Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1976
17
í GÆR hófst í Reykjavík 9. þing
Bandalags fatlaðra á Norðurlönd-
um og er þetta í fyrsta skipti sem
þingið er haldið á íslandi. Þingið
sækja alls 110 fulltrúar og þar af
koma 80 frá hinum Norðurlönd-
unum. Mörg málefni er snerta hag
fatlaðra verða á dagskrá þingsins
og má þar nefna tryggingar, at-
vinnumál, endurhæfingu og farar-
tækjamál. Þingið var sett á Hótel
Sögu að viðstöddum Gunnari
Thoroddsen félagsmá lará ðherra
og Matthíasi Bjarnasyni heil-
brigðismáiaráðherra og flutti
félagsmálaráðherra ávarp við
setninguna. Þingið sjálft er haldið
í húsakynnum Hótels Loftleiða og
hafa verið gerðar nokkrar breyt-
ingar á húsnæði hótelsins til að
auðvelda fötluðum afnot af því.
Það er Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra á íslandi, sem hefur skipu-
lagt þetta þing en Bandalag fatlaðra
á Norðurlöndum var stofnað árið
1 946, og gerðist Sjálfsbjörg aðili að
bandalaginu 1961. Aðild að Banda-
Fulltrúar á 9. þingi Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum hlýða á ávarp
Gunnars Thoroddsens félagsmálaráðherra við setningu þingsins. Ljósm.
Mbl. RAX
„Við mætum alls
staðar tröppum”
lagi fatlaðra á Norðurlöndum eiga
landssambönd fatlaðra á öllum
Norðurlöndunum Framkvæmda-
stjóri þess er Svíinn Göran Karlsson
Eins og áður sagði hafa ýmsar
breytingar verið gerðar á húskynn-
um Hótels Loftleiða til að auðvelda
fötluðum að komast um og nota
hótelið Emil Guðmundsson
aðstoðarhótelstjóri sagði í samtali
við Mbl , að fimm íbúðum hótelsins
hefði verið breytt með tilliti til þarfa
fatlaðra, s.s. breikkaðar dyr á salern-
um. Þá hefði almenningssalernum
hótelsins verið breytt með tilliti til
þarfa fatlaðra og settar rennibrautir
við innganga hótelsins. Allar eru
þessar breytingar til frambúðar og
hafa þær veri'ð gerðar í samvinnu
viðfulltrúa Sjálfsbjargar
Blaðamaður Mbi ræddi stuttlega
við fjóra af erlendu þátttakendunum
á þinginu og forvitnaðist lítillega um
aðstöðu fatlaðra í heimalöndum
þeirra Fyrst tókum við tali Erik
Knudsen, formann Landssambands
fatlaðra í Danmörku Knudsen sagði
að félagar landssambandsins í Dan-
mörku væru nú um 35 þúsund en
sú tala gæfi þó engan vegin full-
nægjandi mynd af tölu fatlaðra þar í
landi ..Vandamálin eru ekki ólík hér
og í Danmörku." sagði Knudsen og
hélt áfram ,,Við rekumst hvarvetna
á of þröngar dyr, s.s. á salernum, en
síðan 1970 hafa verið í gildi lög i
Danmörku, sem kveða á um að allar
dyr skuli að lágmarki vera 7 5 cm á
breidd Stærsta vandamálið fyrir
fatlaða er í flestum tilvikum að geta
fært sig milli staða
Aðspurður um atvinnuástand hjá
fötluðum i Danmörku sagði Knud-
sen, að rikjandi atvinnuleysi þar i
landi hefði einnig veruleg áhrif á
atvinnumöguleika fatlaðra, en nú er
þess í vaxandi mæli gætt að hugsa
fyrir því að fatlaðir geti unnið á
vinnustöðum og þá ekki sizt þegar
settar eru af stað einhverjar nýjung-
ar í atvinnulífinu. ,,En það er sama
hvort við erum að tala um atvinnu-
mál fatlaðra eða málefni þeirra al-
mennt, við mætum alls staðar tröpp-
um, tröppum, sem hindra að fólk i
hjólastójum geti komizt leiðar sinn-
ar," sagði Knudsen Hann tók fram
að það hefði verið sér dýrmæt
reynsla að heyra islenzku ráðherrana
lýsa áhuga íslenzkra stjórnmála-
Börje Nilsson
Rætt við
fulltrúa á
þingi Banda-
lags fatlaðra
á Norð-
urlöndum
Erik Knudsen
Tor-Albert Henni
manna á þvi að finna lausn á
vandamálum fatlaðra og sagðist
Knudsen hafa bent þeim á, að með-
al aðkallandi verkefna væri að koma
upp sameiginlegri miðstöð fyr-
ir hjálpartæki handa fötluðum og
þar væri Norðurlandaráð kjörinn
vettvangur
Næst hittum við að máli Tor-
Albert Henni formann sambands
fatlaðra í Noregi, en félagar þess eru
um 35 þúsund Talið barst fyrst að
möguleikum fatlaðra til að komast
inn og út úr húsum Henni sagði, að
vandamálið væri jafnan að fólkið i
hjólastólunum gleymdist en nú 1.
júlí n.k taka gildi i Noregi lög um að
allar byggingar, s.s. vinnustaðir, op-
inberar stofnanir og húsnæði fyrir
fleiri en 4 íbúa, skuli þannig úr garði
gert að fólk í hjólastólum geti komizt
þar um Hjá Henni kom fram að
atvinnumál fatlaðra hafa m a verið
leyst með stofnun verndaðra vinnu-
staða, en hann tók fram, að mönn-
um hætti oft til að gleyma þvi, að
fötluðum fjölgar og sagðist Tor-
Albert Henni ekki vilja undanskilja í
þessu áfengissjúklinga og eiturlyfja-
neytendur, sem oft á tíðum þyrftu
sömu aðstöðu og fatlaðir
Skólamál bárust þessu næst i tal
og sagði Henni þá skoðun ríkjandi i
Noregi, að rétt væri að setja fötluð
börn í skólum með heilbrigðum,
en hafa þau ekki í sérstökum skóla
nema um alvarlega fötlun væri að
ræða Að síðustu sagði Henni það
gagnlegt og gott að geta hitt fólk,
sem ynni að líkum verkefnum í ná-
grannalöndunum
Börje Nilsson er i hópi fulltrú-
anna frá Svíþjóð Hann er þingmað-
ur í heimalandi sínu og hefur mjög
unnið að málefnum fatlaðra Nilsson
sagði, að nú væri talið, að um 1
millj manna á aldrinum frá 16 til
67 ára væri fötluð i Sviþjóð og þar
af eru 25 þúsund í hjólastólum A
sama hátt og í Noregi eru nú um
þessar mundir að taka gildi lög, þar
sem gerð er krafa um að húsnæði í
Svíþjóð sé byggt þannig að fatlaðir
geti komizt um það á eigin spýtur
Hvað snertir atvinnumál fatlaðra þá
ríkir sú skipan i Svíþjóð, að þeim
atvinnurekendum, sem hafa fatlaða í
vinnu geta fengið allt að 40% af
launakostnaði úr ríkissjóði Nilsson
tók undir þá skoðun Norðmannsins,
að rétt væri að fötluð börn gengju í
sameiginlegan skóla en ekki sér-
staka nema i undantekningartilvik
um ..Fatlað fólk, hvort sem það eru
börn eða fullorðnir, eiga að hafa
sömu möguleika og annað fólk í
þjóðfélaginu að lifa með öðru fólki,"
sagð Nilsson Hjá Nilsson kom fram
að stefnt er að auknu samstarfi fatl-
aðra ungmenna á Norðurlöndum og
verður á næsta sumri haldið sameig-
inlegt mót fatlaðra unglinga frá
Norðurlöndum, þar sem ætlunin er
að þeir ræði eigin vandamál.
Að síðustu hittum við að máli finn-
an Tapani Virkkunen en hann er
varaformaður sambands fatlaðra i
Finnlandi Hann sagði að erfitt væri
að segja fyrir um fjölda fatlaðra í
Framhald á bls. 31.
Tapani Virkkunen
Olía fyrir
Islendinga
íslandsvinurinn Ivar Eskeland hef-
ur undanfarið séð um þátt í norska
útvarpinu, nokkurs konar morgun-
rabb þar sem fjailað er um ýmis mál
líðandi stundar og þá gjarnan í léttum
dúr. Þáttur þessi er mjög vinsæll í
norska útvarpinu og hefur Ivar Eske-
land notað hvert mögulegt tækifæri
til að minnast á ísland og íslendinga í
þessum þáttum og reynt að koma mál-
stað landans á framfæri. í þeim pistli
sem hér fer á eftir fjallar Ivar Eske-
land um olíuna undan ströndum Nor-
egs og að sjálfsögðu kemur Ivar Eske-
land inn á málstað tslands í þessari
grein.
Dafíarnir lirta og þart vorður
stöðugt nteira og nteira spenn-
andi aó fylííjast med hvernis
þeirn geaRur að ntjólka hinar
risavöxnu kýr úti á fiskintiöun-
um okkar. Annars eru þetta
merkileftar kýr þvi júsrin snúa
upp og mjólkin úr þeint er
svört en ekki hvít. ()f> að hugsa
sér, nú hafa þeir laj;t leiöslur
fvrir þessa mjólk inn á skozkar
hafnir. Þar er mjólkin skilin
og úr verður flugvélabenzín o>t
asfalt og allt þar á milli. Því-
likt og annað eins.
Það verður gaman að sjá
hvað kemur út úr þessu nýja
sameignarfjósi okkar úti í hafi.
Annaðhvort veröum við öll for-
rík: það vrði a’gilegt. Kða þá að
við gra’ðum ekkert á a’vintýr-
inu ef Arabarnir verða svo
ósvífnir að la'kka verðið. Þá
sitjum við í olíusullinu og get-
um haft það svo da'gilegt.
Sjálfur a'tlaði ég mér að
græða vel á olíunni. Kg og kon-
an min fjölmenntum til að
kaupa 8 hlutabréf í olíufyrir-
ta’kinu: misnotuðum ekki eina
einustu fra'nku, hvorki dauða
né lifandi. Keyptum bara 8
hlutabréf, 4 hvort, eins og lög-
legt var og skrifað stóð. Við
höfum eytt 800 krónum og sá-
um fyrir okkur yndislega elli.
Við vorum orðnir meðlimir i
stærsta flokki Noregs, við vor-
um meðal þeirra 200 þúsunda
eða svo sem köstuðu sparifénu
sínu í Norðursjóinn upi> á von
og övon.
Þú spyrð hvort ntér sé sama
hvort ég kasti hlutabréfunum
mínum í sjóinn eða brenni
þau. Nei langt i frá. Kg ramm-
aði þau inn og hengdi upp á
vegg til minningar um siðasta
skiptið sem ég var nógu sak-
laus til að halda að ég a’tti að
bjarga rikinu og hjálpa því
með peninga til að geta farið
út í miklar framkva'mdir. Kg
hélt auk þess að rjkið myndi
gleðjast vfir fórnarlund ntinni,
en rikið gleðst aldrei. Uluta-
bréfin munu fá að hanga lengi
i rammanum á veggnunt, lengi,
lengi. Þegar ..Statoil" verður
búið að kreista siðasta drop-
ann úr beljunni sinni þarna úti
í hafinu þá tekur hann sonar-
sonur minn hlutabréfin niður
af veggnunt og skundar niður
til fornbókasalans og selur þau
með 2000% gróða.
I alvöru talað þá held ég að
þetta gangi allt saman vel.
ba'ði úti á hafinu og eins hér
heima. A sinn hátt er skatta-
seðillinn hlutabréf og nú verð-
um við öll nteðeigendur í
dreifikerfinu sem verið er að
kaupa og á að þjóna öllu land-
inu. Það er talsvert vit í því og
þannig missi ég peningana
ntína. Það er líka all! i lagi segi
ég eins og fulltrúi Mos og hans
störa lands. Kf ég hef skilið
hann rétt þegar hann var á
ferð hér nýlega þá sagði hann
er hann leit á oliugræjurnar
okkar að þetta gengi bara
..ping pong ágætlega". Síðan
ba'tti hann við og var ekkert
nema brosið ,.Ban jui rong.
ehing ke nan". Kramkoma
hans var slík að hver og einn
hefði getað heillazt af honum
og Mao, og játað trú á maoism-
an n.
— Chui hei dong, sagði þessi
brosandi olíusendifulltrúi
Maos og hélt heim á leið
Síðasta Gallup-
skoðanakönnun segir að flest-
unt finnist að við höfunt það of
gott. Þegar við svo á sama tima
heimtum h.erri laun er þetta
kannski bara sagt til að hafa
gaman af hlutunum. Kða
kannski flestir þeir sem spurö-
ir voru i skoöanakönnunni hafi
verið að hugsa um nágranna
sina.
Það geri ég að minnsta kosti.
Mér finnst að við eigum að
hjálpa þeim nágranna okkar
sem minnstur er og mest þarf
á hjálp að halda. Það er lítil
þjóð i vestri. sem á i miklum
erfiðleikum með að fá endana
til að ná saman. Þessi þjóð lifir
á þorski en um nokkurt skeið
hefur engin endurnýjun orðið
i þorskstofninum. ásóknin hef-
ur verið svo mikil. Við skuld-
um þessari þjóð okkar gömlu
sögu. Hvernig v;eri að þú ta’kir
einn spenan Statoil og beindir
honum að íslandi. sendir þang-
að bara smá bunu á ári.
kannski 1/1000 af norskt i olíu-
framleiðslu? Na'stum því
ókeypis? Fyrir Snorra þö ekki
va’fi annaö.