Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21 MAI 1976 13 Fyrir skömmu fengu skátar nýja starfsstöð sem reist er í tengslum við (þróttabyggingu við Hagaskóla. Myndin var tekin er æskulýðsráð heimsótti skátafélagið Ægisbúa f þetta nýja húsnæði. Á myndinni er Tómas Grétar Ólafsson félagsforingi Ægisbúa að ræða við meðlimi Æskulýðsráðs Revkjavlkur, Davfð Oddsson, Stein Jónsson, Bessf Jóhannsdóttur. Helgu Gröndal og Margréti Margeirsdóttur og tvo starfsmenn ráðsins þá Hinrik Bjarnason og Kolbein Pálsson. ryrst a félagsmiðstöð- in sem teiknuð er og W O nönnuð sem slík í Arnæ Viðtal við Davíð Oddson, formann Æskulýðsríðs Reykjavíkur Á vegum æskulýðsráðs Reykja- vfkur eru ýmis verkefni á döf- inni á þessu ári. Er ætlunin að opna f sumar nýja félagsmið- stöð f kjallara Bústaðakirkju sem væntanlega verður rekin með Ifku sniði og Fellahellir f Breiðholti. Þá verður f sumar hafist handa við byggingu nýrrar félagsmiðstöðvar sem rfsa mun f Arbæ og er hún jafnframt fyrsta félagsmiðstöðin sem teiknuð er og hönnuð til slfkrar notkunar 1 miðstöðinni verða nokkrar nýjungar s.s. að f stað stiga verða skábrautir þannig að fólk f hjólastóum um eiga greiðan aðgang um húsið sem aðrir. Morgunblaðið hafði samband við Davíð Oddsson og ræddi við hann um framkvæmdir Æsku- lýðsráðs. Æskulýðsráð — Æskulýðsráð fer með æslulýðsmál í borginni í um- boði borgarráðs. Þetta er sjö manna ráð sem er raunveru- lega einungis ráðgefandi og getur ekki tekið endanlegar ákvarðanir um peningaútgjöld og framkvæmdir. Hins vegar hefur það afgerandi áhrif á mörkun stefnu í æskulýðs- málum og fer með stjórn þeirra stofnana sem undir það heyra. Þær eru núna Fríkirkjuvegur 11 þar sem höfuðstöðvar ráðs- ins eru en auk þess er það hús lánað út til fundahalda og félagsstarfsemi. — Þá er Tónabær við Skafta- hlíð. Það er dansstaður fyrir unglinga. Má segja að hann sé hinn eini sinnar tegundar í borginni og sennilega landinu öllu. — Svo er það Fellahellir sem er félagsmiðstöð i Breiðholti III í kjallara undir Fellaskóla. — I fjórða lagi er það svo Saltvík á Kjalarnesi en þar fer ekki fram nein eiginleg starf- semi á vegum æskuliðsráðs utan reiðskóli á sumrin í sam- Frá borgarafundinum er teikningar að félagsmið- stöðinni f Arbæ voru kynntar. Davfð Odsson og Margrét Einarsdóttir sem var fundar- stjóri. vinnu við Fák. Hins vegar er staðurinn mikið notaður til helgardvalar af ýmsum félög- um og samtökum. — Þá er æskulýðsráð með siglingaklúbb i Nauthólsvík og er þar aðstaða til bátasmíða. Nýjar félagsmiðstödvar — I sumar gerum vió ráð fyrir að opna nýja félagsmið- stöð i kjallara Bústaðakirkju gegnt útibúi borgarbóka- safnsins. Þetta er 350 fm húsnæði sem við vonumst til að geta rekið með svipuðum hætti og Fellahelli. — En fyrsta félagsmiðstöðin sem teiknuð er og hönnuð sem slík verður reist í Árbæ. Hafa teikningar af henni þegar verið samþykktar i æskulýðsráði og borgarráði. — Æskulýðsráð samþykkti í nóvember 1974 að reisa æsku- lýðsmiðstöð í Árbæ en áður höfðu verið ýmsar bolla- leggingar um það með hvaða hætti húsnæðisvandræði undir félagsmálastarf i hverfinu yrði leyst. — Það hefur verið gott sam- starf við ýmsa aðila í hverfinu um undirbúning þessa máls og er teikningar voru kynntar f jöl- mennum borgarafundi nú fyrir skömmu var samþykkt þar til- laga þar sem lýst var yfir stuðningi við þessar fram- kvæmdir. — Meginmarkmiðið með þessari félagsmiðstöð er að vera samastaður fyrir félagslif innan hverfisins. — Það hefur stundum komið upp sá misskilningur að æsku- lýðsráð ætli sér með slíkum miðstöðvum að koma á fót víð- tækri eigin starfsemi þar. Markmiðið er hins vegar þver- öfugt, félagsmiðstöðinni er ætlað að vera athvarf fyrir þau félög sem þegar eru starfandi i hverfinu og skapa skilyrði fyrir tilurð og starf fleiri félaga. Enda er það reynslan t.d. í Fellahelli að þar er starf æsku- lýðsráðs um 25% af starf- seminni en starf frjálsrá félaga tæplega 75% En samkvæmt samþykktum sínum hefur æskulýðsráð skyldur við þá sem ekki eru starfandi i neinum félögum og grípur þar inn i sem ekki eru önnur félög fyrir í starfi. — Félagsmiðstöðin i Árbæ verður tæplega 800 fm stór og þar er aðstaða til föndurs og fundahalda í nokkrum her- bergjum. Þá eru samkomusalur og leikjasalur um 130 fm hvor og siðan dálitil kaffistofa í miðju hússins. Þá er ætluð sér- stök álma fyrir skáta starf, tæpir 100 fm en skátar hafa tilhneigingu til að vera út af fyrir sig með sitt starf en jafn- framt eiga þeir möguleika á að taka þátt í annarri sameigin- legri starfsemi innan stofn- unarinnar. — Sú nýjung er i þessu húsi að miðja hússins frá austri til vesturs er umferðarleið sem einkennist af skábrautum i stað venjulegra stiga Með þessu er hægt að tryggja að allir eigi jafn greiðan aðgang um húsið Framhald á bls. 23 Spurningar til menntamála- ráðherra frá námsmönnum SÁ HÓPUR íslenzkra náms- manna, sem fyrir skömmu kom sér fyrir I fslenzka sendiráð- inu í Kaupmannahöfn og dvaldi þar einn sólarhring, sendi menntamálaráðherra nokkrar spurningar á meðan hann dvaldi f sendiráðinu. Morgunblaðið hefur nú fengið þessar spurningar en f skeyti til menntamálaráðherra var sagt að námsmennirnir væntu skjótra og greinargóðra svara. Spurningarnar fara hér á eftir. „Er það álit menntamálaráð- herra að fjárhagslegt jafnrétti til náms aukist nái frumvarp þetta fram að ganga? Sé svo, þá hvern- ig? Á hvern hátt telur ráðherra að með samþykkt frumvarpsins verði námsfólki loksins tryggð út- hlutun námslána á auglýstum tíma? Hvaða útreikningar hafa verið gerðir um hlutfallslega inn- heimtu lánanna samkvæmt endurgreiðsluákvæðum frum- varpsins og hverjar eru niðurstöð- ur þeirra útreikninga? Er það stefna ríkisstjórnarinn- ar að námslán verði gerð að óhag- stæðustu lánum ríkissjóðs? Ef ekki, hvaða lán eru þá veitt á lakari kjörum? í lok skeytis til menntamálaráð- herra er farið fram á það að ráð- herra svari þessum spurningum opinberlega. Gunnars Majones 600 gr. 298 Ora grænar baunir 1/1 dós kr. 161 Smjörlíki 1 stk. 121 Appel- sínur 2 kg. 260 1/2 dós Perur 129 1 kg. Sykur 135 50 kg. Sykur V >25 O Opið til 10 í kvöld og hádegis á morgun NÆG BÍLASTÆÐI bw SKEIFUNNI 151■ SIMI 86566 )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.