Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 Sígildar sögur eftir tturDtsNCV ÖSMJMJW — Holtaþokur Framhald af bls. 19 verið ad finna inntaki leiktextans samsvarandi mynd- stíl, — með tökuhreyfingum. myndhornum, klippinpu. lýsinttu, leikmynd, tónlist, — auk sjálfs leikstílsins. Þrátt fyrir það, að öll þessi verk séu að mínu mati gölluð efnislega eru þau vegna þessa samræmis í vinnubrögðum tiltölulega heilsteypt sem sjónvarps- leikrit. AÐ TRIIVIIVIA MEÐ TÖKUVÉLINA Það hefur alla tíð háð íslenzkum sjónvarpsleikrit- um, — og gerir enn —, hversu mjög þau eru bundin texta; textinn leikur jafnan stjörnuhlutverkið í sjón- varpsleikritum okkar. Við erum allt of bókmenntalega þenkjandi. Annar helzti dragbitur þessara verka hef- ur verið sá, að of sjaldan tekst að losa þau úr viðjum leiksviðsins. Islenzk sjónvarpsleikrit eiga afar erfitt með að hreyfa sig eðlilega og frjálst í tíma og rúmi. Hér verða lögmál leiksvíðsins að víkja fyrir lögmálum kvikmyndarinnar. Eitt dæmi af mörgum um þennan annmarka er hversu vandræðalegar svonefndar „uti- senur" eru oftast. Þær virðast stundum ekki hafa neina aðra þýðingu en þá að sýna að aðstandendur verksins viti af þessum möguleika sjónvarps. þ.e. að unnt er að fara með tökuvél út undir bert loft. Þessar senur eru yfirleitt gjörsamlega afvelta í heildínni. Dæmigerð íslenzk útisena er þegar sviðsskipting verð- ur, — segjum þegar persónan fer úr einu húsi í annað. Þá er trimmað með tökuvélina á eftir og persónan elt á milli leikvettvanga. Stundum varir svona sýnikennsla í „möguleikum sjónvarps" í margar mínútur, án þess að leggja nokkuð að mörkum við frekari eflingu eða túlkun verksins. Þokkaleg undantekning frá þessu var endursýnt verk í vetur, „Hælið“, sem tókst að veru- legu marki að fella saman efni og umhverfi eftir lögmálum kvikmyndarinnar. Maður hefur það á tilfinningunni að aðstandendur sjónvarpsleikrita hérlendis, — fyrst og fremst höfund- ar, en einnig leikstjórar —, fari ekki nógu mikið í bíó. Þeir ættu að fara í leikhúsbindindi í eitt ár en stunda bíóin stanzlaust með það beinlínis fyrir augum að studera myndtjáningu. Meira að segja ,,Columbo“ getur kennt okkar mönnum undirstöðuatriði í upp- byggingu myndsögu. Það er t.d. eilífðarvandi inn- lendra sjónvarpsleikrita hversu miklum tíma á að verja í einstakar efniseindir þeirra (sbr. hinar þýðing- arlausu „útisenur".) I þessu efni mistekst að skapa spennu milli þess sem gerist á skerminum og þeirra sem á hann horfa. Framrás verksins nær ekki að þrífa áhorfandann með sér vegna þess að einstök atriði eða einstök skot eru teygð um of, undirbygging þeirra er annað hvort ónóg eða of mikil. Annað hvort lullar myndsagan sljólega áfram eða hún gengur í tilviljana- kenndum rykkjum og kippum. Svona grundvallar- atriði (á ensku nefnt ,,pacing“) má meira að segja fræðast um af annars ódýrum Hollywoodbíómyndum. innanfrA — utanfrA Vitaskuld er misjafnt eftir mönnum hversu mikla þekkingu eða tilfinningu þeir hafa fyrir myndtján- ingu og myndmerkingu. Ég held að óhætt sé að segja að beztu sjónvarpsleikstjórar okkar í þessu sambandi séu Hrafn Gunnlaugsson („Keramik", ,,Sigur“) og Helgi Skúlason (,,Hælið“, „Ófelía";, hann fær hins vegar minus fyrir „Veiðitúr í óbyggðum") og að sá af upptökustjórum sjónvarpsins sem skarar fram úr í vandvirkum og listrænum vinnubrögðum sé Egill Eðvarðsson. Af höfundum virðist.hins vegar enginn hafa áberandi meiri kunnáttu í þessu efni en annar. En víst er bezt að taka fram að ofannefndar alhæf- ingar byggjast vitaskuld á persónulegum smekk, sem ekki gefst tóm til að rökstyðja frekar með einstökum dæmum hér. Þá er sá varnagli sleginn. Og móðgist svo og hneykslist hver sem vill. Það var ekki að ófyrirsynju að ég leyfði mér undir- dánugast að ráðleggja höfundum sjónvarpsleikrita að skreppa dulítið oftar í bíó. Því hvar annars staðar geta veslings mennirnir fengið að kynnast kvikmyndaleg- um vinnubrögðum? Jú, með því að horfa á sjónvarpið. Þar með upptalið. íslenzkir höfundar geta ekki á nokkurn hátt, — að því er ég bezt veit, og vonandi verð ég annars leiðréttur —, aflað sér þekkingar hérlendis á filmuvinnu, eðli og kröfum kvikmyndar- innar, tæknilegum möguleikum og tjáningarleiðum hennar, innanfrá. Þeir verða að fálma sig áfram og reyna að fá einhverja nasásjón utanfrá. Skyldi nokkurn í raun og veru undra þótt árangur- inn sé ekki beysnari en hann er? Hið oft á tíðum hörmulega, nánast stórslysalega, verkefnaval lista- og skemmtideildarinnar byggist hugsanlega á þvi að henni berast ekki betri verk. Hugsanlegt er vissulega líka að góðum verkum sé hafnað. Alla vega ætti að vera ljóst að það er ekki forsvaranlegt að höfundar geri endalaust tilraunir á sjónvarpsáhorfendum. Fyrir nokkrum árum fengu höfundar að kíkja svolítið oní koppa og kyrnur uppi í sjónvarpi. Þá var haldið námskeið fyrir hugsanlega höfunda sjónvarpsleikrita. Ekki man ég betur en það hafi öllum þótt afskaplega gaman og gagnlegt. Síðan ekki söguna meir. Atti þetta að útskrifa íslenzka höfunda í gerð sjónvarpsleikrita? Varla. Væri nú ekki ráð að koma slíkum námskeiðum á fastan, reglubundin grundvöll, gjarnan með þátttöku erlendra kunnáttumanna? Að vísu er þessi stofnun, sjónvarpið, höfð I peningalegu svelti. Þar er litið svigrúm til að gera góða hluti, og ekkert svigrúm til að gera mistök. Hvað þá leiðrétta þau. Það ætti að vera þjóðernislegt metnaðarmál að gera stórátak í að reyna að bæta það afkvæmi íslenzkrar menningar sem, eins og áður segir, fer víðar en líkast til nokkurt annað, þ.e. islenzk sjónvarpsleikrit. Senn verður íslenzka sjón- varpið tíu ára. Mikilvægasti liður í starfsemi þess hlýtur að teljast gerð innlendra listaverka. Ekki getur það gengið endalaust að íslenzk sjónvarpsleikrit séu Frankensteinskrímsli íslenzkrar menningar. Við höf- um ekki efni á öðrum Lénharði. A.Þ. — Kaupa hrogn Framhald af bis. 48 löndunum, að mestu tekið fyrir sölu á lagmeti þangað. Nefndi hann sem dæmi, að sala á kavíar til Frakklands hefði verið mikil en væri nú engin lengur. Sömu- leiðis voru íslendingar orðnir söluhæstir á kavíar á ítalfumark- aði en nú hefur alveg tekið fyrir sölu þangað. Sala á niðursoðinni lifur á EBE-markaðinn hefur lagzt niður og helztu keppinautar okkar um sölu niðursoðinna þorskhrogna, Danir, hafa alveg náð undir sig markaðnum í skjóli tollmúranna. Sagði Eysteinn að þaó grátlegasta væri, að Danir keyptu hráefnið héðan frá islandi tollfrjálst og seldu síðan fram leiðsluna tollfrjálsa til annarra EBE-landa. Ennfremur kaupa Danir og Vestur-Þjóðverjar af okkur grá- sleppuhrogn í stórum stíl, vinna úr þeim kaviar og selja á EBE- markaðinn. „Það er útilokað að meta það í peningum hvað það þýddi fyrir lagmetisiðnaðinn að fá bókun 6 í gildi, en óhætt er að segja, að það yrði nánast sem vítamínssprauta fyrir íslenzkan lagmetisiðnað. Ég vil þó vara við og mikilli bjartsýni fyrst í stað, það þarf að vinna þennan markað upp aftur og enn- fremur verður að hafa það í huga, að á mjög mörgum tegundum verður 10% tollur þótt bókun 6 taki gildi," sagði Eysteinn. — Mútugreiðslur Framhald af bls. 1 leitt er þó verðið hærra, sagði Moynihan, og i þýðingarmiklum málum kosta atkvæði, sem geta ráðið úrslitum, um 2.000 dollara. Starfsmenn við SÞ lýstu því yf- ir eftir fréttasendingu CBS að þeir vissu ekki um neitt dæmi þess að mútugreiðslur hefðu nokkurn tíma ráðið úrslitum við atkvæðagreiðslu hjá samtökun- um. — Portúgal Framhald af bls. 1 fyrsta verkefni nýkjörins forseta verður að skipa nýjan forsætis- ráðherra. Hver svo sem kjörinn verður forseti, þá er talið fullvíst að Mario Soares, formanni sósíalistaflokksins, verði falin stjórnarmyndun. AL'GLÝSINGASLMINN ER: 224BD lOiJ JR«rexmblet>it>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.