Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976
31
— Trygginga-
bætur
Framhald af bls. 32
Sagði ráðherra að hann hefði
óskað eftir því að ráðuneytið
ritaði Tryggingastofnun ríkis-
ins bréf, þar sem henni væri
falið að sjá svo um að bæturnar
yrðu greiddar út mánaðarlega
framvegis alls staðar á landinu,
í síðasta lagi frá 1. júli. Sagði
Matthías Bjarnason að lokum,
að hann hefði ritað Þórunni
Friðriksdóttur bréf um þessar
iyktir mála, og kvaðst hann
vona að hún væri búin að fá
bréfið í hendur.
— „Járnfrúin”
Framhald af bls, 1
stjórnarandstöðunnar muni tæp-
lega fá meira en 290 atkvæði.
í Neðri málsstofunni voru þing-
bekkir þéttsetnir þegar Thatcher
flutti ræðu sina í dag. Hún hélt
því m.a. fram, að stefna stjórnar-
innar markaðist af reikulli hugs-
un, skuldasöfnun og hnignun.
Hún sagði, að ríkisstjórnin hefði
gefizt upp á því að viðhalda frelsi
i þjóðfélaginu og hörfaði nú frá
blönduðu hagkerfi og efnahags-
stefnu þar sem frjálst framtak
fengi að njóta sín.
James Callaghan forsætisráð-
herra sagði að kosningar í Bret-
landi á næstunni stríddu gegn
hagsmunum þjóðarinnar. Hann
sakaði Thatcher um að þyrla upp
moldviðri í þeim tilgangi að þjóna
óþreyjufullri hégómagirnd sinni
og drottnunargirni.
Þegar Margaret Thatcher gagn-
rýndi harkalega stefnu Sovétríkj-
anna í vetur nefndu Sovétmenn
hana ,,járnfrúna“ í mótmælaorð-
sendingum sínum.
— Við mætum
Framhald af bls. 17
Finnlandi en eins og víðar væri
stærsta vandamál fatlaðra þar í
landi, hversu lítið tillit væri tekið til
þarfa þeirra við skipulagningu um-
ferðarmannvirkja og húsnæðis.
..Tröppur er okkar aðalvandamál og
við höfum reynt að vekja athygli á
ýmsum leiðum, sem fara má til að
auðvelda fötluðum að komast leiðar
sinnar, og gáfum t d út bók um
þetta efni fyrir 1 0 árum Nú er verið
að gefa þessa bók út á ný,” sagði
Virkkunen
Aðspurður um með hvaða hætti
væri reynt að koma til móts við
húsnæðisþarfir fatlaðra í Finnlandi,
sagði Virkkunen, að fatlað fólk fengi
ekki neina sérstaka lánafyrirgreiðslu
til að komast yfir eigið húsnæði Nú
hefðu t d verið byggð 3 hús fyrir
fólk í hjólastólum, þar sem hver
hefur eigin íbúð Þetta húsnæði
rúmar um 500 manns, en vanda-
málið er að það eru aðrir 500, sem
einnig þurfa á sliku húsnæði að
halda ,,Þessi hús eru byggð af fé-
lögum fatlaðra, en með styrk frá
ríkinu, Ríkið horgar 60% af stofn-
kostnaði, en við verðum sjálf að
leggja fram 40% Vandamáliðer því
jafnan að fá fjármagn til þessara
framkvæmda, og það gengur ekki
alltaf vel/ sagði Virkkunen að lok-
um.
Gar öyrkj uáhöld
Útsölustaðir:
Brynja, Laugavegi 29.
Verzlun O. Ellingsen, Ánanaustum.
Jes Zimsen, Ármúla 42 — Hafnarstræti 21.
Sölufélag garðyrkjumanna, Reykjanesbraut 6.
Járnvöruverzlun K.R.O.N., Hverfisgötu 52.
Byggingavöruverzlun Kópavogs, Nýbýlavegi 8
Einnig byggingavöruverzlanir
og kaupfélög viða um land
Verð f rá Kr. 1120 þús
SUNBEAM
Allt á sama stað
Laugavegi 118- Símar 22240 og 15700
EGILL VILHJALMSSON HE
PAMPAS
TÍZKUÆÐI
FRÁECCOLET
Póstsendum
Skóverzlun Þórðar Péturssonar,
Kirkjustræti við Austurvöll, simi 14181.