Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAl 1976 7 ÞEGAR líða tekurá gleðidag- ana, tímabilið milli páska og uppstigningardags, þá fara að koma nýir tónar I lofsöng guðspjallstextanna um upp- risuna, þá fara þeir líka að minna á andann og hátíð hans sem f vændum er, hvítasunnuna. Aðventan er undirbúnings- tími jólanna, langafastan er undirbúningur páskahátiðar- innar og eins getum við sagt, aðsíðari hluti gleðidaganna og dagarnir eftir uppstign- ingardag séu undirbúnings- tími hvítasunnunnar. Jólin hafa greinilega sér- stöðu í hátíðahaldi okkar. Páskarnir koma þar næstir, hvað það snertir að ná til fólksins, hafa raunveruleg áhrif á líf þess. Við sjáum hins vegar bæði af kirkjusókn og öðru, að hvítasunnan virð- ist hafa sáralítil áhrif beint eða óbeint á hugi mannanna. Þessa gætir minna til sveita, þar sem víðast hvar er fermt á hvitasunnu. En þá er hún fyrst og fremst orðin að fermingarhátíð og þá sáralít- ið minnt á hið rétta hátíðar- efni. Ég fann þetta glöggt, þegar ég var prestur á Sauð- árkróki og flutti ferminguna frá hvitasunnu fram á pálma- sunnudag. Þá datt kirkjusókn mjög niður á hátíðinni og fólk var ekki nógu opið fyrir hátíð andans sjálfri. Það kemur líka mjög inn i myndina nú hin síðustu ár, aðfólk notar hvítasunnuna æ meira til ferðalaga. Sú hátt- semi fólks setur nú orðið einnig sterkan svip á pásk- ana og m.a.s. jólin sleppa þar ekki lengur. Þetta vekur okkur til um- hugsunar um það, hve kristið trúarlíf er ótrúlega háð fjöl- skyldu-og heimilislífi. Þar sem slikt fer úr skorðum, þar líður kirkju- og safnaðarlíf fyr- ir. En þetta er einnig öfugt. Þar sem slaknar á þeim böndum, sem tengja fjöl- skyldu og kirkju, þar reynist fjölskyldunni einnig hætt. Þetta hlýtur að vera okkur alvarlegt umhugsunarefni En það sem er þó kannski ekki sísta ástæðan fyrir þvi, að hvifasunnan hefur ekki Horft mót hvíta- sunnu haldið i fólkið, er sú stað- reynd, að sjálft hátíðarefnið höfðar ekki til einstaklingsins á sama hátt og tilefni jóla og páska. Fæðing frelsarans á jólum og upprisa hans á páskum verka öðruvisi á ein staklinginn, krefjast miklu persónulegri afstöðu en minningarhátíð um stofnun kirkjunnar og sendingu heil- ags anda. Kirkjan sem stofn- un á ærið misjafna sögu sem eðlilegt er. Hún er öðrum þræði mannleg stofnun og hlýtur að bera þess merki, merki sem ekki eru öll fagn- aðarefni á hvitasunnu finnst okkur. Hitt hátiðarefnið, sending andans, er eitthvað svo óáþreifanlegt og óljóst, segja margir, og bæta við, að þeir skilji það heldur ekki til hlítar. Já, það er sennilega full ástæða til að spyrja: Hvað er heilagur andi? — og reyna að veita við því svör. En svörin verða kannski ekki nógu einhlit og afgerandi. Andi Guðs hefur verið starfandi meðal mannanna frá upphafi. Hann vann sitt verk t.d. í gegnum innblásna spámenn og trúarhetjur. í manninum Jesú frá Nasaret birtist hann með nýju móti, sterkari og máttugri en nokkru sinni fyrr. Þegar hann svo hætti að starfa á jörðinni, þá kom andi hans með enn nýju móti inn í mannlega tilveru. Hann kom sem kraft- ur til góðs, hann kom sem hvetjandi, líknandi, jákvætt afl, sem umleikur mennina, og hver sem opnar líf sitt fyrir honum, verður nýr og sterkari maður eftir. Slíkur máttur var að sjálfsögðu til áður en Kristur kom, en á hvítasunn- unni kom hann með nýju móti. Hann kom sem andi Krists, mótaðuraf þeirri lífs- hugsjón, sem Kristur hafði gefið mönnunum. Og kirkjan var stofnuð til að vera eins konar farvegur fyrir áhrif Krists með þessu móti inn í nannlegt líf. Þar sem trúarjátningin tal- ar um áhrif andans, talar hún m.a. um ..fyrirgefningu synd- anna og eilíft líf". —- Við gætum orðað þetta um og sagt, að við tryðum, að andi Krists hefði þau áhrif á mannlegt lif, að við ættum kost á fyrirgefningu synda okkar, hann hjálpaði okkur einnig til að sigra dauðann og leiddi okkur til lífs með Guði, þar sem hvers manns bíður nýtt andlegt svið, þar sem þorskabraut hans, sú sem hófst hér á jörð, heldur áfram að ósegjanlega háleit- um markmiðum. Þegarég horfi mót hvíta- sunnunni, þá gleðst ég. Og gleði mín er fólgin í vissunni um, að sá andlegi máttur, sem einkenndi lif Jesú Krists, hann umlykurallt mannlegt líf. Okkar er aðeins að opna lif okkar fyrir honum i bæn og trú, þá helgast það, þá verður það sterkara í kærleik, von og trú, að sannleiksást og friðarvilja. Hvar værum við menn, ef andi Guðs, hið góða afl í lífi okkar, drægi sig i hlé eða hyrfi, léti okkureina um lífs- baráttuna. í skásta tilfelli má sennilega líkja því við það ástand, sem skapast þar sem foreldrar hætta að hugsa um ungbörn sin, en láta þau af- skiptalaus i vanmegna bar- áttu við óblíð veraldaröfl En sennilegra er þó, að ástandið yrði líkara því, sem gerðist, ef sólin hætti að skína. Þá frysti allt i hel. Þetta sýnir okkur kannski, hve gleðiefni hvítasunnunnar er mikið i raun og veru, og hve ríka ástæðu við höfum til að þakka Guði fyrir þær gjaf- ir, sem við höfum þegið í heilögum anda hans og kirkj- unni, sem gerð var að farvegi hans. íhugum þetta á komandi dögum og gleymum ekki Guði, þegar hátíðin gengur i garð. Reiðskólinn Geldingaholti Nýjung fyrir fulloröna Lærið undirstöðuatriði reiðmennsku -k Komið með eigin hest ef þið viljið. Kennsla innan og utan gerðis. + Áseta og taumhald. Brottfarardagar: 8. júli, 15. júlí, 22. júlí 29. júlí og 5. ágúst. Allar nánari upplýsingar. FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Jarðýta til sölu Caterpillar D6c PS jarðýta, 140 hestöfl, með rifkló, skekkjanlegu ýtublaði og halla- strokkum, árgerð 1973. — Vélin er með nýjum beltum, skóm, öllum rúllum og drif- hjólum. Ýtublað með nýrri klæðningu. Tímamælir: ca. 4800 tímar. — Þessi jarðýta er í mjög góðu lagi. — Véladeild HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Húsbyggjendur VÖRUKYNNING OPIÐ sunnud. 30. maí kl. 14.—16. Hafið meðferðis teikningar. TILBOÐ — SAMNINGAR húsbyggjendum að kostnaðarlausu Sameiginlegur vöru- Sérhæfðir á sviði bygg- sýningarsalur og sölu- ingariðnaðar. Allt frá skrifstofa um 40 fyrir- steinsteypu — upp í tækja. teppi Gjörið svo vel — Allt á einum stað IÐNVAL Byggingaþjónusta Bolholti 4 Reykjavík. noví/ FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samsfæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum.eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Krlstján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.