Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 HVERAGERÐI — í tilefni 200 ára afmælis póstþjónustunnar kom starfsfólk Pósts og síma austan Fjalls saman til kaffidrykkju í Eden. Hér er Garðar póstmeistari í Hveragerði til borðs með 23 föngulegum vinnufélögum. — Ljósm ceore. Arsrit Vestmannaeyja: BLIK komið út Frá frumflutningi kantötunnar 12. okt. 1975. Höfundur hennar, dr. Hallgrfmur Helgason, stendur fremst á sviðinu og þakkar fyrir ágæta uppfærslu. 50 ára afmæli skáta- starfs á Akranesi ÞANN 13. mal voru liðin 50 ár síðan skátastarf hðst á Akranesi. Skátar minnast þess með af- mælismóti f landi Stóru- Drageyrar f Skoradal 2—4. júlf n.k. Þar verður mikil og fjöl- breytt dagskrá. Skátafélagið Væringjar var stofnað 13. maí 1926. Það var félag drengjaskáta. Fyrsti foringi þess var Jón Hallgrímsson. Kven- skátafélag Akraness var stofnað 25. marz 1928. Fyrsti foringi þess var Svava Þorleifsdóttir. 2. nóvember 1952 voru félögin sam- einuð í eitt félag, Skátafélag Akraness. Fyrsti félagsforingi þess var Hans Jörgensson. Skátastarf hefur yfirleitt verið gott á Akranesi þessi 50 ár P’élög- in hófu sameiginlega byggingu skátaheimilis 1929. Var það mikið átak á þeim tima og byggt af bjartsýni. Þetta skátaheimili hefur síðan verið stækkað og endurbyggt. Það er nú lang- stærsta og bezt búna skátaheimili landsins. Félagið á einnig útilegu- skála við rætur Akrafjalls, og hljómsveit var skipuð 80 hljóðfæraleik- urum Konsertinn var ákaflega vel sóttur, með á þriðja þúsund áheyrendum. Hófst hann á forleik Wagners, Hol- lendingnum fljúgandi Þá kom skozka symfónian eftir Mendelssohn og að síðustu Sandy Bar Var auðfundið, að Ijóð Guttorms, eflt af kór, einsöngvara og hljómsveit skirskotaði beint til áheyrenda, enda þótt söngur kvæðis færi fram á ensku, í þýðingu Páls Bjarnasonar Eh kvæðið allt er tiu löng erindi Þar af eru þrjár einsöngs-aríur, en hin erindin sjö eru felld saman í fimm kóra Ummæli um tónverkið voru mjög á einn veg Þannig segir ritstjóri Lög- annan við rætur Skarðsheiðar. Þá eru i byggingu sumarbúðir í landi Stóru-Drageyrar í Skorradal. Þar hafa skátarnir 700 metra strand- lengju meðfram Skorradalsvatni. Búið er að byggja þar hús, sem er yfir 300 ferm að stærð og innrétta hluta af því. Skátarnir á Akranesi hafa unnið mikið og gott starf fyrir æskuna í bænum. Stjórn félagins er nú skipuð ungu og bjartsýnu fólki, sem mun halda merki skátanna hátt. Hallgrlmur Helgason. BLIK, ársrit Vestmannaeyja, er nú komið út í 32. sinn, en út- gefandi er Þorsteinn Þ. Víglunds- son fyrrverandi skólastjóri og sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyj- um. BLIK er mjög vandað að vanda, og í því eru fjölmargar ritsmíðar um menn og málefni í Eyjum. 21 grein er i Bliki og eru þær flestar skrifaðar af Þorsteini Þ. Viglundssyni, sem í áratugi hefur ritað og komið á framfæri þáttum úr sögu Vestmannaeyja. Blik er 240 blaðsíður að stærð með litprentuðum gosmyndum á forsíðu. Blik fæst hjá útgefanda og í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og bókaverzlun Isafoldar. Þorsteinn Þ. Vfglundsson. Simmsalabimm heitir ný barna- plata, sem hljómplötuútgáfan Judas hefur gefið út. 11 lög eru á plötunni og aðalsöngvarinn er 6 ára gömul stúlka, Ruth Reginalds. Lög og textar á plötunni eru m.a. eftir Gylfa Ægisson, Þorstein Eggertsson, Magnús Kjartansson og Vigni Bergmann. Ruth tók þátt í gerð plötunnar um Róbert bangsa, en á þessari plötu syngur hún með stórri hljómsveit og er eins og hún hafi aldrei gert annað þótt ekki sé hún eldri að árum. Um frumflutning Sandy Bar Bar, og á hún kannski eftir að geyma betur minningu landnemanna en flest annað, sem þeim hefur verið gert til heiðurs þetta ár." í blaðmu Leader Post lætur dr Howard Leyton Brown svo um mælt: ..Menn risu úr sætum í virð- ingarskyni og vottuðu fögnuð sinn meðáköfu lófataki, bæði flytjendum og höfundi tónverks Svo mjög voru Framhald á bls. 23 Snæbjörg Snæbjarnardóttir söngstjóri — synfónískrar kantötu eftir Hallgrím Helgason ÁRIÐ 1975 voru hundrað ár liðin síðan íslendingar fyrst námu land í Kanada Var af þvi tilefni efnt til mikilla hátíðahalda í Winnipeg. í kynningarriti um aldarafmælið segir, að hámark hátiðar verði frum- flutningur á symfónískri kantötu eft- ir prófessor Hallgrim Helgason, Sandy Bar. Tildrög þessa viðburðar voru þau, að formaður hátíðarnefndar, dr Thor- björn Thorláksson. hafði um vorið 1 974 farið þess á leit við dr Hallgrím, sem þá var enn prófessor við músik- deild háskólans i Saskatchewan i Kanada. að hann semdi tónverk i tilefni þessarar aldarminningar Samkomulag varð um að nota kvæði Guttorms J Guttormssonar, Sandy Bar Dr Hallgrímur ákvað að semja við þetta eftirlætiskvæði Vestur-islendmga kantótu fynr blandaðan kór. sóló-tenór (rödd Guttorms sjálfs í eigin hug- leiðingum) og stóra hljómsveit Hófst hann þeyar handa og ritaði meginhluta verksms í Kanada en lauk því hér, eftir að hann aftur var horfinn heim Frumuppfærsla fór fram á konsert í Manitoba Centennial Concert Hall, sunnudaginn 12 október 1975 í Winmpeg Stjórnandi var fastur hljóm- sveitarstjón Winnipeg Symphony Orchestra, Piero Gamba, en einsöngvari Reginald Frederickson, vestur-islenzkur tenór, sem nú er prófessor við háskólann i Edmonton i Alberta-fylki í Kanada Winnipeg Philharmonic Choir annaðist kórhlut- verk allt, með 1 50 söngvurum, en bergs-Heimskringlu í leiðara blaðsins Aðfangadagur nýrrar aldar, 23 okt 1975 ,,Þá var samt enn eftir að birta almenningi kantötu dr Hallgríms Helgasonar, sem er byggð á Ijóði Guttorms J Guttormssonar, Sandy Skagfirzka söngsveitin: íslenzk lög frumflutt á samsöng á laugardag SKAGFIRSKA Söngsveitin efnir til samsöngs f Austurbæjarbíói kl. 15 á morgun, laugardag, og í Félagsbíói f Keflavfk laugar- daginn 29. maf kl. 17. Þetta er í fimmta sinn sem söngsveitin efn- ir til opinbers samsöngs. Söng- stjóri er Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir. A söngskránni að þessu sinni eru lög eftir Eyþór Stefánsson, Maríu Brynjólfsdóttur og Skúla Halldórsson, Offenbaeh, Donizetti, Denza o.fl. Frumflutt verður lag eftir Eyþór Stefánsson lög eftir Maríu Brynjólfsdóttur. Þá kemur fram kvennakór og karlakór. Einsöngvari með kvennakórnum er Snæbjörg Snæ bjarnardóttir, söngstjóri. Ein- söngvari með karlakórnum er Þorbergur Jósefsson. Eirísöngvari með söngsveitinni er Hjálmtýr Hjálmtýsson og duett með söngsveitinni syngja þær Kamma Karlsdóttir og Margrét Matthíasdóttir. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari, en Sig- ríður Auðuns, píanóleikari, hefur aðstoðað söngsveitina á æfingum. Stjórn Skagfirzku söngsveitarinn ar skipa: Gunnar S. Björnsson formaður, Lovfsa Hannesdóttir, varaformaður, Gestur Pálsson, ritari og Margrét Eggertsdóttir, gjaldkeri. RUIH REGtMLPS SIMMS4M8IMM Simmsalabimm með Ruth Reginalds

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: