Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1976 BclK'ska herskipið Godetia við Ægisgarð. Belgískt herskip í eimsókn í Reykjavík STATT er í Reykjavík um þess- ar mundir belgíska herskipið Godetia A 960, sem er um 2600 tonn að stærð og hefur það hlutverk að aðstoða tundur- spilla. Skipið er nú hins vegar notað til þess að hafa eftirlit með fiskveiðum Kelga og ann- arra þjóða, sem veiða cftir al- þjóðlegum samningum, sem Belgar hafa eftirlit með og stendur koma skipsins hingað f samhandi við þau stiirf. Blm. Mbl. hitti að máli skip- herrann á Godetiu, kaptein Stroobant, og hann gaf blaðinu ofangreindar upplýsingar á.samt því sem á eftir fer. Auk tveggja ofannefndra verkefna er skipið einnig notað til þjálfunar sjóliða og er með því nú allnokkur fjöldi sjóliðs- foringjaefna og annarra sem verið er að þjálfa. Þá gegnir skipið einnig hlutverki aðstoð- ar- og hjálparskips og eru um borð læknir, tannlæknir og prestur, auk tæknimanna. Full- mannað tekur skipið 140 menn, en yfirleitt eru færrí um borð. A skipinu eru yfirleitt rúmlega 10 yfirmenn. Þegar skipið er við eftirlit með fiskveiðum eru einnig um borð sérstakir eftir- Iitsmenn og fulltrúar belgíska landbúnaðarráðuneytisins. Stroobant skipherra sagðist hafa verið í belgíska flotanum Stroobant skipherra f fbúð sinni um borð. frá árinu 1949 og hingað hefur hann komið einu sinni áður, árið 1959. Sagði hanri mikið breytt frá þeim tíma, ekki sfxt verðlagið. Skipherrann sagði að í belgíska flotanum væru alls um 50 skip, flest fremur íítil, en nú væru í smfðum í Belgíu fjór- ar nýjar freigátur fyrir flotann og yrði sú fyrsta tekin i notkun í haust. Þessar freigátur verða stærstu skip flotans, en í belgíska flotanum eru nú um 4500 menn. Flotinn mun vera minnsta deild belgíska herafl- ans. Stroobant, sem er frá Os- tende í Belgíu, sagði að þar í borg væri stór fiskmarkaður og væru íslenzk skip þar tíðir gest- ir. Aðrar helztu útgerðarborgir í Belgíu eru Zeebrugge og Nieuwport. Við höfðum orð á þvi við skip- herrann að belgiski flotínn væri ekki ýkja stór miðað við flota ýmissa annarra ríkja. Hann svaraði þvi til, að flotinn væri nógu stór fyrir Belgíu. „Landið hefur aðeins 60 kíló- 'metra langa strandlengju,4' sagði hann „og er þar að auki miklu minna en Island að flat- armáli. Ætli Belgia sé ekki álíka stör og Vatnajökull." Godetia hefur komið til Reykjavíkur nokkrum sinnum áður, en þá undir annarri stjórn. Systurskip hennar, Zinnia, hefur einnig komið hingað. Skipið verður til sýnis fyrir almenning á laugardag frá kl. 15—17, en síðdegis í dag er nokkrum gestum boðið í mót- töku um borð í skipinu á vegum alræðismanns Belgiu hér á landi, Kristjáns G. Gíslasonar stórkaupmanns. Sumarverð á fiski, rækju og hörpudiski ákveðið: Grálúða hækkar um 37,4% — aðrar tegundir um 10% VEROLAGSRAÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið almennt fiskverö, er gildir frá 1. júlí til 30. septem- ber. Flestar fisktegundirnar, sem hvtta nýia fiskverð tekur til. hækka um 9%, en grálúða mun meira en aðrar tegundir eða um 37,4%. Allar verðhækkanirnar byggjast á því að ríkissjóður ábyrgist viðmiðunarverð Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á frystum fiskafurðum, eða með öðrum orðum að ríkissjóður ábyrgist að það verð, sem ákveðið er, fáist fvrir vöruna þó breyting- ar eigi sér stað á verði á mörkuð- um erlendis. Hækkanirnar eru sem hér seg- ir: Þorskur 8.8% Ysa 9,2% Stór ufsi og milliufsi 13% Smár ufsi 9,2% Steinbítur 11,7% Keila 9,2% Lúða 9,2% Grálúða 37,4% Skata, skötuselur og háfur 9,2% Verð á löngu verður óbreytt, en tvær fisktegundir, sem ekki hafa verið verðlagðar áður, eru nú verðlagðar. Er það hlýri, en lág- marksverð á honum verður 20 krónur slægðum og 16 krónur óslægðum, ennfremur langhali, sem er verðlagður á 25 krónur. Þá var gerð sú breyting á greiðslu uppbótar á línufisk að séu þær fisktegundir, sem uppbót er greidd á, ísaður í kassa í veiði- skipi greiðist 12% álag á hið al- menna verð í stað 8% ella. VERÐ ÁKVEÐIÐ Á RÆKJU OG HÖRPUDISKI Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur sömuleiðis ákveðið lág- marksverð á rækju og hörpudiski. Óskelflettri rækju í vinnsluhæfu ástandi er skipt í tvo flokka og verð stærri flokksins. 220 stk. eða færri i kg, er krönur 75. Minni rækjan, 221 til 330 stk. í hverju kg, er 35 krónur. Verð á hörpudiski í vinnslu- hæfu ástandi, 6 cm á hæð og yfir, verður krónur 35 á hvert kíló. Verðið á rækjunni var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda i nefndinni, en fulltrúar kaup- enda greiddu ekki atkvæði. BLOM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Biskupsbrá Pyrethrum roseum eða Chrysanthemum coccin- eum/cultorum BISKUPSBRÁ (Pyrethrum) er ágætt garðblóm af körfu- blómaætt, en af þeirri ætt eru margar Ijómandi fallegar garðplöntur Biskupsbráin er fjölært, háTðgert skraut- blóm, laufið fjaðurskipt, létt og finlegt. Hún ber blóm sin fyrri hluta sumars eða á há- sumri, á ógreindum stöngl- um með einu blómi á enda hvers stönguls. Sum afbrigði af Pyrethrum eru með ein- falda körfu og gulan hvirfil, önnur eru ofkrýnd. Litir eru hvitir, bleikir eða rauðir. Þetta er falleg planta, blóm- sæl, létt og glöð, um það bil 60—70 sm há og þarf að binda hana upp þegar hún er sem nú eru vinsæl og ræktuð i görðum víðs vegar um heim. Biskupsbráin blómstr- ar ágætlega hér á landi, bæði einföldu og ofkrýndu afbrigðin, en þau síðar- nefndu eru tæplega eins dugleg og hin og eru ívið lægri. Litirnir eru hreinir og fagrir og hún er auðræktuð Gott er að gefa henni áburð á haustin Biskupsbráin hefur enn fleira til síns ágætis en skrautið og skemmtilegheitin. Löngu áð- ur en jurtin varð alþekkt garðblóm var hún í heim- kynnum sinum ómetanleg nytjajurt. Blómin voru þurrk- uð og mulin í duft sem notað var til útrýmingar á skordýr- um. í blómunum er sem sé efni sem banvænt er fjölda „Eileen May Robinson" í blóma. Góð til afskurðar. Biskupsbrá er auðvelt að koma til af fræi sem spírar á því sem næst 20 dogum. Einnig má fjölga henni með skiptingu að vori til Jurtin þarf vel framræstan jarðveg og fellur vel áð fá dálitið kalk. Hún vill ekki þunga leir- kennda mold og einkum á það illa við hana að vera á þeim stað þar sem jarðvegur- inn verður vatnsósa á vetr- um Gott er að láta hana i svolitið upphækkað beð, það hindrar of mikla vetrarbleytu við ræturnar. Á blómgunar- tímanum þarf hún aftur á móti að hafa nóg vatn og vökvun til þess að njóta sin. Bezt liður henni á sólríkum stað i garðinum, hún þrifst sem sagt bezt ef hún er sólar- mpnin í lífini i Upprunalegaerbiskupsbrá in komin frá Kákasus. Þar og í Armeníu og Norður-Pers iu (íran) vex hún villt i háfjöll- um. Gegnum margra ára ræktun og úrval hafa komið fram þau stórblóm afbrigði skordýrategunda, það er samnefnt jurtinni — Pyrethrum — og er eitt elsta og öruggasta skordýraeitur sem fæst úr jurtum. Um þessa hlið jurtarinnar mætti segja athyglisverða sögu sem er of löng til þess að birta á þessum vettvangi Og hvað sem um þessa nytsemi jurtarinnar má segja gleður hún augað með feg- urð sinni þegar marglit körfu- blómin brosa við sól á sumar- dögum, Ýms nafngreind af- brigði eru i ræktun t.d. Eileen Robinson, Scarlet Glow, Mrs. Bateman Brown o.fl Annars eru blandaðir litir af fræi oftast á boðstólum Biskupsþráin marglaunar þá alúð sem lögð er við ræktun hennar. S. A. GarSyrkjufélag Islands vill benda á að loks er hin langþráða og margeftirspurða SKRÚÐ- GARÐABÓK komin I bókaverslan ir vlðs vegar um land. Til áskrif- enda er hún afgreidd á skrifstofu G. I. Amtmannsstlg 2, Reykjavik, á mánud. og fimmtud. kl. 2—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.