Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 20
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
Starfsmenn við Sigöldu við stærstu jarðýtu landsins. Verðmæti hennar er nærri 50
millj. kr. T.f.v. Leif Steindal verkstj. Björgvin Edvards og Kári Sigurbjörnsson
ýtustjórar.
Nokkrir íslenzku verkstóranna við Sigöldu. T.f.v. Eirfkur Gfslason, Gunnar Guðmunds-
son, Einar Jónsson, Grettir Gunnlaugsson, Gissur Krist jánsson og Leif Steindal.
„Verið velkomin f paradfs suðumanna. Nóg af rafsuðureyk og ómælanlegum hávaða.
Fleiri tonn af slfpirokkaryki, fúgudrullu og öðrum viðbjóði. Mengun f úrvali. Njótið
Iffsins. Aðgangur ókeypis." Þetta er áletrun á skilti sem suðumenn sem vinna við
niðursetningu hverflanna hafa komið upp við vinnustað djúpt niðri f stöðvarhúsinu. Ef
af skiltinu má dæma er ekkert sældarlff að vera suðumaður!
L.M. Zakula við skurðinn að inntaki stöðvarinnar.
Unnið við niðursetningu fyrsta hverf ilsins.
segir, að sér hafi leiðzt dálítið fyrst, en nú sé hann
farinn að kunna vel við land og þjóð, honum finnist
hann vera orðinn Islendingur. Honum líkar vel í Sig-
öldu. Hann lætur mikið af fegurð Islands og ætlar,
ásamt félögum sínum, í sumarferðalag yfir hálendið.
Enda þótt hann sé kvæntur, eins og flestir Júgóslavarn-
ir og eigi börn og buru heima í Júgóslavfu, segist hann
hafa farið til Reykjavikur að líta í kring um sig í
skemmtanalífinu. Og fullyrðir að hann hafi aldrei orðið
var víð að kvenfólk sé í minnihluta á Islandi. Þvert á
móti hafi honum virzt mikið framboð á kvenfólki i
Reykjavík. Hann var nýbúinn að tala við dóttur sína í
Belgrad og hún sagði honum, að þar væri 20 stiga hiti,
vor í lofti og tré farin að klæðast grænu laufi. En
hann sagði henni, að hjá sér væri frost og mikill snjór,
hvítar fannbreiður yfir allt. „Mikið áttu gott pabbi“,
sagði stúlkan. En hann svaraði: „Ég veit nú ekki hvort
okkar á betra!"
Verkstjórarnir íslenzku minntust á vatnið og
Júgóslavarnir segja, að fyrirtæki þeirra sé orðið mesta
dælufyrirtæki í heiminum; þeir hafi látið senda sér um
60 dælur upp í Sigöldu, því að miklu meira vatn hafi
verið í jarðveginum en ráð var fyrir gert og þeir hafi,
þegar mest var, dælt um átjánhundruð lítrum á
sekúndu, eða miklu meira vatnsmagni en dælt var á
hraunið í Heimaeyjargosinu — „og nú getum við komið
og dælt á næsta hraungos fyrir ykkur", sögðu þeir
glaðhlakkalegir.
II
Við 'fórum upp í Sigöldu með Kojic ræðismanni
Júgóslava hér á landi og Popnovakdivic, skrifstofu-
stjóra í Reykjavík, og sagði hann okkur frá því, að’
miklu meira vatn hefði verið í jarðveginum en gert var
ráð fyrir í samningnum við Landsvirkjun, svo að
Júgóslavarnir vonast til þess þeir fái bætur fyrir það
tjón, sem þeir hafa orðið fyrir vegna þessa óvænta
vatnsflaums í jarðveginum þarna á svæðinu. Það mál er
í athugun. En þess má geta, að samningur Júgóslavanna
nemur um 30 milljónum dollara, en auk þess hefur
verið gerður samningur við Portúgala um stálrör og
Rússa um vatnshverfla í stöðvarhúsi. Nema þeir samn-
ingar um 20 milljónum dollara, svo að upphafleg
kostnaðaráætlun við Sigölduvirkjun var um 50 milljón-
ir dollara. Þegar upp verður staðið, telja Júgóslavarnir,
að endar muni ná saman, en þó ekki meir, þeir muni
ekki fá hagnað af starfi sínu við Sigöldu og benda líkur
til, að þeir muni sitja uppi með ánægjuna eina. En þeir
segjast aftur á móti hafa komið sér svo vel fyrir þarna
inni á öræfunum og lært svo margt af starfi sinu þar að
þeir geti séð um framkvæmdir við Hrauneyjafoss með
stórhagnaði bæði fyrir Islendinga og þá sjálfa.
III
Aður en lengra er haldið, er ekki úr vegi að skýra frá
því, hvers konar fyrirtæki Energoprojekt er.
I fyrsta lagi, þá er það ekki í ríkiseign, eins og
Islendingar mundu vafalaust flestir halda að óathuguðu
máli. Árið 1950 voru öll fyrirtæki í eign stjórnarinnar
látin í hendur verkamanna og launafólks í Júgóslavíu.
Þessum fyrirtækjum stjórna verkamannaráð eða sér-
stök ráð launafólks. I Energoprojekt er sérstakt ráð yfir
hverri deild, en eins konar miðstjórnarráð yfir þeim.
Það tekur helztu ákvarðanir.
Energoprojekt hefur sex þúsund manns í vinnu og
tekur að sér verkefni víðs vegar um heim. Þannig hefur
framkvæmdastjórinn Zakula, unnið að framkvæmdum í
Indlandi og yfirmaður allrar jarðvinnslu, Stankovic,
sem er verkfræðingur eins og allir yfirmenn
Energoprojekt í Sigöldu, starfaði við áveitufram-
kvæmdir 30 km frá Suez-skurðinum, þegar Sex daga
stríðið skall á. Hann á margar minningar frá þeim tíma
og brosir útundir eyru, þegar hann lýsir því, hvernig
þeir þurftu að hlaupa í felur, þegar árásarflugvélar
komu þjótandi yfir svæðið, þar sem þeir unnu.
Miðstjórnarráðið tekur ákvörðun um uppbyggingu
fyrirtækisins og starfsemi og ræður framkvæmdastjóra,
en allar meiriháttar ákvarðanir eru þó teknar í samráði
við starfsmenn fyrirtækisins og er það gert með leyni-
legri atkvæðagreiðslu. Þá er einnig kosið leynilegri
kosningu til verkamannaráðanna. Júgóslavarnir segja
að kosningar þessar séu fullkomlega lýðræðislegar.
Fyrirtækið getur ekki hlaupið til stjórnarinnar og beð
ið um styrk. Annaðhvort verður það að standa á eigin
fótum eða það verður lagt niður. Þar sem vel gengur fá,
starfsmenn launauppbætur, en þó hafa þeir undir-
skrifað skuldbindingar þess efnis, að þeir muni taka á
sig tjón, þar sem illa gengur eða miður eins og t.a.m.
við Sigöldu. Starfsmenn fyrirtækisins annars staðar í
heiminum, þar sem vel gengur, veita félögum sínum við
Sigöldu aðstoð, en þó geta þeir ekki fengið fullar bætur,
né borið eins mikið úr býtum eins og þeir sem mest fá.
Þetta er einskonar tryggingakerfi, sem þeir telja, að
hafi gefizt vel. Starfsmennirnir eiga líka von á góðum
hagnaði, þar sem vel gengur. Þeir segja að þetta séu
fyrstu fyrirtækin í sögunni, sem séu raunverulega í
eigu verkamanna. I öðrum kommúnistalöndum, t.d.
Sovétríkjunum, ráði stjórnmálamenn öllu um afdrif
fyrirtækja. „Starfsmenn gera ekki verkföll gegn okkar
fyrirtækjum", segja þeir, „hví skyldu þeir gera verkfall
gegn sjálfum sér?“