Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 Helgi Halldórsson frá Stuðlum - Minning Marteinn M. Skaftfells: Pöntunarfélagið og NLFÍ Ekki datt mér í hug að ég væri að tala við Helga frænda í síðasta er ég hitti hann s.l. mánudag við útförina hans afa. Hann hafði reyndar orð á því, að hann væri hálflasinn, en verst þótti honum hvað sjónin var tekin að daprast. En þegar afi minn, Guðmundur frá Gerði, andaðist, var eins og lífslóngun Helga hyrfi og óskaði hann þess, að ekki yrði langt á milli þeirra bræðra. Þeir höfðu alla tíð búið hlið við hlið og verið mjög samrýndir. Honum varð að ósk sinni, því tæpum hálfum mán- uði siðar sofnaði Helgi svefninum langa. Helgi frændi á Stuðlabergi fæddist 4. nóvember 1896 að Gerði í Norðfirði. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Guðmunds- dóttir og Halldór Vilhjálmsson. Þau eignuðust 6 börn er öll kom- ust upp nema eitt, og er Helgi sá síðasti sem kveður þennan heim. Helgi bjó á Gerði. fyrst hjá for- eldrum sinum og síðar hjá Guð- mundi bróður sínum og Guð- björgu, til ársins 1925, en þá keypti hann ásamt Vilhjálmi bróður sínum jörðina Stuðla í sömu sveit. Þar hjuggu þeir bræð- ur til ársins 1955. Þeir stunduðu bæði landbúnað og sjósókn við mjög erfið skilyrði, eins og allir vita er til þekkja Hvorugur þeirra bræðra kvæntist, en Helgi tók fósturson, Pál Eyjólfsson, og reyndist hann Páli hinn besti fað- ir og börnum Páls einstaklega góður afi. Einnig bjó á Stuðlum hjá þeim bræðrum í 20 ár munað- arleysingi frá Neskaupsstað og reyndust þeir honum mjög vel. Bærinn Stuðlar er þannig í sveit settur, að þegar farið var landleiðina yfir til Sandvíkur eða komið þaðan var alltaf komið við á Stuðlum. Helgi var einstaklega gestrisinn og hjálpsamur og munu margir hafa þegið góðgerð- ir hjá honum, er áttu leið yfir skarðið, hvort sem var á nóttu eða degi. Ekki var hægt að ímynda sér að bærinn væri kvenmannslaus, því slikar voru góðgerðirnar hjá Helga og heimilið einstaklega hlý- legt. Ef Helgi væri ungur núna, hefði hann áreiðanlega orðið eft- irsóttur kokkur eða bakari. Sjálf man ég fyrst eftir Helga frænda, er hann var að hjálpa mömmu að baka hálfmána og gyðingakökur fyrir jólin, þegar ég var litil. Árið 1954 fluttust afi og amma að Lyngbergi í Garðahreppi og ári síðar fluttust þeir Helgi og Vil- hjálmur einnig. Þeir keyptu litið hús, Stuðlaberg í Garðahreppi, og settust þar að. Nokkrum árum síðar andaðist Vilhjálmur og eftir það bjó Helgi einn í litla húsinu sínu. Hann vann ýmis verka- mannastörf i Hafnarfirði í ein 15 ár, en lenti þá tvívegis í vinnu- slysum og varð að láta af störfum. S.l. þrjú og hálft ár dvaldist Helgi á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, og þar dvaldist afi einnig siðustu árin. Helgi var einstakur öðlingsmað- ur er allt vildi fyrir alla gera, (en þannig finnst mér allt þetta fólk vera er bjó við hin erfiðu lífsskil- yrði á Suðurbæjum í Norðfirði) frændrækinn og gjafmildur. Enda átti hann marga vini er virtu hann og dáðu og heimsóttu hann að Stuðlabergi. Börn og barnabörn Guðmundar og Guð- bjargar voru honum mikils virði, og þætti okkur ekki vænna um Helga þótt hann væri faðir okkar eða afi. Ég get aldrei fullþakkað mínum góða frænda, hve góður hann var alla tíð við mig, og hve mikla umhyggju hann bar fyrir mér og fjölskyldu minni er ég fór sjálf að búa og eignast börn. Og í þau fáu skipti, sem hann gat heimsótt okkur kom hann alltaf færandi hendi. Við í þessari stóru ætt höfum misst mikið á nokkrum dögum þar sem þeir eru, bræðurnir, þeir höfðu skilað sínu ævistarfi af trú- mennsku. Vonandi fetum við, sem eftir lifum, í fótspor ykkar afa og verðum manneskjur til að gera sííkt hið sama. Guðbjörg Emilsdóttir. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGtr skal vakin á því, að afmælis- og minningaégreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fvrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. MYNDAMÓTA Að.ilstræti 6 simi 25810 + Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát ást- kærs eiginmanns mins, föðurs, tengdaföðurs, fósturföðurs og afa GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR, Lyngbergi. GuSbjörg Halldórsdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn og fósturböm. 1 greinum sínum um P.fél. hef- ur BJL stritazt við að færa sönnur á að sameining þess og NFLÍ hafi verið samþykkt. Og þó að staðhæf- ing eftir staðhæfingu hafi verið hrakin, og ofureinfaldar skjalleg- ar sannanir liggi fyrir, er þrá- hyggja BLJ slík, að hann heldur áfram að hamra á sömu fjarstæð- unni. Og á aðalfundi P.fél hélt hann þvi áfram af miklu kappi. I stað þess að kannast hreinlega við, að honum hafi orðið á að sækja og verja rangt mál, — eins og raun er á, reifaði hann fjálg- lega tillögu frá þingi NFLI 1973. Og með henni ætlaði hann að sanna, að hið ranga væri rétt. — Það gegnir furðu, að maður með tvöfalt langskólanám að baki skuli leyfa sér slíka röksemdar- færslu og slíkan málflutning. Þessa sömu tillögu birti hann í grein í Tímanum. Samhengis vegna, kemst ég ekki hjá að birta hana hér. Tillagan hljóðar svo: ,,Þar sem fram er komin ósk frá P.fél NFLR, samanber samþykkt stjórnar og félagsfundar félagsins þ. 28. sept. sl. um að félagið sam- einist NFLÍ þannig, að P.fél. heyri framvegis undir stjórn NFLÍ, þá samþykkir landsþing NFLÍ, haldið að Sogni 6. október 1973, að verða við þessum tilmæl- um, að því tilskyldu, að fram- kvæmanlegar leiðir finnist til sameiningarinnar." Hvernig hljóðaði svo ,,óskin frá P.fél“. tillagan, sem Árni Ás- bjarnarson, bar fram, en ekki Zophanias, eins og BJL hefur stöðugt staðhæft? Hún var þann- ig: „Félagsfundur P.fél. NLÉR, haldínn að Hótel Esju 28—9—73, samþykkir að félagið sameinist NLFI ef að athuguðu máli slík sameining reynist framkvæman- leg, að áliti lögfræðings og endur- skoðanda félagsins, og þeirrar nefndar, sem tilnefnd mun verða til athugunar á þessu máli.“ — Skilyrðabundin tillaga. P.fél.-fundurinn var boðaður viku fyrir þingið, beinlínis til að fá „sameiningarósk" inn á þingið. En samþykkja þurfti lögformlega slíka tillögu á TVEIM fundum P.fél. En slíkt var innlimunar- kappið, að eftir því mátti ekki biða. Enga lögformaða samþykkt var þvi hægt að leggja fyrir þing- ið. — Nefndin, sem kosin var til að fjalla um málið, skilaði ALDREI áliti. Og lögfræðingur- inn, sem Árni minnist á í tillög- unni, var ekki til. P.fél. hafði þá ENGAN lögfræðing. En auðsætt er, að Árni hefur haft Ólaf Þor- grímsson, lögfr. NLFl, í huga og ætlað honum að fjalla um málið LÍKA fyrir jönd P.fél. Hreint ekki ólaglega hugsað. — Hélt Árni, að hann hefði Ólaf og alla stjórn P.fél. í vasanum? Var og enn ein alvarleg veila í þessum málabúnaði. Á þinginu var möðkum blandað í mysuna. Þingtillagan, sem BLJ hefur reynt að gera að eins konar líf- akkeri, er annað brást, var nefni- lega fölsun á tillögu P.fél. Innskotið: „ . . að P.fél. heyri framvegis undir stjórn NLFÍ,“ hafði ekki einu sinni komið til umræðu í P.fél. Á aðalf. P.fél. 20. apríl 1974, var svo Esjutillaga Árna áréttuð og niðurlagið sam- ræmt innskoti þingtillögunnar, og þannig reynt að klóra yfir fölsun þingtillögunnar. En þá kom hið fjórða til, og ekki alvörulaust: At- hugun leiddi í ljós, að atkvæða- greiðslan á báðum fundum P.fél. var FÖLSUÐ. Atkvæði greiddu ýmsir, sem EKKI voru í félaginu. Það skorti því ekkert á samræmið milli atkvæðagreiðslunnar og þingtillögunnar: fölsun á fölsun ofan. SVONA eru staðreyndirnar kringum innlimunartilraunirnar óhrjálegar. Og í þessa þingtillögu greip BLJ, eins og drukknandi maður í hálmstrá. Og ein sér hef- ur tillagan á sér þann sanninda- blæ, að ókunnugir hlutu að halda, að þarna færi BLJ satt og rétt með. Enda lék hann hlutverk sitt með hálmstráið á fundinum í gær- kvöldi, eins og væri reipi, þar til ég las fundarsamþykkt P.fél. og skýrði falsanirnar. Þá verð BLJ ljóst, að þingtillagan var ekki einu sinni hálmstrá, og svaraði engu. Það er sem sé einföld óhaggan- leg staðreynd, að staðhæfingar BLJ um sameiningu, röng. — Og frá félagslegu sjónarmiði skoðað, er það hryggilegt, að æðstu menn NLF-samtakanna skuli hafa átt frumkvæði að jafnófélagslegu athæfi, svo að ekki sé fastar að kveðið: að ætla sér að þurrka út félag, sem í 23 ár hefur í vaxandi mæli starfað að umbótamálum, og leggja fyrirtæki þess: 2 verzl., brauðgerð og kornmyllu undir NLFÍ, sem aldrei hefur stutt þessa starfsemi. Fremur haft horn í síðu hennar, eins og BLJ frá upphafi. 12. des. ’75, ræddi stjórn NLFl um afstöðuna til P.fél., að viðstöddum lögfræðingi og endurskoðanda, og þar sam- þykkt, að stjórnin liti svo á, að P.fél. væri henni óviðkomandi. Á þetta benti ég í grein. En 13. jan. segir BLJ í Dagbl., að það sé full- komið ranghermi, að stjórn NLFÍ hafi fallið frá tilraunum gegn P.fél., staðhæfir, að einróma sam- þykkt stj. sé markleysa, — blekk- ing. — Hún er sannarlega ekki slorleg einkunnin, sem hann gef- ur sambandsstj., ásamt Iögfræð- ingi og endurskoðanda, sem sjálf- sagt hafa staðið að samþykktinni. — Hvar skyldu staðhæfingatak- mörk læknisins vera? En ritari sambandsins lýsti því yfir á fundi, að samþykkt stjórn- arinnar hefði fullt gildi, en stað- hæfing BLJ væri markleysa. — Vaxandi fylgistap olli því, að á síðasta þingi komu menn inn í stjórnina, sem ekki var ætlað þar sæti. — Menn, sem að athuguðu máli, gerðu sér grein fyrir ofbeld- isafstöðinni gegn P.fél. — í al- gjöru heimildarleysi var búið að augl. eftir forstjóra að NLF- búðunum. Tilgangurinn helgaði meðulin. Og meðulin hæfðu til- ganginum. — Málið var farið að nálgast þröskuld dómstólanna. Og þeim ungu mönnum, sem komu i stjórn NLFl, má þakka, að það fór ekki inn fyrir þröskuldinn. Þeir gerðu sér grein fyrir þessu andfé- lagslega athæfi, og höfðu mann- dóm til að rísa gegn því. — Viður- kenna ber, að samtökin standa í þakkarskuld við þá. En er Blj ferði sér grein fyrir, að hann átti ekki lengur fylgP sambandsstjórnar, biðlaði hann til fylgis í sjálfri P.fél.stjórninni. Þar mátti hann vænta fjand- hyggju sinni gegn P.fél. fylgis hjá samhyggjumanni sínum, Árna. En á aðalf. stakk enginn upp á hönum. Áið og Béið eiga því litlar fylgislíkur í stjórn P.fél. En slík- ur er áhugi BLJ gegn P.fél. að hann vildi, eftir að búið var að slíta fundi, að tekið yrði til um- ræðu, að leggja P.fél. niður. í ógáti kastaði hann grímunni. — Að leggja P.fél. niður. Það var lóðið. — Það átti áður að gera undir snotru nafni „sameining- ar“. Og þannig átti að komast yfir fyrirtæki félagsins. — Það sem aðrir höfðu byggt upp, átti að hirða á svona einfaldan hátt — Og undir merki NLF- samtakanna. Það hefur þegar valdið meira en nógu tjóni og álitshnekki. — En smáskoplegt var það, að óska eftir umræðum um að leggja félagið niður, eftir að búið var að kjósa nýja stjórn, og búið var að slíta fundi. — En kannski var það eins konar traustsyfirlýsing við stjórnina. Á fundinum þrætti BLJ fyrir að hafa nokkru sinni sagt, að samein- ing hefði verið samþykkt á tveim aðalfundum P.fél. En í „Höfuð- pauragrein" sinni í Mbl. 7. jan., þar sem birt er mynd af öðrum ,,höfuðpaurnum“t stendur neðst í 4ða dálki, að Zophanias hafi flutt sameiningartillögu, svo og að P.fél. skyldi lúta stjórn NLFl. — Orðrétt segir svo: „Þessi tillaga var samþykkt á tveim aðalfund- um P.fél. En ÖLL eru þessi atriði skjallega sannarleg, ranghverfa sannleikans. Og þvi miður meðal margra annarra, sem ósvarað er. Framhald á bls. 23 t Eigmmaður minn HELGI ÓLAFSSON fyrrverandi kennari. Langholtsvegi 149. sem andaðist 13 maí sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardagmn 22 mai kl 10 30 Fyrir hönd vandamanna Valý Ágústsdóttir. t Eiginmaður minn STURLAUGUR H. BÖÐVARSSON, verður jarðsungmn frá Akraneskirkju laugardaginn 22 maí kl 14 30 Ferðir Akraborgar frá Reykjavík kl 1 3 00 Aukaferð frá Akranesi kl 20 15 Rannveig Böðvarsson. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, CAMILLU ÞORGEIRSDÓTTUR Sérstakar þakkir til starfsfólks A-7 á Borgarspítalanum og alls starfs- fólks Osta- og smjörsölunnar Óskar Sampsted, böm. tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu KRISTÍNAR SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, frá Ólafsvík. Steinunn Þorsteinsdóttir, Haukur Sigtryggsson, Sigurður Þorsteinsson, Pálína Halldórsdóttir, Geir Þorsteinsson, Eygerður Bjarnadóttir. og barnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÓLAFS HÁKONARSONAR frá Haukadal Sérstakar þakkir til allra þeirra sem sýndu hinum látna vináttu og virðingu á liðnum árum Þorbjörg Ólafsdóttir, Valur Benediktsson, Hákon Jónsson, Agnes Ingólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (21.05.1976)
https://timarit.is/issue/116475

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (21.05.1976)

Aðgerðir: