Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 17 Brezkar frei- gátur styrktar London 20. maí. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. BREZKI flotinn er nú að útbúa freigátur úr brezka flotanum með vmsu móti til að þær séu til taks í þorskastríðinu, að því er tals- maður varnamálaráðuneytisins sagði f dag. Freigátan Jaguar, sem er 2.250 tonn að stærð, hefur verið styrkt sérstaklega með tré- verki við stefni og skut og treyst með sandpokum, að sögn hans. Önnur freigáta, Lincoln, verður einnig gerð þannig úr garði, að þvf er heimildir innan flotans höfðu fyrir satt. Bæði skipin hafa viðbúnar áhafnir til að taka við þeim þegar þörf gerist. Þessar aðgerðir flotans fylgja í kjölfar árekstra í þorskastríðinu á íslandsmiðum, en i þeim hafa nokkrar brezkar freigátur orðið fyrir umtalsverð- um skemmdum. Talsmaður flotans sagði að hlutverk Jaguars yrði einvörðungu „varnastarf“ og myndu sendar á vettvang til að leysa aðrar af sem hefðu lokið ákveðnum tíma við íslands- strendur. Fleiri skærulið- ar inn 1 Ródesíu Salisbury 20. maí. AP VARNARMALARAÐHERRA Ródesfu sagði f dag, að rösklega eitt þúsund svartir skæruliðar þjóðernissinna hefðu farið inn f Ródesfu frá stöðvum f Mósambik. Van der Vyl varnarmálaráðherra sagði þetta í viðtali við sænska sjónvarpsmenn sem var flutt f Salisbury í dag. Hann sagðist búast við þvf að enn fleiri skæru- liðar myndu fara inn f Ródesfu og styrkja vfglfnu sfna meðfram landamærum rfkjanna. Tvö hundruð og sex skæruliðar og 38 Ródesíumenn, flestir lög- reglumenn og hermenn hafa látist í bardögum í grennd við Hundur réðst á hákarl Bisbane, AP Astralíu, 20. mai Fjölskylduhundurinn Dollar barg í dag lífi fjögurra ára gamals drengs er varð fyrir árás hákarls er hann var staddur á baðströnd. Drengur- inn Tammy sem er fjögurra ára hafði vaðið allangt út og réðst hákarlinn á drenginn. Hundur fjölskyldunnar sem var með í strandferðinni réðst þá til atlögu við hákarlinn og á meðan tókst föður drengsins að ná syni sínum á land og siðan heppnaðist einnig að ná bjargvættinum lítt sárum til lands. Síðan var lagt til atlögu við hákarlinn og var ráðið niður- lögum hans i morgun að því er AP-fréttastofan segir. landamærahéruðin það sem af er þessu ári. Ráðherrann sagði að hann væri sannfærður um að herinn myndi fullkomlega fær um að brjóta skæruliðana á bak aftur og lofaði þann góða anda sem ríkti meðal hvítra hermanna Ródesíu. Hann sagði að það væri rangnefni að kalla þessa innrásarmenn skæru- liða því að hér væru á ferðinni hættulegir hryðjuverkamenn kommúnista. Þá segir I AP-fréttum frá Washington að stjórnin þar herði nú á tilraunum sínum að fá Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, til að setjast að samningaborði með það fyrir augum að svert- ingjar fái síðan meirihlutaaðstöðu í stjórn landsins. FLÓÐVARNIR — Hundruð manna vinna við smíði flóðgarða meðfram vestri bakka Brahmaputra í Bangladesh. Verkið er unnið með stuðningi alþjóðlegrar matvælastofnunar, WFP. Á vegum hennar vinna tvær milljónir manna við viðgerð á áveitukerfum í Bangladesh. AP Hundruð handteknir í Sýrlandi vegna kurrs Beirút, 20. maí. Reuter. AP. ALLT að 400 Sýrlendingar hafa verið handteknir fyrir að gagn- rýna hlutverk sýrlenzka herliðs- ins I Lfbanon og gagnrýnin hefur valdið sýrlenzku stjórninni alvar- Námafyrirtæki vilja hraða lagasetningu Washington, 20. mai. AP. BANDARlSK námafyrirtæki hafa hvatt til þess að hraðað verði lagasetningu, þar sem kveðið er á um leyfi til að leita að málmum og öðrum auðlindum og nýta þær, segir f AP-frétt f dag. Rfkisstjórn- in hefur hvatt til að beðið verði með að setja slfk lög unz niður- staða hefur fengizt af hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Nýting auðlinda innan væntan- legra 200 mflna lögsögu Banda- rfkjanna yrði gerð með fjárstuðn- ingi stjórnarinnar. Marne A. Dubs talsmaður sam- taka þeirra sem þarna eiga hlut að máli skýrði mál sitt fyrir þeim nefndum öldungadeildar Banda- ríkjaþings sem um,'málið hafa fjallað og munu fjalla um það í dag og sagði hann að tæknilega séð væri ekkert þvf til fyrirstöðu að herða á slikri vinnslu og leit en fjármunir væru ekki enn til reiðu. Aftur á móti sagði talsmað- ur bandaríska fjármálaráðuneyt- isins að hyggilegra væri að biða alþjóðlegs samkomulags þar sem kveðið væri á um allt slíkt og veruleg áhætta gæti verið því samfara að þraða sér um of. Hann sagði að einhliða gerð nú af hálfu þingsins gæti reynst harla vafa- söm og skapað óhagstætt for- dæmi. Ef hins vegar ekki næðist alþjóðleg samstaða á næsta fundi hafréttarráðstefnunnar, mætti síðan íhuga til hvaða ráða væri þá jákvæðast að grípa. legum erfiðleikum samkvæmt áreiðanlegum heimildum f Beirút í dag. Þessir erfiðleikar geta verið ein ástæðan til þess að frestað hefur verið fyrirhuguðum fundi i Saudi-Arabiu þar sem Sýr- lendingar og Egyptar ætluðu'að reyna að jafna ágreining sinn. Önnur ástæðan getur verið bak- tjaldamakk forsætisráðherra Líbýu, Abdel-Salam Jalloud, sem hefur farið þrívegis til Sýrlands undanfarna daga og einnig farið til Líbanons og íraks. Fundinum í Saudi-Arabíu var aflýst þegar Jalloud hafði tvisvar sinnum farið til Sýrlands. Annars er allt á huldu um tilganginn með ferðalagi fians. Palestínski skæruliðaforinginn Yasser Arafat fór til Damaskus í dag til viðræðna við Hafez A1 Assad forseta eftir fund sinn í gærkvöldi með Elias Sarkis nýkjörnum forseta og< sósialista- foringjanum Kamal Junblatt, fyrsta fundinn sem þeir hafa haldið siðan stuðningsmenn Junblatts reyndu að koma í veg fyrir kosningu Sarkis með stór- skotaárásum á svæðum umhverfis þinghúsið. Sarkis stakk upp á 48 tima vopnahléi og viðræðum um lausn deilunnar. Tilkynnt var að Junblatt hefði samþykkt tillög- una, en seinna var sagt að hann hefði hafnað henni. I hafnarborginni Tripoli hótaði leiðtogi Líbanska Arabahersins þar, Ahmed Maamari majór, að hertaka Zagharta, heimabæ Suleiman Franjieh forseta. Hann sakaði hann um að bera ábyrgð á dauða 20.000 manna og gaf hon- um vikufrest til að segja af sér. Hægrimenn og vinstrimenn sögðu hvorir tveggja frá skotbar- dögum á vígstöðvunum i nótt en þeir hjöðnuðu þegar á daginn leið. „Njósnamálið” í Bretlandi: Callaghan telur víst að rógsherferðin sé staðreynd London 20. maí. Reuter. JAMES Callaghan, forsætisráð- herra Breta sagði I fyrirspurna- tfma f neðri málstofunni f dag, að allt benti til að einhverjir aðilar væru með rógsherferð á hendur stjórnmálamönnum úr röðum Frjálslynda flokksins, þó svo að sfðustu tilraunir f þessa átt hefði orðið almennt hlátursefni. Forsætisráðherrann var að svara spurningum um staðhæf- ingar i þá veru að útsendarar frá Suður-Afríku væru að reyna að eyðileggja orðstír þingmanna Frjálslynda flokksins, en flokkur- inn er mjög andvígur stefnu stjórnar Suður-Afríku i kynþátta- Callaghan sagði að þrátt fyrir skens sem gert hefði verið að mál- um þessum, þegar upp komst um eina tilraunina, væri ljóst að hverju viðleitnin beindist. Hann sagði að á þessu stigi myndi hann ekki geta tjáð sig um, hverjir væru grunaðir um að vera upp- hafsmenn málsins. öryggisþjón- ustan kannaði nú málið og þær skýrslur sem gerðar hefðu verið. Orð Callaghans urðu til að færa sérkennilegt mál og býsna fráleit- legt inn á alvarlegra svið, segir í frétt Reuter-fréttastofunnar. Upphaf málsins er að dularfullur maður, sem kallaði sig Frederick Cheesman ofursta, sagði i sjón- varpsviðtali að hann væri fyrrver- andi foringi í bandarisku leyni- þjónustunni og leyniþjónusta Suður-Afríku hefði óskað eftir því að hann legði henni lið í ófrægingarherferð á hendur nokkrum þingmanna Frjálslynda flokksins. En Cheesman þessi við- urkenndi i gær að saga hans væri tilbúningur frá upphafi til enda. Nágrannar hans í heimaþorpi hans í Suður-Englandi, eru nú sagðir með hlátursköst vegna að- ildar hans að þessu furðulega máli, sem slegið hefur verið upp í öllum helztu blöðum i Englandi síðustu daga. Cheesman gaf þá skýringu á framferði sinu að hann hefði orðið að gera eitthvað til að vekja athygli á sjálfum sér. Hann hefði verið alvinnulaus sið- ustu þrjú ár og fjölskylda hans búið við sult og seyru. Áður hafði hann sagt að suður- afríska íeyniþjónustan hefði sýnt honum skýrslur um ýmsa þing- menn Frjálslynda flokksins. Hann viðurkenndi einnig i gær að þetta væri allt saman uppspuni frá rótum. Cheesman birtist í sviðsljósinu eftir að Guardian hefði sakað suð- urafriskan diplómat fyrir að hafa gert tilraun til að komast yfir eintak af klámmynd, en sagt var að brezkur stjórnmálamaður kæmi fram i mynd þessari. Landhelgis- mál rædd i lávarðadeild London 20. maí Einkaskeyti til Mbl. frá AP CAMPELL lávarður sagði i lávarðadeildinni í gærkvöldi, að ekki ætti að biða með að lýsa yfir 200 milna efnahags- lögsögu og 12 mflna landhelgi. Lávarðurinn hóf umræður um hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í lávarðadeildinni og sagði að fiskveiðiþjóðir ættu ekki að hika með aðgerðir sínar enda þótt landlukt og landfræðilega afskipt riki gerðu tilraunir til að tefja framgang málsins. Grononwy Roberts lávarður sagði að 200 mílna efnahags- lögsaga ætti vaxandi fylgi að fagna. Um önnur atriði sagði hann að Bretar ættu að leitast við eftir föngum að ná mála- miðlun. Hann ítrekaði rök stjórnarinnar við 100 mílna einkalögsögu rikja Efnahags- bandalags Evrópu. Campell lávarður, sem er fyrrverandi ráðherra Skotlands, hafði fyrr i umræðunum vísað harðlega á bug gagnrýni skozkra þjóð- ernissinna á aðgerðum Breta við ísland. Hann sagði, að i bréfi til forsætisráðherrans hefði formaður flokksins, William Woolf, ásakað flotann um að stunda ásetningsárásar- aðgerðir, meðal annars að sigla visvitandi á íslenzk varðskip. Campell lávarður sagði, að Woolf væri bersýnilega fá fróður um freigátur Breta. þar sem þær væru ekki gerðar til slíks. Kvaðst hann vona að for sætisráðherrann tæki þarna af öll tvímæli i svari sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: