Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 19 MÁLSTAÐUR fslands f landhelgismálinu hiaut göða kynningu á 31. ársfundi samtaka bandarfska fiskiðnaðarins — National Fisheries Institute, sem haldinn var f San Diego f Kalifornfu, en fundinn söttu á annað þúsund manns. 1 samtökunum eru yfir 600 aðilar — fyrirtæki og einstaklingar, sem fram- leiða, selja eða koma á annan hátt við sögu fiskiðnað- ar. Má nefna framleiðendur og seljendur véla fyrir fiskiðnaðinn ásamt fiskframleiðendum og selj- endum. Þá var á fundinum fjöldi manna annars staðar að úr heiminum, svo sem Norðmenn, Danir, Kanada- menn, V-Þjóðverjar, Japanir og Mexfkanar auk helztu frammámanna fslenzku fyrirtækjanna á þessu sviði vestan hafs — Coldwater Seafood Corp. og Iceland Products. Segja má að fundurinn hafi snúist um efnið: Útfærsla fiskveiðilögsögu f 200 sjómflur, áhrif þessa f heiminum og á bandarfskan fiskmarkað. NFI bauð sfðan fulltrúum nokkurra rfkja, þ. á m. frá Islandi að koma á fundinn og skýra stefnu og ákvörðun viðkomandi rfkja f fiskveiðilög- sögumálum, og að ákvörðun utanrfkisráðherra, Einars Ágústssonar, sótti Guðmundur H. Garðars- son alþingismaður fundinn og skýrði sjónarmið og aðgerðir tslendinga f þessum efnum. Fundarstaðurinn (Kalifornfu. Hægt að stórauka sölu frystr a s j ávar afur ða til Bandaríkjanna I samtaii við Morgunblaðið um þennan fund sagði Guð- mundur, að auk hans hefðu flutt framsöguræður undir dag- skrárliðnum — Áhrif aukinnar útfærslu fiskveiðilögsögu — Rozanne Ridgeway, sérstakur sendiherra Bandarfkjanna í hafréttarmálum, Robert W. Schoning, forstjóri National Marine Fisheries Service í Bandarfkjunum, Ed. N. Nishi- kauwa, framkvæmdastjóri Nippon, Siuson Kaisha LTD. Tokyo f Japan, eins stærsta fyrirtækis í fiskiðnaði þar I landi og Hecktor Medina Neré, aðstoðarráðherra í iðnaðar- og verzlunarráðuneyti Mexfkó. I framsöguræðu sinni rakti Guðmundur Itarlega sjónarmið Islendinga f fiskveiðilögsögu- máium og frumkvæði þeirra i þeim efnum, t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo og við hvaða vandamál Islending- ar ættu að strfða vegna sam- dráttar í afla hetztu nytjafiska okkar vegna ofveiði. Jafnframt þessu benti Guð- mundur á f erindi sínu, að það væri fiskneytendum bæði i Bandarfkjunum og Evrópu til hagsbóta, tækist tslendingum að koma lögum og reglum á fiskveiðar á íslandsmiðum. Nefndi hann sem dæmi að á síðasta ári hefði afli Islendinga á botnlægum fisktegundum verið um 429 þús. tonn og af þessu magni hefðu um 150 þús- und tonn, eða liðlega þriðj- ungurinn, verið framleidd i ís- lenzkum frystihúsum fyrir Bandarfkjamarkað. Þá rakti hann að samkvæmt bandarísk- um innflutningsskrám hefði is- lenzkur þorskfiskur numið um 24% af heildarinnflutningi Bandarikjanna á þeirri vöru á siðasta ári, og að hlutdeild Is- lendinga í heildarinnflutningn- um á þorskflökum á því ári verið um 47%. Af þessum sökum mætti vera ljóst að það hefði vaxandi mikilvægi fyrir bandarfska fiskiðnaðinn að stöðugleiki héldist i aðgangi bandariska markaðarins að is- lenzkum fiskbirgðum. „Það er vert að vekja athygli á þvi, að bandaríski markaður- inn er stærsti fiskmarkaður veraldar í dag,“ sagði Guð- mundur Garðarsson i samtali við Morgunblaðið. „Sjávarút- vegi og fiskiðnaði þar hefur hins vegar hnignað mjög á síð- ustu áratugum, og við það hafa Bandarikjamenn stöðugt orðið háðari innflutningi sjávaraf- urða frá öðrum löndum. Sem dæmi má nefna, að árið 1961 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir þann tíma. Bæði fulltrúa- og öldungadeild bandariska þingsins hafa samþykkt lög þessa efnis, og Ford forseti, staðfest þau. 200 sjómilna fisk- veiðilögsagan er því ofarlega á baugi i Bandaríkjunum um þessar mundir og þá auðvitað sérstaklega hjá þeim aðilum, sem eiga alla afkomu sína og framtið undir þróun þessara mála.“ Guðmundur var spurður hvernig undirtektir framsögu- ræða hans hefði hlotið. „Ég verð að segja það eins og er,“ svaraði hann, „að efnisatriði ræðu minnar, sem byggðust á helztu sjónarmiðum okkar Is- lendinga f landhelgismálinu, fengu mjög góðar undirtektir. Guðmundur H. Garðarsson. Guðmundur H. Garðarsson kynnti sjónar- mið íslands í fiskveiðilögsögumálum á fundi samtaka bandaríska fiskiðnaðarins var innflutningur Bandaríkja- manna á þorskfiskafurðum 91.500 tonn, en i fyrra nam þessi innflutningur 236.100 tonnum. Hafði hann þvi aukizt um 150% á 15 árum eða að meðaltali um 10% á ári. Guðmundur sagði, að þess vegna hefði það ekki litla þýð- ingu fyrir Bandaríkjamenn sjálfa hver þróun fiskveiðilög- sögumála yrði í heiminum. „Nú hafa þeir sjálfir ákveðið að færa út einhliða eigin fiskveiði- lögsögu f 200 sjómílur frá og með 1. marz 1977 hafi niður- staða ekki fengist á Hafréttar- Var greinilegt, að meðal þeirra þúsunda manna i fiskiðnaði og fisksölu í Bandaríkjunum á barátta okkar fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu miklum skiln- ingi og stuðningi að mæta. Þá gladdi það mig sérstaklega eftir fundinn, að margir umboðs- menn fyrirtækja tslendinga vestra komu til min og lýstu sérstakri ánægju sinni yfir framlagi tslands í þessum mál- um. Um stuðning þurfti ekki að ræða, því að hann var ótvíræð- ur. I umboðsmannakerfi ís- lenzku fyrirtækjanna tveggja eigum við þannig öflugt lið tryggra stuðningsmanna um öll Bandarikin, sem kemur viða við og hefur mikil áhrif." Var komið inn á baráttuna við Breta? „Já, að sjálfsögðu. Bæði kom það fram í framsögu- ræðu minni og þegar við sátum fyrir svörum, og var greinilegt, að þeir sem þarna komu inn á þetta mál, voru þeirrar skoð- unar, að Bretar ættu að sýna skilning og samkomulagsvilja gagnvart stöðu okkar Is- lendinga. Allir sem ég ræddi við voru sammála um að 200 milna útfærslan væri lifshags- munamál fyrir tslendinga, en hins vegar gengu þeir út frá því, að tslendingar yrðu hugs- anlega, eins og flestar aðrar þjóðir, sem hyggja á útfærslu, að semja um einhverjar veiði- heimildir I takmarkaðan tíma. Slikt yrði auðvitað gert að mati tslendinga um veiðiþol fisk- stofnanna á Islandsmiðum." A hvaða lund voru önnur framsöguerindi á fundinum sem vöktu athygli þína? „Það má þá t.d. nefna erindi Robert Schoning frá National Marine Fisheries Service en hann lagði einmitt áherzlu á verndun fisk- stofna á strandgrunni Banda- rikjanna, að byggja þá upp og koma þeim undir visindalega stjórn. Ræða hans öll var þannig öll mjög í samræmi við sjónarmið okkar tslendinga í þessum efnum og flest þau atriði sem hann tiltók hnigu mjög í sömu átt, „sagði Guð- mundur. „Þá var athyglisvert að hlýða á ræðu J.J. McClel- land, eins af yfirmönnum bandarísku strandgæzlunnar, þvi að hans málflutningur var ákaflega svipaður því og mátt hefur heyra hjá okkar mönnum i Landhelgisgæzlunni. Þó ber að taka það fram að hjá banda- rísku strandgæzlunni er um að ræða gífurlegt hafsvæði sem gæta þarf eftir útfærsluna, og það kom fram, að bandariska strandgæzlan hyggst samfara henni auka mjög þátt flugvéla í gæzlunni og samræma aðgerðir úr lofti og á sjó, eða sem næst nákvæm eftirmynd þess sem is- lenzka landhelgisgæzlan hefur verið að gera nú undanfarið. Þá á bandariska strandgæzlan ekki siður við fjárhagsleg vand- kvæði að striða og hefur óskað eftir verulegri aukningu en engin ákveðin svör fengið varð- andi þessar óskir. Strandgæzl- an vill til að mynda fá fleiri skip til umráða og fjármagn til þess að endurnýja vélar og tæki þeirra skipa, sem hún hefur þegar yfir að ráða. Vandamál bandarisku strandgæzlunnar eru því ekki ósvipuð og hjá Landhelgisgæzlunni hér. Þá kom það einnig fram hjá Gerry Studd, sem hefur verið einn aðalbaráttumaðurinn i fulltrúa- ráði bandaríska þingsins fyrir útfærslu bandarísku fiskveiði- lögsögunnar, að honum fannst ekki gæta nægilegs skilnings innan þingsins á þörfum strandgæzlunnar samfara út- færslunni og kvartaði hann sár- an yfir þessu.“ Guðmundur vék siðan nánar að þýðingu , Bandaríkjamark- aðar fyrir Island og sagði að því væri sjaldan haidið á loft sem skyldi, að i Bandaríkjunum hefðu Islendingar byggt upp bezta og sterkasta markaðinn fyrir framleiðsluvöru Is- lendinga til útflutnings — frystar sjávarafurðir. Minnti Guðmundur á, að á sl. ári hefðum við selt þangað frystar sjávarafurðir fyrir verðmæti að upphæð kr. 13.5 milljarða, sem hefði verið tæplega 76% allra frystra sjávarafúrða á þvi ári. Utflutningurinn á þorskfiski til Bandaríkjanna sl. tvö ár — karfi undanskilinn — litur þannig út: Hlutfall f heild- arinnflutn. USA FLÖK 1974 1975 % aukning 1974 1975 Þorskur Vsa, keila 13.559 t 18.497 36,4 43,7 47,0 ufsi, langa 2.975 6.025 102.5 20,3 33,9 Steinbftur 1.495 svipað 0,2 50,1 44,2 Blokkir 20.405 105.368 24,2 22,7 23,6 Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: