Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNl 1976 13 Tóku próf í riti Fylkingarinnar: ,JEini tilgangurinn að koma okkur í skilning um, að þegar við kæmum út á vinnumarkaðinn væri gert Ktið úr okkur og kjör okkar væru ferleg” 0 VERKALÝÐSBARÁTTAN, 1. hefti, útgefandi Fylkingin, baráttusamtök sósíalista, nefnist bók. sem á liSnum vetri var notuS til kennslu t samfélagsfræði ( framhaldsdeildum gagnfræSastigsins t Vtghólaskóla t Kópavogi. Nemendur mótmæltu notkun þessarar kennslubókar viS skólastjórann og nokkrir foreldrar nemenda báru fram kvartanir sama efnis vi8 skólanefndarmenn t Kópavogi og var máliS tekið til umræSu á skólanefndarfundi. i framhaldi af þessari umræðu Var málið sent til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, sagði I samtali við Mbl. t gær, að utan viðtala við aðila málsins, væri Ijóst að mál þetta hefði af einhverjum ástæðum dagað uppi i höndum starfsmanna ráðpneytisins. Ráðherra sagði hins vegar, að það væri skoðun stn að fráleitt væri að nota rit eins stjórnmálaflokks sérstaklega sem kennslubók t félagsfræðilegum greinum. „Þessi bók var beinn áróður. . . . . .var Itka eina námsefnið um kjör fólks og um aðila vinnumarkaðarins." Blaðamaður Mbl ræddi af þessu tilefni við þrjá nemendur Vlghóla- skóla, sem allir voru I þeim bekkj- um, er bókin Verkalýðsbaráttan var kennd I Björg Jónsdóttir, nemandi I 5. bekk framhaldsdeildar gagn- fræðaskóla t Vighólaskóla, var að því spurð, hver hefðu verið tildrög þess að þessi bók var tekin til kennslu? „í haust, þegar kennsla hófst, bauð kennarinn okkur upp á námsefni og nefndi dæmi um verk- efni eins og stjórnmálaflokkana stjórnmálastarfsemi og atvinnusögu En hann tók fram að þessi efni væru leiðinleg og þurr. Sagðist kennarinn vera með bókina, Verkalýðsbarátt- una, 1. hefti, og án þess að við fengjum að kynna okkur efni hennar var ákveðið að hún yrði það náms- efni, sem notað yrði fyrrihluta vetrar I samfélagsfræðum. Við keyptum slðan bókina af kennaranum en hún kostaði 400 krónur eintakið " Þá var Björg spurð, hvort nem- endur hefðu verið ánægðir með bók- ina? ..Eftir að við fengum bókina i okkar hendur mótmæltum við henni og ég talaði við skólastjórann Hann vildi Ittið hafa með málið að gera og var frekar hlynntur bókinni. Skóla- stjórninn talaði að vlsu um að breyta ætti um námsefni en úr því varð ekki og um jól tókum við próf úr bókinni nema hvað nokkrum kröflum var sleppt. Þessi bók var beinn áróður enda bókin gefin út af Fylkingunni Bókin var llka eina námsefnið um kjör fólks og um aðila vinnumarkað- arins, sem við lærðum," sagði Björg að lokum ...HANNTÓK FRAM AÐ HIN EFNIN VÆRU LEIÐINLEG. . Þóra Jónasdóttir, nemandi I Vig- hólaskóla, var innt eftir áliti nem- enda á bókinni. Hún sagði: „Það var langt frá því að við værum ánægð með þessa bók. Bekkurinn minn var I hjúkraunarkjörsviði og við vild- um að farið yrði i efni tengt þeirri grein en það var ekki hægt Við vorum látin læra þessa bók, Verkalýðsbaráttuna, og það virtist vera eini tilgangurinn að koma okkur i skilning um að þegar við kæmum út á vinnumark- aðinn væri gert lltið úr okkur og kjör okkar væru ferleg Kennsla þessa kennara var lika á vissan hátt áróð- ur. Hann kom með slnar skoðanir og það mátti á honum skilja. að þær væru hið eina rétta." Aðspurð um hver hefðu verið tildrög þess að þetta námsefni var tekið til kennslu, sagði Þóra: „í haust áttum við að velja okkur námsefni Kennarinn nefndi nokkur efni, sem öll fjölluðu um stjórnmál og bað hann okkur einnig að nefna það, sem okkur langaði til að fara i. Þessi bók var tillaga hans enda tók hann það fram að hin efnin væru leiðinleg." . VIÐ TÓKUM PRÓF ÚR BÓKINNI " Þriðji nemandi Vighólaskóla, sem við ræddum við, var Valgerður Garðarsdóttir. Aðspurð um hvort nemendur hefðu verið ánægðir með bókina Verkalýðsbaráttuna sem kennslubók, sagði Valgerður: „Nei, alls ekki. En við gátum ekkert gert, þvi kennarinn sagðist hafa frjálsar hendur um námsefni. Þetta var ein hliða námsefni og hefðum við haft aðstöðu til að kynna okkur bókina áður en við keyptum hana, er vist að hún hefði ekki verið tekin til kennslu með okkar samþykki Þegar yfirvöld skólans hafa verið spurð, hvers vegna þessi bók var notuð, hefur svarið alltaf verið að þetta væri heimildarit, sem nota ætti við rit- gerðir, en það er alrangt. Við gerð- um enga ritgerð úr þessu efni og við tókum próf úr bókinni." ...FYRST OG FREMST ÆTLUO ÞEIM STÉTTVÍSUSTU MEÐAL VERKALÝÐSINS. . ." Eins og fyrr sagði er heiti bókar- innar, sem notuð var, Verkalýðsbar- áttan, 1. hefti, og er útgefandi Fylk- ingin, baráttusamtök sósialista Bók- in er tekin saman af Fylkingarfélög- um og I inngangi bókarinnar segir: „einstaka kaflar hennar, einkum þeir sem fjallað er um hagfræði, eru erfiðir aflestrar, einkum þeim, sem ekki eru vanir lestri rita um marxiska hagfræði Best væri ef umræðuhóp- ar mynduðust um bókina. . . Fylk- ingin mun skipuleggja slika um- ræðuhópa." Aftast í bókinni er að finna eyðublað fyrir áskrift að blöð- um Fylkingarinnar í inngangi bókarinnar er fjallað um tilgang hennar og segir þar: „Hver er þá leið hinnar sigursælu baráttu? Það er einmitt tilgangur þessarar bókar að gera grein fyrir nokkrum áföngum þeirrar leiðar En fyrsta skrefið er, að við gerum okkur grein fyrir þvi, að grundvöllur þess, að árangur náist, er framþróun stéttar- legs þroska og pólitiskrar vitundar meðal stéttarinnar. j sámræmi við þessa staðreynd þurfum við að starfa, tengja saman baráttu og nám (leturbr Mbl ). Þessi bók er fyrst Og fremst ætluð þeim stéttvís- ustu meðal verkalýðsins, þeim sem nú vilja mikið á sig leggja til að stuðla að aukinni stéttarvitund, til að finna leið sigursællar verkalýðsbar- áttu." „STARFSGREINA- SAMBONDIN ERU DAUÐAR OG MÁTTLAUSAR STOFNANIR. . ." Ef gripið er niður i einstökum köflum bókarinnar má finna eftirfar- lamaleg. . Þannig hefur myndast skriffinnskuveldi, sem um margt er Itkt veldi verkalýðsaðalsins innan ASÍ En borgarastéttin verður ekki knúin til þess með góðu Það verður tæpast gert nema með verkfallsað- gerðum i einhverri mynd, þótt ólög- legar séu " „ÉG TREYSTI KENNARANUM TIL AÐ VELJA NÁMSEFNI. . ." Eftir að kvörtun um notkun bókar innar Verkalýðsbaráttunnar til kennslu hafði borizt skólanefndar- mönnum í Kópavogi frá foreldrum nemenda í skólanum, var málið tekið fyrir á fundi skólanefndar Fræðslustjóri hafði þá gert skóla- stjóra Víghólaskóla aðvart um að mál þetta yrði tekið til umræðu á fundi skólanefndar og samdi við- komandi kennari þá greinargerð sem lögð var fyrir skólanefndar- fundinn. Á þessum fundi skóla- Rit Fylkingarinnar notað sem kennslubók í framhaldsdeildum gagnfræðaskóla. Nemendur og foreldrar báru fram kvartanir. Bókun í skólanefnd send til menntamálaráðu- neytisins í október sl. ráðuneytið hefur ekki svarað enn. Kennarinn segir bókina vera heimildarit — Nemendur segja bókina vera kennslubók. Fráleitt að nota rit eins stjórnmálaflokks sem kennslubók í félagsfræðilegum greinum ... — segir menntamálaráðherra. andi upplýsingar um skipan málefna aðila vinnumarkaðarins: „Félags- dóm, sem er að 4/5 hlutum stéttar- andstæðingar verkalýðsins, hafa fulltrúar borgarastéttarinnar sett til að túlka lögin um stéttarfélög og vinnudeilur. . . Ekki er lagt í að hefja verkföll á þeim tíma, sem atvinnu- rekendum kemur verst og að þeim óundirbúnum, en þannig mætti oft knýja fram sigur á skömmum tíma. . . Vinnulöggjöfin er þær laga- legu skorður, sem fulltrúar borgara- stéttarinnar setja stéttarbaráttu verkalýðsins. . . Starfsgreinasam- böndin eru dauðar og máttlausar stofnanir sem ekki einu sinni full- nægja lágmarksskilyrðum um þjónustu til handa veikburða aðildarfélögum i dreifbýli og er Verkamannasamband íslands þar gott dæmi . . . Samfara ráðandi sér- hagsmunastefnu innan BSRB er stjórnun þess og aðildarfélaganna ákaflega skriffinnskukennd og þung- nefndarinnar gerðu skólanefndar- mennirnir Richard Björgvinsson og Sigríður Pétursdóttir bókun þar sem vakin er athygli á notkun bókarinnar og bent á að útgefandi hennar sé stjórnmálasamtök. Bókin túlkj mjög einhliða skoðanir og Ijóst sé að þetta framferði kennarans beri að víta harðlega. í bókuninni er þess jafn- framt krafizt að notkun bókarinnar sem kennslubókar verði hætt og vakin verði athygli menntamálaráðu- neytisins á þessari breytni kennarans. Á þessum skólanefndarfundi var einnig lögð fram greinargerð kennarans og ákveðið að fræðslu stjóri og skólastjóri kynntu málið í ráðuneytinu. Var það gert með bréfi til ráðuneytisins frá fræðslustjóra og viðtölum skólastjórans við starfs- menn í ráðuneytinu. Skólanefndinni í Kópavogi barst síðan aldrei svar- bréf en til ráðuneytisins var málið sent I októbermánuði á sl. ári. Andrés Kristjánsson, fræðslustjóri f Kópavogi, sagði, að málið hefði ekki verið tekið til umræðu á skóla- nefndarfundum eftir að gögn máls- ins hefðu verið send til ráðuneytis- ins. Andrés tók fram, að hann liti svo á að þessi bók, Verkalýðsbarátt- an, hefði verið notuð sem heimilda- gagn og til úrvinnslu á ákveðnu efni en ekki sem kennslubók. Aðspurður um, hvort ekki bæri að líta á bók sem kennslubók, er væri eina lestrarefnið og prófað væri í, sagði Andrés: „Ef bók er notuð með þess- um hætti er greinilega um kennslu- bók að ræða " Skólastjóri Víghólaskóla, Sveinn Jóhannsson, sagði að sér hefðu ekki borizt neinar kvartanir um notkun bókarinnar fyrr en umræddur skóla- nefndarfundur var haldinn 16 október sl. og vildi hann ekki kannast við kvartanir nemenda Hjá Sveini kom fram, að hann hefði á sl. hausti sett viðkomandi kennara inn í starfið og kynnt honum námskrána Siðan sagði Sveinn " „Ég treysti kennaranum til að velja námsefni, sem svaraði til þeirra krafna, sem gerðar eru i námskrá en ég vissi að erfitt var um námsefni í samfélags- fræðum. Það var tilgangur kennarans með þessu námsefni að kynna nemendum aðila vinnu- markaðarins. í greinargerð þeirri, sem kennarinn samdi, kom fram að hann hafði leitað til Alþýðusam- bandsins um efni en það var ekki fyrir hendi. Það er min skoðun að hver kennari megi ekki halda fram sinum einkaskoðunum f kennslu og þröngva þeim upp á nemendur." MÁLIÐ DAGAÐI UPPI í HONDUM STARFS- MANNA RÁÐUNEYTISINS Að lokum ræddi blaðamaður Mbl við menntamálaráðherra, Vilhjálm Hjálmarsson, og spurðist fyrir um afdrif þessa máls innan ráðuneytis- ins Vilhjálmur sagði, að Ijóst væri að mál þetta hefði af einhverjum ástæðum dagað uppi i höndum starfsmanna ráðuneytisins. Mennta- málaráðherra var þá spurður, hvort hann teldi eðlilegt að rit gefin út af stjórnmálaflokki eða samtökum þeirra væru notuð sem kennslubæk- ur. Svar ráðherrans var á þessa leið: „Við kynningar á mótun og störfum stjórnmálaflokkanna munu stundum vera notaðir bæklingar og upp- lýsingar frá flokkunum sjálfum og sýnist mér það ekki aðfinnsluvert, ef það er lagt fyrir á hlutlausan hátt. Fráleitt er að nota rit eins flokks sérstaklega sem kennslubók i félags- fræðilegum greinum enda samrýmist það ekki námskrá skólanna. Á ég satt að segja bágt með að trúa því að það sé gert en ef slikt á sér stað er mér að sjálfsögðu þökk i að það sé upplýst, svo unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir." — t.g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.