni, en
þegar við nálguðumst, leyndi sér ekki, að líf og starf er
einkenni þessarar öræfabyggðar og snjósköflum er ýtt
burt allsstaðar, þar sem þeir hefta vinnu.
Fyrir nokkrum árum hefði engum dottið i hug að fara
upp í Sigöldu á þessum árstíma, en jafnvel öræfavetur-
inn hopar fyrir hugviti mannsins. Það var skotfæri alla
leið uppeftir og engin vandkvæði á þvi að aka um
svæðið, enda þótt skaflar væru margra mannhæða háir
með köflum. Stærsta iarðýtan er jafnþung 60 fólksvögn-
um — caterpillar að sjáifsögðu, mundi Ingimundur i
Heklu segja, en jarðýta þessi er eins lipur I snúningum
og lítill bíll, þrátt fyrir þyngd og stærð, og lét vel að
stjórn, þegar blaðamaður Morgunblaðsins settist i sæti
ýtustjórans. Þá sat Kári Sigurbjörnsson, ýtustjóri, í
hliðarsæti ekki alveg laus við áhyggjur, og mátti jafnvel
sjá á honum nokkurn kvíða þegar við héldum í áttina að
vegarbrúninni. „Þú mátt ekki fara út af,“ sagði Kári
góðfúslega. Og þá var ekið til baka með einu handtaki.
Eftir á að hyggja er ekkert undarlegt, þó að ýtustjór-
inn hafi verið áhyggjufullur, því að slíkt caterpillar —
ferlíki kostar hvorki meira né minna en 40—50 milljón-
ir króna. Þetta er stærsta ýtan á landinu. Þegar við
gengum út úr ýtunni sagði L.M. Zakula, framkvæmda-
stjóri júgóslavneska verktakans Energoprojekt og
brosti: „Þetta var ólöglegt. Þú mátt ekki aka ýtunni, þú
ert ekki frá Hellu.“
Á þann hátt afgreiddi hann það smákarp, sem orðið
hefur milli verkalýðsfélags Rangæinga, undir forystu
Sigurðar Óskarssonar, og júgóslavnesku verktakanna I
Sigöldu, en þeir halda því fram, að verkalýðsfélagið
vilji eingöngu koma Sunnlendingum í vinnu í Sigöldu,
jafnvel í þau störf sem þeir eru ekki hæfir i, að áliti
Júgóslavanna, sem eiga erfitt með að skilja þessa verka-
lýðsbaráttu. En Júgóslavarnir vilja f slíkum tilfellum
heldur fá menn annars staðar frá.
Að öðru leyti ætlum við ekki að blanda okkur í karp
þetta, en síðast þegar við vissum, beindist það að
kjörum járnabindingamanna. Júgóslavarnir segja, að
þeir hafi nú miklu meira beint samband við verkamenn
og aðra launþega í Sigöldu, en áður og fullyrða, að án
milliliða hafi samstarfið gengið betur, en það sé mjög
gott og til fyrirmyndar. Þeir hrósa Islendingunum á
hvert reipi og láta í ljós mikla ánægju með samstarfið
við þá. En fyrrnefndar deilur við launþegasamtök i
Rangárvallasýslu hafa augljóslega farið allmjög í
taugarnar á Júgóslövunum og karp milli þeirra Sig-
urðar er fest upp í enskum þýðingum í matsalnum, m.a.
nýlegar deilur í dagblaði í Reykjavík, en þegar
Júgóslavarnir sáu, hvernig blaðið fór með athugasemd
þeirra, hristu þeir höfuðið og framkvæmdastjórinn
skrifaði eigin hendi undir „frétt“ eða „athugasemd"
dagblaðsins sem fest var á töflu í matsalnum: „Það er til
margskonar sannleikur, sem erfitt er að trúa.“
En þrátt fyrir þetta sagði Zakula f samtali við okkur:
„Við erum ákveðnir í að ljúka verkinu á tilsettum tfma,
eða fyrir næsta vetur. Við viljum mjög gjarna byggja
virkjunina við Hrauneyjafoss. Á því mundu báðir
aðilar hagnast. Við erum hér með 15 skemmur og
verkstæði, sem eru áreiðanlega þau beztu og stærstu á
öllu landinu, auk þess höfum við reynsluna hér á landi
bæði af samstarfinu við Islendinga, sem er ómetanlegt
og mannvirkjagerðinni sjálfri. Aframhaldandi samstarf
við Hrauneyjafoss yrði báðum aðilum, okkur og Islend-