Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 36
Al'GLYSINGASIMÍNN ER: 22480 AUGLÝSLNGASÍMINN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 Bíræfnir þjóf- ar á ferð um miðjar nætur INNBROT var framið f fbúðar- húsi í Ulíðunum f fvrrinótt og stolió 15 þúsund krónum f peningum. Var heimilisfólk í fastasvefni og vissi ekkert um innbrotió fyrr en það kom aó sval- huró opinni um morguninn. Þetta er þriðja innbrotið í þess- ari viku, sem framkvæmt cr á þennan sama hátt. Innbrots- þjófurinn brýtur upp svalahuró og lætur greipar sópa i ibúðinni á meóan heimilisfólk sefur. Sagói Ivar Hannesson rannsóknar- lögreglumaóur við Mbl. í gær, aó full ástæóa væri fyrir fólk aó aó- gæta vel aó svalahuróum sínum, ef þaó vildi losna vió heimsóknir eins og þessar. Sagói fvar aó læsingar á huróunum væru yfir- leitt alltof veigalitlar og þaó eina sem dygói væri aó krækja huróunum aftur. BRIDGE: Jafntefli og tveir sigrar á OL í gær Monte Carlo, 20. maí. Frá Jakobi R. Möller: Dagurinn í dag hefir verió vió- buróaríkur, einkum vegna þess aó Marokkó og Mexíkó mættu ekki til ieiks vió við Israel og Suóur- Afríku og bar önnur þjóðin því við að hún hefði farið til ítalíu og villst og þess vegna ekki mætt til Framhald á bls. 20 Við þröskuld sumarsins. Ljósmynd Mbl. RAX. Tillögur fiskifræðinga: Leyft verði að veiða 15 bús. lestir af síld Ilafrannsóknastofnunin hefur lagt til við sjávarút- vegsráðuneytið að le.vft verði að veiða 15 þúsund tonn af síld á komandi haustvertíö við Suðurland. í fyrra lagði stofnunin til að leyft yrði að veiða 10 þúsund tonn af síld og sam- þ.vkkti ráðuneytið það. Matthfas Bjarnason sjávarút- vegsráðherra tjáði Morgun- blaðinu í gærkvöldi að tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar Hundrað landsbyggðar- slökkviliðsmenn heim- sækja Keflavíkurflugvöll 100 slökkviliðsstjúrar og slökkvi- liðsmenn vfðs vegar að af landinu munu heimsækja slökkviliðið á Keflavfkurflugvellí n.k. sunnu- dag f boði þess til þess að kvnnast starfi þess og starfsfvrirkomu- lagi. Gestirnir munu hlýða á fyrir- lestra Keflavíkurflugvallar- manna um starf liðsins, kynnast tækjabúnaði þess sem er mjög fullkominn og m.a. munu þeir skoða þau 48 stórvirku tæki sem liðið hefur til umráða og einnig munu þeir skoða Orionvél, Panthonþotu og þyrlu. pidsvoði verður settur á svið, björgun af slysstað og sitthvað fleira sem við- kemur starfi slökkviliðsmanna. Að sögn Sveins Eiríkssonar slökkviliðsstjóra er ráðgerð dag- skrá fyrir gestina í 6—8 klukku- sundir. væru það nýkomnar að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um aflamagn og tilhögun síld- veiðanna í haust. Sagði ráð- herrann að taka þyrfti ákvörðun um leyfilegan hámarksafla og skiptingu hans milli nótaveiði- og reknetabáta. Sem fyrr segir var leyft að veiða 10 þúsund tonn af síld á haustvertíðinni í fyrra. Reyndin varð sú, að ýmsir bátar fóru upp fyrir leyfilegt mark og alls veiddust rúmar 13 þúsund lestir. Hafa viðurlög við slíkum brotum nú verið hert með lögum frá Alþingi um upptöku ólöglegs afla. Islenzk framleiðsla: Bílfelgur og troll- bobbingar úr áli? HÉR á landi eru nú staddir tveir danskir verkfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna, en sam- kvæmt upplýsingum Sveins Björnssonar framkvæmdastjóra Iðnþróunarsjóðsins eru þeir að vinna að verkefni sem varðar fslenzka málmiðnaðinn og nýja framleiðslumöguleika fyrir hann. Til dæmís er í þvf sambandi verið að kanna möguleika á framleiðslu varnings úr áli og m.a. hefur verið rætt um fram- leiðslu á netakúlum fyrir botn- vörpur og einnig hefur verið rætt um möguleika á framleiðslu á bílfelgum úr áli. Megnið af málmiðnaðinum íslenzka hefur unnið á sviði þjónustuiðnaðar, en að könnuðu máli er álitið að það séu miklir möguleikar á því að fyrirtækin hefji meiri framleiðslu á ákveðnum vörum. Mörg málm- iðnaðarfyrirtæki sýndu þessari könnun mikinn áhuga en aðstoð til fyrirtækjanna yrði þá væntan- lega í formi véla og tækja. Margar hugmyndir eru til umræðu og sumar komnar að framleiðslu- stigi, en mál þessi munu skýrast á næstunni, þvf mögulegt er að SÞ verði að kippa að sér hendinni varðandi aðstoð vegna fjárhags- örðugleika. Þá er hér einnig staddur ung- verskur sérfræðingur í sambandi við gosefnarannsóknir, en i því sambandi er rekin tilraunaverk- smiðja á Akranesi þar sem perlu- steinn úr Prestahnjúk í Kalda- dal er þaninn út og seldur í byggingarefni. Til greina kemur að selja slíkt hráefni óþanið úr landi og vinna það erlendis í sam- vinnu við önnur fyrirtæki. Yfirdýralæknir sækir Galloway- sæði til Skotlands YFIRDVRALÆKNIR, Páll ■ A. Pálsson, mun á næstu dögum halda utan til Skotlands, til að sækja þangað djúpfryst sæði úr nautum af Gallowaykyni. Fer yf- irdýralæknir með sæðið til Hrfs- eyjar, þar sem risin er holda- nautastöð eins og kunnugt er. Jónas Jónsson, formaður undir- búningsstjórnar nautastöðvarinn- ar, sagði í samtali við Mbl. í gær, að bygging nautastöðvarinnar hefði verið svo vel á veg komin í fyrrahaust, að ákveðið var að kaupa tuttugu kvígur til stöðv- arinnar. Hafa þær verið aldar í vetur. Nú á að ganga frá girðingu kringum stöðina, og verður hún þá alveg einangruð eins og tiltek- ið var í lögum um stöðina. Er þvf ekkert til fyrirstöðu að flytja inn sæðið og sæða kvigurn- ar. Þegar þeir nautkálfar, sem af sæðinu vaxa, hafa aldur til geta bændur fengið sæði úr þeim. Verður það hálfblendingssæði. Verður kynbótum sfðan haldið áfram þar til hreinn stofn er feng- Kókstríð í Eyjum Kókstrfð rfkir nú í Eyjum en þar er um að ræða deilu milli umboðsaðila kók og smásala f Eyjum. Er kók ekki selt i Eyjum um þessar mundir vegna deilunnar sem snýst um það að smásalar telja umboðs- aðilana leggja of mikið á drykkinn. Morgunblaðið hafði sam- band við Georg Ólafsson verð- lagsstjora og sagði hann að verið væri að kanna þessi mál í Eyjum um þessar mundir. Friðrik og Karpov tefla úrslitaskák- ina í dag STÓRMEISTARARNIR Friðrik Ólafsson og Anatoly Karpov heims- meistari heyja í dag úrslitaskák Euwe- skákmótsins í Amsterdam. Verður Friðrik að vinna skákina, til að eiga mögu- leika á sigri í mótinu. Friðrik hefur svart í skák- inni. Karpov er efstur með 3 vinninga, Friðrik og Timman hafa 2lÆ vinning og Browne hefur 2 vinn- inga. Tvœr freigátur sóttu aöÆgi TVÆR brezkar freigátur, Salisbury F-32 og East- borne F-73, sóttu að varð- skipinu Ægi í gær á miðun- um út af Hvalbak með þeim afleiðingum að árekstri varð ekki forðað. Ægir var þá að koma að 15 brezkum togurum sem voru að veiðum, en þeir hífðu veiðarfærin þegar varðskipið nálgaðist. Salis- bury sigldi þá stjórnborðsmegin fram úr Ægi mjög nálægt skipinu og snarbeygði síðan I bakborða fyrir varðskipið, sem þá hafði Eastborne á bakborðshlið og gat þvi ekki beygt frá. Rakst stefni Ægis á Salisbury þegar freigátan snarbeygði fyrir yarðskipið. Óverulegar skemmdir urðu á Ægi en talið er að gat hafi komið á bakborðssiðu freigátunnar. Engin slys urðu á mönnum og Ægir er áfram á miðunum við gæzlustörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.