Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976 15 (Jr The Guardian. Afli Breta minnkar um 10.000 tn á ári vegna samningsins • • Ongþveitisástand í brezka fiskiðnaðinum BRETAR hafa nú þungar áhyggjur af því að þorsk- verð í Bretlandi muni rjúka upp úr öllu valdi með samkomulaginu við íslendinga um lausn fisk- veiðideilunnar, auk þess sem fyrirsjáanlegt er verulega minna framboð. í The Times segir frétta- maður blaðsins í Hull, Neville Hodgkinson, að samtök brezkra togara- eigenda telji að þær veiðitakmarkanir sem í samningunum felist dragi úr afla brezkra tog- ara, einkum þorskafla, um 100.000 t. á ári. Þó svo að fiskinnflutningur muni vega he'r nokkuð upp á móti sé ljóst að brezkar húsmæóur muni þurfa að láta meir af hendi rakna fyrir soðn- inguna. Mataræðissér- fræðingur blaðsins, Patricia Tisdall, segir jafnframt í grein, að við þetta bætist aó verð- hækkanirnar muni ekki aðeins ná til þorsks, held- ur og til ýsu og kola, auk þess sem skortur er á nið- ursoðnum fiski, svo sem laxi og túnfiski. Eini nió- ursoðni fiskurinn, sem unnt sé að fá á viðunandi verði um þessar mundir, sé sardínur. Haft er eftir talsmanni sam- taka togaraeigenda aö um 110 togarar séu viö íslandsveiðar, og þá sé ekki auðvelt aö senda á veiðar annars staðar, bæði vegna þess að þeir séu illa til þess fallnir og vegna veiðitak- markana. Af þessu leiði að um 60 togarar af þessum 110 verði teknir úr untferð og 1500 tog- aramenn missi atvinnuna. Er búist við að fiskveiðibæirnir við Humru, Grimsby og Hull, muni missa um 45 togara, Fleet- wood 10 — 12, og afgangurinn lendi á Aberdeen og North Shields. Hull, sem byggir fiskveiðar sínar að langmestu leyti á út- hafsveiðum, mun verða verst úti, segir fréttamaður Times. Þegar eru um 10.000 manns at- vinnulausir í Hull og nágrenni, sem er um tíundi hluti vinnu- færra karla þar. Hnignun úthafsveiðanna undanfarna 18 mánuði hefur þegar leitt til þess að 1400 sjó- menn hefðu orðið atvinnulausir í brezka fiskiðnaðinum, segir talsmaður togaraeigenda. Árið 1971 var heildarafli Breta á ls- landsmiðum 207.000 tonn, þar af 157,000 tonn af þorski. Á síðasta ári var heildaraflinn á íslandsmiðum hins vegar að- eins 111,000 tonn, þar af 91,000 af þorski. Eins og fram hefur komið i fréttum fer brezka út- gerðin fram á bætur frá brezka ríkinu fyrir aflatap, togara sem taka þarf úr umferð og fyrir menn sem missa atvinnuna. Þá leggja forystumenn brezka fiskiðnaðarins, að sögn Times, nú höfuðáherzlu á mót- un skýrrar brezkrar fiskveiði- stefnu sem gerir þessum atvinnuvegi kleyft að skipu- leggja starfsemi sína fram í tímann, og hamla gegn þeirri þróun að Bretar reiði sig æ meir á fiskinnflutning. Heildar- afli Breta árið 1974 var 713,000 tonn, og árið 1975 671,000 tonn. Innflutningur á fiski óx hins vegar úr 145,000 tonnum í 153,000 tonn á þessum tveimur árum. Kjarnorkuverin í Kaliforníu: TILLAGA UM STÓR- AUKNAR ÖRYGGIS- KRÖFUR VAR FELLD Los Angeles 9. júnf—AP. TILLAGA um að innleiða mjög strangdr takmarkanir á starfsemi kjarnorkuvera, sem margir sér- fræðingar hafa sagt að myndu þýða bann við þessari tegund orku, var felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða kjósenda 1 Kaliforníurfki í gær. Var búizt við að þegar öll atkvæði hefðu verið talin næmi fylgi við tillögu þessa aðeins um þriðjung þeirra. Ralph Nader, neytendamálafor- sprakkinn kunni, sem barizt hef- ur fyrir samþykkt þessa frum- varps, sagði að ástæðan fvrir þess- um ósigri væri „stórlega afbökuð og röng upplýsingadreifing stórra orkuvera og olfufélaga sem beitt hafa sér að alefli gegn tillögunni. Dame Sybil Thorndike er látin London 9. júnf — NTB DAME Sybil Thorndike, ein af fremstu leikkonum Bretlands á þessari öld, lézt í London i dag, 93 ára að aldri. Hún var einkum þekkt fyrir leik sinn i verkum Shakespeares og Bernard Shaws. Hún varð fyrst til að leika Jóhönnu af Örk í „Heilagri Jóhönnu“ eftir Shaw árið 1924, en fyrir leik sinn f þvi hlutverki hlaut hún mikla frægð. Henni þótti þó ekki siður takast vel upp i melódramatískum verkum og létt- um gamanleikjum síðar meir. Að mati gagnrýnenda tiáði hún há- punkti leikferils síns 87 ára að aldri er hún árið 1969 lék aðal- hlutverkið í „There Was an Old Woman" í nýja leikhúsinu í Lond- on sem ber nafn hennar. Hún var virk leiksviðsleikkona til níræðis- aldurs. Andstæðingar frumvarpsins, sem sögðu það bjóða heim efna- hagshruni og nýrri orkukreppu, voru kampakátir yfir úrslitunum. Frumvarpið snerist ekki aðeins um öryggismál við kjarnorkuver, heldur væri um að tefla atvinnu- mál, efnahagsmál og orkuþörf íbúanna. Ef frumvarpið hefði ver- ið samþykkt hefði öllum raforku- verum í Kaliforníu verið lokað fyrir árið 1987, ef öryggisráðstöf- unum sem krafizt er i því hefði ekki verið framfylgt. í a.m.k. 10 rikjum Bandaríkjanna til viðbót- ar er verið að athuga sams konar frumvarp. Nú bjóða Rússar upp á gervikavíar Moskvu 4. júní — AP EFTIR áratugslanga tilrauna- starfsemi hefur Sovétmönnum loksins tekizt að búa til gervikav- iar. Ilann Iftur út eins og ekta- kavfar, hann bragðast svipað og ektakavíar og Ivktar svipað og ektakavlar. En hann er hins vegar mestan part gerður úr hleyptri mjólk og ýmsum öðrum náttúru- legum efnum, sem eru alls óskyld hinum eftirsóttu styrjueggjum. Svarti liturinn kemur frá tei og járnklóríði, og bragðið og Ivktin frá lax- og síldarhrognum. Þrjú ár eru sfðan skýrt var fyrst frá þess- ari uppgötvun en fyrst nýlega voru Sovétmenn orðnir svo vissir 1 sinni sök að þeir hófu fram- leiðslu á gervikavfarnum fyrir sovézkan neytendamarkað á reglubundnum grundvelli. Ekki ganga þó framleiðendur svo langt að halda þvi fram að gervikavíarinn komi i stað hins ekta, en þeir vonast þó til þess að hann leiöi til þess að hinn al- menni borgari geti á ný leyft sér að finna kavíarbragð. Kavíar hef- ur orðið æ sjaldgæfari og dýrari á sovézkum innanlandsmarkaði undanfarin áratug vegna þess að hrygningarstöðvar styrjunnar hafa verið eyðilagðar vegna áhrifa iðnvæðingarinnar. Arið 1965 gátu Sovétmenn keypt kílóið af bezta kavíar á 18 rúblur. í dag — ef kavíar finnst á annað borð — kostar kílóið 45 rúblur, sem er þriðjungur af meðal mánaðar- launum sovézkra borgara. Gervi- kavíarinn kostar hins vegar 11 rúblur kilóið, og hann hefur þeg- ar selzt vel, þótt framleiðsla hans sé enn í lágmarki. ERLENT Málaliðar fyrir rétt í Angóla Luanda 9. júní — Reuter. BtJIZT var við því að þúsundir Angólabúa myndu fara i fjölda- göngur I höfuðborginni Luanda 1 dag til að lýsa stuðningi við máls- höfðun á hendur 13 hvitum mála- liðum, en réttarhöld ( málinu eiga að hefjast á föstudag. Mála- liðarnir, — níu Bretar, tveir Bandaríkjamenn, tri og Argen- tfnumaður — náðust f borgara- styrjöldinni f landinu og eiga, að sögn lögfræðings Bandarfkja- mannanna, yfir höfði sér dauða- dóm. Að sögn lögfræðingsins er málið á hendur mönnunum 13 ekki á traustum grundvelli byggt og flestar sannanirnar byggðar á sögusögnum. A UÐÆFIPA ULS GETTYS RENNA TIL ÞRIGGJA SONA OG ELLEFU KVENNA Los AtiReles 9. júní Reuter. ERFÐASKRÁ olíuauð- jöfursins Pauls Getty hefur verið birt og sam- kvæmt henni renna 650 milljónir dollara til sona hans og ellefu kvenna. Tekið var fram í erfða- skránni að fé mætti ekki ganga til sonarsonar hans, Pauls Getty III, sem komst í fréttir fyrir fáeinum árum er ræn- ingjar höfðu hann á brott með sér og kröfðust þess að fá tvær og hálfa millj- ón dollara í lausnargjald. Getty elzti var þá mjög tregur til að reiða fram féið en gerði það á endanum. Konurnar ell- efu sem fá ýmist fé eða hluta- bréf eru lítt þekktar og aðeins er nefnt heimilisfang einnar þeirra. Sú fær eitt þúsund hlutabréf í fyrirtækinu Getty Oil Co., en hvert hlutabréf er um það bil 165 dollara virði nú. Ekki er vitað til að konur þess- ar hafi verið í þjónustu millj- arðamæringsins. Þá ákvað Getty að fimmtiu þúsund dollarar skyldu renna til að reisa minnismerki úr marmara um hann og eftirkom- endur hans á Malibu. Synirnir þrir eru Jean Ron- ald Getty, Gordon Peter Getty Paul Getty. og J. Paul Getty jr. Þá fékk fyrrverandi eiginkona hans. sem hann skildi við fyrir tutt- ugu árum 55 þúsund dollara á mánuði það sem hún á eftir ólifað. 1 erfðaskránni var klausa um að geri einhver sem þar er ekki nefndur kröfu til arfs og þvkist vera eiginkona eða sonur skuli viðkomandi aðeins hljóta tíu dollara og þó því aðeins að þeir geti lagt fram viðhlitandi máls- skjöl sem renni stoðum u'ndir kröfur þeirra. Getty lézt í London á laugar- dag 83 ára gamall. Hann mun einnig hafa látið eftir sig gífur- leg önnur verðmæti sem bund- in eru i fyrirtækjum og hluta- bréfum víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.