Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 36
80
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976
Minning:
Leifur Jónsson skip-
stjóri frá Bohmgarvík
Rysjótt er tíðin a dimmum
vetri. Löng er mörg nóttin. Löng
eru dægur, svo hjá þeim, sem í
landi dveljast, svo hjá hinum, sem
á sjónum eru.
Glaðir og reifir sigla sjómenn
úr höfn. Vélaskeliir heyrast frá
stórum bátum og smáum. Nú skal
haldið út á miðin bláu til fang-
bragða við hinn gula.
Og þá er lagt frá bryggju eða
brjót. Einn af öðrum hverfa þeir
út í sortann, skríða út á marar-
djúpið og öldurnar rísa á dökkum
miðum.
I landi bíða eiginkonur og börn.
Þau vona og biðja til Guðs, að allir
komi ástvinir þeirra heilir til
hafnar á ný. — Og oftast fer svo.
— Þannig er mörg sjómannsævin
á landi okkar.
I síðustu viku marzmánaðar síð-
astliðnum andaðist að Hrafnistu
hér í borg Leifur Jónsson skip-
stjóri frá Bolungavík. Útför hans
verður gerð frá Hólskirkju í Bol-
ungavík á þriðjudag eftir páska.
Eftir stormasama ævi og við-
burðarika, er hjartkær vinur
minn, Leifur Jónsson, kominn
endanlega til sinnar heimahafnar
til þess um ókomin ár að hvíla í
skauti sinnar kæru heimabyggð-
ar.
Kynni okkar Leifs voru allnáin
um 10 ára skeið þar vestra og ég
held ég megi segja, að á þau hafi
aldrei fallið nokkur skuggi. Þess
vegna er mér það mjög kært að fá
að leiðarlokum að kveðja hann
fáeinum orðum.
1 augum mínum var hann ætíð
ímynd hins sanna sjómanns, hann
var skipstjórinn, sá sem sagði fyr-
ir verkum af myndugleik, en þó
með mildi. Mannaforráð voru
honum ungum falin, og hann var
eins og sjálfskapaður til þeirra.
Leifur Jónsson fæddist í Bol-
ungavík hinn 25. febrúar 1916, og
stóð því á sextugu þegar hann
lézt. Foreldrar hans voru hjónin
Sigurlína Þorleifsdóttir frá
Kleifakoti í Isafirði í Djúpi og Jón
Eyfirðingur, sem lengi var for-
maður bæði á áraskipum og vél-
skipum í Bolungavik, m.a. með
bátinn Ægi, sem hann átti sjálfur.
Hann var einnig um skeið bóndi í
Þjóðólfstungu þar í sveit. Jón Ey-
firðingur var líka um tíma
hreppsnefndaroddviti í Hóls-
hreppi, einmitt um það leyti sem
Bolvíkingar hófust handa um
byggingu þess fræga Brimbrjóts.
Jón, faðir Leifs, var einn hinna
þjóðfrægu Eyfirðinga, sem svo
nefndu sig, en meðal föðurbræðra
Leifs voru þeir Jóhann Eyfirðing-
ur og Þorsteinn Eyfirðingur, báð-
ir kunnir af sjósókn og öðrum
dugnaði. Enn standa Eyfirðinga-
búðirnar á Mölunum í Bolunga-
vík. Að vísu er fyrir löngu hætt að
beita þar bjóðin, en þær hafa um
fjöldamörg ár verið notaðar til
íbúðar.
Þeir bræður voru ættaðir úr
Eyjafirði, nánar tiltekið frá Hofi í
Svarfaðardal, og voru þeir víð-
frægir um land allt. Segir t.d.
Theódór Friðriksson rithöfundur
í sjálfsævisögu sinni „I verum“,
frá því, þegar Eyfirðingabræð-
urnir frægu komu frá Bolungavík
til Skagafjarðar, hafi með þeim
hafist bylting í útgerð og öðrum
umsvifum, svo mikill kraftur hafi
fylgt þeim bræðrum, hvar sem
þeir fóru.
Þetta voru svipmiklir'menn, og
má segja, að Leifi hafi kippt í
kynið, því að hvar sem hann kom,
bar hann í útliti og raun af öðr-
um, fyrir sakir karlmennsku og
einarðrar framkomu.
Leifur var fríður maður sýnum,
vörpulegur á velli, þéttur í lund,
og mér fannst stundum eins og
þar færi hinn eini sanni flotafor-
ingi, þar sem Leifur fór. Ég veit
ekki, hvort stríð á sjónum hafi
staðið hug hans nærri, en hann
stóð mér ævinlega fyrir hugskots-
sjónum eins og foringi, sem stýrði
stóru skipi, ^afnvel heilum flot-
um, þannig var persónuleiki
hans, líkt og hann væri borinn til
vakla og virðingar.
Hann hóf ungur sjómennsku,
gekk í stýrimannaskólann og afl-
aði sér réttinda til skipstjórnar.
Sigldi um árabil á Fróða með föð-
urbróður sínum, Þorsteini Eyfirð-
ing, og dvaldist þá í Reykjavik um
skeið.
Leið hans lá samt aftur til Bol-
ungavíkur, og var hann lengst af
skipstjóri á Hugrúnu, sem þá var í
stöðugum flutningum milli
Reykjavikur og Vestfjarða. Sú
flutningaútgerð var merkur kapí-
tuli í sögu Bolungavíkur, og hefur
margur notið góðs af því mikla
framtaki athafnamannsins Einars
Guðfinnssonar, eins og fleiru,
sem sá einstæði maður hefur tek-
ið sér fyrir hendur um ævina.
íslendingar létu smíða litla tog-
ara í Austur-Þýzkalandi rétt um
1960. Fyrstur þeirra togara, sem
voru 250 lestir að stærð var Guð-
mundur Péturs frá Bolungavík.
Fyrsti skipstjóri á honum, Leifur
Jónsson, sótti hann til Stralsund
og sigldi honum heim og síðan til
Reykjavíkur, þar sem framámenn
skoðuðu þenna góða farkost.
Leifur hélt síðan togaranum til
fiskveiða um árabil með góðum
árangri, en vann síðan á skrif-
stofu fyrirtækisins um skeið, eða
þar til heilsan bilaði, og þessi
hrausti drengur beið lægra hlut í
glímunni við sjúkdóma.
Atti hann hin síðustu ár ævi
sinnar við mikla vanheilsu að
stríða og dvaldist í mörg ár á
Hrafnistu, næstum því sem alger
sjúklingur og þar andaðist hann í
síðustu vikunni í marz 1976.
Eftirlifandi eiginkona hans,
Guðrún. Guðfinnsdóttir, reyndi
eftir megni að gera honum síð-
ustu æviárin bærilegri, og trúlega
átti Leifur henni að þakka meiri
ástúð og umhyggju en nokkurn
fær órað fyrir.
Það þarf sterk bein og mikinn
persónuleika til að horfa á ástvin
sinn eiginlega tærast upp, hverfa
smámsaman af sjónarsviðinu, en
aldrei brotnaði Dúnna, eins og við
kölluðum hana kunningjar
þeirra. — Hún var alltaf eins og
sagt var um hrísluna góðu:
„Bognar, en brotnar ei.“
Heimili þeirra Guðrúnar og
Leifs í Bolungavík á Vitastignum
var fallegt og þangað var gott að
koma. Þau voru bæði gleðimann-
eskjur, sem stráðu um sig geisla-
glóð skapgæða óg gestrisni, hvar
sem þau fóru.
Guðrún, kona Leifs, er systir
Einars Guðfinnssonar og kippti
sannarlega í það sterka Hvítanes-
kyn úr Ögurhreppnum, en Bolvík-
ingar hafa ekki farið varhluta af
góðum eðlisþáttum þeirrar ættar
á undanförnum árum. Örlög
þessa fólks og Bolungavíkur hafa
í raun verið samofin, og nær-
ómögulegt að hugsa sér annað án
hins.
Fyrstu kynni okkar Leifs urðu
mér strax hugstæð. Það var í nóv-
ember 1953. Ég hafði-hinn 3. nóv-
ember það ár verið skipaður til
starfa í Bolungavík, og bar mér
því að flýta för minni vestur til að
leysa fyrirrennara minn, Axel
Túlinius, af hólmi. Voru nú góð
ráð dýr. Veðurfar var rysjótt,
ekkert flugveður vestur, — en þá
var flogið með katalinuflugbátum
til Isafjarðar, — og strandferða-
skipin, Esja og Hekla, eínhvers
staðar fyrir austan.
Ég frétti þá, að Hugrún frá
Bolungavík, ætti að leggja af stað
síðla næsta dag. Um kvöldið geng-
um við hjónin niður að höfn til að
skoða farkostinn. Hugrún var fal-
legt skip, 101 tonn að stærð, en
mér þótti hún þá bara lítill bátur,
sem vaggaði þarna á bárunum við
bryggjuna, og mér varð svona um
og ó að ferðast langa sjóferð með
henni í vetrarveðrum. Ég steig
samt um borð og gerði boð fyrir
skipstjórann.
Leifur birtist í káetudyrunum,
dökkt hárið liðaðist fagurlega í
golunni, og það var góðlátlegt
bros í augum hans.
Ég spurði hann strax, hvort ég
fengi að fljóta með til Bolunga-
víkur daginn eftir? Hann kvað
það vera velkomið, en spurði síð-
an, hver ég væri. Ég sagði, sem
satt var, öll deili á mér. Sagði þá
Leifur af einlægni: „Vertu vel-
kominn um borð, og það skal fara
eins vel um þig og hægt er hjá
okkur.“
Segir svo ekki frekar af þessu
ferðalagi, sem ég hafði mikla
ánægju af, því að Hugrún kom við
á öllum höfnum á Vestfjörðum,
og ég kynntisi Leifi þá svo vel, að
sú viðkynning hélzt og varð að
vináttu, sem stóð meðan við báðir
lifðum.
Og margan hefur hann um æv-
ina mér og minum greiðann gert,
og sannarlega rækt vináttuna eins
og bezt varð á kosið, og fyrir hana
þakka ég honum nú að leiðarlok-
um. Ég fann'í Leifi sannan vin og
hollan, og reyndi hann aldrei að
öðru en drengskap og göfuglyndi.
Ég hóf þessi minningarorð um
þennan drengskaparmann með
því að bregða upp svipmynd af
því, hvernig sjómenn lögðu frá
Brjótnum i rysjóttri tíð. Ég gat
um skellina í vélunum, sem hver
hafði sinn tón, og oftast komust
allir sjómenn heilir til hafnar á
ný. Skipstjórarnir i Bolungavík
voru þá heldur engir aukvisar, og
héldu styrkri hönd um stjórnvöl-
inn, og var þó oft brimasamt þar
vestra og þungur sjór.
Á huga minn leitar mynd frá
liðnu vetrarkvöldi þar vestra,
þegar veðrið var í sínum versta
ham, og allir bátar Bolvíkinga
höfðu leitað vars á lífhöfninni á
Isafirði, þar eð þeim var ekki
vært við Brimbrjótinn.
Skyndilega barst sú voðafregn
um bæinn, að togarinn Egill rauði
frá Neskaupstað hefði strandað
undir Grænuhlið handan við
Djúpið, nálægt bænum Sléttu.
Við hlustuðum skelfingu lostin og
full spennings á allar björgunar-
aðgerðirnar gegnum útvarpið, þvi
að við náðum þá öllum skiptum
skipanna á útvarpstækið.
Mörg stór skip voru lögð af stað
til bjargar, og allt í einu heyrðum
við í Leifi Jónssyni í talstöðinni,
og var hann þá lagður af stað á
litlu Hugrúnu með björgunar-
sveitina frá ísafirði.
Við og við heyrðum við í Leifi,
og fylgdumst með, hvernig þeim
gekk yfir Djúpið I þessu voða-
veðri. Við vissum, að Leifi mátti
treysta fyrir mönnum og skipi,
vissum, að hann myndi stýra skipi
sínu styrkri hendi til bjargar
nauðstöddum meðbræðrum sin-
um, hann myndi ekki bregðast
skyldu sinni á hættustund.
Alla nóttina sátum við hjá út-
varpstækinu og fylgdumst með
þessum voðaatburðum, sem okk-
ur fannst að væru að gerast rétt
við bæjardyr okkar. Strand Egils
rauða kostaði 5 vaska sjómenn
lífið, en hinum, og þeir voru
miklu fleiri var bjargað fyrir
harðfylgni björgunarmanna.
Þannig minnist ég ætíð Leifs,
sem hins sterka og hugprúða skip-
stjóra, ímynd hins sanna sjó-
manns. Ég veit, að söknuður Guð-
rúnar og ástvina Leifs er sár, og
ég bið Guð að blessa þau öll. Mér
finnst sjálfum ég hafi misst kær-
an vin, og við hérna á Harrastöð-
um, sendum ástvinum Leifs okkar
dýpstu og einlægustu samúðar-
kveðjur.
Mig langar að enda þessa minn-
ingargrein með ljóðabroti, sem
mágur Leifs, Agúst Vigfússon
kennari, orti, og lýsir máski betur
en margt annað hugarþeli Bolvík-
inga til byggðarlags síns, en ljóðið
er á þessa leið:
„Friðarreitur, fagra Vík,
fóstran gjöful börnum sínum."
af sorg og gleði sagnarfk,
sffellt geymist minning slfk.
Þegar ég er liðið Ifk
liggja vil f faðmi þfnum.
Friðarreitur, fagra Vfk,
fóstran gjöful börnum sínum.“
Ég bið svo Leif vin minn vel að
fara og hafi hann þakkir fyrir
samveruna.
Friðrik Sigurbjörnsson
Ólafur Hákonarson
— Minningarorð
Mánudaginn 29. mars 1976 fór
fram jarðarför frænda míns og
vinar, Ölafs Hákonarsonar, frá
Haukadal í Dýrafirði, að við-
stöddu fjölmenni.
Öli eins og hann var nefndur
meðal vina og frænda fæddist 9.
desember, 1886, í Ystabæ í
Haukadal. Þar ólst hann upp hjá
foreldrum sfnum, sem voru Krist-
ín Ölafsdóttir og Hákon Jónsson,
bæði af merku bændafólki komin.
Þau eignuðust 5 börn, 2 dóu í
æsku. Soninn Jón Hákon misstu
þau, þá er mannskaðinn mikli
varð og þrír kútterarnir fórust *
veturinn 1907, en hann fórst með
Sophie Whealey, ásamt 23 öðrum
skipsfélögum sínum. Eftir lifðu
því Óli og Ingibjörg, sem dó á
síðasta ári. Þau áttu bæði, Óli og
Inga heima í Ystabæ fram eftir
aldri. Vorið 1907 úrskrifaðist Óli
úr búnaðarskólanum á Hvann-
eyri, eftir tveggja ára nám. Þar
með hafði honum auðnast að láta
sitt hugarfóstur rætast. Hann
kom svo aftur heim og tók við búi
í Ystabæ, tók að slétta tún, plægði
með plóg, sem tveir samæfðir
hestar drógu. Einnig fékkst hann
við barnakennslu í eina 2 vetur.
1919, 16. febrúar giftist hann
Bergþóru Kristjánsdóttur frá
Meðaldal í sömu sveit, sem þá
fluttist í Ystabæ og tók við búsfor-
ráðum. Samlíf þeirra hjóna var til
fyrirmyndar og samvalin mjög;
bæði voru þau félagslynd, hann
var um tíma formaður búnaðarfé-
lags Þingeyrarhrepps og alla tíð
virkur félagsmaður. Því miður
auðnaðist þeim ekki að búa heima
í Ystabæ nema rúm 20 ár. Sjúk-
leiki eiginkonunnar tók að gera
vart við sig, sem svo ágerðist ár-
lega. Nauðug fluttust þau til j
Reykjavíkur 1945, þar var vonin j
um lækningu. Það var sannarlega
mikil eftirsjá hjá haukdælum og (
fleirum í sveitinni að missa þau í
burtu, því að svo vel voru þau
kynnt iripan Þingeyrarhrepps.
Bergþóra dó 9. nóvember 1956.
Eins og von var var missirinn
mikill. Óli fluttist þá með dóttur-
inni í hennar og tengdasonarhús
að Efstasundi 88 og var þar, það
sem eftir var ævi. Óvenjugóð var
heilsa hans enda vann hann til 75
ára aldurs hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, stundum flokks-
stjóri. Eitt sem sýndi góðvild Óla,
var hvað hann var viljugur að
heimsækja kunningja sína á
sjúkrahúsin. Var þó annar fótur-
inn orðinn lélegur til göngu.
Óla þótti gaman að söng og var
sjálfur allgóður raddmaður og
söng i þeim kórum, sem lifðu
meðal haukdæla. Natinn við
skepnur var hann mikið og hjálp-
aði skepnum, sem sjúkar urðu t.d.
kom hann mörgum kúm á fætur
með doðasprautunni sinni. Ólatur
var hann að koma, hvernig sem á
stóð og án fjármunavonar. Það
kom honum ekki til hugar að selja
slíka hjálp, frekar en annað, sem
gert var náunganum til góðs, og
ég vissi að það var heilög skylda
meðal haukdæla að rétta hver
öðrum aðstoð í hvívetna án borg-
unar. Óli á áreiðanlega góða heim-
komu, því að þá sem guðirnir
elska samverkar allt til góðs. Ég
þakka honum allt og allt fyrir mig
og mína. Guð blessi hann og fólk
hans bæði lífs og liðið. Minningin
um gæðin hans lifa meðal okkar,
sem eftir lifum.
Þorleifur Eggertsson
Jakobína Jakobsdóttir frá
Hólmavík — Minning
Fædd 9. september 1887
Dáin 28. mars 1976.
Amma lést á Borgarspítalanum
i Rvík þ. 28. mars siðastliðinn, 88
ára gömul, eftir stutta sjúkdóms-
legu. Hún hefur verið burtu
kvödd úr heimi, sem ef til vill
ekki var henni til svo ýkja
mikillar ánægju siðustu æviárin.
Þegar hugurinn hvarflar til baka
hlýtur maður að hugsa eitthvað á
þessa leið: Ég hefði getað gert svo
miklr meira fyrir hana ömmu en
ég í raun og veru gerði. Ég
minnist þess svo vel hve
andlit hennar ljómaði af ánægju
og gleði, þegar maður leit inn
til hennar á Hallveigar-
stíginn. Er til of mikils ætl-
ast að eyða smástund af tima
sínum á einmana sál. Ég vildi að
ég hefði oftar haft það í huga
þegar leið lá gegnum bæinn og
það lá beinast við að koma við á
Hallveigarstígnum í leiðinni, en
einhverra hluta vegna voru aðrir
hlutir látnir ganga fyrir og ein-
mana og gömul kona látin bíða
betri tíma. Þannig er það allt of
oft, að eigin hagsmunir eru látnir
sitja í fyrirrúmi. En það sem er
það dapurlegasta er, að sjálfs-
elskan uppgötvast aldrei fyrr en
eftir á, þegar allt er orðið um
seinan.
Amma hafði alltaf mikinn
áhuga á þvf hvað við höfðum fyrir
stafni í það og það skiptið.
Nám barnabarnanna átti sterk
ítök f huga hennar. Fram og aftur
hugleiddi hún hvernig það mætti
sem best fara og hvað væri hægt
að gera úr okkur. Áhugi hennar
mun oft hafa fari fram úr áhuga
okkarsjálfra. Það er áreiðanlegt,
að bænirnar hennar ömmu gáfu
styrk í prófunum. Þær voru það
sem örugglega var hægt að
treysta á — það var óbrigðult. Það
var örugg vissa fyrir því, að hún
amma bað fyrir manni bæði
kvölds og morgna, og með það fór
maður út f lífið og tókst á við
lífsins vandamál. Það var svo
sannarlega ekki amalegt að hafa
bænirnar hennar ömmu í vega-
nesti.