Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1976 . ff'H O v.’» > ‘ 7 Landið og pólitíkin Okkur fslendinga greinir á um margt og flest verður okkur að pólitfsku bitbeini en þó má segja, aö Björn Th. Björnsson, listfræðing- ur, ryðji nýjar leiðir í pólitískum skætingi f blaðaviðtali sem við hann birtist fyrir rúmri viku í tilefni þess, að Alþýðubandalagið mun efna til sumarferðar fyrir flokksmenn f næstu viku. Sama dag efnir Landsmálafélagið Vörður til hinnar hefð- bundnu sumarferðar sinnar og hyggjast þess- ir tveir aðilar sækja á svipaðar slóðir að þessu sinni. Af því tilefni segir listfræðingurinn í blaðaviðtali: „Nú ætlar fhaldið að skrölta þennan sama dag sömu leið f nokkrum bflum með tvær heitar máltfðir mönnum til af- þreyingar f stað þess að nota tfmann til að vitja söguslóða og upplifa landið. Þar sem ekki tókst að fella rfkis- stjórnina á landhelgis- svikum og fá kosningar ættu nú vinstri menn að fylkja sér f þessa glæstu sumarferð og sýna hug sinn um leið og þeir hitta þar baráttufélaga sfna á góðri stund.“ Þeim mönnum er sannarlega vorkunn, eins og Birni Th. ,Björnss.vni. sem ekki geta ferðazt um land sitt og notið einstæðrar náttúru þess og fegurð- ar án þess að Ifta á slfkt ferðalag sem pólitískt áróðurstæki og bágt er sálarástand þeirra, sem ekki geta unnað öðrum þess að skoða land sitt án þess að hreyta í þá hina sömu pólitískum skætingi. Tilmæli fréttastjóra sjónvarps? í nýútkomnu hefti af tímaritinu Frjáls Verzlun segir m.a. svo: „Vegna fjölda upp- sagna hjá sjónvarpinu er þess að vænta, að ný andlit birtist á skjánum eftir sumarleyfi og fram á næsta vetur. Hjá fréttastofunni stendur til að ráða nýjan starfs- kraft og hefur verið unnið úr fyrirliggjandi umsóknum. Þegar sfðast fréttist stóð valið raunverulega milli tveggja, þeirra Sig- rúnar Stefánsdóttur, ritstjóra íslendings á Akureyri, og Einars Karls Haraldssonar, fréttastjóra Þjóð- viljans. Hann ku hafa sótt um fyrir tilmæli fréttastjóra sjónvarps- ins og er þvf harla lík- legur sem næsti frétta- maður sjónvarps." Væntanlega ber séra Emil Björnsson, frétta- stjóri sjónvarps, þessa staöhæfingu tímaritsins til baka. Það er að sjálf- sögðu útilokað að frétta- stjóri sjónvarpsins hafi óskað eftir því sérstak- lega við fréttastjóra Þjóðviljans, að hann sækti um það starf, sem þarna er um að ræða. Þvf verður ekki trúað að þeir starfshættir tfðkist hjá sjónvarpinu, sem er opinber stofnun, að starfsmenn séu ráðnir með þeim hætti sem þarna greinir frá. En hér er um svo alvar- lega staðhæfingu að tefla, að nauðsynlegt er, I að fréttastjóri sjón- | varpsins beri hana til ! baka. Sérstæðir um- gengnishættir Það er nánast dagleg- ur viðburður, þegar I ekið er um höfuð- | borgarsvæðið, að bfl- rúðu er rennt niður og I einhverju drasli, sem | ökumaður og farþegi vill losna við, er hent út I um rúðuna út á stein- | steyptar akbrautir eða grænar eyjar á milli ak- | brauta. Engin orð þarf | að hafa um þetta fram- J ferði, en það vekur sér- I staka athygli ef athugað | er hvaða fólk er í þess- um bifreiðum. að þar er | yfirleitt um að ræða | kornungt fólk, sem virðist ekki geta haft | fvrir þvf að taka drasl i úr bflum sínum og koma þvf fyrir þar sem | það á heima en notar i götur og gangstéttir og græna bletti sem ösku- | hauga. Umgengnis- i hættir af þessu tagi eru fordæmanlegir og raun- | ar svo mjög, að full i ástæða er til að beita fjársektum við slfku at- | hæfi ekki síður en við i öðrum brotum, sem ' menn gera sig seka um f | umferðinni. ■ DODGE CHARGER '74 Glæsileg bifreið, Dodge Charger 1974, er til sölu. Bifreiðin er mjög vel með farin, ekin 15 þús. mílur (mest erlendis). Litur hvítur, vinyl toppur, sjálfskipting, vökvastýri, 8 cyl., 318 cub. Bifreiðin verður sýnd í dag og á morgun að Melhaga 4. Frekari upplýsingar í síma 14088. „Hugmyndagos” á Kröflusvæðinu Mvvafnssveit 18. júnf AÐ UNDANFÖRNU hefur þess verið getið í fréttum fjölmiðla að nú væri aftur að aukast jarð- skjálftavirkni við Kröflu sam- kvæmt jarðskjálftamælum. Sí- endurtekið hefur verið, t.d. í útvarpsfréttum, að landið við Kröflu sé að lyftast, mikið gas sé í einni borholu og almenningur hér sé jafnvel far- inn að verða var við jarð- skjálfta. Talað er um breyt- ingar f sprungum suður frá Kröflu og þá er og getið um að hraunkvikan undir jarðskorp- unni sé að færast í átt að Bjarnarflagi. Huggulegt ef satt reynist fyrir þá sem þar vinna. Nú er það svo, að fólk sem les og heyrir slíkar fréttir, ekki sizt það sem í fjarlægð býr, óttast sem vonlegt er, að nú sé senn að hefjast gos alveg á næstunni. Ég vil spyrja þá sem bezt ættu að vita: Er einhver meiri hætta nú á auknum jarðskjálftum og jafnvel gosi en verið hefur? Eg hefi spurt ýmsa sem hér búa hvort þeir hafi orðið varir við jarðskjálfta að undanförnu en enginn telur sig hafa orðið þess varan. Þá hef ég kannað hjá þeim sem gæta jarðskjálfta- mælanna í ReynihUð og þeir segja að þar sé einnig mjög rólegt nú. Nú dettur auðyitað engum annað í hug en sjálfsagt og skylt sé að hafa fulla gæzlu hér og fylgjast vel með öllum breytingum sem orðið geta, svo unnt sé að gera viðeigandi ráð- stafanir ef hætta er á ferðum á þessu svæði. Jafnfráleitt er lika að vera að blása út og endur- taka fréttir sem byggðar eru á hæpnum forsendum og geta aó sjálfsögðu orðið til þess að valda hræðslu hjá fólki að ástæðulausu. Slíkt ber auðvitað að varast þvf hugmyndagos er allt annað en hraungos. — KRISTJAN Sumarbúðirnar Kópaseli Sumarbúðirnar sem eru fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára hefjast n.k. mánudag og verða námskeiðin sem hér segir: 1 námskeið 21 . til 30 júní 2. námskeið 1 . til 1 0 júlí. 3. námskeið 1 1 . til 20. júlí. 4. námskeið 21. til 30. júlí. Daggjald verður kr. 900 Systkina-afsláttur veittur. Innritun og allan nánari uppl í síma 41 570, Álfhólsvegi 32 á skrifstofutíma. Félagsmálastofnun Kópavogskaupstadar. — ' NORRÆNA HÚSIÐ mm ISLENSK NYTJALIST opid frá 14-22 5.-20. JÚNÍ1976 húsgögn wefnaður keramik auglýsingateiknun fatnaður Ijósmyndun lampar silfur textíl 200 munir, 50 hönnuðir og framleiðendur. Finnskir gestir, Vuokko og Antti Nurmesniemi. Tízkusýning- ar á Vuokko ifatnaði undir stjórn Vuokko. Guðspjall dagsins: Lúk 16, 19—31. Ríki maðurinn og Lazarus. Litur dagins er græhn: Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega Iffs. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þorsteinsson prestur Árbæjar- prestakalls messar. Séra Þórir Stephensen. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 síðd. ASPRESTAKALL Safnaðar- ferð í Þjórsárdal á sunnudag- inn kl. 8 árd. og verður þá farið frá Sunnutorgi. Messa í Stóra- Núpskirkju kl. 2 síðd. Séra Grímur Grímsson. FRÍKIRKJAN Reykjavík. Messa kl. 11 árd. Séra Þorsteinn Björnson. HALLGRlMSPRESTAKALL. Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 10 árd. í Landspítalanum. Séra Karl Sigurbjörnsson. KIRKJA Öháða safnaðarins. Messa kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. FlLADELFÍUKIRKJAN Almenn samkoma kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. ARBÆJARPRESTAKALL Guðþjónusta í Dómkirkjunni kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. HATEIGSKIRKJA Lesmessa kl. 10 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Þorvarðsson. NESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafs- son. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 11 árd. (Ath. breyttan messutíma). Fermdar verða: Klara Iaguessa og Karen Iaguessa frá Bandarfkjunum. Séra Garðar Svavarsson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Guðþjónusta kl. 11 árd. (Ath breyttan messut(ma). Séra Arelíus Níelsson. Soknarnefnd- in. BREIÐIIOLTSPRESTAKALL Messa kl. 11 árd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. GRUND — elli og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLASÓKN. Guð- þjónusta í Fellaskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. BUSTAÐAKIRKJA. Guðþjón- usta kl. 11 árd. Séra Olafur Skúlason. grensAskirkja. Messa kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal KÓPAVOGSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Jónas Gíslason lektor messar. Séra Þorbergur Kristjánsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 sfðd. Sókn- arprestur BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALI, Messa í Krosskirkju kl. 2 síðd. Séra Páll Pálsson. nnud. 20. júní kl. 14—16. fið meðferðis teikningar. TILBOÐ - SAMNINGAR húsbyggjendum að kostnaðarlausu Óameiginlegur vöru- Sérhæfðir á sviði bygg- sýningarsalur og sölu- ingariðnaðar. Allt frá skrifstofa um 40 fyrir- steinsteypu — upp í tækja teppi. Gjörið svo vel — Allt á einum stað IÐNVAL Byggingaþjónusta Bolholti 4 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.