Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976
Alvöru-
borgin
eftir Hugrúnu
Þeir ráku upp mikil öskur og veifuðu
löngum prikum. „Alvöruborg, Alvöru-
borg,“ öskruöu þeir hvaö eftir annað, svo
tóku þeir á sprettinn niður brekkuna í
áttina til borgarinnar. Svipur barnanna
breyttist skyndilega og þau urðu
skelfingu lostin. Svona óaldarseggir voru
til í allt. Þeir skyldu þó ekki ætla að
eyðileggja fyrir þeim dagsverkið? Þegar
þeir nálguöust hrópuðu þeir: ,, Þið eruð
meiri pottormarnir, þykist vera að
syngja. Þetta var nú meiri lagleysan. Þið
eru blátt áfram hlægileg." „Þetta kemur
ykkur ekkert viö,“ sagði Jonni. „Snáfið
þið í burtu héðan undir eins. Þið komið
bara til þess aö eyðileggja fyrir okkur
leikinn." „Heyra hvernig svona svein-
stauli getur talað. Þú skalt vara þig á
þeim þessum,“ sögðu þeir og steyttu
hnefana framan í Jonna. „Það er nú
meira að sjá hvernig þið farið með
snjóinn, hér er allt traðkað og sparkað.
Hvað eiga nú þessar hrúgur að þýða?“
„Þetta eru hús,“ sagði Kútur litli. „Þetta
er borg, Alvöruborg, við eigum hana. Það
má ekki skemma hana.“ „Við tökum þig
nú og stingum þér í vasann, þú ert svo
músarrindilslegur.“ Kútur flúði til
Rebekku systur sinnar og faldi sig á bak
við hana. „Já, varstu hræddur karlinn,
og flýrðeinsograggeit,“sagðisá stærsti.
Það var auðséð að hann var fyrirliðinn.
Krakkarnir þekktu hann aðeins i sjón,
hann var nýlega kominn í sveitina,
austan af landi. Það var sagt að hann
hefði verið sendur til skyldfólks síns
vegna þess að það var ekkert við hann
ráðið heima. Hina strákana þekktu
krakkarnir, þeir bjuggust ekki við neinu
illu frá þeim, en aðkomustrákurinn var
til alls vís. Bara að þeir eyðilegðu nú ekki
borgina þeirra. Þau gátu ekkert aðhafst
vegna ótta. Þau þorðu heldur ekki að tala
til þeirra meira en búið var. Það var best
að reyna að leiða þá alveg hjá sér, borgin
þeirra var í hættu, það vissu þau vel.
„Komið þið strákar," sagði sá stóri,
„við erum hermenn og sprengjum upp
heilar borgir svo ekki stendur steinn yfir
steini. Við getum stráfellt heilar her-
deildir bara með hnefunum. Við látum
þessa grislinga eiga sig, en borgin þeirra
skal ekki standa lengi.
Nú hefjum við áhlaupió. Allir samtaka.
Eftir nokkrar mínútur var öll þessi
fallega borg í rúst, þeir hlífðu ekki einu
sinni kirkjunni. Rúðurnar úr gluggunum
stöppuðu þeir niður í snjóinn, svo þær
brotnuðu í marga parta. Bjössi þorði
ekkert aö segja, en honum lá við gráti.
Pabbi hans hafói trúað honum fyrir
glerinu. Þetta var allt svo átakanlegt, og
fegnir voru krakkarnir þegar stráka-
slánarnir þjösnuðust í burtu eftir ódæðis-
verkið. Þaó var létt af þeim þungu fargi.
Þau vissu það svo vel að þeir voru þeim
ofurefli. Þau stóðu í hóp alveg orðlaus.
Kútur litli varð fyrstu til þess að rjúfa
þögnina. „Mikið agalega hryllilega eru
þessir strákar vondir og ljótir. Guó vill
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
Og svo takið þér tillit til þess, að konan yðar má fara aftur á
fætur, á morgun.
Já, það sé ég, en til hvers á að Gleymdi sér með morgun-
nota hann? sopann.
Fyrir mörgum árum var
uppboð á Grund i Eyjafirði.
Veður var kalt og mikið drukk-
ið af ódýru víni. Þá kostaði
potturinn 16 skildinga. Meðal
uppboðsgesta voru tveir menn,
er Árni hétu og Jakob. Sá sfðar-
nefndi var mikill fyrir sér og
sterkur, en hinn vesalmenni að
burðum. Óvart stígur Arni á
skott á hundi svo að hann ýlfrar
ámáttlega. Tekur þá Jakob 1
treyjukraga Árna, reiðir hnef-
ann og segir:
— Ertu að meiða hundinn
minn, bölvaður.
Árni brauzt um og ætlaði að
losa sig, en gat ekki. Segir hann
þá 1 ofboði miklu:
— Jæja, berðu mig þá, hel-
vítið þitt, en komdu hvergi við
mig.
Ur þessu varð almennur hlát-
ur svo að Árni slapp við höggið.
X
— Hefurðu heyrt, að það er
búið að setja Pétur í steininn?
— Nei, það hef ég ekki heyrt.
Fyrir hvað?
V
— Hann hnerraði.
— Slúður, það er enginn tek-
inn fastur þótt hann hnerri.
— Jú, einmitt. Þegar Pétur
var búinn að brjóta peninga-
skápinn upp um nóttina, var
eitthvað kusk í skápnum, sem
rauk upp f nefið á honum svo
hann hnerraði. Við það vaknaði
eigandinn og gómaði Pétur
áður en hann gat flúið.
X
Egill: — Heldurðu, Anna, að
þú vildir eiga mig, ef ég yrði
fyrir slysi og missti annan fót-
inn?
Anna: — Já, þúsund sinnum
heldur vildi ég eiga þig á ein-
um fæti en nokkurn annan,
þótt hann hefði f jóra fætur.
X
Drengurinn: — Dýralæknir-
inn er kominn til þess að
athuga nautið.
Bóndinn: — Já, ég kem undir
eins.
Arfl irinn I [-rnl/l/lnnrll FramhaldssagaeftirAnneStevenson
/ll I U I I I I I I I I I UI\r\IUI IUI Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
77
David komst að þeirri niðurslöðu
að hann rataði ekki almennilega.
Þegar þau komust loksins að hús-
inu sáu þau ekki hifreið Gautiers
í innkeyrslunni. Þau stigu þó ú(
og hringdu bjöilunni. Og ráðskon-
an Mme Lambert kom til dyra.
— M. Hurst. Þetta var svei mér
óvænt. Hún starði á sáraumbún-
aðinn á handleggnum.-Hafið þér
orðið fyrir slysi?
— Megum við koma inn? spurði
David.
— Já, það væri nú annaðhvort.
En ég verð að segja yður eins og
er að ég var á förum. Ætlið þér að
stoppa lengi.
— Víð vonuðumst til að hitta M.
Gautier hér. Er langt síðan hann
fór.
— Um það bil hálf
klukkustund. En hann kemur aft-
ur. Hann fór til að fá sér að borða
á kránni. Hann vildi ekki heyra á
það minnzt að ég hefði eitthvað
fyrir sér, þegar ég bauðst til að
elda. Hann bað mig að vera hér og
aðstoða sig við að fara yffr fatnað
og ýmislegt þess háttar, en hann
sagði ég gæti farið þegar þvf væri
lokið. 6g dvel hjá frænku minni
inni í þorpinu.
— Við bfðum hans þá hér, ef
yður er sama.
— Það er nú líkast tfl. Þið reyn-
ið að láta fara vel um ykkur. Ég
ætla að búa til kaffi handa ykkúr
áður en ég fer.
Hún hlustaði ekki á andmæli
þeirra og sagði. — Það er nú það
minnsta sem ég get gert. Það tek-
ur ekki augnablik.
— En hvað þetta er indæl kona,
sagði Helen og gekk á eftir David
inn f bókaherbergið. það virtist
með sömu ummerkjum og sfðast
þegar hann kom, blöðin í blaða-
grindunum og minnisbækur f
snyrtilegum stafla á borðinu.
— Boniface hefur verið geð-
þekkur gamall maður. Það er
hann sem þuð sérð á myndunum
þarn þarna.
Hún gekk nær til að skoða þær
betur.
— David, hvernig eigum við að
fara að þvf að vita hvenær og
hvort Lazenby hefur tekizt að
gera eitthvað f máli Marcels.
— Við komum við á lögreglu-
stöðinni f bakaleiðinni.
— Þetta virtist allt svo af-
dráttarlaust þegar hann var að
tala um það, en nú finnst mér allt
svo einkennilegt. Hann skildi
engin boð eftir til þfn og hann
sendi heldur enga til að bjarga
þér. Hann hlýtur að hafa vitað að
þú gætir lent i erfiðleikum. Ég
veit hann hjóst við erfiðleikum,
fyrst hann lét þig fá byssuna.
Ég held að Marcel hafi haft rétt
fytir sér, þegar hann sagði það
yrði ekki auðhlaupið að þvf að
ráðast gegn honum.
— Ætlarðu þá að aka um f
bflnum til eifffðarnóns?
Hann brosti.
— Ef ekkert gerist förum við
heim til Englands. Þeir geta kvatt
okkur hingað aftur ef þeir vilja.
Ég geri mér allt f einu grein fyrfr
þvf að með þvf að ræða þessi mál
við Lazenby er eins og ég hafi
orðið frjáls. Þetta er stórflókið
mál og hamingjan veit hvernig
það getur endað. En ég hef komizt
að öllu sem mig varðar og máli
skiptir. Ég læt aðra um það sem
eftir er.
— Öll svör hefuróu fengið,
nema um dánu konuna f húsinu
þfnu benti Helcn honum á.
— Já, að vfsu. Ég verð að láta
Debray eftir að leysa þá gátu.
Mme Lambert kom inn með
kaffi á bakka.
— Hafið þér gert áætlanir um
framtfðina? spurði Davíd.
— Nei, ekki enn, M. Hurst. Ég
mun bfða með það þar til M.
Gautier hefur lokið af skyldu-
verkum sfnum hér.
— En hve M. Boniface hefur
verið virðulegur maður, sagði
Helen.
Mme Lambert andvarpaði.
— Hann var sérstakur maður.
— En það vantar eina mynd,
sem hefur hangið þarna á veggn-
um. Hvað ætli hafi orðið um
hana.
David leit upp. Hann hafði ekki
tekið eftir auða fletinum á veggn-
um.
— Ég man eftir þeirri mynd,
sagði hann. — Af M. Boniface og
konu. Svipmikil og dögghærð
kona.
— Þetta var einkennilegt.
Mme Lambert kom að veggn-
um. — Ég býst við að M. Gautier
hafi fjarlægt myndina. Kannski
hann hafi hugsað sér að sýna yður
hana, M. Hurst. Kannski hann
hafi haldið að þér hefðuð áhuga á,
þar sem þér eruð tengdur
fölskyldunni.
Einkennilegur hrollur fór um
David.
— Hver var konan á myndinni,
Mme Lambert?
Það var Mlle Herault auðvitað.
M. Boniface þótti afar vænt um
hana. Ég held að einhvern tfma
fyrir löngu hafi einhverjir haldið
að úr yrði gifting, en hann var svo
langtum eldri en hún — og svo
fékk hún köllun.
— Vildi M. Boniface giftast