Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 35 Plötur: 1. The Bothy Band (Polydor Super 2383 379) 1976 2. Triona Ní Dhomhnaíll (Gael Linn CEF043) 1975 3. Paddy Keenan (Gael Linn CEF 045) 1975. THE CHIEFTAINS The Chieftains hafa nú með litlum breytingum starfað i u.þ.b. 13 ár. Fyrstu 10 árin var starfs- vettvangur aðallega í kringum Dublin þar eð hljómsveitarmeð- limir voru allir áhugahljóðfæra- leikarar og stunduðu þvi allir sina vinnu. Undanfarin 3 ár hefur hróður hljómsveitarinnar hins vegar aukizt svo ótrúlega, að nú eru þeir með eftirsóttustu lista- mönnum i heimi og óumdeilan- lega konungar brezkrar þjóðlaga- tónlistar. Áður en Chieftains voru stofnaðir, léku nokkrir meðlimir hennar í stórri klassik-þjóðlegri hljómsveit, Ceoltoiri Cualann, undir stjórn Sean nokkurs O’Rieda. Sú hljómsveit leystist upp í kringum 1960 og stofnuðu nokkrir af félögum hennar með Paddy Maloney i fararbroddi The Chieftains örfáum árum síðar. Hljómsveitin er nú skipuð 7 mönnum á aldrinum frá 34—63 ára. Þeir eru: Paddy Moloney (olnbogapípa + tinblistra + hljómsveitarstjórn), Sean Potts (tinblístra), Michael Tubridy (flauta + harmonikka), Martin Fay (fiðla), Sean Keane (fiðla), Derek Bell (harpa) og Peadar Mercier (bodhran + bein). Tón- list The Chieftains svipar mjög til tónlistar Ceoltoiri Cualann, melódisk, þjóðleg tónlist með klassískum blæ. Öll hljóðfærin að undanskildu ásláttarhljóðfærinu bodhran, eru notuð sem sólóhljóð- færi og raddböndum lítið sem ekkert beitt. Þeir félagar hafa flestir leikið á hljóðfæri sín frá barnsaldri og allir að Fay undan skildum, lifað og hrærzt í þjóð- lagatónlist frá fæðingu. Þeir þykja hreinir snillingar á hljóð- færi sín og þegar hinn sérstæði írski húmor blandast tónlistinni á hljómleikum hljómsveitarinnar skapast stemming, sem seint líður úr minni hljómleikagesta. Yfir- leitt endar vönduð þaulæfð tón- leikadagskrá Chieftains á því að þeir spila af höndum fram og stór hluti áheyrenda stígur villtan dans. Á ferli sínum hafa Chief- tains gefið út 5 plötur. Eftir þá fjórðu vöktu þeir fyrst einhverja athygli utan trlands og í kjölfar þeirrar fimmtu fylgdi heims- frægð og hljómleikaferðir um allan heim. Þá var þeim falið að sjá um tónlist við nýjustu mynd Stanley Kubricks, „Barry Lyndon“, og má heyra titillag þeirrar myndar á 4. plötu hljóm- sveitarinnar. Plötur: Fyrstu fjórar hljómplötur Chieftains voru gefnar út á írsku hljómplötufyrirtæki, „Gladdagh”, en sú fimmta á „Island." Sökum þess hve sú síðasta hlaut góðar viðtökur voru þær írsku endurút- gefnar af „Island" og eru þau númer gefin upp hér á eftir. 1. The Chieftains I. (Island ILPS 9364) 1964 2. TheChieftains II. (Island ILPS 9365) 1969 3. The Chieftains III. (Island ILPS 9379) 1971 4. Women Of Ireland (Island ILPS 9380) 1973 5. The Chieftains V. (Island ILPS 9334) 1975 6. Paddy Moloney + Sean Potts — Tin Whistles (Claddagh CC 15) 1974 THE BOYS OF THE LOUGH Kvartettinn Boys Of The Lough var stofnaður i marz 1971 á þjóð- lagahátiðinni í Newcastle í NA- Englandi. Kvartettinn var ekkert annað en samruni tveggja dúetta, Aly Bain frá Hjaltlandseyjum (fiðla) og Mike Whellans frá Skotlandi (gitar + söngur) annars vegar og Robin Morton (bodhran + harmonikka + söngur) og Cathal McConnell (flauta + tinblístra + söngur) báðir frá N-Irlandi. hins vegar. Á áðurnefndri hátið „jömmuðu" fjórmenningarnir saman, sér og hátíðargestum til mikillar ánægju. Allt frá þeim tíma hafa þeir verið einir virtustu þjóðlaga- flytjendur Breta. Tvær breyt- ingar hafa orðið á hljómsveitinni frá stofnun hennar. Mike Whellans hætti eftir ársdvöl og i stað hans kom skozkur gitar- leikari og söngvari, Dick Gaughan að nafni. Gaughan stóð þó stutt við, lék á fyrstu plötu þeirra félaga, er kom út í byrjun ’73, en hætti siðan því hann féll ekki alls kostar inn í tónlistarstefnu hinna. I hans stað var ráðinn ungur Eng- lendingur frá Newcastlesvæðinu. Dave Richardson (cittern + harmonikka) og hefur hann leikið með þeim siðan. Boys Of The Lough taka tónlist sina mjög al- varlega og reyna að flytja hana i anda gamla tímans, þannig að lítil sem engin áhrif frá öðrum tónlistarstefnum komi fram. Við fyrstu heyrn virðist því tónlist þeirra vera hrá og þurr, en eftir að hafa vanizt þeim, eru fáar plöt- ur vinsælli í plötusafni manna en þær fjórar, sem hljómsveitin hefur gefið út. Tónlist þeirra byggist aðallega á gömlum dans- lögum, mörsum, rælum og polk- um auk nokkurra sunginna laga. Lögin eru öll frá trlandi, Skot- landi og Hjaltlandseyjum, en tón- list eyjaskeggja hefur þó nokkra sérstöðu, sökum skyldleika við norska alþýðutónlist. Mest ber á flautu og fiðlu f flutmngi þeirra og með melódískum undirleik citterns skapast þessi hrái hljóm- ur, er einkennir tónlistina. Boys Of The Lough halda hljómleika sina að mestu leyti í háskólum N-Evrópu og Bandarikjanna. Þeir eru nánast visindalegir í afstöðu til þjóðlagatónlistar og flytja nákvæmar skýringar á eðli og sögu hvers lags, bæði á hliómleikum sem á hljórpplöt- Christy Moore, Andy Irvin, Donal Lunny, Liam Oflynn. um. Auk þess eru þeir ágætir húmoristar og krydda gamansemi hæfilega við flutning sinn. Þá má geta þess að Robin Morton er einn af virtustu þjóðlaga- og þjóð- sagnasöfnurum Bretlandseyja og hefur gefið út bækur um starf sitt í þeim efnum. Plötur þeirra þykja hver annarri betri, en sú fyrsta hefur ætið verið í uppáhaldi hjá undirrituðum. Plötur: 1. The Boys Of The Lough (Trailer LER 2086) 1973 2. Second Album (Trailer LER 2090) 1973 3. III — Live (Transatlantic TRA 296) 1975 4. Locaber No More (Trans- atlantic TRA 311) 1976 5. Robin Morton + Cathal McConnell — An Irish Jubilee (IRL 10) 6. Aly Bain + Mike Whellans (Trailer LER 2022) 1970 7. Dick Gaughan — No More Forever (Trailer LER 2072) 1972 ■ ■ HLJÓÐFÆRI I greininni hér á undan eru nefnd nokkur hljóðfæri, sem fáir kannast við og verður því reynt í örstuttu máli að útskýra þau. Bodhran: Bodhran er ævaforn irsk hringlaga trumba. Hljóðfær- ið er um 70 sm i þvermál og geitarskinn er strekkt yfir viðar- hringinn.Trumbaner síðan slegin með mjóum kjuða, sem breikkar til beggja enda og er haldið á honum miðjum. Halda mætti að hljóðfæri þetta væri einfalt í notkun, en sannleikurinn er sá, að fáir hafa náð góðu valdi yfir því. Hinn 63 ára-bodhran leikari Chieftains Peadar Mercier, þykir hafa náð mestri leikni á hljóð- færið. Olnbogapípa (Uilleann Pipes); Olnbogapípan er írskt hljóðfæri og er talsvert skyld skozku sekkjapipunni. Munurinn er sá að loftinu er ekki blásið með munn- inum, heldur er því pumpað með olnboganum með þar til gerðri pumpu sem lögð er undir hann. Þá er hljómurinn úr olnbogapíp- unni ólikt þýðari og skemmtilegri en úr sekkjapipunni. Tinblistra (Tin whistle): Tin- blistra er lítið einfalt málmhljóð- færi, líkt blokkflautunni að uppbyggingu. Bouzouki: Bouzouki er griskt 6 strengja hljóðfæri, sem svipar til mandólíns, en hefur dýpri tóna. Cittern: Cittern er ekkert annað en stækkuð mynd af mandólín, en hljómurinn er þó mun hrárri. Þetta hljóðfæri er mjög sjaldséð og verður að fá það sérsmíðað hjá Gerald Short í Chesterfield I Englandi!! HLJÓMPLÖTUR Lítið hefur borizt af plötum áðurnefndra hljómsveita hingað til lands. Fyrsta Planxty-platan er þó til I hljómplötuverzlun hér í bæ og Chieftains 5 sást á útsölu fyrir nokkrum mánuðum. Aðrar plötur hafa ekki komið, en auð- velt ætti að vera á ná í flestar með því einfaldlega að panta i gegnum hljómplötuverzlanir. Að visu gæti orðið erfitt að ná i Boys Of The Lough plöturnar; sérstaklega tvær þær fyrstu, þar eð þær eru gefnar út af tiltölulega óþekktu fyrirtæki. Reykjavík, maí 1976. Kristján Sigurjónsson I I ■ ■ — Observer Framhald af bls. 25 þeim hefur verið sett saman mynd af ungum og samvizku- sömum liðsforingja, sem hóf feril sinn á Indlandi árið 1958, og hélt síðan til Angóla, þar sem hann dvaldist til 1971. Saga hans er einkum saga linnulausra og þreytandi styrjalda, sem gengu loks fram af hermönnunum og urðu til þess að þeir steyptu Caetano einræðisherra af stóli árið 1974. Ramalho Eanes tók þátt i hinni svonefndu „höfuðs- mannauppreisn” 25. apríl árið 1974, en kveikjan að henni var almenn óánægja með linnu- lausan nýlenduhernað, svo og óánægja manna með mála sinn. Ramalho Eanes er getið í hern- aðarskýrslum við ýmis tækifæri og hlaut hann fjögur heiðurs- merki fyrir frábæra þjðnustu á sjöunda áratugnum. Bendir þetta til þess að hann hafi hlot- ið eldskírn og dýrmæta reynslu í áróðurshernaði. Ef til vill er það þessi reynsla, sem hefur gert honum kleift að leika sér að flokksleið- togunum eins og köttur að mús- um undanfarnar vikur. Þeir hafa farið af fundi hans sann- færðir um, að hann hafi sam- þykkt tillögur þeirra, en jafn- skjótt rekið sig á, að hann var bvriaður leyniviðræður við keppinauta þeirra. Hann hefur komið fram sem ákaflega réttsýnn og heiðarleg- ur maður og laus við að vilja mata krókinn. Yfirmaður útvarps og sjón- varps er einn tekjuhæsti maður landsins, en þegar Ramalho Eanes gegndi því starfi, hafði hann aðeins ofurstalaun. Nú hefur hann einnig neitað að taka við þeirri launahækkun, sem hann átti rétt á, þegar hann var fjögurra stjörnu hers- höfðingi. Portúgal er þrúgað af efna- hagslegum og félagslegum vandamálum, sem engin ríkis- stjórn hefur ráðizt gegn hingað til. Við slíkar aðstæður væri mikill fengur i að fá Ramalho Eanes, sem annálaður er fyrir festu og samvizkusemi, í æðsta embætti landsins. Ramalho Eanes gerir sér far um að skapa sér það álit, að hann sé maður óragur við að taka óvinsælar ákvarðanir, sem nauðsynlegar eru. Hann er hins vegar ekki einn í ráðum, heldur stendur hann i ómetanlegri þakkarskuld við marga og um- fram allt þá sem kallaðir eru „skuggaráðuneytið” i Lissabon, en á það hefur mjög reynt, ekki sizt við að koma áleiðis boðum og skipunum. Enn minni vitneskja hefur síazt út um stjórnmálastefnu „skuggaráðuneytisins" en það sem vitað er um þá stefnu sem Ramalho Eanes myndi taka sem þjóðhöfðingi Portúgala, ef hann yrði kjörinn í forseta- kosningunum, sem fram eiga að fara i landinu 27. júní n.k. Hitt er aftur á móti vitað, að hann þarf á aðstoð þessara manna að halda, ef hann á að geta stýrt Portúgal í gegnum brim og boða og komið á lýðræði, þar sem herinn yrði undir stjórn kjörinna fulltrúa fólksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.