Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 Vönduð karlmannaföt kr. 10.975 — Flauelsbuxur kr. 2.060 — Nylonúlpur kr. 5.000 — Terelynebuxur kr. 2 675 — Terelynefrakkar kr. 3.575 — og 5.650 — Leðurlíkijakkar unglingastaarðir kr 6.250 — Sokkar kr 130 — Nærföt, skyrtur, peysur o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22 Til sölu í Keflavík 3ja herb. íbúð á efri hæð í fjölbýlishúsi við Faxabraut. Bílskúr fylgir. Uppl. gefa: Magnús B Jóhannsson, sími 2934 og Garðar Garðarsson hdI , simi 1 733. Sumarbústaður við Meðalfellsvatn til sölu. Bústaðurinn er um 35 ferm. með 28 ferm. verönd. Afgirt svæði er um 40x40 metrar að mestu ræktað. Uppl. í síma 1 8941 í dag og morgun, kl. 4 — 7 e.h. Bætt þjónusta við Ford-eigendur Unnið er nú að endurskipulagningu varahluta- verzlunar okkar. Meðal annars er verið að taka upp tölvuvinnu á varahlutaskrá og pöntunum. Óhjákvæmilegt er að þessar breytingar valdi truflunum á varahlutaþjónustunni á næstu vik- um. Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessari röskun, vonumst við til að geta mætt óþægind- um með ofanbættri varahlutaþjónustu við við- skiptavini okkar eftir breytingar. SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17 sími 85100 R'O'RTANGIR — SKRÚ FSTYKKI G. J. Fossberg, vélaverzlun hf. Pósthólf 1382 Skúlagötu 63 - Reykjavlk EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ■ Hjólbarðaþjónustan, Laugavegi172 simi 21245 YEAR Laugavegi 1 70—172 Simi 21240 — Biblíuslóðir Framhald af bls. 20 flísum, og þar eru miklir skálar og íbúðir skreyttar veggmyndum, íburðarmikil baðhús og garður einn ekki íburðarininni og stendur hann lægra en byggingarnar. Norðaustan við stærsta hallar- húsið fundust minjar stórrar sundlaugar og lágu vatnsleiðslur að henni. Laugin er hvorki meira né minna en 32 m á lengd og 18 á breidd. Þykjast fornleifa- fræðingarnir vissir um, að þarna sé komin laugin sem Aristóbúlus týndi í lífinu. Laugin er dýpst fjórir metrar. Eftir henni miðri gengur pallur frá botni og þvert yfir; er hann helmingi lægri en laugin frá botni að bakka. Hafa þeir getað stjáklað þar um, sem ekki þorðu út á djúpið. Einnig hefur mátt skipta lauginni i tvær með því að hálftæma hana. Breið steinþrep liggja niður í laugina báðum megin skilveggjarins. Einum megin við laugina er skáli, ætlaður baðgestum að líkindum. En með hinum þremur hliðunum liggja breiðir stígar. Munu þeir hafa verið steinlagðir áður. En Heródes virðist hafa látið verpa þá mold og gera garð í kringum laugina. Fundust blómaker til merkis um það, sum á sínum gömlu stöðum, en önnur höfðu látið eftir sig holur. Hefur verið þarna sannnefndur unaðsreitur og Heródes vonandi hvílzt þar vel að unnum dáðum. Þegar höllin eyddist af fólki hnignaði garðinum og byggingunum fljótt og urðu rústir einar áður langt leið. Þó stóð norðurveggur hallarinnar lengi uppi og allt fram að Býzanstíma. Þá kom jarðskjálfti og felldi hann. Upp frá því var þarna auðn þar til fornleifafræðingarnir komu og grófu upp þessar minjar um blóðrika stjórnartíð Heródesar konungs. ERIC SILVER — Minning Halldór Framhald af bls. 38 við lækni. Hann var lagður inn á Landakotsspítala fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur. Var skorinn upp, en bati lét á sér standa. Fréttir bárust litlar af líðan Halldórs hingað vestur, eða það óljósar, að af þeim varð lítið ráðið. Fólk bjóst þó við því, að þess mundi langt að bíða, að hann kæmi til starfa á ný, þótt honum batnaði sjúkleikinn. Sunnudaginn 23. mai voru fánar í hálfa stöng á húsum í Súðavík. Halldór Magnússon hafði andazt á Landakotsspitala kl. 15 daginn áður. Sama dag var ég að slíta barna- og unglinga- skólanum í Súðavík og hafði lokið við að flytja skólaslitaræðuna skömmu fyrir klukkan þrjú síð- degis. Var þetta kannski til- viljun? Ég veit það ekki. Halldór Magnússon var hamingjumaður í einkalífi. Hann kvæntist 6. desember 1958 ágætri konu, Huldu Engilbertsdóttur, Þórðarsonar sjómanns á Efri- Grund í Súðavik, sem fædd er22. okt. 1931. Börn þeirra eru: 1. Kristinn vél- skólanemi í Reykjavík, f. 9. júlí 1955, kvæntur. 2. Elin Elísabet, f. 28. okt. 1956, ógift heima. 3. Hreinn, f. 16 marz 1960, nemandi í Núpsskóla. 4. Hlynur, f. 24. nóv. 1967, nemandi í barnaskóla Súða- víkur. Auk þessara barna ólu þau hjónin upp Ásu Valgerði Einars- dóttur, sem fædd er 29. nóv. 1953, en hún er dóttir Huldu og Einars Jóhannessonar læknis í Svíþjóð, Björnssonar frá Hofsstöðum í Skagafirði. Hún er stúdent og kennari að menntun. Var kennari við barna- og unglingaskólann í Súðavík s.l. vetur. Súðavík hefur misst mikið við fráfall Halldórs Magnússonar, en mest eiginkona hans og börn og aðrir vandamenn. Vottum við hjónin þeim einlæga samúð. Og Halldóri þökkum við stutt, en ánægjuleg kynni. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.