Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 11
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 11 Upplýsingaþjónusta bænda: Mjólk var hellt niður fyrir tæpar 30 millj. í verkfallinu SAMKVÆMT innvigtun á mjólk fyrir og eftir verkfallið f vetur, virðist sem 750 þúsund lftrar af mjólk hafi ekki komið til skila f mjólkursamlögin. Samkvæmt upplvsingum Agnars Guðnasonar hjá Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins, er Ifklegt að 550 þúsund lftrum hafi verið hellt niður af þessu magni en afgangurinn hafi farið til neytenda eða verið nýtt- ur á sveitabæjunum. A þessum tfma var verð til bænda 54 krónur fyrir hvern Iftra mjólkur, þannig að nærri lætur að tjón bænda vegna verkfallsins hafi numið 30 milljónum króna. Fyrstu 3 mánuði þessa árs var innvegin mjólk á öllum mjólkur- samlögum landsins 19,2 millj. kg. Það var 1,4 millj. kg. minna en sömu mánuði 1975, eða hafði minnkað um 6.78%. Aðeins var aukning i innveginni mjólk hjá 6 mjólkursamlögum, og mest mun- aði um þá aukningu sem varð hjá samlögunum á Húsavfk og Egils- stöðum, en þar varð aukning um 11.9% á Húsavík en 14.2% á Egilsstöðum. Nokkur samdráttur hefur orðið á sölu nýmjólkur, sem fyrst og fremst stafaði af verkfall- inu en nýmjólkursalan varð 5.7% minni en í fyrra. Af rjóma seldust nú 242 þús. ltr. en það var rúmum 71 þús. ltr. minna en í fyrra. Sala á skyri var svipuð, en af því voru seldar 372 lestir. Smjör- framleiðslan var 47% meiri en f fyrra, samtals voru nú framleidd- ar 186,6 lestir. Aftur á móti varð verulegur samdráttur í fram- leiðslu osta, eða 55% minni en i fyrra. 1 upphafi ársins voru birgðir af smjöri i landinu 328 lestir það var um 20 lestum meira en árið áður. Sala á smjöri varð óvenju mikil þessa fyrstu 3 mánuði ársins, hún reyndist vera 472 lestir, sem var 56% meiri sala en sömu mánuði í fyrra. Birgðir 1. apríl voru aðeins 41 lest, eða tæplega 100 lestum minni en 1. apríl 1975. Sala á ostum gekk vel, þar varð aukning um 11.1%. Stefnir kominn út NVLEGA kom út 1. — 2. tölublað af Stefni. Blaðið er að mestu helg- að fslenzkri nútímamenningu. Er þar að finna samræður, greinar og ljóð. Þetta er sfðasta tölublað Stefnis sem Kjartan Gunnar Kjartansson ritstýrir, en hann hefur ritstýrt blaðinu sfðan í árs- byrjun 1973. Tekur Gestur Ólafs- son arkitekt nú við ritstjórn. Meðal efnis má nefna Samræð- ur um islenzka skemmtimenn- ingu', en þátttakendur voru Hauk- ur Hjaltason, Jakob Magnússon, Jörundur Ingi, Kjartan Gunnar Kjartansson og Ragnar Tómasson. Að baki morgunkuldans Ljóð eftir Kristján Hreinsmög. Quibble — Vér vatrarhugar tvö ljóð, „Menning" og menning Ritstjórn- argrein, o.s.frv. Afmælishátíð í Siglufirði Siglufirði, 19. maf. EFNT verður til hátíðahalda á Siglufirði á morgun og næstu daga f tilefni afmælis kaup- staðarins hinn 20. maf. Hátfða- samkoma verður f Nýja bfó á morgun, þar sem Knútur Jónsson, forseti bæjarstjórnar, setur hátfð- ina en sfðan leikur Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir einleik á pfanó. Þá flytur Jón Skaftason, alþingis- maður, hátfðarræðu en sfðan syngur John Speike, barfton- söngvari, einsöng við undirleik Sveinbjargar. Að loknu hléi verður rit- höfundakynning, þar sem Birgir Svan, Þorgeir Þorgeirsson og Vé- steinn Lúðvíksson lesa úr verkum sinum. Á föstudagskvöld kl. 21 sýnir Alþýðuleikhúsið Krummagull eftir Böðvar Guðmundsson, dag- inn eftir verður opnuð mynd- listarsýning í Alþýðuhúsinu, sem standa mun næstu daga en um kvöldið efnir karlakórinn Vísir til dansleiks þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. Á sunnudag verður söng- skemmtun í Nýja bíói, þar sem þau koma aftur fram Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og John Speike. — mj Skemmdarverk í BYRJUN vikunnar voru mikil skemmdarverk unnin á tækjum í sandnámi Þórisóss hf við Hafnar- fjarðarveg. Voru brotnar allar rúður, mælar og ljós í tveimur sandmulningsvélum og einni vél- skólfu. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði vinnur að rannsókn þessa máls og eru þeir, sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um málið beðnir að hafa samband við hana, en þarna voru unnin skemmdarverk fyrir tugi þús- unda króna. Ljósmyndasýning OPNUÐ hefur verið sýning á ljós- myndum eftir Sigurjón Jóhanns- son, blaðamann, á innrömmunar- verkstæði Guðmundar Árnasonar að Bergstaðastræti 15. A sýning- unni gefur að líta myndir af fólki, sem í fæstum tilfellum hefur stillt sér upp fyrir myndatöku. Uppistaða sýningarinnar eru myndir frá hinum eftirminnilega kvennafrídegi 24. október sl. Enn- fremur eru á sýningunni nokkrar myndir úr skáklífinu — skák- kappar og áhorfendur. Elztu myndirnar eru teknar árið 1958. Sýningin er opin á venjulegum verzlunartíma í tvær vikur. Friðfinnur Ólafsson forstjóri Háskólabfós ásamt Anatoly Kuznetsov, rússneska leikaranum, sem nú er staddur hér á landi. Rússneskar kvikmyndir sýndar í Reykjavík: Þekktur rússnesk- ur leikari á Islandi I kvöld og annað kvöld verða sýndar í Reykjavfk tvær rússn- eskar kvikmyndir. Fyrri myndin verður f Háskólabfói og nefnist hún Flótti en hin sfðari Eyði- merkursól f Laugarásbfói. 1 til- efni af þessum kvikmyndasýning- um er nú staddur á Islandi leikar- inn Anatoly Kuznetsov en hann leikur aðalhlutverkið í myndinni f Laugarásbfói. A blaðamannafundi f gær ræddi Kuznetsov um kvikmynda- iðnað f Sovétrfkjunum og sagði að hann væri f miklum vexti. Sjálfur starfar Kuznetsov við stórt kvik- myndaver f Moskvu þar sem vinna um 5 þúsund manns. Þetta kvikmyndaver framleiðir á hverju ári um 40 myndir en í Rússlandi eru framleiddar um 140 myndir á ári. Þá gat hann einnig um tölu- verða samvinnu við önnur lönd á sviði kvikmyndagerðar, nefndi hann sérstaklega Pólland, Ung- verjaland, Júgóslavíu, og Búlgar- íu. Kuznetsov lék fyrir skömmu i kvikmynd í Tékkóslóvakiu og sagði hann að það væri í fyrsta sinn sem hann lék ekki Rússa Framhald á bls. 23 SMIDJUVEGI6 SIMI44544 m KJÖRGARDI SÍMI16975 Verðlækkun Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju- vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega: Bergamo Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000 Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000 Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner” stíl. Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt. Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: