Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 33
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
77
— Austur og
vestur
Framhald af bls.53
með að hún sé svo heppin að borða að
Austurlandasið hrisgrjón í stað kart-
aflna. En öllu þessu mótmælir hún.
— Ég er lika írsk og get ekki verið án
kartaflna. En i Burma höfum við alltaf
hrisgrjón á hverjum degi. Þau fæ ég lika
hér. River Rice grjónin eru góð og líkust,
okkar grjónum, en Uncle Bench
mundum við aldrei nota í Asíu. Jú, það
er list að elda hrísgrjon, þó einfalt sé. Ég
nota 2 bolla af köldu vatni á móti einum
bolla af hrisgrjónum, sem ég þvæ tvisvar
til þrisvar sinnum í sigti. Það er mjög
mikilvægt að potturinn sé af réttri
stærð, því ekki er hægt að sjóða 1—2
bolla af grjónum í stórum potti. Ég salta
svolítið og set pottinn yfir háan hita, svo
grjónin sjóði í hvelli, lækka svo hitann
niður á lægsta straum, set lokið á, og
grjónin eru soðin á 15 mínútum. Þetta er
Burma-aðferðin. Nei, smjör notum við
ekki. Þaó er indverska aðferðin. Annars
hef ég ekki lent í neinum erfiðleikum
með að fá það, sem ég þarf í matinn.
Grænmeti fæst jafnvel oftast, þótt dýrt
sé. Ef ekki, þá nota ég í staðinn ávexti. I
mínum huga koma þeir í stað grænmetis
og öfugt. Ég glóðarsteiki banana með
fiskinum og ananas með steikinni.
— Jú, ég nefndi púns. Það er von að
þú furðir þig á því. I Burma er búddatrú
og ekkert alkóhól. Við drekkum grænt te
þar. En ég er líka írsk og þykir gott að
dreypa á púnsi. Það er írski hlutinn af
mér.
— Fleira likt? Já, já, segir Maureen
með kímnisbros i augum. — 1 Burma
trúa menn á anda og alls konar vættir,
eins og hér. Það gera menn líka á ír-
landi. Irar eru svo líkir Islendingum. I
Burma trúa menn t.d. á húsanda og setja
upp lítil hús fyrir þá við heimilið. Það
eru andar landsins, sem húsið er byggt á
og þeim eru færðar fórnir, blóm og
matur. Móðir min gerði það alltaf, þegar
ég var að alast upp. 1 báðum löndunum,
sem ég á rætur i, Burma og Irlandi, er
fólk, sem trúir á allar mögulegar vættir
svo það kom mér ekki á óvart hér. Sjálf
geri ég það ekki, því mér finnst að við
eigum að trúa á guð. Aðrir andar og
vættir eru til, en þá ætti að láta í friði og
ekkert að vera að reyna að skipta sér af
þeim. Við lifum í aðskildum heimum.
Það er bara einn guð, sama hvernig
b
Frá Bridgefélagi Siglu-
fjarðar:
Nú stendur yfir firmakeppni,
sem jafnframt er einmennings-
keppni. Spilaðar verða 3 um-
ferðir. í firmakeppninni gildir
ein umferð. 32 spilarar og um
80 firmu taka þátt i keppninni.
Eftir eina umferð eru þessir
einstaklingar efstir:
stig
1. Jónas Stefánsson 120
2. Eyþór Hallsson 109
3—4. Jón Pálsson 105
3—4. Bogi Sigurbjörnss. 105
5—6. Sigfús Steingrímss. 104
5—6. Ásgrimur
Sigurbjörnss. 104
7. Gísli Sigurðsson 102
8. Sigurður Hafliðason 101
Meðalskor er 90 stig.
Nfels
Frá Bridgefélagi Kópa-
vogs:
Fimmtudaginn 8. apríl hófst
þriggja kvölda tvimenningur
sem er siðasta keppni félagsins
í vetur. Spilað er í tveim 10
para riðlum og urðu eftirtalinn
pör efst: A-riðill: stig
Bjarni Pétursson — Haukur Hannesson 129
Þorlákur Jónsson — Rúnar Magnússon 124
Friðjón Margeirss. — Valdimar Sveinss. 122
B-riðill: stig
Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 131
Birgir ísleifsson — Karl Stefánsson 130
Helgi Benonýsson — Jósef Sigurðsson 114
Næsta umferð verður spiiuð
fimmtudaginn 29. april í Þing-
hóli.
Þeir félagar er hafa hug og
getu til að fara til Færeyja í vor
eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við formann
félagsins, Kristin A. Gústafsson
í sima 53101, til staðfestingar
fyrir 20. apríl.
Frá bridgedeild
Húnvetningafélagsins.
Lokið er þriggja kvölda ein-
menningskeppni. Efstir og
jafnir að stigatölu urðu spila-
kapparnir Zóphanías
Benediktsson og Kári Sigur-
jónsson, hlutu þeir 305 stig.
Keppt var um farandbikar gef-
inn af Páli Hannessyni verk-
fræðingi. 12 efstu sætin skipa:
stig.
1. Kári Sigurjónsson 305
2. Zóphanías Benediktsson 305
3. Sigurður Ámundason 299
4. Jóhann Lútersson 296
5. Cyrus Hjartarson 294
6. Sigriður Ólafsd. 289
7. Baldur Ásgeirsson 287
8. Bragi Bjarnason 282
9. Gunnar Helgason 281
10. Valdimar Jóhannss. 279
11. Jakob Þorsteinss. 275
12. Guðjón Júlíuss. 275
Miðvikudaginn 14. þ.m. verða
verðlaun afhent fyrir allar
keppnisgreinar deildarinnar í
vetur, þá verður einnig dregið
um fyrsta og annað sætið í ein-
menningskeppninni. Sunnu-
daginn 25. þ.m. fer svo fram
keppni á milli Breiðfirðinga og
Húnvetninga í Hreyfilshúsinu
kl. 2. e.h.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar.
Árlegri hraðsveitakeppni
lauk nýlega hjá okkur með sigri
sveitar Páls Pálssonar sem
sigraði með yfirburðum. I sveit
Páls eru ásamt honum:
Fr^ímann Frímannsson, Gunn-
laugur Guðmundsson, Magnús
Aðalbjörnsson og Soffía
Guðmundsdóttir. Staða efstu
sveita varð annars þessi:
Páls Pálssonar 922
Júlíusar Thorarensen 865
Alfreðs Pálssonar 858
Ævars Karlssonar 854
Gunnlaugs Kristjánss. 823
Arnar Einarssonar 820
Meðalskor 810
Næsta keppni félagsins
verður THULE-tvímenningur
líklega þriggja kvölda. Verð-
iaunin gefur Sana hf. á
Akureyri. Hefst keppnin 20.
apríl og verður síðasta keppni
vetrarins.
Þá er hafinn undirbúningur
undir Norðurlandsmót, sem
haldið verður á Akureyri að
þessu sinni.
maður kýs að iðka sína trú. Búddatrúin
segir ekki að Búdda sé guð. Hún er
miklu frekar fílósófía eða lífsspeki. Góð
lífsspeki, af því hún kennir manni að
vera þolinmóður og umburðarlyndur.
— Búddahugarfarið er stór liður í
minum hugarheimi. Það hefur engin
áhrif á mig þó allir séu á spani í kringum
mig. tslendingar og Þjóðverjar hafa ekki
hugarró. Þeir verða alltaf að vera að
gera eitthvað. Geta aldrei setzt rólegir
niður. Jú, ég stunda mikið hugleiðslu,
það gefur mér hugarró. Ég reyni að gera
það daglega i 15 mínútur á kvöldin, áður
en ég fer að sofa. Það róar mig og ég
sofna aiveg hvild. Yoga stunda ég aftur á
móti í 15 minútur á morgpana. Það á vel
við mig og heldur líkamanum í þjálfun.
Þannig heldur maður líkama og huga í
lagi.
Maureen de Glanville segist alltaf
reyna að koma til nýs lands með opinn
huga. Hver þjóð hafi eitthvað að bjóða,
aðeins ef maður er reiðubúinn tii að taka
við þvi. Og hún hefur töluverða reynslu
af ólíkum löndum.
— Eitt það góða við ísland er t.d.
öryggið, segir hún. Hér fer ég seint að
kvöldi út að hitta vini mína, sem ég gæti
ekki gert annars staðar, þar sem ég hefi
búið. Það er ekki aðeins öryggið, heldur
öryggistilfinningin, sem er svo mikils
virði. Annars staðar hefur maður hana
ekki. Þó ekki séu glæpamenn af banda-
rísku gerðinni, þá eru í Austurlöndum
alltaf pólitískar óeirðir, og fyrr en varir
farið að skjóta. Hér hefi ég búið alein i
húsi, þegar allir voru í burtu, án þess að
þurfa að óttast að brotizt yrði inn eða
rænt, ef einhver kæmist að því að svo
lítið væri um varnir. Ég er líka mjög
hrifin af tryggingum ykkar og lækna-
þjónustu, sem ég hefi getað notið.
Kannski er of mikið gert fyrir mann.
Eitthvað verður að verða eftir fyrir
manneskjuna að taka ákvarðanir um og
berjast fyrir. Annars verður maður latur
og framtakslaus.
Maureen segir, að í Burma vinni allir
og þurfi að hafa mikið fyrir lifinu, en
þar sé enginn drykkjuskapur og fíkni-
lyfjaneyzla lítil. Fólkinu líði vel. Hún
kveðst hafa samband við bróður sinn í
Burma, en auðvitað geta þau skrifað
takmarkað. Hugsanlega gæti hún farið
heim í stutta heimsókn. Leyfðar séu
vikuheimsóknir, en líklega gæti hún
fengið leyfi fyrir lengri dvöl, því enn á
hún þar áhrifaríka ættingja úr móður-
ætt, sem gætu hjálpað til við að útvega
leyfi. En hún hefur ekki áform um það
nú. Eftir að Islandsdvölinni lýkur í
sumar, hyggst hún fara til London og
vera þar á námskeiði I veitingarekstri.
Það býður upp á margskonar störf. —
Fái ég gott starf, kannski við að elda og
sjá um móttökur fyrir stórfyrirtæki, sem
er mjög-vel borgað, þá verð ég þar kyrr.
Ef ekki, þá fer ég til Þýzkalands aftur.
Þar á ég góða vini eins og líka hér. Og ég
á áreiðanlega eftir að koma aftur til
Islands.
Þetta var orðið langt spjall. Líklega
hefðum við tslendingar engu siður en
trar gott af að fá svolitið af austurlenzku
blóði með einhverju af rósemi og lífs-
speki þarlendra. Maureen de Glanville
er að minnsta kosti gott dæmi um að
austur og vestur getur mætzt og úr því
orðið góð blanda. Þegar hún brá sér í
síðbuxur, svo siða opna pilsið fyki ekki
frá, og brá hettu yfir rauða blómið, áður
en hún hélt út í islenzka vetrarveðrið,
sagði hún og brosti hlýlega: Ég hefi
verið heppin, átt mjög tilbreytingarikt
líf. Og ég þakka guði fyrir að ég hefi
alltaf getað lagað mig að aðstæðum.
— E.Pá.
FERMINGARGJÖFIN
Aisir«|sir
tefiumlir
VcnF frsi kr. 0.050
med eins árs ábyrgd
<o
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
tA >
Hverfisgötu 33 Sími 20560