Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 30

Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 30
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Einn á lalli meS svín I kvöldmatinn af markaSnum [ Aberdeen. Ævagamall kínverskur turn sést hér á neðri myndinni, en á þeirri efri hefur nýjasti byggingarstíll haldið innreið sina. Verzlunarstúlka á markaðn- um. — Með Jómfrú Ragnheiði Framhald af bls. 57 þar sem við vorum ekki tilbúnir að virða leikreglurnar. Sigurgeir sem er afskaplega samvizkusamur maður, fékk auð- vitað sjokk daginn eftir vegna þess að hann hafði ekki gert það sem hann átti að gera í vændis- húsinu, en það leið hjá fyrr en varði. Vatnafólkið í Asíu er merkilegt samfélag og á Hong Kong svæðinu búa um 100 þús. manns í bátum. Stærsta bátaþorpið, Aberdeen, heimsóttum við og kynntum okkur, en þar búa um 20 þús. manns í 3000 bátum. Það var stórkostlegt að heim- sækja junkahöfnina Aberdeen. Við vissum að hafnarbúar taka fremur fálega á móti ferða- mönnum þegar þeir rása í gegn- um hina fljótandi byggð þeirra og þar sem við höfðum lært næma aðlögunarhæfni af lundanum vor- um við ekkert að tvínóna við hlut- ina, heldur gerðum við okkur heimalega með klæðnaði og klæðaleysi, því allan þann tíma sem við dvöldum í Aberdeen vorum við berfættir. Þannig búnir komum við á torg heima- manna, sem er þó á þurru landi, og meðan aðrir ferðamenn lögðu ekki i að smakka fiskibollurnar sem þeir suðu þar í feikn miklum potti, þá hámuðum við þær í okkur af beztu lyst, a.m.k. þegar við fórum að venjast þeim. Eftir þessa athöfn vorum við teknir gildir á svæðinu, því við urðum fljótt varir við að sagan gengur ekki síður hratt um byg§ð á sjó, en byggð á landi. Á markaðinum ægði öllu saman, allt gekk kaupum og sölu. Fiskimarkaðurinn þarna bauð upp fallegasta fisk sem við höfó- um séð og erum við þó góðu vanir úr okkar heimabyggð. Úrvalið var feikn mikið, alls kyns nýmeti úr sjávarflórunni, fiskmeti, skel- fiskur og sjávargróður. Lyktin þarna var eins og af nýveiddum miðsumarlaxi. Á matvörumarkaðnum var allt til sem tönn getur í fest og þarna hljóta að vera nokkuð stórar fjöl- skyldur, því ekki var óalgengt að sjá menn rölta um borð í junkana með heilt svín á bakinu. Við leigðum okkur junka og siðan hófst siglingin. Þarna mætti maður „kaupfélaginu“ á siglingu, fljótandi bakaríi, sjoppunni og það var fremur kynlegt að hitta stórverzlanir á förnum vegi á ferð og flugi. Þótt junkahöfnin með 3000 skipum og 20 þús. íbúum sé ekki mjög álitieg ásýndum, komumst Kristján Gunnlaugsson flugstjóri i 30 þús. feta hæð yfir Suður-Asíu. Við afhentum honum bókina um jómfrú Ragnheiði við hátíðlega athöfn á baka- leiðinni í Karachi, en þó nutum við fylgdar hennar áfram á flandrinu. Kristján lofaði að sýna Ragnheiði nærgætni. við að raun um að innan þilja er hreint og þrifalegt, en lítið var um húsbúnaðinn um borð. Fleti í kimum fyrir íbúa junkanna, en í setusalnum þar sem mest allt fjöl- skyldulíf á sér samastað voru nær undantekningariaust aóeins sessur og sjónvarpstæki. í öðrum vistarverum skipsins var unnið að allskonar heimilisiðnaði, einn junkinn var t.d. hænsnahús, alls staðar pútur á öllum þiljum og jafnvel í litlum búrum utan á borðstokknum. Stærstur hluti junkaflotans fer aldrei úr höfninni, en hins vegar sækja sjómenn hafnarinnar miðin á stórum junkum með allt að 70 manna áhöfn. Þeir fara í 3—5 daga veiðiferóir á stóru skipunum og taka sér síðan gjarnan frí í marga daga á eftir. Innan hafnar vinna konur og börn öll störf sem eitthvað kveður að og það er iðju- samt fólk sem býr í Aberdeen. Þetta er sérkennilegt samfélag á margan hátt, það lítur aðeins eig- in lögmálum, sem byggjast á gamalli hefð, viðskiptum manna á milli, en að öðru leyti er hver junki, hver fjölskylda út af fyrir sig. Menn fæðast og deyja í þessu samfélagi og það þykir t.d. höfuð- synd að kvænast út fyrir höfnina. Þar sem við dóluðum m.a. á miðri höfninni hittum við eina liðlega 70 ára gamla. Hún var að róa ein á báti sér til skemmtunar og þegar við rerum til hennar og gáfum henni nokkra dollara lifnaði nú aldeilis yfir þeirri gömlu og stillti sér upp i mynda- töku brosandi út að eyrum svo við blasti hennar eina bjagaða skögultönn en það skipti litlu máli miðað við gleðina yfir að fá þessa peninga sem voru talsverð upphæð á hennar mælikvarða. Við tókum einnig að okkur að hreinsa til um borð í einum „kaupfélagsbátnum“ og þannig leið tíminn með vatnafólkinu, ljúfu fólki eins og svo víða í heiminum, en að sama skapi grimmu ef maður fer óvarlega með eitthvað sem er því heilagt. — Þýzkar kvikmyndir Framhald af bls. 71 kanna efni um „heftar“ mannver- ur, svo sem blinda og heyrnar- lausa, dverga, brjálaðan stríðs- mann með herðaki^til og nú siðast 19. aldar fyrirbærið dularfulla — Kaspar Hauser. I næstu mynd hans sem tekin verður i Alaska og fjallar um hjarðmann sem álit- inn er hafa spámannsgáfu, munu leikararnir leika undir dáleiðslu. En það var Kaspar Hauser sem kom Herzog verulega í kynni við frægðina, því að um hann gerði Herzog myndina Every Man for Himself and God Against All svo sem svo sem hún kallast á ensku. En látum Herzog lýsa henni nán- ar: „Sagan um Kaspar Hauser fjallar um einasta þekkta dæmið úr sögu mannsins, þar sem „mað- ur“ fæðist fullorðinn. Kaspar var, eins og hann mundi siðar meir, læstur i dimmum kjallara allt sitt líf og kunni ekki einu sinni skil á öðrum mannverum, þvi að honum var færður matur að nóttu til meðan hann svaf. Hann hélt, að það væri líkamlega eðlilegt ástand að hann var bundinn niður og gat aðeins setzt upp. Kaspar var, í hinum hreina skilningi, per- sóna án hugtaka, án máls, villi- maður, en samt varð að líta á hann sem eins konar mannveru, óheflaða, eins og einhvern frá annarri plánetu.“ Myndin lýsir síðan hvernig Kaspar vegnar þegar hann slepp- ur skyndilega úr prísundinni og samfélag manna, í öllum sinum hræsnisfulla smáborgaraskap, birtist honum. Hann verður um tíma augnakarl allra og sýninga- gripur, en endalok hans eru jafn einkennileg og upphaf hans. Herzog fer ekki troðnar slóðir fremur en endranær í skipan leik- ara í aðalhlutverkið. Hann gróf upp mann að nafni Bruno S„ mann sem eytt hafði ævinni á hælum og stofnunum allt sitt líf, þvi að honum og honum einum treysti Herzog fyrir því að túlka þessa fásinnuðu sál. Aðalkven- hlutverkið er hins vegar i hönd- um vinkonu okkar, Brigitte Mira, sem áður er getið úr Fassbinder- myndunum. Skal nú látið staðar numið um þýzka kvikmyndagerð um þessar mundir, enda þótt enn sé af nógu að taka. Vonandi gefur þó þessi — að mörgu leyti — tilviljunar- kennda upptalning einhverja mynd af viðfangsefnum hinna ungu þýzku kvikmyndagerðar- manna, sem eru glettilega sam- stæðir, þegar grannt er skoðað. Meginþemað í þeim öllum er smælinginn og barátta hans I harðbýlum heimi, og er þá ýmist róið á mið sögunnar — til síðustu aldar þegar stéttabaráttan er í birtingu, sem líta má á sem undir- rót stjórnmálaátaka okkar daga eða í það nútíma þjóðfélag og þann veruleika sem þessi átök setja svo mjög mark sitt á. „Ég geri myndir mínar eins og ekki sé til nein kvikmyndasaga; ég er að reyna að skilgreina nýja ímynd af þvi hvað það táknar að vera maður,“ segir Herzog ein- hvers staðar. I Þýzkalandi rofnaði kvikmyndasagan um nærri 40 ára skeið. Hin nýja kynslóð kvik- myndagerðarmanna hafði því enga eiginlega hefð til að byggja á. Þeir hafa orðið að finna sér sjálfstætt tjáningarmál og leita nýrra leiða. Þeim hefur orðið vel ágengt eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Á Islandi er yfir höfuð engin kvikmyndahefð til, en hví skyldum við ekki geta lært af fordæmi Þjóðverja. B.V.S. tók saman. Heimildir: Sight and Sound, Films & Filming, Deutsche Tribiine, Newsweek.) f Sparið í ! þúsundir " rwm kaupið !■ m wtium ■ Sumar ! dekk ! Nokkur verðsýnishorn af fjölmörgum stærðum okkar af sumarhjólbörðum: STÆRÐ VERÐ FRA KR: 5.60-15 5.680- 5.0 -15 5.210- 155-14 5.600 - 590-13 5.550 - 560-13 5.950- 645/165-13 7.050- 550 -12 4.700- RADIAL: 165SR15 5 8.150- 185SR14 9.980- 8 155 SR14 6.370- 155 SR13 6.260 - 145 SR13 6.230 - 9 O Óll verð eru miðuð við skráðgengi U.S.S: 178.80 TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐ/Ð Á ÍSLANDI H/F AUÐBREKKU 44 — 46 KÖPAVOGI SIMI 42606 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIO A AKUREYRI H/F ÖSEYRI 8 EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR GARÐABÆR NYBAROI H/F GARÐABÆ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.