Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 28
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Asgeir Eyjólfsson við hlið nýja snjótroðarans f Bláf jöllum. Ljósm. Mbl.: Þórleifuról. „Nú talar fölk umaöföbama- gœzlu í Bláfjöll" S <2 Rætt við Asgeir Eyjólfsson um BláfjöU o.fl. Ö ___________ o O____* _________________* '' * Asgeir ásamt félögum sfnum á vetrarolympfuleikjunum f Osló 1952. Talið frá vinstri: Stefán Kristjánsson, Haukur Sigurðsson, Asgeir, Jón Karl Sigurðsson og Gísli B. Kristjánsson, flokksstjóri. eftir Þórleif Olafsson Þrátt fyrir bætta aðstöðu til fjalla hefur Reykvíkingum gengið illa að stunda skíða- iþróttina í vetur, — vegna veðurs. Flestar helg'ar hefur verið ófært inn á aðalskíða- svæðið í Bláfjöllum og er það fyrst núna að sæmilega greið- fært er orðið þangað. I sára- bætur getur fólk hinsvegar átt von á því, að getað verið á skíðum á þessum slóðum fram i júní. Snjóalög eru mjög mikil í Bláfjöllum og hefur snjó- þykktin mælst mest yfir 9 metrar. Sá maður sem mest og bezt hefur kynnst skíðalöndum Reykvíkinga nú hin síðari ár, og reyndar síðustu 20 árin, er án efa Ásgeir Eyjólfsson, en hann sér um rekstur á skíða- lyftum I Bláfjöllum og Hvera- dölum. Þegar við ræddum við hann, sagði hann að þótt mikið væri búið að gera til að lagfæra aðstöðu fyrir skíðaunnendur í Reykjavík og nágrenni, þá ætti mikið eftir að gera enn, — en enginn þyrfti að halda aðjiægt yrði að skapa aðstöðu, eins og hún gerðist í Ölpunum. Ásgeir er einn kunnasti skíðamaður landsins og hefur oft orðið lslandsmeistari í Alpa- greinum. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og steig fyrst á skíði, þar sem hann er nú við vinnu hvern dag. STEIG FYRST A SKÍÐI 13 ÁRA „Ég fór fyrst á skíði þegar ég var 12 eða 13 ára gamalll og mín fyrsta skíðaferð var í Blá- fjöllin. Þá var ekki því til að dreifa að maður gæti ekið inn á skíðasvæðið, heldur varð maður að ganga þessa vega- lengd, sem ekki þótti nema sjálfsagt á þeim tímum. En engu að síður fékk ég skíðadell- una strax. Á þessum árum stundaði ég einig sund, frjálsar fþróttir og handbolta af kappi, en fljótlega söðlaði ég algjör- lega yfir á skíðin. Ég fór á skíðaskólann á ísafirði, þegar ég var 15 ára og byrjaði að keppa á svipuðum tírna.,, Ásgeir náði fljótlega mjög góðum árangri sem keppnis- maður og þegar hann var 17 ára tók hann þátt í Is- landsmótinu. A þessum ár- um var keppt í þrem flokkum A-B og C, og urðu menn að vinna sig upp á milli flokka. Gekk það greiðlega hjá honum og varð hann tslands- meistari i C og B flokki. Einnig var hann, er hann sigraði í B- flokki, undanfari fyrir A-flokks menn og var í fyrri ferðinni einum 3—4 sekúndum á undan þeim, sem var íslandsmeistari það árið ÍSLANDSMEISTARI 1949 „Það var svo 1949, sem ég varð Islandsmeistari í A-flokki og varð ég það nokkrum sinn- um bæði í svigi og stórsvigi og bruni, það er á meðan keppt var í þvf. Þá var ég ein 6 eða 7 ár í röð Reykjavíkurmeistari í þessum greinum." Nú vikur talinu að vetrar- olympíuleikunum í Osló, en þangað fór flokkur islenzkra skfðamanna. Ásgeir var valinn til að keppa í Alpagreinum ásamt þrem öðrum skíðamönn- um. Meðal þeirra var Jón Karl Sigurðsson frá ísafirði, faðir Sigurðar Jónssonar, sem nú er örugglega orðinn bezti skíða- maður, sem Islendingar hafa átt fyrr og siðar. 27. í SVIGI A OLYMPÍULEIKUNUM „Ég held að ég hafi orðið númer 27 í sviginu,“ segir Ás- geir, „og ég man vel að eftir fyrri ferð f sviginu var ég 4,1 sekúndu á eftir fyrsta manni, en að seinni ferð lokinni var tfmamismunurinn alls um 16 sekúndur. Það var ekki hægt að búast við miklum árangri af okkur tslendingunum, og er ekki enn á mótum eins og Olympíuleikum. Skilyrði hér heima, eru svo slæm, bæði er það veðurfar og öll aðstaða til æfinga. Á þessum árum var t.d. engin lyfta til á tslandi og þær sem eru núna teljast ekki langar, miðað við það sem ger- ist erlendis. Annars er það hreint furðulegt hve mikið ís- lenzkum skíðamönnum hefur farið fram hið síðar ár. — Alls tók ég 15 eða 16 sinnum þátt í íslandsmótinu á skíðum, hætti í kringum 1960, varð þá að hætta keppni vegna eymsla í baki. Jafnhliða því sem Asgeir stundaði skíðin af miklu kappi varð hann eins og aðrir að vinna fyrir sér og lærði hann pipulagningar. Þá atvinnu hefur hann stundað að mestu til þessa, en nú er svo komið að hann er alla daga við vinnu á skíðasvæðum Reykvíkinga. BYRJAÐI I HVERADÖLUM 1970 „Já ég byrjaði kringum 1970 að vinna við skíðasvæðið og lyftuna í Hveradölum. Þetta byrjaði strax á haustin og fyrsti snjórinn féll og nú er svo komið að ég vinn allt árið í Hveradöl- um og í Bláfjöllum. Á sumrin vinnur maður við að lagfæra það sem úr sér hefur gengið yfir veturinn, útbýr snjógirð- ingar, dyttar að skálum og þar fram eftir götunum. Um sjálfa skíðaaðstöðuna má segja, að hún hefur batnað gffurlega á síðustu 4—5 árum, þ.e. eftir að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.