Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 21 Skip Eimskips komu 830 sinnum á 90 hafnir í 17 þjóðlöndum Heildartekjur félagsins 5,3 milljarðar á sl. ári AÐALFUNDUR Eimskipafélags íslands var haldinn í gær. I ræSu formanns stjórnar, Halldórs H. Jónssonar, kom fram aS tap varS á rekstri félagsins eSa sem nam 1 7 milljónum króna en þá hafSi veriS afskrifaS af eignum þess 600 milljónir króna. Heildartekjur félagsins áriS 1975 voru 5.340 milljónir króna en voru 3.628 milljónir áriS áSur. Heildargjöld án fyrninga voru á sl. ári 4.756 milljónir króna, en 3.247 milljónir áriS áSur. Rekstrarútgjöld námu sem næst 13 milljón- um króna hvem dag ársins 1975. Á aSalfundinum var samþykkt aS greiSa hluthöfum 13% arS. Jafnframt voru samþykktar tillögur um aS auka hlutafé félagsins um 10%, og fól fundurinn félagsstjórn aS leita til núverandi hluthafa um þessa hlutfjáraukningu. Skal hluthöfum gefinn kostur á aS kaupa aukningarhlutí á nafnverSi í réttu hlutfalli, þ.e. 10% viS hlutafjáreign þeirra og er forkaupsréttur hluthafa til 31. desember. Þá var ákveSiS aS félagiS neytti þeirrar heimildar I skattalögum um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, þannig aS hlutafé félagsins er tvöfaldaS — úr 210.6 milljónum i 421,2 milljónir kr. Á útgáfa jöfnunarhlutabréfa aS fara fram fyrir lok þessa árs. Þá staSfesti aSalfundurinn endanlega fækkun stjórnarmanna úr 9 i 7, þar eS V-íslendingar hafa afsalaS sér aS eiga fulltrúa I stjóm félagsins, eins og fram kom á aSalfundinum ifyrra. Efri myndin: Halldór H. Jónsson flytur skýrslu stjómar. NeSri myndin: Hluthafar á aSalfundi Eimskipafélagsins i gœr. Sjöföldun byggingar- kostnaðar á 5 árum I ræðu formanns kom ennfremur fram, að hagnaður af rekstri félagsins er miklu lægri en hann þyrfti að vera til að mæta eðlilegri endurnýjun skipaflotans til að geta komið við fyllstu hagræðingu og til að eignir félagsins bæru eðlilegan arð. Hann kvað innlenda verðbólgu og erlenda hafa i för með sér svo örar hækkanir að afskriftir mættu ekki kostnaði við endurnýjun hvað þá uppbyggingu Nefndi hann sem dæmi um þá hækkun er orðið hefði á byggingarkostnaði skipa, að þegar Goðafoss og Dettifoss voru smíðaðir í Álaborg 1970, kostuðu skipin um 200 milljónir króna, en mundu nú kosta um 1 400 milljónir hvort skip, þannig að hér væri um að ræða sjöföldun á byggingarkostnaði skipa á 5 árum Um efnahag félagsins kom fram, að hann er mjög góður miðað við islenzkar aðstæður í árslok 1975 námu eignir félagsins 4.725 milljónum króna en skuldir að með- töldu hlutafé 4.496. Bókfærðar eignir umfram skuldir námu þannig í árslok 229 milljónum króna en i árslok 1974 258 milljónum. Skip félagsins 20 að tölu eru i árslok 1975 bókfærð á 2.072 milljónir króna en voru i árslok 1974 19 að tölu bókfærð á 1 745 milljónir króna Fasteignir eru bókfærðar á 680 milljónir króna en voru 1974 537 milljónir, og hlutafé félagsins var I árslok 203 milljónir, þar af á félagið sjálft 1 7 8 milljónir 22 skip sigldu 971 sjómílu Skip Eimskipafélagsins annast nú 91% af flutningum félagsins. Árið 1975 voru alls 22 skip í förum á vegum E í. og fóru 333 ferðir milli íslands og útlanda. Eigin skip fé- lagsins 20 að tölu, fóru 300 ferðir milli landa en það er 49 ferðum fleira en árið áður en leiguskipin tvö fóru 33 ferðir, sem er 41 ferð færra en árið áður Skip félagsins sigldu 898 þúsund sjómílur á árinu milli landa en 73 þúsund sjóm. milli hafna innanlands. Alls komu skip félagsins og leiguskip þess 830 sinnum á 90 hafnir í 1 7 löndum og 878 sinnum á 48 hafnir úti á landi Á sl. ári voru vöruflutningar með skipum félagsins og leiguskipum þess samtals 529 þúsund tonn en voru 540 þúsund tonn árið áður, þannig að flutningarnir hafa dregizt örlítið saman hvað þyngd viðvikur en aukizt talsvert miðað við rúmmál vörunnar Þreföldun geymslurýmis á 10 árum. Veruleg aukning hefur orðið á vörugeymslurými Eimskipafélagsins á undanförnum árum Arið 1966 eða fyrir réttum áratug var eigið vörugeymslurými félagsins undir þaki 1 1.386 fermetrar og útisvæði 37.449 ferm. en nú er rýmið undir þaki 38 486 fermetrar, að mestu vönduð steinsteypt vörugeymsluhús en útisvæði er 101 718 fermetrar, þar af 47 859 fermetrar malbikaðir, sem ekki þekktist fyrir áratug Vöru- pallar eru nú 26 þúsund talsins. samtals 6 7 860 fermetrar og gámar í eigu félagsins eru 980 og er rúm- mál þeirra 1 5 400 rúmmetrar Vél- knúin tæki í eigu félagsms eru 1 25 Samkvæmt hluthafaskrá var hlutafé Eimskipafélagsins í árslok rétt tæpar 203 milljónir kr og skráðir hluthafar um 12 þúsund Með þeirri samþykkt aðalfundarins að tvöfalda hlutafé félagsins með jöfnunarhlutabréfum, hefur hlutafé EÍ verið 120 faldað sl 15 ár Auk þess hefur verið samþykkt að bjóða út nýtt hlutafé að upphæð 40 millj króna eða 10% af hlutafé eftir hækkun E.í. kaupiS skip E.R. Eimskipafélagið hefur átt nær öll hlutabréf Eimskipafélags Reykjavík- ur frá því 1 970 en félagið átti þá ms Öskju í febrúar í ár keypti E.R Skeiðsfoss og nú hefur stjórn Eim- skipafélags Íslands ákveðið að félag- ið kaupi bæði þessi skip í eigu Eimskipafélags Reykjavikur. þar sem sýnt er að verulegt hagræði fylgir því að reksturinn heyri undir Framhald á bls. 20 Skip Eimskipafélags íslands ásamt siglingaleiSum til erlendra hafna. Geislarannsöknartæki gefið Landakotsspítala Oddfellowstúkan Hallveig I Reykja- vik afhenti Landakotsspitala i gær að gjöf sjálfvirkt rannsóknatæki sem mælir geislavirk efni. Jóhanni L. Jónassyni yfirlækni rannsóknadeild- ar spítalans fórust svo orð i ávarpi eftir afhendingu gjafarinnar, en með- fylgjandi myndir eru af tækinu og -athöfninni við afhendingu þess: „í framhaldi orða dr Bjarna Jóns- sonar yfirlæknis vil ég víkja nokkuð nánar að þessari höfðinglegu og kær- komnu gjöf, sem er BIOGAMMA- ANALYZER, framleiddur hjá fyrir- tækinu BECKMAN og er að verðmæti u þ b 3.7 millj króna Þetta er sjálfvirkt rannsóknatæki, sem mælir geislavirkpi (gamma geisla), en geislavirk efni eru nú i mjög vax- andi mæli notuð til lækningarann- sókna og veita þannig ómetanlega hjálp við sjúkdómagreiningu og sjúk- dómarannsóknir Á þetta jafnt við sjúklinga innan sjúkrahúsa sem utan, jafnt fyrir heimilislækna sem sér- fræðinga Þessi gjöf opnar þvi nýtt svið hér á Landakotsspitala. Ég ætla ekki að reyna að telja upp allar þær rannsókn- ir, sem tækið gerir mögulegar, þvi að eriiðara yrði að hætta þeirri tölu en hefja En i stórum dráttum má segja að kostirnir séu tviþættir, annars vegar að gera mögulegar ýmsar rannsóknir sem áður hefur þurft að senda til annarra landa, svo sem sumar hormónarann- sóknir, hins vegar að leysa af hólmi sumar eldri rannsóknir með nákvæmari og fljótvirkari aðferð Fyrst og <remst verður tækið notað til blóð- rapnsókna Aðeins 5 ár eru siðan við vorum hér samankomin við svipað tækifæri Nú hafið þið rennt enn einni styrkri stoð undir starfsemi Landakotsspitala og lækningaþjónustu i landinu Ég vona að þakklæti þeirra, sem njóta munu gjafarinnar verði Oddfellow- stúku ykkar HALLVEIGU styrkur um ókomin ár "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.