Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 69 ekki að gerast sjálfskipaðir björgunarmenn heimsbyggðar- innar. Öll þjóðin á færri at- vinnulistamenn en Reykjavik ein og þeir hafa kannske átt eitt þokkalegt skáld í þúsund ár. Skotar eru um fram allt sportmenn og þar hafa þeir haft sín áhrif. Það hefur verið sagt að þeir leiki knattspyrnu uppá líf og dauða; einkum i Glasgow og ætti Jóhannes Eð- valdsson að vera orðinn kunn- ugur því. Kúluvarp varð til sem íþrótt í Skotlandi með því að soldátar spreyttu sig á fall- byssukúlum og kúlan er enn í dag höfð af sömu þyngd og þá — eða svo er sagt. Um 1420 er talið að golfið hafi byrjað að þróast hjá þeim; þá leikið með trékúlum og frumstæðum trékylfum. Þessi iþrótt fór eins og eldur í sinu um Skotland og um svipað leyti og Englendingar drápu Björn ríka á Rifi, neyddist kóngurinn James Il.til að banna fótbolta og golf i Skotlandi sökum þess að menn voru hættir að sinna skyldustörfum fyrir kónginn og föðurlandið. Ekki veit ég hvort bannið stóð lengur eða skemur, en fyrsti golfklúbburinn var stofnaður í Edinborg nokkuð löngu síðar, á 17. öld. Menn sækja annars margt af upphafi golfsins til háskólabæjarins St. Andrews á austurströnd Skot- lands. Þar varð til fyrsti 18 holu golfvöllurinn árið 1764 og myndaðist eftir það sú hefð að halda sig við töluna átján. St. Andrews er eins konar Mekka golfleikara í heiminum. Þær reglur sem ráða ferðinni í þessari íþrótt eru kenndar við heilagan Andrés og þar er einn nafntogaðasti golfvöllur heims- ins á sendinni sjávarströnd, þar sem gjarnan blæs hressilega af hafinu. En víðar er guð en í Görðum og Skotar benda með miklu stolti á nokkra aðra velli, sem teljast heimsfrægir og eiga enda að baki sér sögu, sem oft- ast er talsvert meira en aldar- Ein fallegasta holan á Longniddry, par 3, teigurinn uppi á háum hól og flötin umkringd „bunkerum“. Allt I kring er skógurinn og I baksýn sést út á Fort-fjörðinn. Langt er sfðan golf varð Skotum ástrfða, en að laumast á völlinn á sunnudögum var helgidagsbrot, sem kostaði 40 shillinga sekt. Hér koma presturinn og meðhjálparinn öllum að óvörum og standa svndara að verki. löng. Þessir gömlu vellir í Skot landi eru hreinar perlur, enda fara menn þangað pílagríms- ferðir viða að úr heiminum til þess að finna blæ hinnar alda- löngu hefðar. Meðal frægustu golfvalla Skotlands eru Old Prestwiek, Troon og Turnberry á vesturströndinni, en Muir- field, Carnoustie, Gleneagles og St. Andrews að austanverðu. Þegar kemur i héraðið East Lothian austur með Forth-firði, verður svo að segja samhang- andi keðja golfvalla. Þar má sjá blómlega akra og skóga inn til landsins en sendið harðlendi með sjónum. Það nefna Skotar „links“ og hefur löngum verið þeirra eftirlæti til golfiðkunar. Mér hefur skilizt að sand- glompurnar hafi sumstaðar ver- ið fyrir hendi og orðið sjálf- sagður partur í arkitektúr golf- valla. Flatirnar eru oftast stór- ar, en beinharðar og skapar það sérstök skilyrði ásamt með vindinum, sem gjarnan ríkir þar. Um nokkurra ára bil hefur Flugfélag íslands staðið fyrir hópferð golfmanna á þessar slóðir og alltaf fengið góða þátt- töku. Smábærinn North Berwick hefur verið fastur samastaður; þar eru tveir ágætir golfvellir við hendina, en auk þess um skamman veg að fara á aðra velli. Allir hafa þeir sín sérstöku einkenni, enginn er tiltakanlega öðrum líkur og einmitt það gerir svona golfferð tilbreytingarríka. Kjósi maður beinharða sjávar- strönd, þá þarf ekki lengra að fara en á völlinn í North Berwick; West Links. A Guilane er hæðótt harðlendi, skógur og bersvæði á Longniddry og skjólsælt skógarsvæði á Royal Burgess við Edinborg. Gömlu skozku vellirnir hafa ekki verið mótaðir með jarðýt- um eða öðrum verkfærum eins og nú tiðkast, þegar íþrótta- mannvirki af þessu tagi eru mótuð og ekki þarf að horfa i aurana. Þess í stað hefur sjálf náttúran verið látin ráða og súperstjörnur golfsins eins og Jack Nicklaus hafa lýst sér- stakri aðdáun á þessum gömlu völlum. Golf hefur verið almennings- íþrótt i Skotlandi og enn er Sjá næstu sfður dagsmyndir. Hins vegar getur þessi nýtilkomna gróska i þýzkri kvikmyndagerð verið lærdómsrík fyrir þá okkar, sem ekki hafa gef- ið upp alla von að með tið og tima megi koma stoðum undir islenzka kvikmyndagerð. Þessi gróska á rætur sínar að rekja til myndar- legs stuðnings þýzka ríkisins og hversu merkilegt sem það nú er með hliðsjón af íslenzkum aðstæð- um, þá má með nokkrum sanni segja, að það sé þýzka rikissjón- varpið sem sé undirrót þeirrar endurreisnar, sem við erum nú að verða vitni að í’ þýzkum kvik- myndaiðnaði. almennum sýningarhúsum. Öhjá- kvæmilega hefur þetta kerfi sína galla, þar eð myndirnar hafa fyrir bragðið hlotið misjafna aðsókn þegar i kvikmyndahúsin kemur, og höfundar þeirra bera þannig minna úr býtum en ella. Engu að síður verður ekki annað sagt en sambúðin við sjónvarpið hafi gefizt vel, og má líklega þakka það samtökum kvikmynda- gerðarmanna, svo sem „Film- verlag der Autoren" í Munch- en, sem annast hefur framleiðslu og dreifingu mynda þeirra og unnið hefur ötullega að því að koma myndunum sem við- kvikmyndahúsum, enda sé dreif- ingarrétturinn að öllu leyti i höndum höfundanna að undan- skildum þessum tveimur sýning- um í sjónvarpi. Er þetta þannig ekki ósvipað kerfi og sænska kvikmyndastofnunin hefur tekið upp nýverið i samvinnu við sænska sjónvarpið, og Harry Schein, forstöðuniaður sænsku kvikmyndastofnunarinnar, batt sem mestar vonir við, er hann var hér á ferð á dögunum. ★ ALDURS- FORSETINN Nú skal drepið á nokkra hinna armaður hjá Fritz Lang — þeim er gerði myndina Ofsa(The Fury) sem sjónvarpið hér sýndi fyrir skömmu. Lýklega er þekktust mynd Kluge „The Fortuitous Employment of a SIave“ eins og hún nefnist á ensku, og hefur verið sýnd viða i Vesturálfu við ágætar undirtektir. I myndinni er gerð nokkuð ísmeygileg úttekt á stöðu konunnar í velferðarþjóðfé- laginu. ★ UPPRENNANDI MENN Reinhard Hauff telst einnig til Miinchen-hópsins, og i mynd sinni sem í fyrsta kennarastarfi sínu kynnist bágum lífskjörum nem- enda sinna í litlu þorpi í kringum aldamótin og snýst til róttækni i viðleitni sinni við að berjast fyrir bættum hag þeirra. John Miehe hefur gert myndina John Gluck- stadt þar sem segir frá fyrrver- andi fanga á síðustu öld og erfið- leikum hans að verða ftur gjald- gengur i samfélaginu. Bernhard Sinkel hefur gert myndina Lina Braake, sem kjörinn var bezta þýzka myndin á Berlinarhátíðinni í fyrra, og segir þar frá gamalli konu sem er neydd til að yfirgefa íbúð sina og fara á elliheimili, þar sem hún kynnist gömlum fjár- Fassbinder (lengst til vinstri) við kvikmyndatöku Bruno S. Brigitte Mira og Alfred Edel f mvnd Herzog um Kaspar Hauser. ★ NÝLÖGGJÖF I FÆÐINGU Til skamms tíma hefur framan- greindur ríkisstuðningur algjör- lega verið i höndum sjónvarpsins, sem fengið hefur sjálfstæðum og óháðum kvikmyndagerðarmönn- um tiltekin verkefni og hafa fylgt þeir skilmálar, að fyrst verði að sýna myndina tvisvar i sjónvarpi áður en hún er tekin til sýninga í ast á framfæri. Þýzku kvikmynda- gerðarmennirnir hafa þó á sið- ustu misserum verið að þrýsta á stjórnvöld um nýja löggjöf er fel- ur I sér nýskipan kvikmynda- framleiðslunnar. Meginatriði hennar er ákvæði um ríkisstyrk kvikmyndagerðar, þar sem höf- undarnir hafa algjörlega frjálsar hendur um efnistök og dreifing- arrétt myndanna, og að sjónvarp- ið fái þær ekki til sýninga fyrr en að tveimur árum liónum eða eftir að þær hafa fyrst verið sýndar í þýzku kvikmyndagerðarmanna og nokkur verk þeirra, en þetta er allstór hópur manna á aldrinum milli tvitugs og fertugs. Aldurs- forseti þessarar nýju kynslóðar verður að teljast Alexander Kluge, sem verið hefur mikill bar- áttumaður þeirrar nýju löggjafar sem getið var áóur. Hann er 42ja ára að aldri, og eins og fleiri í hópnum var hann lögfræðingur áður en hann helgaði kvikmynd- unum starfskrafta sína. Það var árið 1958 er hann gerðist aðstoð- Mathias Kneissl lýsir hann bar- áttu öreiga gegn kúgun valda- stéttarinnar snemma á 19. öld. Mynd Christian Ziewer, „Kæra mamma, mér gengur prýðilega“ er af sama toga nema hvað hún gerist í nútímanum, og þar eru leikarar og venjulegir daglauna- menn látnir blanda geði til að ná fram sem sannferðugastri mynd af vandamálum verkamannanna. Þá er að nefna Peter Lilienthal sem í mynd sinni Hofer skóla- stjóri segir frá ungum kennara, svikara, sem síðan hjálpar henni að ná fram hefndum á lánastofn- un þeirri, er tekið hafði af henni íbúðina. Ekki má gleyma Hans Jiirgen Syberberg, sem mest megnis hefur unnið fyrir sjón- varp og þá aðallega að heimilda- myndagerð en nú nýverió einnig gert sögumyndir með verulegum árangri. Skal hér aðeins getið „Lúðvfks II — sáumessu mevkon- Sjá næstu sfður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.