Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 34
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 siesrssgur fívvmm] fikfDtswv 1/3 Í*YU DyU i m -SySTRUNUM TlL SÁRRAR GRE4AJU VlROIST STJÚPMÓÐlRlN SAAtþyKK þvi SEM OSKUSUSKA SEGIR... í BOÐI KONUNGSINS SEGIR(, ALLAR GJAFVAXTA MEYJAR'/ HMM...RETTER þ>A£». — Ljóðlistin Framhalfl af bls. 48 frönskum skáldum. Jú, sjálfur hef ég ort hér síðan ég kom, — líklega 10—11 ljóð. Islenzk áhrif má vafalaust finna i þeim, þótt trúlega komi aðrir frekar auga á þau en ég. Og eins fljótt og auðið er langar mig til að reyna að fást við að þýða einhver íslenzk Ijóð á ensku.“ Leiðin til bókmenntanna: „£g hef alla tíð fyrst og fremst haft áhuga á tungumálanámi sem leið til að nálgast bókmenntir, og þá einkum ljóð viðkom- andi þjóðar. Raunar tel ég illgerlegt að lesa ljóð á öðru tungumálí en það var upphaflega ort á. Ljóðaþýðingar eru afskaplega ófullnægjandi, þótt nauðsyn- legar séu. Fólk verður eiginlega að afla sér einhverrar þekkingar á viðkomandi máli ef það vill kynna sér ljóð þjóðarinn- ar af viti. Síðan getur þýðing verið því til hliðsjónar og samanburðar. Þó að þýð- ingar mínar á ljóðum Mandelstams hafi fengið góðar viðtökur hef ég mikla löng- un til að gera aðra tilraun og reyna að samræma dygga línu-fyrir-línu þýðingu texta sem gæti að einhverju leyti talizt sjálfstæð ljóðlist." Hjá Rússum: „Ég er fæddur í Manchester, en foreldrar mínir eru skozkir og ég hlaut almenna menntun í Edinborg. Eg fór frá Edinborg 23 ára og hef ekki komið þangað aftur síðan, — hef verið á ferðalögum víða um Evrópu, Sovétríkin og Bandaríkin. Það var i kringum 1961—2, á tíma svokallaðrar „þýðu“, sem áhugi minn á rússneskum bókmenntum vaknaði. Mikið af hnýsileg- um hugmyndum voru að skjóta upp koll- inum og t.d. virtust Evtushenko og Andrei Voznesensky vera virkilega at- hyglisverð ljóðskáld. Eg stundaði rúss- neskuna í hátt í áratug og skrifaði dokt- orsrítgerð við Edinborgarháskóla um rússneska symbólistann Innokenty Ann- ensky, sem uppi var á árunum 1856— 1909. Annensky var eiginlega fyrsti rúss- neski symbólistinn og var lærifaðir Önnu Akmatovu og Mandelstams, og raunar flestra rússneskra ljóðskálda á þessu skeiði. Ég dvaldi í Moskvu við nám við ríkisháskólann þar árið 1967 og síðan aftur árin 1969—70. Þá tókst mér að fá aðgang að persónulegum handritum Annenskys í skjalasafni sem við hann er kennt. Það var erfitt verk. Mér hafði af ókunnum ástæðum verið syrijað þegar ég óskaði eftir því er ég var í Moskvu 1967. En í þessu safni komst ég m.a. yfir gögn sem aldrei höfðu verið rannsökuð." Misskilningurinn um Mandel- stam: „Rannsóknir mínar á Annensky vöktu áhuga á Mandelstam, — einkum fyrri ljóðum hans, ortum á árunum 1909—10, sem virðast skrifuð á mjög einföldu, blátt áfram máli en opna um leið fjölmörg heimspekileg álitamál. Ég var ekki sízt forvitinn um Maridelstam vegna þess orðs sem fór af honum. Þá á ég ekki við svonefndan „pólitiskan“ orð- stír, heldur orðstir hans sem erfiðs, tor- skilins skálds. Hann hefur af mörgum verið sakaður um að steypa hugsun sína i marmara, óhlutbundið, nýklassískt form, sem hinn venjulegi lesandi getur ekki brotizt gegnum. Eg las ijóð hans og komst að því að þetta er alls ekki satt. Mandelstam talar i ljóðum sínum um einfaldan, nærtækan veruleik, — um veröldina sem íverustað sem mennirnir þurfi að gera að heimili sínu og koma fram við sem væri hún heimili þeirra. Honum og raunar fleiri skáldum hefur verið þröngvað inn í kategóríur, staðlaða skilgreiningar. Vissir menn lokuðu Mandelstam inni í eínni slíkri pólitiskri kategóríu. Og þessum mönnum tókst að lokum að brjóta hann niður. En Mandel- stam var ekki „pólitískt" skáld. Ljóð hans voru ljóð manneskjunnar, einstakl- ingsins. Annað atriði sem vakti áhuga minn á Mandelstam var ljóðmál hans, — einfaldleiki þess og samræðutónn. Eg hef ekki fundið þessar eigindir í Ijóðum neins enskumælandi skálds á þessari öld“. Brodsky: „Mandelstam er sannar- lega bezta rússneska ljóðskáld tuttug- ustu aldarinnar. En hann er um leið að miklu leyti misskilið skáld, vegna allra þeirra stimpla sem troðið hefur verið á hann, — „pólitískt skáld“, „afturhalds- skáld", „torskilið skáld“ og svo framveg- is. Hann vildi sjálfur afnema alla stimpla. Sá einstaklingur sem hjálpðði mér hvað mest til að skilja Mandelstam er Jósef Brodsky rússneska skáldið sem nú er í útlegð i Bandaríkjunum. Ég hitti hann fyrst í London árið 1973 og hann jók enn áhuga minn á þessu skáldi, þrátt fyrir að ég væri þá þegar búinn að senda frá mér þessar þýðingar. Brodsky hafði verið boðið að koma til London til að taka þátt í alþjóðlegri ljóðahátíð. En þegar hann kom þangað uppgötvaði hann að hið sovézka vegabréf hans hafði verið fellt úr gildi og hann gat ekki snúið heim aftur. Við Brodsky höfum hitzt margoft síðan og rætt saman. Hann hef- ur starfað við bandaríska háskóla og i fyrra hitti ég hann í Massachusetts. Brodsky er óhamingjusamur og ég held að hann vilji ekkert fremur en að fá að snúa heim. Brodsky er þeirrar skoðunar að enn hafi ekki verið gerð nægilega góð ensk þýðing á ljóðum Mandelstam og m.a. vegna þess hef ég áhuga á að reyna að bæta mína.“ Afl sljólcikans: „Jú, það kæmi mér vissulega á óvart ef mikið skáld á borð við t.d. Osip Mandelstam getur komið fram og dafnað í sovézku samfé- lagi í framtíðinni. Auðvitað er erfitt að spá nokkru þar um, og þegar litið er til þess samfélags sem Mandelstam sjálfur lifði og starfaði í er ástandið í Sovétríkj- unum kannski ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. Alla vega er ljóst að sovézkt þjóðfé- lag virkar einfaldlega ekki fyrir rithöf- unda og listamenn. Fyrir ýmislegt annað fólk virkar það á sinn eigin einkennilega máta. Hvernig) Með afli sljóleikans dof- ans. Nei, ég held að þetta samfélag geti ekki hrunið. Ef það hrynur gæti það þýtt heimsendi, ef til vill i bókstaflegum skilningi. Ég held að það eigi ekki eftir að breytast, — hvorki til hins betra né verra. Rússneska þjóðin sjálf þykir mér hins vegar óhemju stælt og sterk. Aðlög- unarhæfni hennar og fjaðurmagn er mikið. Það hefur alla tið verið erfitt að stjórna Rússum. Þar hefur verið kúgun meira og minna t.d. á tímum Péturs mikla og alla 19. öldina. Eg held samt að það sé ekki raunhæft að nota vestrænar viðmiðanir þegar rætt er um rússneskan veruleyk." Pound, BBC og 10 ára dreng- ur: „Ég ánetjaðist ljóðum mjög ungur að aldri. Trúlega fyrst þegar ég tíu ára hlustaði á Ezra Pound lesa ljóð í BBC-út- varpinu. Þegar ég var orðinn 15 ára hafði ég lesið urmul bandarískra og franskra ljóða. Og 14 ára fór ég sjálfur að skrifa ljóð. Ég held að flest þeirra ljóða. sem ég hef skrifað um dagana tjái á einn eða annan hátt afstöðu manns til annars fólks, — flækjur, rugling og erf- iðleika rpannlegra samskipta. Ég skrifa ljóð mín um það hvernig það er að vera hér og nú og um sársaukann sem þvi fylgir svo oft. Ljóðlistin er í mínum augum hreinasta, tærasta, tjáning hverr- ar tungu. Ég held að hinn magíski kraft- ur ljóðsins, töfrar þess, höfði hvað mest til min. Ljóð geta ef til vill ekki breytt heiminum á sama hátt og stjórnmála- menn geta breytt honum. En þau geta breytt viðhorfi okkar til heimsins og það er mikilvægara."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.