Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULl 1976 Freysteinn Gunnarsson fyrr- verandi skólastjóri -Minniny Freysteinn Gunnarsson var fæddur 28. ágúst 1892 ad Vola í Hraungerðishreppi í Arnessýslu. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, bóndi þar, og kona hans Guðbjörg Guðbrandsdöttir frá Koisholti í Flóa. Nokkurra vikna gamali var Freysteinn fluttur að Hróarsholti í Flóa. Þar ólst hann upp við gott atlæti hjá hjónunum Guðmundi Guðmundssyni ogGuð- rúnu Halldórsdóttur og átti hjá þeim heimili fram til tvitugsald- urs. Þau kostuðu hann til náms fram að tvítugsaldri. Freysteini þótti vænt um átthagana sína, svo sem sjá má í kvæðinu Heima, sem er í fyrri kvæðabók hans. Síðasta erindið er þannig: llór hlasir virt mór sólar sýn ásumardeKÍ vítt um krinjí. ok aldrui lilu au«u mln f oinu sla*rri f jallahrinu. Siúr sús(. «*r árda«s t»yyló skín. um Árnossýslu o« ItanKárþinu. Freysteinn Gunnarsson för í Kennaraskóla íslands haustið 1910 og lauk þar kennaraprófi vorið 1913 með góðri I. einkunn <90 stig). Eftir áramótin þennan vetur höfðu þeir bekkjarbræðurnir Freysteinn og Ingimar Jónsson — siðar prestur og skólastjóri — ákveðið að þreyta inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. En þótt þeir lykju kennaraprófi með góðri einkunn, þá urðu þeir að taka gagnfræðapróf í öllum náms- greinum 3. bekkjar gagnfræða- deildar hins almenna mennta- skóla og standast það ,,með fram- haldseinkunn“. Þeir féiagarnir, Freysteinn og Ingimar, stóðust vel inntökuprófið í 4. bekk menntaskólans. En þá og langt fram eftir árum eftir það, voru óbreytt ákvæði um inngöngu í lærdómsdeiid menntaskóla. Þetta breyttist með skólalöggjöfinni 1946 með ákvæðunum um lands- próf miðskóla. Freysteinn las svo 5. og 6. bekk menntaskólans „utan skóla“ og lauk stúdentsprófi vorið 1915. Freysteinn hafði miklar mætur á íslenzku máli og mun hafa haft hug á að nema norrænu við Hafn- arháskóla, en því varð ekki við komið vegna heimsstyrjaldarinn- ar, sem þá geisaði. Haustið 1915 settist Freysteinn í guðfræðideild Háskóla íslands og lauk þar prófi vorið 1919, með góðri einkunn. Veturinn 1919—20 kenndi Freysteinn við Flensborgarskól- ann i Hafnarfirði, en frá því að skóla lauk það vor og þar til haustið 1921 ferðaðist hann um Norðurlönd og Þýzkaland, þar sem hann kynnti sér störf lýðhá- skóla, almennra framhaldsskóla o.fl. Freysteinn dvaldi einnig um 4 mánaða skeið við Uppsalahá- skóla og kynnti sér þar ýmisiegt, er varðaði sálarfræði og uppeldis- fræði. P’ramangreind kynnisferð Frey- steins til útianda mun hafa átt sinn hlut að því, að þegar hann kom heim haustið 1921 gerðist hann kennari við Kennarasköla íslands. Aðalkennslugrein hans varð íslenzka. Kom Freysteinn þar í stað Sigurðar Guðmundsson- ar, magisters sem verið hafði fs- ienzkukennari Kennaraskólans frá 1912, en var skipaður skóla- meistari við Gagnfræðaskólann á Akureyri sumarið 1921. Hér var Freysteini mikill vandi á höndum — þ.e. að setjast í kennarastó! Sigurðar magisters — en svo vel var Freysteinn þeim vanda vax- inn, að hann varð brátt mjög mik- ils metinn og vinsæll íslenzku- kennari og var það öil árin sem hann kenndi og stjórnaði Kenn- araskólanum. Séra Magnús Helgason hætti skólastjórn við Kennaraskólann haustið 1929, fyrir aldurs sakir. Freysteinn Gunnarsson var skip- aður í skólastjórastöðuna i stað séra Magnúsar. Þótti það vel ráð- ið, bæði af samkennurum hans og þeim nemendum Kennaraskól- ans, er notið höfðu leiðsagnar þeirra beggja. Virðing þeirra og umhyggja fyrir íslenzkri tungu og sögu var okkur nemendum þeirra minnisstæð og vel að skapi. Báðir voru þeir guðfræðingar og höfðu svipaðar skoðanir í þeim efnum — svo og á uppeldismálum al- mennt. Það fór þvi vel á með þeim séra Magnúsi og Freysteini þótt aldursmunur þeirra væri 35 ár. Freysteinn Gunnarsson hætti skólastjórn fyrir aldurs sakir haustið 1962. Hafði hann þá verið nemandi í Kennaraskólanum i 3 ár, kennari í 8 ár og skólastjóri í 33 ár. Og síðan Freysteinn hætti skólastjórn hafði hann á hendi umsjón með húsnæði skólans o.fl. í 14 ár, enda bjó hann og kona hans í húsinu þar til hann fór í Landakostsspítalann á 2. í pásk- um síðastl., þar sem hann andað- ist sunnudaginn 27. þ.m. Sam- kvæmt framanskráðu hefur Kennaraskólabyggingin við Lauf- ásveg verið samastaður Frey- steins Gunnarssonar í 58 ár. En Freysteinn Gunnarsson hef- ur sinnt fleiri störfum i þágu skóla og uppeldis en hér hefur verið greint frá. Fyrst skal þess getið, að hann gerði danska orða- bók 1926 og endurskoðaði hana fyrir nokkrum árum ásamt þeim Agústi Sigurðssyni, Ole Widding o.fl. Eftir að Freysteinn hóf kennslu í Kennaraskólanum samdi hann Ágrip af setninga- fræði og greinarmerkjafræði og síðar Ritreglur og Stafsetningar- orðabók. Árin 1930 og 1935 gaf hann út Kvæði I og Kvæði II, sem gefa vel til kynna, að Freysteinn hefði vel mátt gera meira af svo góðu. Þar er m.a. að finna kvæðin „Við göngum svo léttir í lundu“ og „Syngdu meðan sólin skín". En þar mun annríki við önnur rit- störf hafa setið í fyrirrúmi. En trúlega mun talsvert geymt í kistuhandraða Freysteins af for vitnilegu efni, sem ætti að koma á prent. Þ.ám. skal bent á óprent- aða óperutexta: Tosca (1929) og Cavalleria Rusticana (1953). Árið 1958 gefur Freysteinn út afmælis- rit á 50 ára afmæli Kennaraskól- ans. Þar er mikinn fróðleik að finna. í mörgum setningar- og skólaslitaræðum Freysteins er fjallað um mikilvæg atriði í þróun skólans og aðkallandi vandamál- um hans. Þar er um atriði að ræða, sem gefa ætti út á prenti, fólki til fróðleiks og skilnings- auka á aðstöðu Kennaraskólans til menntunar kennara þau ár, sem Freysteinn Gunnarsson var þar skólastjóri. En stórvirkastur var Frey- steinn við ritstörf, þegar hann tók sér fyrir hendur að þýða mikinn fjölda valinna barna- og unglinga- bóka — aðallega úr norðurlanda- málum og þýzku. Mun þar hafa verið um nærfellt hálft hundrað bóka að ræða, er hann þýddi á því sem næst 30 árum. Merkastar þessara bóka voru 10 NONNA- bækur Jóns Sveinssonar. Aðrar bækur, sem Freysteinn þýddi, voru vel valdar til skemmtunar og fróðleiks. Og þær voru þýddar á ágætt ísienzkt mál. Þar sýndi sig, að þýðandinn var smekkmaður í efnisvali og orðhagur í bezta lagi. Þess vegna eru eigendur bóka, sem Freysteinn Gunnarsson hef- ur þýtt, ekki f vafa um það, að þar er um gott lestrarefni að ræða. Ég kynntist Freysteini Gunn- arssyni fyrst, þegar ég settist I 2. bekk Kennaraskólans haustið 1924. Þá kenndi hann þar ís- lenzku og dönsku. Sambekkingar minir, sem setið höfðu i 1. bekk skólans, sögðu, að þarna væri skemmtilegur kennari, margfróð- ur og markviss, sem ætti auðvelt með að fá nemendurna tii þess að leggja sig fram við námið. Ég komst fljótt að raun um það, að þetta var rétt, og þó enn betur, þegar kom í 3. bekk skólans, sem þá var síðasti bekkur hans. Um þessar mundir var talsverður áhugi í sambandi við kennslu i stafsetningu, greinarmerkja- fræði, ritreglum o.fl. Þar var Freysteinn áhugasamur vel og komumst við nemendur hans í Kennaraskólanum í kynni við sjónarmið hans í bókum þeim, er hann hafði þá í smíðum og gaf út litlu síðar eins og áður er um getið. Öll framkoma Freysteins var hin prúðmannlegasta bæði til orðs og æðis, utan skóla sem inn- an. Hann var hlédrægur en þó ófeiminn, víðsýnn og sanngjarn, þegar um ýmis sjónarmið var að ræða varðandi menn og málefni. Og þannig var Freysteinn ætíð. Drengskaparmaður í hvívetna. Næst lágu leiðir okkar Frey- t Móðir okkar og tengdamóðir ALEXÍA PÁLSDÓTTIR, Álfheimum 25, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 5 júlí kl 1 3 30 Páll Lúðvíksson Ása Þorgeirsdóttir Kristín Lúðvíksdóttir Friðrik Ólafsson Haraldur Lúðvíksson Valborg Eiríksdóttir Sigmundur Lúðvíksson Reinheiður Runólfsdóttir Guðlaug Lúðvíksdóttir Hermann Guðjónsson Erla Lúðvíksdóttir Hilmar Júlíusson t Eiginkona min. móðir okkar, tengdamóðir. stjúpmóðir, tengdadóttir og GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Hverfisgötu 19B, Hafnarfirði verður jarðsungin, mánudaginn 5 júli kl 2 e h frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði Kristján Simonarson Jóhanna Kolbrún Kristjánsdóttir Reynir Jónasson Hrfanhildur Kristjánsdóttir Jón Marínósson Steínþórunn Kristjánsdóttir Kristján Hauksson Guðrún Lisa Ómarsdóttir Áslaug Ásmundsdóttir og barnabörn t Innilegt þakklæti færum við öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og vinarþel í veikíndum og við fráfall KJARTANS G. GUOMUNDSSONAR bif reiðastjóra. Suðurgötu 45, Hafnarfirði Sérstakar þakkir eru færðar læknum og öðru starfsfólki Borgarspitalans og St Jósefsspítalans í Hafnarfirði fyrir þeirra mtklu hjálp Helgi Guðmundsson Viglundur Guðmundsson Eyrún Eiríksdóttir Jófríður Jóhannesdóttir Guðmundur Bentsson og bróðurbörn steins saman i Fræðslumálaskrif- stofunni i Arnarhvoli. Það var á árunum 1931—1934, þann tima sem Ásgeir Ásgeirsson þáv. fræðslumálastjóri var fyrst fjár- málaráðherra og siðar forsætis- ráðherra. Okkur Freysteini var þá -falið að gegna störfum fræðslumálastjóra þannig, að Freysteinn hafði á hendi mál æðri skólanna en undirritaður mál barna- og unglingaskólanna. Þessi ár voru lærdómsrik fyrir mig, því að samstarf okkar var náið og gott. Kynni mín af Freysteini sem samstarfsmanni urðu í stórum dráttum hliðstæð þeim, er ég hafði af honum sem kennara min- um í Kennaraskólanum. Hann var sama ljúfmennið þótt hann stjórnaði nú Kennaraskólanum og hluta fræðslumálann í iandinu. Það þótti öllum, er til hans leit- uðu, gott að sækja mál sín eða leiðsögn til úrlausnar til Frey- steins. Þótt Freysteinn virtist hafa ver- ið fáskiptinn að eðlisfari, þá var hann glaður og reifur i hópi vína og kunningja. Þá urðu stundum til vísur og kvæði, sem sjá má sýnishorn af í kvæðabókum hans. Freysteinn var ekki söngmaður, en hann var músikalskur og ljóð- elskur. Þessir þættir i fari hans komu m.a. einkum fram í því, hve auðvelt honum virtist vera að þýða erlend söngljóð á íslenzku, þannig að vel félli að laginu. Karlakór KFUM .— síðar Fóst- bræður — o.fl. hafa átt sinn þátt í því, að í söngskrám kóra hefur oft mátt sjá nafn Freysteins Gunn- arssonar sem þýðanda ljóðsins. Freysteinn Gunnarsson var góð- menni. Hann sóttist ekki eftir mannvirðingum, heiðursmerkj- um og þ.u.l. En hann mat þó vin- áttuvott samstarfsmanna sinna og unnenda, þótt eigi hefði hann það í hámælum. Hér skal aðeins geta þess, að Samband ísl barnakenn- ara gerði Freystein heiðursfélaga sinn árið 1973 í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu kenn- aramenntunar í landinu og s.á. var hann gerður stórkrossriddari hinnar ísl. fálkaorðu fyrir störf hans i þágu skóla- og uppeldis- mála, en árið 1952 hafði hann fengið riddarakross sömu orðu. Hinn 2. júlí 1924 kvæntist Frey- steinn Þorbjörgu Sígmundsdótt- ur. Börn þeirra eru Guðrún, stúd- ent og kennari, gift Garðari Jóns- syni, og Sigmundur, verkfræðing- ur, kvæntur Sigríði Jónsdóttur. Heimili þeirra Freysteins og Þorbjargar er prýtt mörgum dýr- mætum listaverkum, mörgum málverkum islenzkra málara og þá hefur frú Þorbjörg lagt sitt af mörkum með hannyrðum sínum. Þorbjörg hefur verið mikilvirk handavinnukona, sem sjá má i stofum hennar. Og eftir að Frey- steinn lét af skólastjórn, lærði hann bókband hjá Helga Tryggva- syni bókbandsmeistara og batt inn hátt á annað hundrað bóka, sem iofa meistara sinn í skrif- stofu hans og víðar. Skylt er líka að geta þess, að frú Þorbjörg fegraði lóð Kennara- skólans með blómum, runnum og trjám og vann um langt skeið sjálf að því starfi. Hún iét líka sumarbústað þeirra hjóna, sem er i Hveragerði ofan við Garðyrkju- skólann, njóta áhuga síns á sama sviði. Þarna áttu börnin og síðar barnabörnin margar ánægju- stundir. Ég vil ljúka hér máli mínu með því að þakka Freysteini Gunnars- syni skólastjóra fyrir samfylgdina frá því að leiðir okkar lágu fyrst saman i Kennaraskólanum og þar til við ræddumst síðast við fyrir nokkrum dögum i Landakotsspít- ala. Konu Freysteins, börnum þeirra barnabörnum og öðrum ættingjum votta ég samúð og árna þeim farsældar um ókomna ævi- daga. Megi íslenzka þjóðin eignast marga menn á borð við Freystein Gunnarsson. Helgi EHasson. Nokkrar endurminningar Fyrstu kynni eru oft minni*- stæð, enda koma slíkar minningar gjarnan efst í hugann þegar sam- leiðinni lýkur. Eg sá Freystein Gunnarsson i fyrsta skipti þegar hann fyrir hálfri öld kom til okkar inn í fyrsta bekk Kennaraskólans, kynnti sig hógværlega og kvaðst eiga að kenna okkur íslensku. Komu mér þau orð oft í hug, — fannst hann hafa staðið vel við þann samning. Yfirferð var drjúg, rólega að farið, timinn vel notaður, af margs konar þekkingu miðlað, minnið öruggt og spurn- ingum nemenda greiðlega svarað. Freysteinn hafði þá nýlokið setn- ingafræði sinni; að miklu leyti var það brautryðjandastarf. Ég tók strax ástfóstri við þá bók. Dönskukennari okkar var hann líka. Hann taldi kennslubókina helst til þunga, sem og var. Mikið var því erfiðað, en minna kvartað, þýðingar stundum syona upp og ofan og oft brosað, bæði við nem- endurnir og kennarinn okkar ungi, kankvís á svip með glettni í augum og mikla hárið svo dásam- lega hrokkið! Þau í efsta bekkn- um voru hreykin framan i okkur yfir því að hafa i fyrsta bekk notið reikningskennslu Frey- steins, þar sem grafið var ræki- lega niður á fast og byggt traust, — enginn gat annað en skilið reikninginn hjá honum. Þegar Freysteinn hafði tekið við stjórn Kennaraskólans af séra Magnúsi Helgasyni, vantaði enskukennara við skólann fyrir næsta vetur. Tók skólastjóri mig i þessa kennslu, enda hafði ég þá þegar allmikla og alhliða þjáifun í þeirri tungu. Linguaphone plötur bað ég um, og varð skólastjóri við þeirri beiðni. Varð þessi kennsla hin ánægjulegasta, lifandi áhugi á lifandi tungu, samtöl greið, líkt og kennari og nemendur köstuðu bolta og gripu á víxl. Haustið 1940 liggja saman leiðir okkar Freysteins á nú, þegar ég hafði fyrir nokkru bætt við mig stúdentsprófi og meira námi. Kallaði hann mig til að gegna starfi Steingríms Arasonar æf- ingakennara, meðan hann væri vestanhafs. En starfi sínu sagði hann brátt iausu, og stóð því þessi samvera og skólasamstarf okkar Freysteins allt til sumarsins 1962, er hann varð sjötugur og hætti skólastjórn. Þótt knappur væri aðbúnaður æfingabekkjar míns — eins og skólans yfirieitt — á þessum gömlu stöðvum skólans, er margs góðs að minnast, þar með talin öll samskipti við skólastjórann, bæði um kennsluæfingar og annað. Hægtalaður var hann oft, eins og embættismanni sæmir, en orð hans stóðu sem stafir á bók. Skýr endurminningin um það, þegar ég bað um skrifstofuviðtal og tjáði Freysteini löngun mína til að sækja guðfræðitíma i Há- skólanum, ef hægt væri að haga þannig stundaskrá minni hjá hon- um, — að hann segir strax bros- andi: Þetta likar mér vel; þetta verður gaman fyrir þig. Hann hafði þá fyrir nokkru íalið mér æfingakennsluna i kristnum fræðum. Norrkum árum siðar, þegar Haraldur Björnsson leikari og kennari lét af framsagnarkennslu við Kennaraskólann, lýsti ég fyrir Freysteini sjónarmiði æfinga- kennarans á þörf á framhaldi og aukningu þeirrar kennslu. Frey- steinn skildi þetta vel sem þátt i móðurmálskennslu og nauðsyn- lega menntun fyrir alla kennara, og bauð mér aðstöðu í bekkjum, sem mér notaðist vel að og ég hef lýst nokkuð i grein um þetta efni. Einn þáttur af skipulagshæfi- leikum Freysteins Gunnarssonar kom fram í því að flytja mál sitt mjög skipulega. Minnist ég þess, að nokkrum árum eftir að hann hætti skólastjórn var hann beðinn að flytja erindi fyrir nemendum í nýjum húsakynnum skólans um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.