Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 24

Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 24
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Nokkrir lækir renna gegnum völlinn á West Links og hér hefur einn landinn oröið svo óheppinn að hafna I læk. Hann ætlar auðsjáanlega að revna að bjarga sér uppúr án þess að taka vfti. Hér reynir einn landinn að bjarga sér upp úr tiltölulega saklausum „bunker" á þeim fræga velli Muirfield, en I baksýn er klúbbhúsið, þar sem hvorki má fara inn með konur né hunda. eftir Gisla Sigurðsson undanteknu Princess Street í Edinborg og fáeinum verzlunargötum í Glasgow. Við lifum I þeirri sælu trú, að skerið okkar sé fallegasta land í heimi, og vissulega er það bæði malerískt og hrikafagurt á köfl- um. Mér skilst að sama megi segja um Færeyjar og Græn- land Um það get ég ekki dæmt af eigin raun, en hitt þekki ég betur, að Skotland er stórkost- lega fagurt þegar bezt lætur og hefur mjög verið vanmetið sem heillandi ferðaslóð. Þar verða mikilúð'.eg fjöll og berangur eins og hér. Þegar upp i hálöndin kemur, minnir gróðurfar á Island framar öllu, en f neðra leynir sér ekki að breiddargráðan er ögn suð- lægari. Þar verða stöðuvötn í dölum, sum með nykrum og nafntoguðum skrýmslum og gróðurfarið þar minnir að sjálf- sögðu meira á Danmörku en grjótflákana hér. Þorpin sem standa innanum og saman við landslagið búa yfir sérstökum þokka; húsin úr bindingsverki eða hlöðnum steini og þrennt er það, sem gera má ráð fyrir að sé innan Skotlandi Einhvern tíma hef ég íað að því áður á prenti, að Grænland, Skotland og Færeyjar séu með þeim löndum jarðarinnar, sem Islendingar vita minnst um. Grænlendingar eru mönnum hér um slóðir álíka kunnir og Massai-þjóðflokkurinn í Afríku miðri. Um Skota vita menn aftur á móti, að þeir brugga viskí og ausa ekki peningum á báða bóga, ef marka má Skota- sögur. Um Skotland sjálft vita Is- lendingar nánast lítið að seilingar, hvar sem komið er: Krá, knattspyrnuvöllur og golf- völlur. Kráin eða „pöbbinn" gæti heitið „Halti haninn“ eða „Rauða ljónið", og þar er á stundum þétt setinn bekkurinn og ekkert knífirí með bjórinn; allt þó með spekt. Skotar eru úrvalsfólk eftir því sem ég þekki til og þeir vita jafnvel ennþá minna um okkur en við um þá. Mér hefur virzt að þeir láti sér fátt um heiminn utan Skotlands og ætla áreiðanlega eftir fíjdrn Vújni Sigurjxíhson Þeirtaka upp hanzkannfyrir smœlingjann Hér segirfrá endurreisn v-þýzkrar kvik- myndagerðar og nokkrum framámönnum hennar MEÐAL áhugafólks um kvik- myndir á Vesturlöndum beinist athyglin í æ ríkari mæli að V- Þýzkalandi. Feikilegur fjörkipp- ur hefur á síðustu árum færzt í þýzka kvikmyndagerð, svo að helzt er að leita hliðstæðu í efna- hagsundrinu mikla þar í landi hér fyrr á árum. Ný og ótrúlega frjó kynslóð kvikmyndaleikstjóra hef- ur nú skotið upp kollinum innan kvikmyndaiðnaðarins þar, sem segja má að hafi verið í rúst allt frá því að Hitler batt enda á gull- öld þýzkrar kvikmyndagerðar, þegar menn eins og Murnau, Pabst, Fritzs Lang, Lubitsch og von Sternberg voru og hétu, og fram á seinni hluta sjöunda ára- tugarins. Munchen hefur verið helzti gróðurreitur hinna ungu leik- stjóra. Þeir koma úr ólíku um- hverfi, en eiga það flestir sameig- tlr Lúðvlk II — Sálumessu meykonungs eftir Syberberg, inlegt að vera vinstrisinnaðir í skoðunum, sjálfmenntaðir i kvik- myndagerð og afsprengi þeirra á því sviði fela oft i sér þjóðfélags- gagnrýni. Myndirnar eru tiltölu- lega ódýrar í gerð — að minnsta kosti í samanburði við stjór- myndaframleiðslu nágrannaland- anna sem ætlaðareru fyrir alþjóð- legan markað. En þrátt fyrir það og þótt efniviður myndanna sé fremur staðbundinn, hefur þýzku leikstjórunum orðið ótrúlega vei ágengt í að koma myndum sínum á framfæri erlendis nú upp á sið- kastið. Þær eru orðnar mjög fyrir- ferðarmiklar á flestum meirihátt- ar kvikmyndahátíðum um þessar mundir og telja verður til undan- tekninga þær hátíðir, þar sem þýzk kvikmynd hreppir ekki verð- laun af einhverju tagi. Islendingar hafa enn sem kom- ið er haft heldur litil kynni af þessum þýzku myndum, og er þá helzt að nefna tvær myndir Rain- er Werner Fassbinders, sem Há- skólabió hefur sýnt sem mánu-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.