Morgunblaðið - 19.06.1976, Page 11

Morgunblaðið - 19.06.1976, Page 11
MOROiUNBLAÐIÐ. LAUO.ARDAO.UR 19. JUNÍ 197« 1 1 Stjórnarmyndun verður erfið eftir kosningarnar á Italíu um helgina KOSNINGABARÁTTUNNI á ítalíu er lokið og á sunnudag og mánu- dag ganga kjóeendur að kjörborð- unum í tvísýnustu kosningum þar í landi frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Frá því Ítalía varð lýð- veldi árið 1946 hafa 38 ríkis- stjómir setið þar að völdum, allar undir forustu flokks kristilegra demókrata (DC), sem alla tið hefur verið stærsti flokkur landsins. í þingkosningunum árið 1972 hlutu kristilegir demókratar 38,8% atkvæða, en næst stærsti flokkur- inn, kommúnistar (PCI), 27,2%. Síðan hefur margt gerzt og kommúnistar unnið mikiðá. Nokkrir af frammámönnum kristilegra demókrata, þeirra á meðal Mariano Rumor utanríkisráðherra, hafa verið sakaðir um að hafa þegið mútur frá bandarísku flugvélasmiðjunum Lockheed, og þótt þeir hafi borið þær ásakanir til baka, hefur rann- sókn málsins verið frestað fram yfir kosningar Þá hefur efnahagur landsins versnað stórum undan- farið, gengi lírunnar fallið um rúm- lega fjórðung, og verðbólgan er komin í 35% Til þessa hafa leiðtogar kristilegra demókrata algjörlega hafnað allri stjórnarsamvinnu við kommúnista, en oft starfað með smærri flokkun- um, og þá aðallega sósíalistum (PSI Fráfarandi ríkisstjórn undir forsæti Aldo Moro var mynduð 1 1 febrúar síðastliðinn, og var það fimmta ríkisstjórn Moro Þetta var minnihlutastjórn kristilegra demókr- ata, en naut beins stuðnings sósial- demókrata (PSDI), og flokkar sósíal- ista og republikana hétu þvi að greiða ekki atkvæði gegn stjórninni Ekki leið þó á löngu þar til sósialistar drógu fyrirheit sin til baka, og kom þar aðallega til ágreiningur um sam- vinnu við kommúnista Við það missti stjórnin meirihluta sinn á þingi og féll FYLGISAUKNING _______KOMMUNISTA_____________ Þótt ekki hafi verið þingkosningar á ítaliu síðan 1972, fer ekki milli mála að margir kjósendur hafa snúið baki við kristilegum demókrötum, og má þar helzt benda á úrslit bæjar- og sveitarstjórnakosning- anna fyrir réttu ári. Þar fengu kristi- legir demókratar aðeins 35,3% at- kvæða, en kommúnistar 33,4%, og sósíalistar hækkuðu sig úr 9,6% i þingkosningunum 1 972 í 1 2% Þessi vöxtur kommúnistaflokksins hefur leitt til þess að ýmsir úr röðum kristilegra demókrata hafa látið þá skoðun í Ijós að nauðsynlegt verði að taka upp samvinnu við hann við myndun næstu ríkisstjórnar Þá hafa efnahagsvandinn, mútumálið og meint getuleysi ríkisstjórnarinnar valdið vonbrigðum margra flokks- manna, sem nú eiga erfitt með að gera upp hug sinn þegar að kjör- kassanum kemur Vandinn er bara sá, eins og núverandi formaður flokksins, Amintore Fanfani, bendir á: „Kjósið DC, þvið annars afhendið þið kommúnistum völdin " „FLOKKUR GUÐS" Þriðji hópurinn innan flokks kristi- legra demókrata er fámennari, en sá hópur hefur opinberlega lýst þvi yfir að hann muni ekki lengur geta veitt flokknum stuðning Hafa einstaka þingmenn nú boðið sig fram sem óháðir, i þeim tilgangi að veita kommúnistum stuðning eftir kosningar Hefur þessi framkoma valdið gremju i Páfaríkinu, og gaf Antonio Poma, formaður ítalska biskuparáðsins, í skyn að þeir kaþólikkar, sem tækju þátt í kosningarbaráttunni fyrir kommúnista, gætu átt á hættu að verða settir út af sakramentinu Þessa stefnu styður Páll páfi, og hefur hann sagt að stuðningur kaþólskra manna við kommúnista sé „óþolandi" Er þetta harðasta stjórn- málayfirlýsing frá páfastóli frá því árið 1 948, þegar Pius XII þáverandi páfi stjórnaði herferð kirkjunnar gegn kommúnistum, en i þing- kosningunum það ár myndaðist sá meirihluti kristilega demókrata- flokksins, sem haldið hefur velli til þessa Stuðningur kirkjunnar hefur tryggt kristilegum demókrötum völdin frá upphafi, því eins og kaþólski presturinn Giovanni Genn- ari sagði nýlega í blaðagrein „Sá sem greiddi kristilegum demókröt- um atkvæði gerði það ekki aðeins vegna stjórnmálaskoðana, heldur vegna þess að þetta var „flokkur Guðs" KOMMÚNISTAR VILJA NATO Enrico Berlinguer flokksformaður ítalskra kommúnista er um margt frábrugðinn öðrum kommúnistaleið- togum að því er virðist, og leggur ríka áherzlu á að flokkur hans sé ítalskur flokkur, algjörlega óháður valdinu í Moskvu Lýsir hann því yfir að öruggasta tryggingin fyrir sjálf- stæði Ítalíu sé aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu Þá hefur hann heitið því að flokkurinn virði lýðræði og stefni ekki að frekari þjóðnýtingu iðnaðarins Berlinguer var nýlega spurður að því hvað hann gerði ef hann kæmist nú i valdaað- stöðu eftir þessar kosningar, en missti þá aðstöðu við þær næstu Svaraði hann því til að ef svo færi, hlýddi hannn boðum kjósenda í blaðaviðtali nýlega sagði Berlinguer að flokkur hans vildi áframhaldandi aðild ítaliu að NATO, Efnahagsbandalaginu og öðrum al- þjóðasamtökum „Ég vil að ítalia verði áfram aðili að NATO vegna þess að sú skipan mála veitir land- inu mest öryggi, fyrir utan þaðaðef Ítalía færi úr þessu vestræna varnar- bandalagi, breytti það valdajafnvæg- inu i heiminum Ekki eru allir vestrænir leiðtogar hrifnir af tilhugsuninni um hugsan- lega aðild kommúnista að rikisstjórn Ítalíu Aðallega hafa áhyggjuraddir heyrzt frá Bandaríkjunum, þar sem Henry Kissinger utanríkisráðherra hefur sagt að Bandarikjunum beri að endurskoða samband sitt við NATO ef flokkur Berlinguers kemst í valda- stóla ítalia skipar mikilsverðan sess hjá NATO þar sem ein af stjórn- stöðvum bandalagsins er þar í landi, og sjötti floti Bandarikjanna hefur heimahöfn i Gaeta, rétt norðan við Napóli Margir evrópskir stjórnmálaleið togar hafa lýst svipuðum áhyggjum og Kissinger, en aðrir vilja leiða málið hjá sér og segja að ítalir einir geti leyst vanda ítaliu, og það beri að láta þá um það GÖMUL ANDLIT Margir þeirra, sem nú ætla að kjósa kommúnista. gera það ekki aðeins vegna meintrar spillingar og getuleysis flokksforustunnar Þeir eru hreinlega orðnir leiðir á sömu mönnunum i sömu hlutverkunum undanfarin 30 ár Ætlunin var að hressa upp á forustuna eftir sveitar- stjórnakosningarnar i fyrra, og þá var Amintore Fanfani vikið úr flokks formannssætinu, en Benigno Zaccagnini, sem er mun frjálslyndari kjörinn i hans stað. Zaccagnini hefur hins vegar verið sjúklingur undan farið og Fanfani tók á ný við flokks stjórninni Eiga flestir forustumenn flokksins það sameiginlegt að hafa verið með frá upphafi, þvi Fanfani. Aldo Moro forsætisráðherra, Mariano Rumor utanrikisráðherra, Giulio Andreotti efnahagsráðherra og Emilio Colombo fjármálaráðherra áttu allir sæti á stjórnarskrárþingmu. sem stofnaði lýðveldi á Ítalíu fyrir 30 árum og allir hafa þeir gegnt embætti forsætisráðherra Framhald á bls. 1S Sarkis, nýkjörinn forseti Franjieh, fráfarandi forseti Hvað som þvi líður hofur skrið- drekainnrásin haft þau áhrif að fulltrúar hinna andstæðu f.vlk- inga í Líbanon hafa aukið tilraun- ir sínar til að komast að samk,omu- la«i. Arabaríkin hafa reynt að fá samþykki deiluaðila fyrir því að þau sendi friðargæzlulið á vett- vans til að taka við hlutverki sýr- lenzka hersins sem hefur reynt að stöðva bardafiana. Kf einhver málamiðlunarlausn finnst verð- ur það álitsauki fvrír Assad. sem deilir við Anwar Sadat for- seta um forystuhlutverkið í Ar- abaheiminum. en að öðrum kosti komast völd hans í hættu. ÍSRAELSMENN RÓLEGIR Meðan þessu fer fram bíða ísra- elsmenn rólefiir átekta þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um að þeir muni láta tíl skarar skríða ef hassmunir þeirra komist í hættu. Yitzhak Rabin forsætisráðherra hefur safit að ef sýrlenzkar her- sveitir í Libanon fari yfir vissa línu. sem hann tiltók ekki, muni ísraelsmenn „fiera nauðsynlefiar ráðstafanir til verndar öryfifii sínu". Þar með virtist hann hóta innrás í Líbanon, en ísraelskir leiðtogar hafa gætt þess vandlega að hóta ekki beinlínis hernaðar- aðgerðum ok hafa ekki rætt um „íhlutun" eða „innrás". En ef Ísraelsmenn sækja inn í Líbanon gæti það komið af stað striði i líkingu við októberstríðið 1973. 'Síðan þá hefur israelski herinn verið við öllu búinn og fáir efast um að hann láti til skarar skríða ef byssunum verður snúið að Isra- el. i fvrra sagði forseti ísraelska herráðsins. Mordechai Gur hers- höfðingi, að hvers konar aðgerðir Sýrlendinga í Líbanon hefðu i för með sér fjandsamlegar „nýjar vígstöðvar" á norðurlandamærum Israels. Fyrir þremur mánuðum sagði Shimon Peres landvarnar- ráðherra að Israelsmenn mundu ekki láta viðganfiast að sýrlenzkt herlið skipti sér af borgarastrið- inu. Nú er hins vegar sagt að ákvörðun um ísraelskar aðgerðir fari eftir því hvað sýrlenzka her- liðið i Libanon sé fjölmennt, hvar það sé staðsett og hvort Libanon verður gert að sýrlenzku héraði. Yigal Allon utanríkisráðherra segir að Sýrlendingar og allir aðr- ir viðkomandi aðilar viti um þetta „rauða strik" og þvi imnna sem talað sé um það því betrá. Þetta virðist renna stoðum und- ir fréttirnar um að israelsmenn hafi lagt biessun sína yfir aðgerð- ir Sýrlendinga, en hvað sem því liður eru þeir sigri hrósandi vegna þess að Arabar berjast gegn Aröbum i Líbanon. Haft er eftir yfirmanni i israel að Assad forseti ætli að binda enda á áhrif hrevfingar Arafats, Frelsissam- taka Palestínu(PLO). og að hann hafi sannfært róttækar ríkis- stjórnir eins og þá líbýsku um að völd PLO séu orðin og mikil. Hins vegar benda aðrir á áð Líbanon hefur til þessa gætt hlutleysis í deilum Araba og ísraelsmanna og nú geti orðið breyting þar á og Gur herráðsforseti segir að Pal- estinumenn hafi öðlazt mikilvæga bardagareynslu sem verði vafa- laust notuð gegn Ísraelsmönnum. SÁTTATILRAUNIR Palestínumenn voru fyrir sitt leyti sannfærðir um þegar sýr- lenzku skriðdrekarnir voru send- ir inn i Líbanon að tilgangurinn væri sá að þurrka út skæruliða- sveitir þeirra. Arafat flýtti sér að tryggja sér stuðning Eg.vptalands, Libýu og Alsírs: Líbýski forsætis- ráðherrann, Abdel Salam Jolloud. tók að sér að reyna að sætta Sýr- lendinga og palestínsku skærulið- ana sem veittu sýrlenzku skrið- drekunum viðnám ásamt stuðn- ingsmönnum sínum úr röðuin libanskra vinstrimanna. Jalloud fékk komið því til leiðar að skip- aðar voru sameiginlegar vopna- hlésnefndir Libýumanna, Sýr- lendinga og Palestínumanna á svæóum þar sem Sýrlendingar taka þátt i bardögum. Nú siðast hefur hann tilkynnt að Sýrlend- ingar geti orðið fáanlegir til að kalla burtu herlið sitt í áföngum. Fréttir herma að Lfbýust.jórn hafi hvatt stjórn Assads til að ganga í nýtt bandalag róttækra Arabaríkja. Tilboðið virðist þó bundið því skilyrði að Sýrlending- ar hætti aðgerðum sínum i Líban- on gegn Palestínumönnum og vinstrimönnum sem Líhýumenn og írakar styðja. Arababandalagið tók einnig að sér að miðla málum og ákvað að senda friðargæzlulið skipað sýr- lenzkum. súdönskum. saudi- arabískum og alsírskum sveitum. en töf varð á þvi að ga'zluliðið ha'fi störf þar sem Suleiman Franjeh fráfarandi forseti var tregur til að-veita samþykki sitt. Egyptar notuðu tækifa'rið ti! að ráðast á Assad og Sýrlendinga og yinslit þeirra viðrast orðin alger. Egyptar hafa lokað sendiráði sínu í Damaskus og skrifstofu Sýrlend- inga i Kaíró. Þó hafa Saudi- Arabar reynt að miðla málum í deilum þeirra og svipt Sýrlend- inga fjárhagsaðstoð ti! að knýja þá til samkomulags við Egypta. Jafnframt hefur stjórn Íraks stöðvað hráoliuflutninga til einu olíuhreinsunarstöðvarinnar í Sýr- landi. ÍRAKAR VIÐBÚNIR Alvarlegra er að irak hefur sent herlið að sýrlenzku landa- mærunum. þó ekki sé Íjóst hvern- ig stjórnin í Bagdad hefur hugsað sér að beita þessum þrýstingi sín- um. Irakar hafa lengi verið ákafir stuðningsménn Palestínumanna og lílianski vinstriforinginn Jumblatt hefur beðið þá og fleiri Arabaþjóðir að senda herlið til Líbanons. Hins vegar virðast flest Arabariki fegin þvi að Sýrlend- ingar hafa tekið að sér það hlut- verk að kljást við Palestínumenn. Fallin falangisti Ef Sýrlendingum tekst að ná tökum á Palestinumönnum fá þeir betra svigrúm gagnvart Isra- el. en ef aðgerðirnar fara út um .þúfur komast völd Assads í ha'ttu. Fréttir h'afa þegar borizt um handtökur manna úr flokki baathista. emba'ttismanna. liðs- foringja, Alawita (manna úr mú h ameðsku m sért tú arf 1 okk i sem Assad tilheyrir) vegna óánægju með aðgerðirnar í Liban- on. Þar við bætist óána'gja með efnahagserfiðleika sem Sýrlend- ingar eiga við að striða. Aukin einangrun getur revnzt Sýrlendingum alvarleg. en brott- flutningur frá Iabanon yrði mikill álitshnekkir. Rússar s.já Sýrlendingum fyrir vopnum o.g styðja Palestinumenn einnig og eru því óánægðir. Einu erlendu rikin sem hrósa Sýrlendingum eru Bandarikin, Frakkland og Jórdanía. Sýrlenzki herinn hefur búið rammlega um sig i Bekaa-dalnum austur af Beirút og gæti auðveld- lega sótt inn i Beirút. Þar með gætu Sýrlendingar bundið enda á striðið, en afleiðingin gæti einnig orðið uppreisn borgarbúa. Að- staða Palestinumanna yrði jafnshem hvort heldur gerðist. Assad hefur orð fyrir að vera vát- kár o.g sennilega vill hann frið- sainlega lausn til að tryggja yöíd sín og vega upp á móti einangrun Sýrlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.