Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1976 16 Útgefandi Framk væmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000,( í lausasólu i hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. kr. á mánuði innanlands. ,00 kr. eintakið. Áróðurspési Fylkingar kennslubók í gagnfræðaskóla Ipésa, sem Fylkingin, baráttu samtök sósíalista, hefur gefið út og ber heitið „Verkalýðs- baráttan, fyrsta hefti“ getur að finna eftirfarandi viðhorf Fylkingarinnar til málefna vinnumarkaðarins og verkalýðs- samtakanna: „Félagsdóm, sem er að fjórum fimmtu hlutum stéttar- andstæðingar verkalýðsins, hafa fulltrúar borgarastéttarinnar sett til að túlka lögin um stéttarfélög og vinnudeilur... Ekki er lagt í að hefja verkföll á þeim tíma, sem atvinnurekendum kemur verst og að þeim óundirbúnum, en þannig mætti oft knýja fram sigur á skömmum tíma... Vinnu- löggjöfin er þær lagalegu skorður sem fulltrúar borgarastéttarinnar setja stéttarbaráttu verkalýðs- ins... Starfsgreinasamböndin eru dauðar og máttlausar stofnanir. sem ekki einu sinni fullnægja lágmarks skilvrðum um þjónustu til handa veikburða aðildafélög- um í dreifbýli og er Verkamanna- samband tslands þar gott dæmi ... Samfara ráðandi sérhags- munastefnu innan BSRB er stjórnun þess og aðildarfélag- anna ákaflega skriffinnskukennd og þunglamaleg ... Þannig hefur mundast skriffinskuveldi, sem um margt er Ifkt veldi verkalýðs- aðalsins innan ASI ... En borg- arastéttin verður ekki knúin til þess með góðu, það verður tæpast gert nema með verkfallsaðgerð- um 1 einhverri mynd þótt ólögleg séu.“ Hið athyglisverða við pésa þann, sém þessar tilvitnanir eru sóttar 1 er ekki að hann hefur verið gefinn út af „Fylkingunni, baráttusamtökum sósíalista". ts- land er lýðfrjálst land og hér er stjórnmálahreyfingum og öðrum, hverju nafni sem nefnast, frjálst að gefa út bæklinga eða kynna skoðanir slnar og viðhorf að vild, gagnstætt því sem er f rfkjum sósfalismans, en slíku rfki vilja Fylkingin og önnur sósfalfsk stjórnmálasamtök á tslandi koma á hér. Nei, hið eftirtektarverða við þennan pésa er sú staðre.vnd, að fvrri hluta nýliðins skólaárs var áróðursbæklingur þessi not- aður til kennslu í samfélagsfræði í framhaldsdeildum gagnfræða- stigsins í Víghólaskóla í Kópa- vogi. Nokkrir nemendur mót- mæltu notkun þessa áróðurspésa við kennslu, við skólastjóra og nokkrir foreldrar nemenda kvört- uðu við skólanefnd í Kópavogi og var greinargerð um málið send til menntamálaráðuneytisins. Kvart- anir nemenda við skólastjóra báru ekki árangur og nemendur urðu að taka próf úr bókinni um síðuðu jól. Greinargerð skóla- nefndar f Kópavogi var send til menntamálaráðuneytisins f októ- bermánuði 1975 en svar hefur ekki borizt enn, né heldur nokkur viðbrögð frá hinu háa ráðuneyti. t viðtali við Morgunblaðið í dag kemst Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, svo að orði, að mál þetta hefði af einhverjum ástæðum dagað uppi f höndum starfsmanna ráðunevtis hans. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að það verður að taka föst- um tökum þegar f stað. Tvennt vekur sérstaka athygli: 1 fyrsta lagi er ljóst, að kennarinn hefur misnotað þá aðstöðu, sem hann hefur til að velja kennslugögn fyrir nemendur sína, og fyrirskip- að þeim, þrátt fyrir mótmæli þeirra, að nota áróðurspésa frá Fylkingunni, sem nemendum þar að auki var gert að kaupa af þess- um stiórnmálasamtökum. Er þvf hér bæði um að ræða misnotkun kennarans á aðstöðu varðandi val á kennslugögnum og jafnframt misnotkun á aðstöðu f því skyni að veita þessari stjórnmálahreyf- ingu fjárhagslegan stuðning með fyrirmælum til nokkurs hóps nemenda um að verja fjármunum til kaupa á áróðursgögnum þessarar stjórnmálahreyfingar. t öðru lagi er Ijóst, að skólastjóra Vfghólaskóla bárust þegar snemma skólaárs kvartanir frá nemendum vegna notkunar þessa áróðurspésa en hann hefur ber- sýnilega haft þær kvartanir að engu og hefur ekki komið fram skvnsamleg skýring á þeirri af- stöðu skólastjórans en sjónarmið hans koma fram f frásögn Morgunbl’.ðsins af þessu máli 1 dag. 1 þriðja lagi gerast þau fáheyrðu tfðindi að mál þetta er sent menntamálaráðuneytinu og það hefur nákvæmlega ekkert gert í þvf ekkert sinnt kvörtunum sem borizt hafa frá nemendum, foreldrum nemenda og skóla- nefndarmönnum f Kópavogi. Jafnframt þvf, sem þeir aðilar, sem hér hafa komið við sögu, hljóta að verða að standa reikningsskil gerða sinna, vaknar sú spurning, hvort hugsanlegt sé, að um frekari misnotkun aðstöðu af þessu tagi geti verið að ræða f skólakerfi okkar. Kennsla í svo- nefndum þjóðfélagsfræðum eða samfélagsfræðum, en hér er raunar um svipað eða sama náms- efni að ræða, sem gengur undir mismunandi heitum, hefur rutt sér til rúms á flestum skólastig- um á undanfiirnum árum. Ljóst er, að þetta námsefni gefur tæki- færi til misnotkunar aðstöðu f þvf skyni að hafa áhrif á þjóðfélags- skoðanir nemenda, ýmist með vali kennslugagna eins og f þessu tilviki eða f munnlegri kennslu. Eru fleiri tilvik af svipuðu tagi og því, sem hér hefur verið gert að umtalsefni? Dæmið úr Víghóla- skóla gefur tilefni til að það verði rannsakað ofan f kjölinn. Það er auðvitað algjörlega óþolandi ef einstakir kennarar gera tilraun til þess að hafa áhrif á þjóðfélags- skoðanir nemenda með einum eða öðrum hætti. Blómsveigur lagður að minnisvarða Bjarna Benediktssonar, Sigrfðar Björnsdóttur og dóttursonar þeirra. 50 ára stúdentar á Þingvöllum: Lögðu blómsveig að minnisvarðanum og minntust látinna bekkjarsystkina StÐDEGIS í gær komu 50 ára stúdentar frá Menntaskólanum f Revkjavfk saman á Þingvöllum ,til þess að fagna hálfrar aldar stúdentsafmæli. Bjarni Bene- diktsson var í hópi þeirra, sem luku stúdentsprófi fyrir 50 árum, og kom hópurinn saman f gær við minnisvarðan á Þingvöllum og var lagður blómsveigur við hann. Þar flutti Ragnar Olafsson hrl. stutta ræðu og sagði: Kæru bekkjarstystkin 10. júlí 1970 barst fréttin, að Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra, kona hans og dóttursonur hefðu þá um nóttina brunnið inni hér á þessum stað. íslendingar skynjuðu þá, að þeir höfðu misst ekki aðeins stjórnmálaleiðtoga, heldur þjóðarleiðtoga sinn. Fyrir okkur bekkjarstystkin Bjarna var þetta djúp og persónu- leg sorg. Þegar við komum hér saman á 50 ára stúdentsafmæli, eru 15 okkar horfin, þau: Bjarni Benediktsson, Einar Sturlaugsson, Einar Sveinsson Eiríkur Sigurbergsson, Eyþór Gunnarsson, Fríða Proppé, Gísli Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhann Sæmundsson, Jón Blöndal, Jón Jakobsson, Jósep Einarsson, Kristinn Stefánsson, Óskar Erlendsson og Sveinn Pét- ursson. Öll þessi ágætu bekkjarsystkin okkar, sem til aldurs komust, urðu þjóðkunn og sum komust til æðstu meðorða. En nú minnumst við fyrst og fremst gleði og ánægjustunda, sem við áttum með þeim á þroskaárum okkar í Menntaskólanum og síðar alltaf þegar við hittumst. Við minnumst þeirra með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning þeirra. Um leið og við leggjum blóm- sveig að minnisvarða bróður okk- ar, sem héðan gekk svo skyndi- lega með konu sinni og dóttur- syni, sendum við kveðju til allra bekkjarsystkinanna, sem á undan eru gengin og beygjum höfuð okkar í auðmýkt og þögn. 50 ára stúdentar við minnisvarðann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.