Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNf 1976 Miklar umræður 1 borgarstjórn: Ákveðið hlutfall stórra íbúða í fjölbýlishúsum í Breiðholti IQ Á borgarstjórnarfur.di 3. maí urðu 3 klst. langrr um- ræður um íhúðaskiptingu fjölbýlishúsa í austurhluta norðurdeildar í Breiðholti III. Einnig var ræit um bréf Einhamars s.f. varð- andi íbúðaskiptinpu í f jöl- ovlishúsum á svæ< imi. Fyrstur tók til máls Markús Orn Antonsson (S) oí> saííði aó lífk'jíar umræð- ur hefðu orðið um skipulags- mái í F’ella- o« Hólahverfi. Vaxtarverkir nýrra íbúðahverfa í Rovkiavík hafa ávallt uert vart við sig og nú síðast í Arbæjar- og Breiðholtshverfum. Sagði Mark- ús, að þar hefði orðið vart miður æskilegra fylgifiska hraðvaxtar í byggingarmálum á afmörkuðum svæðum. Opinberar aðgerðir í húsnæðismálum hafa stuðlað að því, að stærðir íbúðanna eru of staðlaðar og samsetning ibúa- hópsins of einhæf. Sagðist Mark- ús bess fullviss að af feneinni Bætid Blautjunkt í bílinn Blaupunkt Tempelhof CR Sambyggt bíltæki og stereo kass- ettuspilar. Tóngæði frábær. Spól- un áfram, stöðvast þegar á enda er komið. Hefur LB og MB. Þér getið sjálf valið yðar eigin óskalög af kassettubandi og leikið það hvar og hvenær sem er. Blaupunkt Hamburg í þessu tæki koma fram aukin þægindi, sem eru forval á stöð „sjálfstilling". Hægt er að velja stillingu fjögurra stöðva á MB einnar á LB. KJÖRDÆMAFUNDIR FORSÆTISRÁÐHERRA Geír Hallgrimsson, forsætisráöherra flytur ræöu og svarar fyrírspurnum fundargesta Takíö þátt í fundum forsætísráðherra reynslu myndu borgarfulltrúar hafa viljað haga skipulagi öðru vísi en gert var. Æskilegt hefði verið að félagsleg vandamál og tekjulægsta fólkið hefði ekki safnast saman á svo þröngu svæði sem raun ber vitni. Nú væru því síðustu forvöð að koma við nauð- synlegum úrræðum til breytinga. Skipulagsnefnd hefur þvi sam- þykkt tillögu þess efnis að hlut- fall stórra íbúða (yfir 4 herb.) skuli verða 12.5% í þeim fjölbýlis- húsum sem senn munu hefjast byggingarframkvæmdir við í norðausturdeild Breiðholts III. í upphafi var gert ráð fyrir að hlut- fallið yrði 20%. Mál þetta er til komið vegna óska Einhamars um að fá að byggja 4 herb. íbúðir og smærri í fjölbýlishúsum sinum. Þá sagði Markús að það væri stað- reynd að ibúar Reykjavíkur skipt- ust í tekjuflokka en með bygg- ingu stórra íbúða væri von til að jafnvægi skapaðist milli mismun- andi tekjuhópa.r Magnús L.l Sveinsson, (S)| sagði að nýtingl íbúða í Reykja-f vík minnkaði sí-l fellt og meðall íbúafjöldinn væri 3 á íbúð, og að það ætti öllum að vera ljóst að ákvörðun borgar- stjórnar um byggingu stórra ibúða stjórnaði ekki nýtingunni. Hann sagðist alls ekki vilja meina mönnum að byggja stórar íbúðir heldur ættj hverjum og einum að vera það í sjálfsvald sett og í raun ætti lögmálið um framboð og eft- irspurn að ráða. Orsök þess, hversu fáir ibúar eru tiltölulega á íbúð i eldri borgarhlutum er lána- pólitíkin sem stuðlar að því að fjármagnið renni nær eingöngu til nýrra íbúða. Magnús gat þess að nú væri af sem áður var að kjallarinn eða risið væri innréttað fyrir ungu hjónin heldur byggðu þau jafnvel strax upp úr tvítugu. Óskaíbúðirnar væru litlar og sem dæmi nefndi hann að af 1027 um- sóknum um íbúðir í verkamanna- bústöðum i Breiðholti voru 75% sem sóttu um 3 herb. eða minna. Hann sagði síðan, að aðalrökin fyrir byggingu stórra íbúða væri að fólkið gæti búið lengi innan sama hverfis. Nefndi hann Mela- og Hagahverfin sem dæmi um íbúðahverfi með stórum íbúðum þar sem þó hefði fækkað um 20—30% frá 1960—1970. Það væri því augljóst, að þó að kvaðir yrðu settar um að ákveðin %íbúða Alca.VSINGASÍMINN KR: 22480 jRlorjjmibinbib skyldu vera yfir 4 herbergi næðist ekki stjórnun. Sigurjón Péturs-| son (Alb) sagði,f að þetta væri al- varlegt mál ogjjg nóg væri af| skipulagsmis- | tökum í Breið-i holti III. Þarll væru að meðaltali 5 íbúar í íbúð og aldursdreifing íbúanna að mestu 20—30 ár. Hann sagði mjög æskilegt að blanda saman láglaunafólki og öðru fólki í borg- inni. Tók hann síðan fram að stundarhagsmunir byggingarfyr- irtækis mættu ekki ráða ferðinni. Einhamar væri gott fyrirtæki sem byggði vel og ódýrt en þrátt fyrir það mætti ekki falla frá skilyrð- um sem allir sérfræðingar borgar- innar hafa óskað eftir. Ólafur B. Thors sagði aug- ljóst. að ungt fólk hefði oftast minni mögu- leika en það eldra til að njótaL efnahagslegra gæða. Astæða| væri fyllilega til þess að miða við einhverja stýringu og þá væri 12.5% kannski ekki svo fráleitt. Guðmundur Magnússon (A) sagði að skipulagsmálin þyrfti að ræða miklu betur áður en stór ákvörðun sem þessi yrði tekin. Hér deildu menn um leiðir en ekki markmið. Þá minnti hann á hversu mjög skólamál tengjast skipulagsmálunum. Kristján Benediktsson (F) gerði grein fyr- ir afstöðu sinni og sagðist vilja hnekkja tillöguj skipulagsnefnd- ar. Kristján sagði? ákaflega hæpið,” ef borgarstjórn ætlaði nú að. setja hnefann í| borðið ekki sízt með tilliti til, að Einhamar hefur greitt gatnagerð- argjöld og látið teikna fjölbýlis- húsin. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort í raun væri þörf fyrir stórar íbúðir? Þá sagði hann að með tillögu skipulagsnefndar væri einstaklingum bundinn baggi með byggingu umframhús- næðis. Þá væri það mikilvæg spurning hvort það væri þjóðhagslega hag- kvæmt að byggja mikið af um- framhúsnæði. Hann sagði Sigurjón og fleiri ekki vera að hugsa um fbúðir fyrir barnmargt fólk, nei heldur íbúðir fyrir roskið og virðulegt fólk sem e.t.v. fer ekki á venjuleg- um tíma í vinnu, ekur á fínum bílum — slíkt setti jú svip á um- hverfið. Ef þetta fólk lægi ein- hvers staðar í kippum þá bjargaði það sér. Kristján sagði síðan að sín skoðun væri, að byggja ætti meðalstórar íbúðir og varast að byggja mikið af umframhúsnæði því lítil fjárráð væru til þess í því ástandi sem rikir í dag. I)avíð Odds- son (S) sagði, að ef borgarstjórn legði það í vana| sinn að segja1 aldrei neitt um réttmæti til- lagna frá nefnd- um og ráðum á| vegum borgarinnar þá væri ITromhnlH 5 hU 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.