Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 10
10 MORC.UNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1976 Verður Carter næsti Bandaríkjaforseti? Barátta Fords og Reagans * harðnar enn Frá Geir Haarde, fréttaritara Mbl. í Washington. EFTIR langa baráttu og rúmlega 30 forkosningar hafa linurnar nokkuð skýrzt i baráttu bandarískra stjórn- málamanna fyrir útnefningu til for- setaframboðs Að loknum siðustu forkosningum i Kaliforniu, Ohio og New Jersey í siðustu viku liggur Ijóst fyrir að sigurvegarinn meðal demókrata er Jimmy Carter fyrrum rikisstjóri í Georgiu og má hann nú heita öruggur um útnefningu Ljóst er að endanlegt uppgjör þeirra Fords og Reagans verður ekki fyrr en á landsþingi repúblikana i ágúst Stjórnmálafréttaritarar og aðrir áhugamenn um pólitik i Washington virðast almennt telja, að eins og sakir standa nú. bendi flest til þess, að Carter verði næsti forseti og muni gjörsigra hvorn sem er, Ford eða Reagan Niðurstöður forkosninganna i Demókrataflokknum og sú staða sem er komin upp i flokki repúblik- ana hefur komið á óvart Almennt var :alið fyrii nokkrum mánuðum að Jimmy Cartei ælt> liiia sem enga möguleika á að ná útnefningu og flestir sem láta srg þessi mál ein- hverju varða töldu öruggt að Ford forseti ætti visa útnefningu flokks síns En raunin hefur orðið önnur Erfiðleikar Fords i eigin flokki eru mjög óvenjulegir og fari svo að Reagan hljóti útnefningu flokksins verður það i fyrsta sinn frá árinu 1884 að starfandi forseta sem sækist eftir endurkjöri, er hafnað af eigin flokki En staða Fords hefur frá upphafi verið mjög sérstæð Hann var ekki kjörinn til starfans heldur útnefndur af Nixon á sinum tima eftir að Spiro Agnew vék úr varafor- setaembættinu með skömm haustið 1973. Sérstaða Fords verður enn Ijósari þegar þess er gætt að hefði Agnew ekki sagt af sér og Nixon ekki farið sömu leið, væri Ford alls ekki forsetaframbjóðandi nú held ur tiltölulega litt kunnur frammá- maður í röðum repúblikanaþing- manna í fulltrúadeildinni, sem aldrei hefði ætlað sér að stefna hærra Það er því mikil söguleg tilviljun að Ford skuli nú vera frambjóðandi og það hefur háð honum talsvert. Andstæðingur hans hefur að auki þann ávinning að vera góður ræðu- maður og eiga auðvelt með að tjá sig en Ford mun aldrei hafa lært að leika Stuðningsmenn Fords í flokki hans eru fæstri verulega ákafir stuðningsmenn hans og margir þingmenn og ríkisstjórar sem styðja hann gera það vegna þess að þeir hafa enga góða ástæðu til þess að gera það ekki Reagan á sér hins vegar æsta stuðningsmenn og ákafa aðdáend- ur. enda þótt sá hópur sé vafalítið mikill minnihluti bandarískra kjós- enda Ford byggir nú baráttu sína á því stefi að Reagan sé svo langt til hægri að hann eigi ekki minnsta möguleika á að hljóta kosnmgu í Svipmyndir úr sigurför. Á myndinni til vinstri áritar Jimmy Carter biblfu babtista f Plains í heimarfki sínu, Georgfu, þar sem hann var viðstaddur messu ásamt gömlum skólasystkinum sfnum. Á myndinni til hægri flytur hann Gyðingum í New Jersey boðkap sinn. Ásamt Carter á myndinni er Pinchus Teitz, rabbíi, æðsti prestur safnaðarins í bænum Elizabeth, og bera þeir báðir höfuðfat, sem strangtrúaðir Gyðingar bera jafnan við trúarathafnir sínar. Cr sýnagógunni fór Jimmv Carter beint f messuíriörð f kristinni kirkju. (AP-mvndir) Orald Ford forsrli Ronald Reafían — — mælír með jiamla híða hans somu örlÖK fordinum. og fioldwaler hlaul f kosninjfunum 1964? nóvember og muni fá sömu útreið og Barry Goldwater í kosningunum 1964 Þar að auki er engin ástæða fyrir fólk að losa sig við fordinn sinn og kaupa sér nýjan bil í ár, segir Ford, og visar með því til hinna fleygu orða sinna frá þvi er hann tók við embætti varaforseta: Ég er Ford en ekki Lincoln Hin harða keppni Fords og Reagans hefur þegar veikt stöðu flokks þeirra gagnvart demókrötum, sem virðast i þann veginn að sam- einast um suðurrikjamanninn bros- milda, sem undanfarin ár hefur eytt öllum sinum tima og starfsorku i að hljóta útnefningu flokksins. Hver er hann eiginlega þessi Jimmy Carter? hafa margir spurt undanfarna mánuði og ekki að ófyr- irsynju, þvi að hann var nær ókunnur með öllu fyrir fáeinum mánuðum. Carter hefur skrifað bækling um sjálfan sig, sem ber nafnið ..Af hverju ekki það bezta?" Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni hógvær lýsing á hæfileikum mannsins. Þar er talið upp að Carter sé bóndi og verkfræðingur, faðir og eiginmaður, stjórnmálamaður og kjarnorkufræðingur, skipuleggjari. athafnamaður, liðsforingi í sjóhern- um, ræðari og þar að auki þyki honum vænt um lög Bob Dylans og Ijóð Dylan Thomas. Þessari upp- talningu mun ætlað að höfða til allra þeirra sem eitthvað eiga sameigin- legt með lista þessum í kosninga- baráttunni hefur Carter einmitt lagt sig fram um að eiga sem flest sam- eiginlegt með sem flestum og hefur fyrir þær sakir verið sakaður um að taka óljósa afstöðu til mikilvægra mála Sjálfur segist hann aldrei muni Ijúga að kjósendum slnum eða blekkja þá á annan hátt, né heldur forðast að taka afstöðu til erfiðra vandamála Er vlst að hann á eftir að vera minntur á þessa yfirlýsingu verði hann kjörinn forseti. Carter hefur lagt mótframbjóð- endur slna i hópi demókrata að velli einn af öðrum Við upphaf for- Framhald á bls. 18 Borí>arastriðið í Libanon var upphaflega barátta milli vinstri- sinnaðra múhameðstrúarmanna og Palestínumanna annars vegar og kristinna hægrimanna hins vegar. Stríðið hefur snúizt upp í valdabaráttu sem nær til allra landa Arabaheimsins. Sú barátta getur haft alvarleg áhrif á deilu Araba og ísraelsmanna. Mikið er því í húfi i Líbanon og margt annað blandast inn í aðal- deiluna. Framtíð stefnunnar sem Rússar fylgja í þessum heimshluta er i óvissu vegna.. áptandsins. Framtíð herskárra -: Palestínu- manna undir forýstu' Yássers Ara- fats er einnig i veðiV tkráelsmenn fylgjast því vandlega nieð ástand- inu og fréttir herma að þeir hafi komið skriðdrekum fyrir hjá landamærum Líbanons. thlutun Sýrlendinga í Líbanon þjónaði upphaflega þeím tilgangi að breyta stjórnarskránni, sem á að tryggja jafnræði kristinna manna og múhameðstrúarmanna, til að tryggja þeim síðarnefndu aukin áhrif. Þannig vildi Assad koma í veg fyrir að landinu yrði skipt því að þar með taldi hann að áhrif herskárra Palestínumanna yrðu yfirgnæfandi í Líbanon. Það hefði síðan leitt til þess að hans dómi að ísraelsmenn réðust á Lí- banon til að koma í veg fyrir að þeim yrði ógnað. Þá mundi varnir Sýrlendinga veikjast og hættan sem þeim stafaði frá ísraels- mönnum aukast. Assad varð að senda skriðdreka og liðssveitir úr fastahernum inn í Libanon vegna harðvitugrar mótspyrnu vinstri sinnaðra mú- hameðstrúarmanna undir forystu Kamal Jumblatts og Palestinu- manna undir forystu Arafats gegn upphaflegum tilgangi hans sem var aðeins sá að koma aftur á því ástandi sem ríkti áður en borgarastríðið brauzt út með smá- breytingum, múhameðstrúar- mönnum i vil. Þar með virðast hagsmunir hans og Bandaríkja- manna og ísraelsmanna að mörgu leyti hafa farið saman og því hafa margir lagt trúnað á fréttir um að aðgerðir hans hafi notið stuðn- ings Bandaríkjamanna og þegj- andi samþykkis ísraelsmanna. Sýrlendingar vilja raunveru- lega gegna úrslitahlutverki í Lí- banon. Þeir vilja ekki að þar sitji stjórn sem er vinstrisinnaðri en stjórn þeirra. Þeir vilja að Palest- inumenn verði eingöngu banda- menn sínir og fjarlægja þá frá libönskum vinstrimönnum. Síðast en ekki sízt vilja þeir afstýra að borgarastríðið leiði til þess sem þeir óttast mest: skiptingar Lí- banons og íhlutunar erlendra ríkja, Israels eða Bandaríkja- manna, sem gripu til Ihlutunar í Líbanon 1959. I fyrra drógu Sýrlendingar taum Palestínumanna og vinstri- manna í stríðinu og veittu þeim hernaðarlegan og annan stuðn- ing. Þeim tókst að koma i veg fyrir að þeir væru gersigraðir en þeim tókst ekki að tryggja póli- tískt samkomulag. BANDARÍSKUR STUÐNINGUR Bandaríkjamenn komust að því að hægrimenn gátu ekki sigrað í stríðinu og að Assad vildi að hvor- ugur aðilinn ynni stríðið. Því virð- ast Bandaríkjamenn og Sýrlend- ingar hafa komizt að samkomulagi um að stuðla að sanngjarnri lausn í Líbanon. í staðinn virðast Bandaríkjamenn hafa fengið Isra- elsmenn til að samþykkja sýr- Ienzka íhlutun „innan hæfilegra marka“. Þegar vinstrimenn virtust ætla að ná undirtökunum beindust til- raunir Sýrlendinga að því að koma i veg fyrir ósigur hægri- manna og sigur vinstrimanna og Palestínumanna. Sýrlenzkir leið- togar rökstyðja þessa afstöðu á þeirri forsendu, að í Líbanon geisi ekki stríð vinstri- og hægrimanna heldur trúarbragðastyrjöld, sem verði að stöðva hvað sem það kosti. „Það er ólíklegt að við fælum frá okkur líbanska múhameðstrú- armenn því að þeir standa með Aröbum af eðlishvöt og vegna Vinstrisinnaðir hermenn í Beirút sannfæringar sinna og hags- muna,“ sagði Assad nýlega í við- tali. „Öðru máli gegnir með Mar- oníta (það er kristna menn) sem hafa frá gamalli tíð leitað til Vest- urlanda eftir hjálp. Það er skylda okkar að sameina þá og Araba og af þeirri ástæðu er gagnlegt að arabísk og múhameðsk þjóð eins og Sýrlendingar taki þá undir sinn verndarvæng." (Þessu svar- aðí Jumblatt á þá leið, að Assad væri aðeins að reyna að leyna raunverulegum tilgangi sínum, sem væri að leggja undir sig Lí- banon og múlbinda Palestínu- menn og vinstrimenn og nota þá til þess að geta gert hrossakaup við Bandaríkjamenn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.