Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAl 1976
21
I>etta gerdist líka ....
Nú er búið að finna upp vekjara
Nú er búið að finna upp vekjaraklukku svo haglega gerða að hana má
til dæmis stilla í áliðnum júní hálft ár fram í tímann og vekur hún þá
stundvíslega um jólaleytið! Þetta er kvarzklukka svokölluð og gengur
fyrir rafhlöðu. Hún er á stærð við armbandsúr enda á að hafa hana á
handleggnum. Hægt er að ,,mata" hana á mörgum fyrirskipunum í
einu; hún „leggur þær á minnið" og fer eftir þeim á hinum tilsettum
tímum. Og svo minnisgóð er hún, að jafnvel er hægt að stilla hana á
ákveðna mínútu nokkur ár fram í tímann. Hún hringir samviskusam
lega, þegar þar að kemur. — Þegar er byrjað að framleiða tækniundur
þetta og verður það vætanlega til sölu á almennum markaði í haust.
Feigð
Dragsúgur olli fyrir skemmstu dauða læknis i Marseilles þar sem
hann var staddur að sinna útkalli. Joseph Cambassedes, sem var 65
ára, var að stumra yfir 47 ára gömlum verkamanni, sem fengið hafði
banvænt hjartaslag, þegar súgurinn i húsinu skellti hurð með þeim
afleiðingum að skammbyssa, sem hékk þar á vegg, féll á gólfið.
Lögreglumaður, sem var viðstaddur, upplýsti að skot hefði hlaupið úr
vopninu um leið og það skall í gólfið og að læknirinn hafi samstundis
verið örendur.
Blaðamenn bak við múrana
Nær sjötiu blaðamenn eru á siðasta lista Amnesty International yfir
það fólk, sem fangelsaS hefur verið víða um heim af pólitiskum
ástæðum. Stjórnvöld i Indónesiu eru verst i þessum efnum, en þar
hefur 21 blaðamaður hlotið þessi örlög
svo vitað sé og margur verið i haldi allt
siðan herinn þarna hrifsaði til sin völdin
fyrir ellefu árum. Næst i röðinni eru svo
Sovétrikin þar sem vitað er um sjö blaða
menn sem gista fangabúðir, en siðan
Brasilía (sex i fangelsi) og þá Júgóslavia
(fimm) og þá Indland (fjórir). — Á Amnesty-listanum eru talin upp tólf
lönd að auki þar sem blaðamenn gista fangelsi fyrir þann eina ,.glæp"
aðvera á öndverðum meiri við stjórnvöldin i pólitik.
Nýir húsráðendur
Wheelus-flugstöðin í Libýu, sem Bandaríkjamenn höfðu fyrrum til
umráða, er nú komin undir stjórn Sovétmanna, að Cairoblaðið Al
Gomhouria hermir. Það hefur eftir ferðamönnum sem nýkomnir eru af
þessum slóðum, að Gadafy ofursti hafi skipað libönskum herforingjum
að yfirgefa herstöðina og selt hana að svo búnu i hendur Sovétmönn-
um. — Blaðið fullyrðir ennfremur, að sovéski flugherinn hafi komið sér
upp aðstöðu fyrir flugvélar bæði í Tripoli og Banghazi. „Þessar vélar
halda uppi víðtækum könnunarferðum inn yfir landamæri Túnis," segir
enn í fréttinni, „sem staðfestir þá skoðun að Gadafy hafi i hyggju að
fara með hernað á hendur Túnismönnum."
Upphefð með afslætti
Háttsettir embættismenn I Ukralnu réðu til sin „visindamenn. sem
voru í rauninni ekkert nema þrælar þeirra" og létu þá semja fyrir sig
prófritgerðir til þess að krækja sér i mikilsmetin prófvottorð að segir i
frétt i Pravda, sem vakið hefur mikla athyqli. Blaðið nafngreinir nokkra
„gervidoktora" af þessu tagi og þará meðal I.M. Kravchenko, landbún
aðarráðherra Ukraínu, og svo fyrrum aðstoðarráðherra þarna i rikinu og
ennfremur ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins. —
„Kravchenko (hermir fréttin) var einkar lagið að nota allskonar sér-
fræðinga til þess að upphefja sjálfan sig sem visindamann. Undirmenn
hans sömdu fræðigreinar i hans nafni." Blaðið bætir þvi við að þessir
menn hafi þegar hlotið makleg málagjóld sem og ýmsir aðrir sem beitt
höfðu svipuðum aðferðum til þess að verða sér úti um allskyns
„visindagráður".
Diplómatísk
j sjónvarpsæætti, sem breska sjónvarpsstöðin „London Weekend"
sýndi á dögunum voru leidd að þvi rök að sendiráð Chilestjórnar i
London hefði um alllangt skeið staðið fyrir skjalaþjófnaði af ýmsu tagi
og jafnvel beitt sér fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að reyna að ná
sér niðri á þeim andstæðingum hershöfðingjastjórnarinnar sem eru á
landflótta i Bretlandi. í þættinum var meðal annars vitnað í uppljóstr-
anir bresks Ijósmyndara, sem skýrir svo frá, að sendiráðið hafi ráðið
hann til þess að taka myndir af
þátttakendum í mótmælaaðgerð-
um i London og viðar, sem beind-
ust gegn stjórn Pinochets. Þessar
upplýsingar koma raunar heim við
fréttir i The Observer núna undir
áramótin, en þá vakti blaðið at-
hygli á þvi að sendiráðið stæði fyrir skipulogðum ofsóknum á hendur
chileönskum útlögum.
Banvœnt frá Brasilíu
Kunnur býflugnaræktarmaður í Skotlandi hefur varað við
þvi að hinar mannskæðu býflugur, sem nú eru orðnar hin versta plága
sumstafóar í Suður Ameriku, gætu rétt eins byrjaðað herja á Bretlands-
eyjum ef menn gæti ekki að sér. Þessi býflugnategund, sem er ný af
nálinni, hefur drepið fjölda manna og lætur sér jafnvel ekki muna um
að fella stórgripi. Skotinn vill að fyrirbyggt verði með lögum að menn
fari að flytja inn afrísku býfluguna sem plágan er rakin til. Brasilínu
menn fluttu hana inn í tilraunaskyni fyrir nokkrum árum, en fáein
stykki urðu laus, og mannskæða afbrigðið varð til þegar þau blönduð
ust innfæddum flugum.
Sitt lítið af hverju
Lögregluþjónn á Filippseyjum skaut biskup og strætisvagnastarfs-
mann til bana fyrir skemmstu þegar honum var tjáð að strætisvagninn,
sem hann hugðist stíga upp í væri þegar orðinn yfirfullur. . . . Yuri
Jegerov, ungur sovéskur pianóleikari, sem hvarf úr hóteli sinu i Brescia
á italiu, þar sem hann hefur verið á hljómleikaferð. hefur nú gefið sig
fram og beðið um hæli sem pólitiskur flóttamaður. . . Minnstu munaði
að þrir veiðiþjófar suður af London fengju
taugaáfall fyrir skömmu er heill herflokkur
lögreglumanna gerði áhlaup á þá þegar þeir
hugðust laumast burtu með þýfi sitt — sjö
silunga. Skýringin var sú að veiðiþjófarnir
höfðu valdið meiriháttar fjaðrafoki meðal
óryggisvarða á sveitasetri James Callaghans forsætisráðhérra sem er
aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá veiðistað þjófanna.
SAGNFRÆÐIHH
Hryllings-
kjallarinn
WIENERSAFNIÐ í London er
stærsta safn i heiminum til sögu
Gyðinga og fasistastjórna í
Evrópu. Safnið var stofnað fyrir
43 árum. Þar eru skjöl um fas-
isma, nasisma, Gyðingahatur, og
menningu og stjórnmál i Evrópu
eftir seinni heimsstyrjöld. Alls
eru þar 82 þúsund bækur, og
blaðaúrklippur telja meira en 2
milljónir. Safnvörður heitir
Christa Wichman og hefur hún
fjóra menn sér til aðstoðar. Þeim
berast einar 1500 fyrirspurnir á
ári hverju og ótaldir gestir koma í
heimsókn. Safngripum fjölgar sí-
fellt og er safnið orðið í húsnæðis-
hraki.
Þarna ægir öllu saman og er
ekki allt skemmtilegt. Innan um
bækur, blaðaúrklippur og skjala-
möppur eru barnaleikföng
ískyggilegri en ég hef áður séð.
Eitt leikfangið er dálitið borð,
brotið saman um kjöl og ekki
ósvipað Lúdó, sem margir munu
kannast við. Á að færa trékubba
milli punkta á borðinu; það eru
viðkomustaðir og stendur þar
Banki, Læknastofa, Klæðskeri og
annað álika. Yfir spilinu stendur
skrifað með gotnesku letri: „Sig-
urför Swastikunnar". En swastika
hét hakakrossinn, merki nasista. í
þessum merkilega samkvæmis-
leik barna, sem hér um ræðir,
eiga þátttakendur að safna saman
litlum tréfígúrum og hlaða ofan á
þær litlum, gulum keilum. Á keil-
ÓGNARÖLDHHHH
NAGURU heita aðalstöðvar
öryggislögreglunnar í Uganda, og
eru í höfuðborginni, Kampala.
Þar stendur enn sláturtíðin, sem
Idi Amin Ugandaforseti hóf árið
1971, þegar hann komst til valda.
Margir enda ævina i Naguru.
Nokkrir hafa þó komizt burtu og
þeir segja ófagrar sögur. En
hugarástandi fanganna í
búðunum lýsa þeir allir á eina
leið: „Menn biðja þess eins, að
þeir megi deyja sem fyrst og fái
hægt andlát.“ Flestir munu fá að
deyja. En færri fá hægt andlát. Á
hverjum degi eru einhverjir
leiddir út og skotnir. Svo eru
aðrir fangar látnir mölbrjóta
höfuð þeirra, svo að þau þekkist
ekki. Líkin eru husluð, en fangar
látnir sanka saman tönnum, augn-
steinum og beinflísum og grafa,
en raka loks yfir blóðflekkina.
Verðir i Nagurubúðunum hafa
sérstakt dálæti á tveimur
pyntingaraðferðum. Önnur er sú
að hýða fanga með svipum úr
RÁN & RUPLHHl
LISTAVERKAÞJOFNAÐUR hef-
ur jafnan þótt arðvænleg atvinnu-
grein, enda hafa margir legið á
þvi lúalagi að taka endurgjalds-
laust listaverk, sem aðrir áttu. Er
skammt að minnast þess, að ein-
hverjir stálu 119 Picassomyndum
úr páfahöllinni í Avignon. Ættu
slíkir þjófar ekki að þurfa að
kvíða ellinni, ef þeir komast ekki
undir manna hendur.
Svo rammt hefur kveðið að
listaverkaþjófnaði, að eigendur
dýrmætra mynd þorðu varla fram
ar að hafa af þeim augun. Það var
því ekki furða þótt vinsæl yrði
þjófheld listaverkageymsla, sem
nýlega var reist í París. Áreiðan-
lega má treysta því, að hún sé
þjófheld; a.m.k. er viðbúnaður
þar meiri en annars staðar þaðan,
sem ég hef spurnir.
Geymsluhúsið stendur spölkorn
frá Eiffelturninum. Veggir þess
eru geysiþykkir og verðirnir eru
vopnaðir vélbyssum. Um geymsl-
una er eins konar vígisgröf og
inni er sjónvarpskerfi, svo að allt-
af sést um hvern krók og kima.
Sjálf geymslan er rammbyggður
steinsteyptur kassi og á henni 600
tonna þungt stálþak. Þjófabjöllur
eru náttúrulega við hvert fótmál
urnar eru málaðar einhverjar
skopmyndir með afar stór nef.
Hjá standa þessi hvatningarorð til
þátttakenda: „Sá vinnur, sem get-
ur rekið út sex Gyðinga."
1 herberginu hjá leikfangi
þessu eru uppskriftir af segul-
bandsviðtölum, sem menn frá
Wienersafninu áttu við 1500
manns, er verið höfðu í fangabúð-
um nasista. Þarna eru líka ágætir
bæklingar, sem vinstri menn
dreifðu í Þýzkalandi á stríðsárun-
um yfirvöldum til mikillar
gremju og sér til mikillar hættu.
Þessir bæklingar voru flestir
prentaðir í Austurriki og bundnir
í sakleysislegar kápur, sem villtu
mönnum hugmyndir um efnið.
Við hliðina á bæklingunum er
eitt barnaleikfangið, sízt óyndis-
legra en það, sem lýst var áðan.
Það eru skopmyndir af Gyðingum
og eiga börnin að skjóta þá með
■tappabyssu. Á kassanum utan um
þetta er frönsk áletrun I auglýs-
ingaskyni og hljóðar svo: „Nýr
drápsleikur. Einkar skemmtileg-
ur.“
Það var upphafið að öllu þessu
safni, að dr. Alfred Wiener i
Amsterdam fór að sanka að sér
FORSETINN — ánægður með
heimsókn sína ( útrýmingar-
búðirnar
flóðhestaskinni. Eru þessar svip-
ur svo harðar, að þær fletta hold
frá beini. Fórnarlömbin fá enga
læknishjálp og hleypur því oftast
illt í sárin. Hin aðferðin er eigin-
lega framhald og viðbót við þá
Listaverk-
bakvið
lás og slá
Og liggja þræðirnir til margra lög-
reglustöðva. En auk þess fer gas-
úðakerfi í gang af litlu tilefni og
er ætlað, að það yrði hverjum að
bana, sem yrði fyrir þvi.
í geymslunni er þykkt loft af
tortryggni, ef svo má komast að
orði. Lögreglumenn leita ná-
kvæmra upplýsinga um væntan-
lega viðskiptavini, sem vilja svip-
ast um í geymslunni. Er engum
treyst, nema þá til ills eins, þótt
bókum og blöðum til vitnis um
nasisma og Gyðingahatur. Það var
þegar árið 1933. Árið 1938 var svo
komið málum á meginlandi
Evrópu, að vissast þótti að koma
safninu undan yfir sundið og var
það flutt til London. Sifellt bætt-
ist í það, er tímar liðu. Eftir rétt-
arhöldin yfir nasistum I Nurn-
berg bættust safninu ein 40 þús-
und skjöl. Þá var það orðið hið
stærsta sinnar tegundar og komu
þangað allir þeir, sem hugðust
skrifa bækur eða ritgerðir um
Gyðingdóm, fasisma, nasisma eða
sögu Evrópu eftir stríð. Skipta
þær bækur nú mörgum hundruð-
um þar. sem Wienersafnsins er
getið, og fer þ'eirn fjölgandi. Fer
ekki á milli mála, að safnið hefur
verið hin þarfasta stofnun.
Þvi miður kann svo að fara, að
safnið verði flutt I aðra heimsálfu
áður langt líður. Mikið kostar að
reka það og er óvist, að Bretar
geti styrkt það til lengdar. En
ísraelsmenn vilja gjarnan fá safn-
ið, sem skiljanlegt er og hyggjast
setja það niður í Tel Aviv, ef til
kemur.
— GEORGE BROCK.
í landi Amins
fyrri. Fangi er lagður þannig, að
höfuð hans sé á milli pílára í
vagnhjóli. Tekur svo einn vörður
til að hýða fangann með flóð-
hestasvipu sinni. Annar vörður
stendur á höfði fangans og lemur
járnstöng í sifellu i vagnhjólið
svo, að titringurin og hávaðinn
ærir fangann. Talið er að 7 deyi af
hverjum tíu mönnum, sem lenda í
Naguru-búðunum.
Menn eru handteknir, pyntaðir
og drepnir fyrir margvíslegar
„sakir" og sumar ótrúlegar. Einn
var skotinn vegna þess að leik-
fangabyssa hafði fundizt á
honum. Annar kom heim ein-
hverju sinni. Var þá hermaður i
rúminu hjá konu hans og skipaði
honum að hypja sig. Hann fór út.
sótti sér dálítið af steinolíu og
kveikti í húsinu. Hann var
náttúrulega skotinn. Einum ung-
um manni varð það á að skrifa
sendibréf til Suðurafríku. Hann
var tekinn höndum og pyntaður
fyrirvikið. Framhald á bls. 29
þeir séu þekktir og mikils metnir.
Jafnvel nýtur forstjóri geymsl-
unnar ekki meira trausis en svo,
að komi til hans viðskiptavinir, er
hann lokaður með þeim inni á
kontórnum sínum og fylgjast svo
verðir með þvi i sjónvarpi, sem
þar fer fram! Enginn getur hreyft
svo legg eða lið, að það fari fram-
hjá vörðunum. Á kvöldin er
geymslunni læst að innan og verð-
irnir skreiðast út um mjög göng.
Göngin eru því næst fyllt vatni og
ekki tæmd fyrr en um morguninn
eftir.
Manni sýnist, að þetta ætti að
duga. Forráðamönnum listaverka-
geymslunnar þykir þó ekki nóg að
gert. Þeir hnykkja á með því að
láta alla viðskiptavini tryggja
listaverk sin háu verði. Gæzlan er
hins vegar ódýr. Má taka til dæm-
is mynd eftir Rembrandt, sem
kostar 2 milljónir dollara (tæpar
350 millj. ísl. kr.). Geymslukostn-
aður af henni er tæplega 50 doll-
arar (u.þ.b. 8500 isl. kr.) á mán-
uði. Munu fáir listaverkaeigendur
horfa I slíkar upphæðir, enda
fylltist geymslan fljótlega af list
og er nú orðin stærsta listaverka-
geymsla í Evrópu.
— PAUL WEBSTER.
Enn ekkert lát á blóðbaðinu