Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976 Liz œtlar að gefa Burton snekkju í brúðar- gjof... New York 9. júnf, Reuter. LEIKKONAN Elizabeth Taylor lýsti því yfir í dag að hún ætlaði sér ekki að standa í vegi fyrir því að Richard Burton, fyrrver- andi eiginmaður hennar, sem hún er skilin við að horði og sæng, geti gengið í nýtt hjónaband með fyrirsætunni Suzie Hunt. Hún sagðist vera með þau áform á prjónunum að gefa hin- um væntanlegu brúð- hjónum snekkju fjöl- skyldunnar í brúðargjöf. Burton og unnusta hans, sem er 28 ára og enn í hjónabandi með brezkum kappaksturs- manni, eru nú stödd á Haiti og leita eftir skyndiskilnaði. Aftur á móti höfðu heimildir i Port- au-prince það fyrir satt að Elizabeth Taylor hefði ekki enn sent skriflegt samþykki sitt fyrir þvi að hún veitti skilnað- inn en slíks er krafizt af stjórn- völdum þar í landi. Elizabeth Taylor kunngerði þá fyrir milligöngu umboðs- manns síns, að Richard Burton hefði ekki óskað eftir neinu slíku plaggi af sinni hendi og hann hafi reyndar látið það vera að skýra henni frá fyrir- ætlunum sínum. Hún lýsti því og yfir að hún vonaði að þau yrðu mjög hamingjusöm. en hún hefði ekki vitað af því að þau væru á Haiti og þaðan af síður af því að undirskriftar hennar væri þörf. Elizabeth Taylor og Richard Burton giftust öðru sinni í Botswanalandi fyrir fjórtán mánuðum, eftir að hafa skilið fáeinum árum áður. Sambúð þeirra í það sinnið stóð þó skammt og síðan hefur nefnd Suzie Hunt verið stöðugt í föru- neyti Burtons. Eitt mesta úrval landsins af fallegum innihurðum i mörgum gerðum. Stuttur afgreiðslufrestur og góðir greiðsluskilmálar. SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ PANTA HURÐIR FYRIR SUMARFRÍ. Komið oíí skoðið í sýnimíarsal okkar, Skcifnnni 19 W TIMBURVERZLUNIN VðLUNÐUR hf. Skeifunni 19. V ölundar-hur ðir Valin efni — Vönduð snið Cullalmur Elk iOrotpipinp Eþíópía: Keisarastjórn- in enn í haldi án dóms og laga Kairó 9. júní — Rrutcr. HERFORINGJASTJÓRNIN í Eþíópíu mun hafa í hyggju að halda valdamönnum fyrrverandi keisarastjórnar landsins í haldi eins lengi og af þeim stafar „ógn fyrir eþíópsku byltinguna", að því er einn af ráðherrum stjórnarinn- ar sagði í Kairó í gær. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hve- nær réttarhöld yrðu hafin i máli þessa fólks, en þar á meðal eru ýmsir ættingjar Haile Selassie keisara, og gaf í skyn að engar ráðagerðir væru uppi um að gera slíkt. Verksmióju — útsala Alafoss Opiö þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsölunm.* Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vcfnaöarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur ék ÁLAFOSS HF AK.LYSINíiASIMINN ER: 2^22480 J J»l#r0tml)lflbit> er sérlega einföld í meöförum. Með aðeins einum takka má velja um 17 sporgerðir beint vanalegt spor, beint teygjanlegt spor, zig-zag, satínsaum, skelfald, blindspor til að sauma tvöfalda efnisbrún við leggingarborða, teygjanlegan skelfald, overlock, parísarsaum, þrepspor, oddsaum, tungusaum, teygjufestispor, rúðuspor, blindfaldspor, þræðingarspor. rykkingarsaum, Auk þess má gera hnappagöt, festa á tölur og sauma út eftir vild. er fullkomin, sjálfvirk saumavél með lausum armi og innbyggðum fylgihlutakassa. Hún vegur aðeins um 12 kg. með tösku. Fullkominn íslenzkur leiðarvísir fylgir. Góð greiðslukjör. Fæst víða um land. Býður nokkur betur. FALKINN Suðurlandsbraut 8 — sími 84670.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.