Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976
Aukin umsvif
í ferðamál-
um stúdenta
UM þessar mundir standa yfir
vidræður um að fslenzkir náms-
menn hefji vfðtækt samstarf við
alþjóðleg samtök stúdenta sem
vinna að skipulagningu ferða á
vegum stúdentasamtaka vfðs
vegar um heim. Þessar ferðir eru
yfirleitt töluvert ódýrari en gerist
á almennum markaði, og munar
oft meira en helmingi á verði. Er
vonast til að þessar viðræður gefi
góðan árangur.
Á blaðamannafundi í gær með
Félagsstofnun stúdenta, Sam-
bandi Islenzkra námsmanna er-
lendis og ferðaskrifstofunni
Landsýn h.f. kom fram að ferða-
skrifstofan mun annast alla al-
menna ferðaþjónustu fyrir með-
limi Fs og Síne.
Ferðamál stúdenta hafa oft ver-
ið til umræðu á undanförnum ár-
um og hafa margar leiðir verið
reyndar til að útvega stúdentum
ódýrari ferðir milli Islands og
Evrópu. S.l. ár var ákveðið að
reyna að koma þessum málum í
fastar skorður og var höfð sam-
vinna við erlendar stúdentaferða-
skrifstofur. Var ákveðið að reyna
að komast í samvinnu við ferða-
skrifstofu sem rekur slíka ferða-
starfsemi. Var þvi leitað til Land-
sýnar.
Um allan heim eru stúdenta-
leiguflug og er stúdentum boðin
um helmingsafsláttur frá venju-
legum fargjöldum. Er stefnt að
því að með samvinnunni við
Landsýn geti íslenzkir námsmenn
komist inn á það net stúdenta-
— Breyttur tónn
í Bretum
Framhald af bls. 1
fullyrða hvað framtíðin myndi
bera í skauti sér í sambandi við
þetta mál. Enginn fundur væri
ráðgerður með Crosland, en ríkis-
stjórnin yrði nú, svo og þingflokk-
arnir, að gera upp við sig, hvert
áframhaldið yrði. Hann kvað
skiptar skoðanir vera innan
Framsóknarflokksins um málið.
Einar Ágústsson ræðir í fyrra-
málið (föstudag) við Hans
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra, Vestur-Þjóðverja, og hefur
Einar sjálfur óskað eftir þeim
fundi. Einnig er sennilegt að
Einar muni ræða við Henry
Kissinger, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, áður en fundum
hér í Osló lýkur á morgun.
Þess má geta að Einar Ágústs-
son hefur daglega verið i sam-
bandi við Reykjavík og Helsinki
vegna viðræðna sinna við
Anthony Crosland. I samtölum
við Reykjavík hefur hann verið
að ráðfæra sig við samráðherra
sina, en þegar hann hringir til
Finnlands er það vegna þess að
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra er staddur þar þessa
dagana.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\l GLYSINí, \-
SIMINN EK:
22480
ferða sem þegar er fyrir hendi.
Enn sem komið er er Island fyrir
utan þetta net, en vonast er til að
á því verði breyting. Gætu þá er-
lendir stúdentar ferðast meira
hingað en nú er, og eins yrði
auðveldara fyrir íslenzka stú-
denta að ferðast heiman og heim.
Enn eru ýmsir skilmálar sem
gilda um leiguflug hér heima.
Sem dæmi um lækkun á ferða-
kostnaði má nefna að nú kostar
ferð frá Reykjavík til Moskvu um
115 þúsund kr. fram og til baka
en yrði rúmlega 40 þúsund sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
gefnar voru á blaðamannafundin-
um i gær.
Afsláttur þessi mun gilda fyrir
framhaldsskólanema á aldrinum
18 til 30 ára.
Þetta verður væntanlega sér-
staklega hagkvæmt fyrir íslenzka
námsmenn sem eru i námi er-
lendis að geta þannig komist
heiman og heim á ódýrari far-
gjöldum en áður.
I tilkynningu frá Stúdentaráði
kemur' fram að nemendur eftir-
talinna skóla eiga kost á að kaupa
stúdentaskírteini: Bænda-
skólanna, Fiskvinnsluskóla
Islands, 5. og 6. bekkjar gagn-
fræðaskóla, Háskóla Islands, Iðn-
skóla, Kennaraháskóla Islands,
Leiklistarskóla rfkisins, Mynd-
lista- og handíðaskólans
Sjómannaskóla Islands, Tækni-
skóla íslands, Verzlunarskóla
Islands, nemendur mennta-
skólanna eldri en 16 ára og
íslenzkir námsmenn erlendis.
Ræða utanríkis-
ráðherra á
ráðherrafundinum
EINAR Ágústsson utanríkis-
ráðherra var á mælendaskrá á síð-
degisfundi utanríkisráð-
herrafundar NATO hér i Osló í
dag. I ræðu sinni sagðist Einar
hafa sagt, er hann ræddi við Mbl.
en fundirnir eru lokaðir eins og
kunnugt er, að ástandið á Islands-
miðum væri óþolandi að mati
Islendinga, en síðan rakti hann
sfðustu atburði þorskastríðsins og
sló föstu að samkvæmt sínu mati
yrðu greinarnar nr. 50 og 51 f
uppkasti hafréttarráðstefnunnar
óbreyttar, er uppkastið yrði að
alþjóðalögum. Það væri því óskilj-
anlegur þrái hjá Bretum að neita
þessum staðreyndum og halda
áfram fiskveiðum við ísland. Þær
gengju 1 berhögg við þessar tillög-
ur ráðstefnunnar.
Einar Ágústsson sagði f ræðu
sinniað það væri vaxandi erfið-
leikum bundið, að tsland héldi
áfram ,aðíld sinni að NATO og
varnarsamningurinn við Banda-
ríkin yrði í gildi. Ef breyting á
þessu yrði óhjákvæmileg að mati
íslendinga — sagði Einar Ágústs-
son yrði bandalagið að meta hvort
væri meira virði aðiíd Islands að
NATO og áframhaldandi dvöl
varnarliðsins eða fiskveiðar Breta
við Island. Einar sagðist hafa
skorað á öll aðildarríki Atlants-
hafsbandalagsins, að þau legðu
sitt af mörkum til þess að herskip-
in færu út úr fiskveiðilögsögunni.
NATO yrði að gera sér ljóst, að
það ætti ekki einungis við að etja
ímyndaðan óvin utan bandalags-
ins heldur væri það einnig stað-
reynd að samheldni þess væri í
hættu.
Einar Ágústsson talaði skömmu
eftir að Anthony Crosland utan-
ríkisráðherra Breta hélt sína
ræðu. Ræða Croslands var 20
mfnútur og 19 mínútur fóru í að
ræða samskipti austurs og vesturs
og skýrði hann þar ítarlega frá
sjónarmiðum Kínverja en hann er
tiltölulega nýkominn þaðan ur
opinberri heimsókn. Crosland
sagði að Vestur-Evrópa væri að
mati Kínverja einhver alvar-
legasti suðupottur hernaðarátaka
sem til væri. Hann kvað rann-
sóknir Kínverja á því, hvað Sovét-
ríkin legðu mesta áherzlu á hern-
aðarlega, sýna, að 75% alls her-
afla þeirra væri beint gegn
Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um. Aðeins 25% heraflans væri
beint gegn Kinverjum. Fyrsta
skotmark Sovétríkjanna er, sam-
kvæmt því sem Corsland hafði
eftir Kínverjum, Bandarikin, þvi
næst Japan og loks Kína. Cros-
land sagðist hafa fullvissað
Kínverja um fullkomna hollustu
Breta við Atlantshafsbandalagið
og hann kvað þá ekki mættu van-
meta hernaðarstyrk Banda-
ríkjanna.
Ráðherrar, sem í ræðum sínum
komu sérstaklega inn á fiskveiði-
deilu tslands og Bretlands, voru
utanríkisráðherra Dana, K.B.
Andersen og utanríkisráðherra
Norðmanna, Knut Frydenlund.
Báðir ráðherrarnir hvöttu til þess
að lausn yrði fundin á deilunni og
studdu málstað Islands að þvf að
áreiðanlegar heimildir segja. Þá
minntist utanríkisráðherra
Tyrkja Ishan Sabri Caglayangil, á
fiskveiðideiiu Islands og Bret-
lands i ræðu sinni, en hann ræddi
þó málið ekki efnislega, heldur
notaði það eingöngu til þess að
koma að sérstökum vandamálum
Tyrkja í sambúð við Grikki.
Fundir ráðherranna hefjast
aftur á morgun klukkan 10. Er
talið vafamál, hvort unnt verður
að ljúka störfum ráðstefnunar
fyrir hádegi en það hafði
verið ráðgert.
— Viðtakanda
Framhald af bls. 1
sér oft gevi annarra manna í öðr-
um löndum. I þessu tilfelli kvaðst
maðurinn fæddur í sama bæ í
Austur-Þýzkalandi, Doberlug-
Kirschhain, og Wöhler í Nýja Sjá-
landi og kvað sfðasta heimilisfang
sitt hið sama og hans, 27. Stafford
Street, Wellington.
Rannsóknir beinist að utanrík-
isráðuneytinu og ríkisöryggis-
þjónustunni, BND þar sem Júrg-
en von Alten var vikið úr starfi í
gær. Híns vegar segir ríkissak-
sóknari að málin séu óskyld.
Henrich Böx, fv. sendiherra og
áður yfirmaður frú Berger, sagði í
dag hann hefði engu að leyna og
bauðst til að fara í fleiri yfirheysl-
ur. Kristilegi demókrataflokkur
inn sagði i dag að flokkurinn bæri
fyllsta traust til hans þótt honum
hefði verið vikið úr starfi for-
stöðumanns utanríkismálaskrif-
stofu flokksins.
Hans-Dietrich Genscher utan-
ríkisráðherra er sagður uggandi
vegna njósnamálsins og telja að
allt leki út f Bonn. Málið kemur
sér sérstaklega illa vegna NATO-
fundarins í Ösló.
Ríkissaksóknari hefur ekki sagt
hvaða leyndarmál hafi verið af-
hent, en þvf hefur verið haldið
fram að málið jafnist á við mál
Gúnter Guillaumes sem var hægri
hönd Willy Brandts fv. kanslara.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum hefur frú Berger játað að
hafa þekkt „Klaus Wöhler" síðan
hún var ritari Böx í Varsjá þar
sem hann var yfirmaður verzlun-
arnefndar Vestur-Þjóðverja
1966—70
Samkvæmt sömu heimildum
tóku leynilögreglumenn ljós-
myndir af henni þar sem hún
tæmdi póstkassa við fbúð „Klaus
Wöhlers" í Dortmund þegar hann
var fjarverandi.
— 10.000
Framhald af bls. 1
jarðskjálftans en þau voru á
fjöllóttu svæði í eyðimörkinni
Kyzykulm. Hann var kröftugri en
jarðskjálftinn sem varð mörg
hundruð manns að bana á ítalíu
fyrr f mánuðinum.
Tass segir að heimilislaust fólk
í Gazli og á nokkrum stöðum
umhverfis hina fornu borg
Bukhara hafist við f tjöldum og
vögnum. Mörg hús og verksmiðj-
ur í Bukhara og fleiri bæjum
eyðiiögðust í jarðskjálftanum en
sögufrægar byggingar i gamla
bænum í Bukhara skemmdust
ekki að sögn Tass.
Kvikmynd f sovézka sjónvarp-
inu bendir til þess að lítil eins
hæða hús í Bukhara hafi laskazt
en ekkert tjón orðið á stórum
nýtízkulegum íbúðarhúsum.
Ibúar Bukhara eru 140.000 og
borgin er 160 km frá upptökum
jarðskjálftans en ekkert er látið
uppi um fjölda látinna og
slasaðra.
Skriðuföllin sem ollu mann-
tjóni í Tadzhikistan og Turk-
meníu ollu einnig eignatjóni þar
að sögn Tass. Moskvu-útvarpið
segir að stjórn kommúnistaflokks-
ins og ríkisstjórnin hafi ákveðið
að veita tafarlausa aðstoð, og
byggingarverkamenn, vélar, mat-
væli og lyf streyma til jarð-
skjálftasvæðanna þar sem her-
menn taka þátt í hjálparstarfinu.
Frétt Tass er fyrsta frásögnin
sem á er að byggja um tjón af
völdum jarðskjálftans.
Jafnframt var reist minnis-
merki í dag í Tashkent, höfuðborg
Uzbekistan, til að minnast jarð-
skjálftans þar fyrir tíu árum.
Upptök jarðskjálftans voru í
borginni sjálfri og þriðjungur
borgarbúa, sem voru ein milljón,
missti heimili sín.
— Frjálsleg
túlkun
Framhald af bls. 1
ing í landhelgisdeilunni við
Breta. I Reuters frétt frá Osló
sagði hins vegar, að Island
hefði gefið aðvörun um að Is-
lendingar mundu líklega til-
kynna um brottför úr Atlants-
hafsbandalaginu, ef þorska-
stríðið yrði ekki leyst innan 6
mánaða.
I frásögn Magnúsar Finns-
sonar, blaðamanns Morgun-
blaðsins, sem staddur var á
blaðamannafundi utanríkis-
ráðherra í gær og birt er á bls.
16, kemur ekki fram að Einar
Ágústsson hafi gefið yfirlýs-
ingar af þessu tagi. Fréttamað-
ur Morgunblaðsins sagði í gær,
að orð utanrikisráðherra hefðu
ekki fallið á þennan veg og
væri hér um að ræða frjálslega
túlkun erlendra fréttastofa á
ummælum hans.
— Skip Eimskips
Framhald af bls. 21
Eimskipafélag íslands Af því tilefni
hefur m.s. Askja fengið nafnið Kljá-
foss og bæði skipin verið máluð
litum Eimskipafélags íslands Eim-
skipafélag Reykjavíkur mun þó
áfram starfa sem sjálfstætt félag en
ákvörðun hefur ekki verið tekin um
rekstrarfyrirkomulag þess eða verk-
efni
Úr stjórn Eimskipafélags íslands
áttu nú að ganga þeir Birgir Kjaran,
Thor R Thors og Axel Einarsson en
þeir voru allir endurkjörnir. Fyrir
voru í stjórninni Halldór H. Jónsson,
Pétur Sigurðsson, Ingvar Vilhjálms-
son og Hallgrímur Sigurðsson For-
stjóri Eimskipafélags íslands er Ótt-
arr Möller
— Jafntefli
Framhald af bls. 36
leiks. Þarna var augljóslega um
pólitíska blindu að ræða en al-
þjóða bridgesambandið hefir sam-
þykkt útskýringar þjóðanna og fá
þær að halda áfram í mótinu.
íslenzka sveitin „skipti aftur
um gír“ í gærkvöldi og tapaði
fyrir Dönum með tveimur mínus-
stigum. 1 morgun gerðu lslend-
ingarnir jafntefli við Argentínu
en unnu síðan Bermuda 15 — 5 og
Filippseyjar 20 — 3.
Island er nú í 19. sæti með 421
stig.
— Bílaryðvarnar-
stöð Eimskip
Framhald af bls. 2
Loks hefur verið unnið að því á
athafnasvæði Eimskips við
Sundahöfn að undirbúa smíði
þriðja vörugeymsluhúss félagsins
þar, svo og er unnið að undirbún-
ingi útisvæðis, þar sem þörfin fyr-
ir slfkt geymslusvæði fer ört vax-
andi vegna aukinnar notkunar
gáma. I Sundahöfn er gert ráð
fyrir viðgerðarverkstæðum fyrir
stórvirk tæki pg vinnuvélar fé-
lagsins, og þar á að vera járn-
smíðaverkstæði, trésmíðaverk-
stæði, rafmagnsverkstæði, segla-
verkstæði, smurstöó og fleira.
Auk þess er þar fyrirhugað að
reisa og starfrækja kjötvinnslu-
stöð og eldhús, sem sjá á mötu-
neytum félagsins fyrir mat svo og
skipum að svo miklu leyti sem
slíkt þykir hagkvæmt. I Sunda-
höfn verður og skipalager félags-
ins.
— Sýnir 1 SÚM
Framhald af bls. 3
þátt I alþjóðlegum grafík-
sýningum (biennölum) I Bret-
landi og Póllandi.
Á sýningunni í gallerí SUM
eru um 22 grafíkmyndir og 14
teikningar unnar á síðustu
þremur árum.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 4.00—10.00 og stendur til 30.
maí n.k.
— Farið hægt
Framhald af bls. 2
synleg sér í lagi vegna þess að
fyrir lá frumvarp um stafsetn-
ingarmál frá Vilhjálmi
Hjálmarssyni menntamálaráð-
herra. Þessi frumvörp tvö
gerðu ráð fyrir mjög ólíkri með-
ferð á stafsetningarmálum.
Frumvarp Gylfa og Sverris ger-
ir ráð fyrir að alþingi setji lög
með beinum lagafyrirmælum
um hvert og eitt stafsetningar-
atriði, en frumvarp Vilhjálms
menntamálaráðherra fjallar
hins vegar um að menntamála-
ráðuneytið setji stafsetningar-
reglur eftir tillögum málvís-
indamanna og móðurmálskenn-
ara sem valdir yrðu frá tiltekn-
um stofnunum og samtökum og
loks veitti alþingi heimild til
útgáfu þessara reglna með
þingsályktun. Þetta hefði falið í
sér að alþingi samþykkti regl-
urnar i heild eða hafnaði, en
tæki ekki að afgreiða einstök
stafsetningaratriði út af fyrir
sig. Meirihluti menntamála-
nefndar neðri deildar hafnaði
að afgreiða frumvarp mennta-
málaráðherra en afgreiddi hitt
frumvarpið og það var tekið til
umræðu og afgreiðslu með
miklum hraða. Þegar í ljós kom
að þetta mál kynni að verða
rekið gegn um þingið óathugað
í nefnd, þótti okkur sem vorum
í minnihluta menntamála-
nefndar og vorum andvíg þess-
ari meðferð hvað sem afstöðu
til einstakra stafsetningarat-
riða líður, nauðsyn bera til að
málið yrði rækilega rætt í
þinginu. Þær umræður vöktu
verulega athygli og ég tel mér
óhætt að fullyrða að mikill
meirihlut kennarastéttarinnar
og þá sérstaklega móðurmáls-
kennarar hafi risið upp gegn
þvi að farið væri að ónýta ný-
settar stafsetningarreglur, sem
búið var að kenna eftir í 2—3 ár
og voru að vinna sér festu eins
og ég held að Valdimar
Kristinsson hafi orðað það í
mjög góðri grein i Morgun-
blaðinu. Þetta varð svo til þess
að í Efri deild reyndust önnur
viðhorf rikja og þar varð endir-
inn sá að deildin samþykkti ein-
róma eftir tillögu menntamála-
nefndar að vísa frumvarpi
Gylfa og fleiri þingmanna frá á
kurteisan hátt með því að senda
það til rikisstjórnarinnar ásamt
tillögum til menntamálaráð-
herra um að efna til umræðna
málvísindamanna og móður-
málskennara um stafsetningu
og meðferð stafsetningarmála.
Þessi málalok þýða það að mín-
um dómi að tilraun Gylfa og
Sverris til að ónýta síðustu staf-
setningarbreytingar og taka
upp á ný með lagasetningu staf-
setningu sem ákveðin var með
aulýsingu 1929, er runnin út í
sandinn, enda ekki annað en
fjarstæða að mínum dómi, að
alþingi taki að sér það verkefni
að ákveða stafsetningarreglur í
smáatriðum, ræða þær og setja.
Ég fyrir mitt leyti er þess full-
viss að því betur sem málið er
skoðað, þeim mun ljósara
verður að fyrirkomulagið sem
menntamálaráðherra lagði til
er skynsamlegast og heilla-
drýgst og getur eitt staðið til
frambúðar af þeim tillögum
sem uppi hafa verið.“