Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAt 1976 27 Magnús Guðbjörnsson: Hvað er spíritismi? Flestir, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt minnst á spírit- ismann og þeir eru ekki ófáir íslendingar, sem taka fullt mark á honum. En á suma menn verkar það eins og veifað sé rauðri dulu framan í naut, þegar minnst er á þetta mál. Tvær meginástæður valda þess- um furðulegu viðbrögðum. Ann- ars vegar er ástæðan sá regin- misskilningur kreddutrúarmanna að spíritisminn sé í andstöðu við sanna kristna trú — hins vegar yfirþyrmandi lærdómshroki margra efnishyggjumanna. Andstaða kreddutrúarmanna byggist á þvf, að þeir rangtúlka ýmsar tilvitnanir úr Biblíunni. Við þá þýðir ekkert að rökræða. öðru máli gegnir hins vegar um efnishyggjumenn, sem reyna a.m.k. að færa skynsamleg rök fyrir andstöðu sinni gegn kenningum spíritismans. Efn- ishyggjumennirnir segja: „Þið spíritistar talið um ódauðlega sál, er lifi lfkamsdauðann og framhaldslff í öðrum heimi, sem sé samofinn þeim jarð neska — veröld eða tilverusvið, sem raunar sé á ýmsan hátt lík þeirri jarðnesku, þó hún sé einnig að mörgu leyti harla frábrugðin henni. Þið segið að framliðnir séu í áþreifanlegum lfkama, klæðist fötum búi í húsum — þar séu borgir, menntastofnanir, já meira að segja fjöll, dalir, vötn, fossar, tré, blóm, alls konar dýr, fuglar, í stuttu máli allar tegundir lffvera og margt fleira, sem mannleg hugtök ná ekki yfir! Hvílfk fá- sinna! Það er augljóst mál, að við sjáum ekkert af þessu í kringum okkur — getum hvorki vegið það né mælt. Þessvegna er þetta ein- tóm vitleysa og hugarburður — ásköpuð óskhyggja um framhalds- líf vegna ótta við dauðann.“ Svona hugsa og tala svonefndir efnishyggjumenn og virðast hafa sterk rök fyrir sfnu máli, vegna þess að skilningarvit venjulegs fólks geta ekki greint neitt af þessum „æðri veruleika“. En vill þá ekki gleymast að ekki er vitað til að nein manneskja hafi séð atóm með berum augum, en þó neitar enginn að þau séu til? Augu mannsins skynja aðeins lft- inn hiuta af veruleikanum og það sama má segja um önnur skilning- arvit mannsins, þau eru of mikl- um takmörkunum háð til að geta skynjað innsta eðli veruleikans. Atómið er ósýnilegt. öll orka er ósýnileg, síbreytileg, og eilíf. Andinn er írumorsök alls efnis og ótortimanlegur, hvort sem hann birtist í lífverum eða annars stað- ar í ríki náttúrunnar í öllum hennar fjölþættu myndum. And- inn er æðsta stig efnisins og efnið ef lægsta stig andans. Þetta er í raun og veru eitt og hið sama, enda þótt fjölbreytnin sé næstum takmarkalaus, hvort heldur er í hinum sýnilega eða ósýnilega heimi. Hin vísindalegi spíritismi hefur þegar sannað að framhalds- lífið er staðreynd. Þeir, sem mót- mæla þessu, eru í raun og veru aðeins að auglýsa fáfræði sína. Én hverjar eru þá sannanir hins visindalega spíritisma? Fyrst og fremst sannanir þær, sem fengist hafa um áratuga-skeið á miðilsfundum, þar sem stórkost- leg fyrirbæri gerast, er leiða ótví- rætt í ljós, að maðurinn lifir lík- amsdauðann og þar eð framliðnir hafa getað sannað að þeir séu enn lifandi, t.d. með þvf að rifja upp liðna atburði, sem þeir einir vissu um og fundargestir miðilsins, er engin ástæða til að rengja frá- sagnir þeirra og lýsingar á því hvernig umhorfs er í „hinum heiminum". Miðilsfyrirbæri eru ákaflega fjölþætt og enginn vegur að telja þau öll upp í stuttri blaðagrein. En hitt er vfst, að hver sá alvöru- vfsindamaður, sem hefur gefið r Sumir versla dýrt-aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekkí tilboð h heldur árangur af * hagstæðum innkaupum. lkg EGG kr420 Austurstrætl 17 Starmýri 2 „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" Til sölu Saab 99 2ja dyra. 1975 ktn 5.300. Saab 99 2ja dyra. 1973. GóS kjör. Saab 99 4ra dyra. Sjálfskiptur. 1 972. Saab 99 1971. Saab 95 station. 1974. 7 sæta. Saab 95 station. 1972. Saab 96 1972. km 48.000. Saab 96 1971. BDORNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530 AUGI.ÝSINGASIMINN ER: 22480 |H«r0unlil«bib sér tíma til að rannsaka öll þessi fyrirbæri af kostgæfni og með mikilli þolinmæði, hefur undan- tekningarlaust komist að þeirri niðurstöðu, að hér er um raun-1 veruleg fyrirbæri að ræða, sem ekki verða skýrð á neinn annan hátt en þann, að maðurinn lifir líkamsdauðann. Margir vísindamenn hófu rann- sóknir sínar með það eitt fyrir augum að afhjúpa það, sem þeir töldu vera hrein svik. En allir sannfærðust þeir að lokum um, að liklegt sé að mannssálin sé ódauð- leg. Það er sannað mál, að fram- haldslffið er staðreynd, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. En hvort mannssálin, einstak- lingsvitundin, eða hvað menn vilja kalla það, er eilíf, er að sjálfsögðu hvorki hægt að sanná | né afsanna. Spíritisminn er ekki trúar-! brögð. Hann er náttúruvísindi. Að vísu á frumstigi enn sem komið er, en ekki er nein ástæða til að efast um, að stórstfgar framfarir á sviði vísindanna, munu að lokum safna saman svo miklu magni sannana fyrir sannleiksgildi spír- itismans, að þeir, sem bera brigð- ur á kenningar hans i framtíð- inni, munu standa í sömu sporum og þær örfáu hræður, sem enn í dag halda því fram að jörðin sé flöt eins og pönnukaka — hvað sem öllum vísindalegum sönnun- um um hið gagnstæða líður! Það tók margar aldir fyrir vís- indamenn fyrri tíma — að ekki sé nú talað um fólk almennt — að fallast á kenninguna um að jörðin er hnöttur. Menn voru meira að segja brenndir á báli sem villu- trúarmenn fyrir að halda því fram að jörðin snerist kringum sólina. Sennilega mun það taka enn lengri tíma áður en það verð- Framhald á bls. 23 Vönduð karlmannaföt kr. 10.975 — Flauelsbuxur kr. 2.060 — Nylonúlpur kr. 5.000 — Terelynebuxur kr. 2.675 — Terelynefrakkar kr. 3.575 — og 5.650 — Leðurlíkijakkar unglingastærðir. kr. 6.250 — Sokkar kr. 130 — Nærföt, skyrtur, peysur o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. maí verða til viðtals: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi Gústaf B. Einarsson, varaborgarfulltrúi Vélsmiðjur - Frystihús Fyrirliggjandi ammoníakrör, heildregin í stærðum 1/2 tomma til 4ra tomma Plötujárn, ýmsar þykktir HEÐINN Sími 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: