Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 Einar Ágústsson á blaðamannafundi í Osló: Getum ekki hugsað okkur annan vemdara en Atlantshafsbandalagið r — Varnarliðið verður á Islandi meðan meirihluti er fyrir því í Sjálfstæðisflokknum — Ef ísland færi úr NATO yrði landið hlutlaust og íslendingar mundu ekki vopnast Einar Ágústsson utanríkisráðherra á blaðamannafundinum. AP Blaðamannafundur Frá Blaðamanni Morgunbls. Magnúsi Finns. EINAR Agústsson utanríkis- ráðherra hélt blaðamannafund með erlendum blaðamönnum hér f næsta húsi við Hótel Scandinavía, þar sem ráðherra- fundurinn er lialdinn. Á annað hundrað blaðamenn sóttu fund- inn sem stóð í um hálfa klukku- stund. Einar Ágútsson ávarpaði blaðamennina fyrst nokkrum orðum og skýrði m.a. frá helzta inntaki ræðu sinnar á ráðherra- fundinum, sem hann hafði þá haldið nokkru áður. Fjöldi spurninga var lagður fyrir ut- anríkisráðherra og skulu þær helztu tilfærðar hér til þess að gefa mönnum hugmynd um fundinn. Fyrsta spurningin til Einars fjallaði um það, hvort Islend- ingar myndu hætta áreitni við togarana, ef Bretar ákvæðu að kalla freigátur sfnar af miðun- um. Einar sagði: „Við þessu er til stutt og lag- gott svar — nei. Þá var ráð- herra spurður um hver hann teldi að yrði þróun mála, ef samningaviðræður kæmust á milli landanna. Einar sagðist ekkert geta um það sagt í smá- atriðum. Hann hefði á fundin- um með Crosland í gærkveldi farið yfir málin, en alls ekki verið um samningaviðræður að ræða, enda liti hann og stjórn sín svo á að af þeim gæti ekki orðið á meðan herskipin væru á miðunum. Þá var Einar Agústsson spurður að því, hvort hann hefði átt fund í dag með Anthony Crosland. Hann svar- aði því neitandí, en hann sagð- ist þó hafa skipzt á orðum við Crosland á fundunum. Enginn fundur væri ákveðinn milli hans og Crosiands. Skoðanamunur milli stjórnar- flokkanna Einar hafði skýrt blaðamönn- unum frá því að hann hefði í ræðu sinni skýrt frá því að stöð- ugt yrði erfiðara að halda ís- landi innan NATO á meðan slíkt ástand væri á miðunum, sem raun bæri vitni. Brezkur blaðamaður spurði hann, hvort islenzka ríkisstjórnin myndi á einhvern hátt tímasetja aðgerð- ir i samræmi við tal sitt um úrsögn og brottvísun varnar- liðsins — ef engin breyting yrði á málinu. Einar kvað erfitt að svara þessari spurningu — and- staðan gegn NATO væri vax- andi í landinu og hann minntist á Keflavikurgönguna um síð- ustu helgi, sem verið hefði fjöl- mennari en áður. Hann kvað þetta og annað sýna aukinn þrýsting gegn NATO. Þýzkur sjónvarpsmaður spurði, hvort ekki væri hugsan- legt að íslendingar gerðu svip- aðan samning við Breta og þeir hefðu gert við Þjóðverja. Einar svaraði því til að þar væri mik- ill munur á, því Þjóðverjar hefðu áhuga á öðrum tegund- um en þorski, sem allt snerist um og væri sú fisktegund, sem væri í mestri hættu. Á honum hefðu Bretar fyrst og fremst áhuga, og „mér skilst að það sé m.a. vegna þess að það er ekki unnt að búa til fish and chipsúr öðru en þorski," — sagði ráð- herrann og var klappað við þetta svar hans. Einar var þá spurður að þvj hvort langan tima mundi taka að semja ef ákveðið yrði að hefja samninga- viðræður og kvaðst hann ætla að ef til þess kæmi ætti það ekki að taka marga daga. Hann sagði að íslenzka ríkisstjórnin gæti helst hugsað sér samninga til skamms tíma, sem giltu í 3 til 6 mánuði. Hann kvað útilok- að að Bretar fengju boð um 65 þúsund tonn af islandsmiðum að nýju. 3—6 mánaða samningar? Einar Ágústsson sagði að þegar varnarsamningur Banda- ríkjanna og íslands hefði verið gerður í kjölfar inngöngu íslands i NATO 19451 hefði sér- staklega verið tekið fram í honum að ekki yrði her á íslandi á friðartímum. Einar sagði að hann væri þeirrar skoðunar að her ætti ekki að vera á íslandi á friðartímum og svo væri einnig um meirihluta flokks hans, Framsóknarflokks- ins. Hins vegar væri meirihluti Sjálfstæðisflokksins á annarri skoðun. Hann sagðist ánægður með stuðning Norðurlandanna við málstað islands, Finnar hefðu riðið á vaðið fyrir nokkr- um árum en siðan hefðu aðrar Norðurlandaþjóðir fylgt á eftir. Hvers vegna hótar ísland úr- sögn aftur og aftur, en gerir ekkert var spurning sem ráð- herra fékk. Einar kvað góða vísu aldrei of oft kveðna og enn vildi ríkisstjórn sín freista þess að fara ekki úr bandalaginu. Hann kvaðst vonsvikinn yfir því að bandalagsþjóðirnar styddu ekki íslendinga ein- dregnar en raun væri á. Ef Ísland færi úr NATO myndu íslendingar verða hlutlausir — við getum ekki hugsað okkur annan verndara en Atlantshafs- bandalagið — sagði hann. islendingar myndu heldur ekki vopnast, ef slíkt ástand yrði í landinu. Brezkur blaðamaður frá Financial Times spurði þá Einar vegna ummæla hans fyrr á fundinum — hvers vegna hann væri að hóta að reka varnarliðið úr landi úr því að hann liti svo á að það ætti ekki að vera þar. Einar Ágústson sagði að þótt Framsóknar- flokkurinn vildi að herinn færi væri stærri stjórnarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn, þvi and- vígur og á meðan innan hans væri meirihluti fyrir áfram- haldandi veru hersins yrði hann á íslandi. Þá sagði ráð- herra að menn yrðu að gera sér ljóst að ef núverandi ríkis- stjórn stæði sig ekki í utanríkis- málum í sambandi við þetta mál, ættu núverandi ráðherrar á hættu að falla við næstu kosningar og þá yrðu aðrir við sjórnvölinn og hann þyrði ekki að ábyrgjast afleiðingarnar. Menn yrðu að muna að á is- landi væri lýðræði. Einar Ágústsson sagði sam- kvæmt fréttastofufregnum að mjög líklegt væri að íslending- ar mundu gefa Bandaríkja- mönnum sex mánaða frest til að loka Keflavíkurstöðinni ef islendingar fengu ekki bandarískan stuðning i deil- unni við Breta. Utanríkisráðherra kvaðst einkum hafa orðið fyrir von- brigðum vegna þess að Banda- ríkjamenn hefðu neitað að út- vega islendingum varðskip að sögn AP. „Kannski eiga þeir engin,“ sagði hann. Diplómatar sem sátu hinn lokaða fund ráðherranna sögðu að Einar Ágústsson hefði einungis varað við þvi þar að aðild íslands að banda- laginu væri í hættu en tónninn hjá honum hefði verið miklu mildari en á blaðamanna- fundinum. Utanríkisráðherra sagði að sögn Reuters að bandalagið og framkvæmdastjóri þess, Josef Luns, mætu mikils hernaðar- legt mikilvægi islands og Keflavíkurstöðvarinnar. „Okkur finnst að NATO verði að gera upp við sig hvort bandalagið vill fórna þessum mannvirkjum fyrir veiðar Breta undan ströndum íslands." Aðspurður sagði utanríkis- ráðherra að sögn Reuters að ef islendingar segðu sig úr NATO mundu þeir gæta hlut- leysis. „Við viljum engan annan verndara en þann sem við nú höfum,“ sagði hann. Hann sakaði brezku stjórn- ina um „ótrúlega þrjózku“, segir Reuter, og um fundinn með Crosland sagði hann að þeim hefði orðið mjög litið ágengt, en bætti við. „En Cros- land sýndi skilning og greini- legan vilja til að leysa deil- una.“ Nordli við setningu ráðherrafundarins: Deilur geta orðið Atlants- hafsbandalaginu hættulegar Ösló, 20 maí Frá blm. Mbl. Magnúsi Finnssyni. SETNINGARATHÖFN utan- ríkisráðherrafundar NATO hófst f ráðhúsi Oslóborgar kl. 9.45 I gærmorgun. Hljómsveit lék lög eftir Grieg en síðan flutti Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, örfá orð, þar sem hann hauð fulltrúana velkomna. Þá fluttu ræður Odvar Nordli, forsætisráðherra Norðmanna og Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. A eftir lék hljómsveit menúett eftir Beet- hoven. Odvar Nordli forsætisráð- herra sagði að NATO hefði ver- ið stofnað af brýnni nauðsyn. Stofnendur hefðu verið frjálsar þjóðir sem áttu þá ósk að vera áfram frjálsar. Á atómöld kvað Nordli nauðsynina hafa enn aukizt á bandalaginu. Styrkur bandalagsins er nauðsynlegur vegna framtíðar bandalagsríkj- anna, sagði hann. Nordli sagði að frá því að utanríkisráðherrar NATO hefðu hitzt síðast í Osló árið 1961, hefði orðið mikil breyting á heimsmálunum. Þá hefði rík.t kalt stríð í veröldinni en síðan hefði „detente" tekið við. Óvissa ríkti um þá stefnu nú og viðbúnaður herja austurs og vesturs væri í raun aldrei meiri en nú. Hann kvað deilur hafa risið og ný hugmyndafræði hefði skapazt. Nordli sagði að viðbúnaður væri dýr, en sagan hafði kennt okkur að öryggi og friður byggist á nægilega sterk- um vörnum eða varnarkerfi. Nordli sagði að lýðræðið væri það, sem menn mættu ekki gleyma að væri styrkur okkar og það ættu vestrænar þjóðir umfram allt að varðveita. Lýð- ræðið væri ekki stöðnuð eining, heldur kerfi sem væri í stöð- ugri mótun og þróun og það ætti að mæta kröfum og þörfum fólksins á hverjum tíma. Stund- um kvað hann lýðræðið þungt i vöfum og vissulega gæti það valdið erfiðleikum, en samtímis væri það st.vrkur vegna þess að fyrir samspil hugmynda og sköpunar endurnýjaði það sig sjálft og á allt anan og virkari hátt en einræðisstjórn gæti gert. Styrkur Atlantshafsbanda- lagsins er sá að það saman- stendur af fullvalda sjálfstæð- um ríkjum, sem hafa sameinazt um sameiginlegt hagsmunamál. Eigi bandalagið hins vegar ekki að tapa einingu sinni á sviði þessara sameiginlegu hags- munamála, verða þjóðirnar að sýna samningslipurð og vilja til þess að leysa deilumál sem rísa milli þeirra, sagði Nordli. „Þeg- ar deilumál er óleyst innan bandalagsins um einhvern ákveðinn tíma, getur það orð- ið skaðlegt, ekki aðeins málsað- ilum sjálfum heldur og öðrum aðildarríkjum og jafnvel bandalaginu öllu. Þetta er per- sónuleg von mín,“ sagði Nordli, „að þessa daga hér í Ósló muni okkur verða vel ágengt i að skapa sameiginlegan grundvöll fyrir skilningi milli aðildarríkj- anna, annars geta deilur orðið bandalaginu hættulegar. Ég vil biðja þátttökuþjóðirnar að hafa þetta stérstaklega í huga.“ Þá ræddi Nordli um stöðu Noregs innan bandalagsins og kvað land sitt landfræðilega mikilvægt bandalaginu. „Við vitum af reynslu að við getum ekki flúið eða dregið okkur inn í skel okkar. Staða landsins er staðreynd," sagði Nordli for- sætisráðherra. Þá talaði Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri NATO. Hann sagði í upphafi ræðu sinnar, að bandalagið ætti í erfiðleikum á Norðuratlantshafi. Einnig kvað hann vandamál steðja að við Miðjarðarhafið og á Suður- atlantshafi. Bandalagsríki ættu í erjum við hvort annað og stundum kvað hann öldurnar rísa það hátt að ekki væri unnt að leiða slíkt hjá sér, þar sem það gæti haft skaðvænleg áhrif á bandalagið í heild. „Það er einlæg von min að unnt verði að lægja deilumálin og ná sann- gjörnu samkomulagi, svo að eining bandalagsins geti orðið jafn sterk og áður,“ sagði fram- kvæmdastjórinn. Luns minntist á efnahags- vandamál aðildarríkjanng og varaði við, að þjóðirnar brygðust þannig við þeim, að dregið yrði úr framlögum til varnarmála. Hann kvað ekki sannað að samdráttur í fram- lögum til varnarmála væri lausn á vandamálunum og sagði að það gæti verið mikil og af- drifarík fórn, sem bandalags- ríkin færðu með þvi. Framkvæmdastjórinn ræddi því næst um það þjóðskipulag sem ríkti i vestrænum löndum. Ungt fólk gagnrýndi skipulag meðal þeirra þjóða, sem byggju við eins flokks kerfi. „Traust mitt á mannkyninu er það mikið, að ég er þess fullviss að frelsi og virðing fyrir mann- réttindum hættir ekki að vera ríkjandi stefna vestrænna þjóða,“ sagði framkvæmda- stjórinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: