Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
89
VELX/AKAIMDI
Velvakandi svarar ! síma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
# Um ost og
spillta fæðu
G.H. skrifar Velvakanda:
Þér finnst það kannski skrítin
matargerð að skrifa þér til í einu
og sama bréfinu um ost, spillta
fæðu og loks um páskaegg, en allt
þetta liggur mér á hjarta í svip-
inn, svo að það er best ég láti það
flakka.
1 fyrsta lagi þykist ég nú illa
svikin á viðskiptum mínum við
ostaframleiðendur þessa lands.
Ég er mikil Camembert-ostaæta,
þó að ýmsir fúlsi við honum á
mínu heimili, og hef leyft mér
þann munað um langan tlma að
kaupa hann. Nú brá hinsvegar
svo við í síðustu viku, að þegar ég
kom með lostætið heim, hafði
framleiðandinn heldur en ekki
tekið mig I bakaríið. Þú veist vís-
ast, Víkverji góður, að þessi ostur
er seldur i forláta tréöskjum, en
sem ég opnaði mína öskju nú,
hafði innihaldið bara minnkað
um helming! Umbúðirnar eru
semsagt allt í einu orðnar þriðj-
ungi stærri en Camemberinn og
hringlar I öskjunni vænu eins og i
slælega fylltum pillustauk. Ekki
hef ég mikið orðið vör við að
framleiðendur tilkynntu við-
skiptavinum sínum um þessa
rýrnun á vörunni, sem hlýtur að
hleypa verðinu upp um góðan
þriðjung. Þetta er varla upp i nös
á ketti lengur, það sem kemur úr
öskjunni. Viltu nú ekki skila til
framleiðenda að mér líki aðferðin
þeirra stórlega illa. Og hrædd er
ég um að útlendingurinn taki
þetta óstinnt upp, ef stefnt er að
vaxandi útflutningi islenskra
osta.
Þá er það spillti maturinn.
Hvað veldur að neytendasam-
tökin eru allt I einu orðin svo
góðhjörtuð að þau nafngreina
ekki þá matvælaframleiðendur
sem þau hafa sjálf staðið að því að
selja ekki einasta slæman mat
heldur beinlínis lífshættulegan?
Að pylsutegundir til dæmis frá
ónafngreindum framleiðendum
séu hættulegar heilsu manna
kemur nú fram í tilkynningu sam-
takanna sjálfra. Þetta finnst mér
litil góðsemi, að minnstakosti
gagnvart okkur, sem eitursins
fáum að neyta og ég hélt satt að
segja að Neytendasamtökin störf-
uðu fyrir. Mér skilst að auki, að
sumir hinna seku framleiðenda
hafi verið staðnir að verki oftar
en einu sinni. Þurfa þeir að drepa
einhvern eða senda heilar ferm-
ingarveislur á spitalann áður en
Neytendasamtökunum þóknast að
lýsa yfir opinberlega hvaða versl-
anir það eru, sem selja okkur
ómetið?
hafði sérstakar mætur á móður
yðar. Munið eftir því.
Og svo þessar hálfkveðnu ástar-
játningar úti á veröndinni fyrr
um kvöidið. Það setti að honum
velgju við tilhugsunina um þá
stund. Hann sveiflaði sér þyngsla-
lega fram úr rúminu og fór að
ganga um gólf.
— David! Gættu að þér! sagði
Nicole áhvggjufull.
— Segðu mér nákvæmlega hvað
Marcel sagði við Paul, sagði hann
hörkulcga. — Orðrélt og dragðu
ekkert undan.
Hún hikaði við og kyngdi
nokkrum sinnum. Nú er hún
meira að segja orðin hrædd við
mig, hugsaði hann þreytulega.
Hún er hrædd um að ég grípi til
einhverra örþrifaráða.
— Eins og ég sagði þér var
Marcel drukkinn og var reið-
ur út f Paul. Mig minnir hann
hafi verið nýbúinn að klessu-
keyra einn hflinn eða eitthvað
svoleiðis. Og þá fór Marcel allt í
einu að öskra á hann og sagði að
hann væri svo yfirmáta heimskur
og yfirgengilega leiðinlegur og
hann myndi þurfa að eftirláta
honum allt sem hann hefði með
súrum sveita öngiað saman og svo
# Og páskaeggin
Loks páskaeggin, og þar
með er þessu lokið. Ég sá I neyt-
endablaði Bretans að samtökin
þeirra hafa gert nokkuð merki-
lega athugun á páskaeggjum af
tilefni þeirrar hátíðar sem nú fer
í hönd og datt svona i hug að
miðla íslenskum lesendum af
þeim fróðleik. Ég veit að visu
ekki hvort „páskaeggjamenn-
ingin“ okkar íslendinga er á svip-
uðu stigi og Bretanna, en ýmsum
kann samt að þykja þetta forvitni-
legt.
Bresku neytendasamtökin
mældu súkkulaðiinnihald páska-
eggjanna og gerðu svo úttekt á
sælgætinu sem er innan i þeim.
Rannsóknin leiddi i ljós, hvað
kom mér raunar ekki á óvart, að
því stærri sem eggin eru þvi
minna fá menn í rauninni fyrir
peningana sína.
Breska neytendablaðið, sem
þeir kalla „Which“ þarna úti,
segir sem næst orðrétt: „Ef þú
vilt gera sæmileg kaup í ár, þá
virðist eina almenna reglan sú, að
því veglegra sem páskaeggið er,
því minna færðu oftast fyrir pen-
ingana, ef miðað er við venjulegt
sælgætisverð."
Neytendasamtökin keyptu alls
og rannsökuðu 42 páskaegg af
öllum hugsanlegum stærðum og
gerðum. Við athugun reyndust
flest kosta að minnsta kosti 50
prósent meira en samsvarandi
magn af súkkulaði og sælgæti og í
15 tilvikum kostaði egg og inni-
hald helmingi meira en tilsvar-
andi sælgætismagn i venjulegum
umbúðum.
Minnstu eggin voru sem sagt
skástu kaupin. Ekki að ég telji
þetta skipta stórmiklu máli, en
mér datt sem sagt i hug að koma
þessu á framfæri, svona til gagns
og gamans. — Kveðja, H.G.
# Sumarvísa
Hallgríms
Þorsteinn ö. Stephensen
hefur lesið passiusálma Haligríms
Péturssonar í útvarpinu á þessari
föstu. Hann er afbragðs lesari og
hafa þessir dýru sálmar komið vel
til skila til þeirra, sem kunna að
njóta.
En þar sem passíusálmalestri er
nú lokið, er páskahátiðin gengur í
garð og sumardagurinn fyrsti á
næsta leiti, (á fimmtudaginn eftir
páska) finnst Velvakanda vel við
eiga að birta hér fyrsta erindið af
sumarvísu Hallgríms Péturs-
sonar, okkur til umþenkingar.
Hún hefst svo:
Vetrartíð víst er umliðin
nú,
farsæl, blíð, blessunarfull
var sú.
Drottinn veitti lýðnum lið,
um láðið og græði,
heilsu, frelsi, fæðu, frið,
flest náðar gæði.
Menn og hjörð máttu
ei neina
um loft og jörð landplágu
reyna.
Þakkargjörð því skuium
greina
ástar lystilegum hug.
Lofaður hafi gefið oss Guð
gáfurnar sínar.
HÖGNI HREKKVISI
S»1976
McNaught
Syndicate, Inc.
„Þetta er ósvikinn peningur!“
02P SIGGA V/öGA £ 'f/LVEftAU
Austfirðingar
Sumarfagnaður verður í Átthagasal Hótel
Sögu laugardaginn 24. apríl kl. 21. Ómar
Ragnarsson skemmtir.
Allir austfirðingar velkomnir með gesti.
Austfirðingafélagið í Reykjavík.
Skínandi pottar
og pönnur meö
Brillo-sápu
ei
tt tpottu*
u okkur
Skírdag: Opið kl. 10—23.30.
Föstudaginn langa: lokad
Páskadag: lokad
2. páskadag: Opið frá 10-
23.30.
WJAÍfO 0&
ivö 9/VbK/í-
IGO
OG ^Korf