Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNÍ 1976 7 Breyttir starfshættir landhelgisgæzlu Flest löggæzluskipa okkar eru löskuð, að vísu misjafniega mikið, og þarfnast viðgerða. Þess- um viðgerðum verður nú sinnt, eftir því sem að- stæður leyfa, jafnframt því að haldið verður uppi fullri gæzlu á miðunum. Ljóst er, að farsæl og frið- samleg lausn landhelgis- deilunnar við Breta hefur í för með sér breytta starfs- hætti gæzlunnar. Hún getur nú betur sinnt margháttuðu eftirlits- starfi, sem átökin við Breta komu nær i veg fyr- ir, m.a. með veiðarfærum erlendra og innlendra fiskiskipa á miðunum. Slíkt eftirlit er þegar kom- ið á gott skrið. Sem betur fer hafa veiðarfæri flestra skipa reynzt lögleg, þó með einni undantekningu. V-þýzki togarinn Bremer- haven var staðinn að þvi að vera með klædda vörpu og möskvastærð allt niður i 45 mm. Sá togari hefur nú verið sviptur veiðiheimildum og visaðaf íslandsmiðum Það er mjög mikilvægt, að gæzlunni gefist tóm til að sinna slíkum eftirlits- störfum, bæði með inn- lendum og erlendum veiðiskipum. Ekki síður að nú verða hin alfriðuðu hrygningar- og uppeldis- svæði ungfisks virt í raun. Þá skiptir og miklu máli, að sjávarútvegs- ráðuneytið getur nú friðað án fyrirvara um ákveðinn tima einstök hafsvæði, sem ungfiskur kann að ganga á, ef fiskifræðingar telja slíkt æskilegt frá fiskverndarsjónarmiði. Þjóð í þakkarskuld Starfsmenn landhelgis- gæzlunnar hafa á undan fömum mánuðum sinnt sínum skyldustörfum með þeim hætti, að þar er þjóðin öll i þakkarskuld. Við erfiðar aðstæður hafa þeir torveldað ólöglegar veiðar verulega og styrkt þá samningsaðstöðu, sem að lyktum leiddi til viðun- andi skammtíma samn- inga og viðurkenningar mótaðilans á 200 mílna fiskveiðilandhelgi okkar. Það er mikið lán að engir löggæzlumanna okkar á miðunum skuli hafa týnt lífi eða slasazt, svo orð sé á gerandi, T öllum þeim hildarleik, sem nú er að baki. Þar munaði þó oft mjóu og átökin höfðu svo sannarlega þróazt á það hættustig, að hvenær sem er gat leitt til lífstjóns. Sem betur fer fannst lausn á deilunni áður en kom til svo alvarlegra at- burða: lausn, sem fól í sér fulla viðurkenningu á fisk- veiðilandhelgi okkar. Hefði stjórnarandstað an hinsvegar fengið vilja sinn í þessu efn^ þ.e. sam- komulagsleiðinni verið lokað, væri landhelgis- átökin enn i fullum gangi, með öllum þeim hættum, sem þeim var samferða — og landhelgishags- munum okkar fórnað í baráttu fyrir „markmiði" óskyldu fiskverndarsjón- armiðum, þ.e. úrsögn úr Nato, sem er pólitískt trú- aratriði íslenzkra komm- únista. Sjávarútvegs- ráðstefna FSN Þeim sigri, sem nú hef- ur náðst, þarf þegar að fylgja eftir með óhjá- kvæmilegum fiskverndar- aðgerðum, sem miði að því, að helztu nytjafiskar okkar nái sem fyrst eðli- legri stofnstærð á ný, svo þeir geti gefið hámarksaf- rakstur í þjóðarbúið. Þetta er máski stærsta og af- drifaríkasta verkefni núlif- andi kynslóðar í landinu. Skynsamleg stjórnun veiða og vinnslu er óhjá- kvæmilegur undanfari ár- angurs f því efni. Þar þurfa heildarsjónarmið en ekki þröng hagsmuna- sjónarmið afmarkaðra svæða að ráða ferð, þótt réttmætt tillit þurfi að taka til allra landshluta Norðlendingar riða á vaðið með ráðstefnu um þetta efni. Fjórðungssam band Norðlendinga efnir til ráðstefnu nk. laugar- dag, þar sem sveitar- stjórnarmenn, hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi og fiskvinnslu á Norðurlandi, fulltrúar sjávarútvegs- ráðuneytis og fiskfræð- ingar þinga um nýtingu hafsvæðisins fyrir Norður- landi, frá Horni að Langa nesi. Markmið ráðstefn- unnar er að undirbúa sam- ræmda stefnu í þessu efni á grundvelli könnunar á stöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu í landsfjórð- ungnum. Ráðstefnunni verður fylgt eftir með skipun nefndar sem held- ur starfi hennar áfram, og leggur niðurstöður sínar fyrir fjórðungsþing FSN, sem haldið verður i Siglu- firði i ágústlok nk. Von- andi tekst hér til sem til er stofnað. (MtDSENDING lll Broyt eigenda Þann 12. júní kemur sérstakur viðgerða- og þjónustubíll frá Breyt verksmiðjunum til lands- ins. Bíllinn, ásamt norskum sérfræðingi mun ferðast um landið og veita Broyt eigendum ókeypis yfirferð og stillingu á vélum þeirra. Ferðin hefst á Seyðisfiröi. Skrifið eða hringið í Velti h/f, Suðurlandsbraut 16, sími 35200, og pantið Broytbílinn til ykkar. Sérfræðingurinn metur ástand vélarinnar, fer yfir og stillir vökvakerfið, og gerir við. Við- gerðir og varahlutir eru gjald- skyld, en yfirferð og um það bil 50-90 stillingaratriði eru ó- keypis. Pantið Broytbílinn til ykkar strax í dag, svo að hægt sé að senda bílinn og sérfræðinga á vinnustað ykkar! VELTIR HF Suðurlandsbraut 16*Simi 35200 Ég óska eftir Breyt yfirferö og Nafn________________________________________________ stillingu. Látið Braytbílinn koma við hjá mér. Heimilisfang_________________________________Sími Vinnustaður T résmíðameistarar óskast til að gera tilboð i að endurnýja þök á þrem samliggjandi húsum við Miklubraut. Upplýsingar i síma 10573. BLÓMAKER GARÐÞREP MOSAIK HF. SssSS*4 Til sölu sérlega vel með farinn Mercury Comet Custom árgerð '74. Vökvastýri — sjálfskiptur. Ekinn 28 þús. km. Upplýsingar í sima 13699 kl. 12 —14 og 34521, kl. 19 — 20. PHIUPS PHILIPS KANN TÖKIN A TÆKNINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.