Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER:
22480
JM«rguni>l«ttib
AUGLÝSINGASÍMENN ER:
22480
JM«r0unii[at>ib
LAUGARDAGUR 3. JULt 1976
11% út-
svar ef
óskað er
Félagsmálaráðuneytið ákveður
árlega svo sem kunnugt er, hvort
sveitarfélög megi leggja á 11%
útsvar eða hvort þau skuli leggja
á 10%, svo sem kveðið er á um f
skattalögunum. Hallgrímur Dal-
berg, ráðuneytisstjóri, sagði í
samtali við Mbl. í gær, að þau
sveitarfélög, sem sótt hefðu um
að leggja á 11%, hefðu fengið
heimild til þess. Ekki var í gær
handbær listi yfir þau sveitar-
félög, sem þegar hafa fengið
þessa heimild.
Náttúruverndar-
nefnd Eyjafjarð-
ar klofnaði
Akureyri, 2. júlí
Á FUNDI náttúruverndarnefnd-
ar Eyjafjarðar um málarnám í
landi Möðruvalla, sem haldinn
var í gær, klofnaði nefndin um
málið. Minnihlutinn, sem var for-
maður nefndarinnar, Ófeigur Ei-
ríksson bæjarfógeti, vildi leyfa
vegagerðinni malartökuna með
skilyrðum, en meirihlutinn,
Hjörtur Eldjárn og Helgi Hall-
grímsson, neituðu og bentu
Vegargerðinni á að halda áfram
að taka möl sunnar á melunum,
sem í reynd þýðir, að túnið á
næsta bæ við Möðruvelli verður
lagt undir malarnám.
Ekki er vitað, hver næstu skref
verða i máli þessu.
— St. Eir.
Miðbænum lokað
Tveir íbyggnir persónuleikar. - Ljósm rax
Verður gjald-
eyrisskammt-
urinn aukinn?
EKKl er útilokað að yfirvöld
muni fallast á einhverja rýmk-
un á núgildandi gjaldeyrisregl-
um I þá veru að auka gjald-
eyrisskammtinn sem skemmti-
ferðamenn fá til utanlands-
ferða, að því er Björgvin Guð-
mundsson, formaður gjald-
eyrisnefndar, tjáði Morgun-
blaðinu I gær, en sem kunnugt
er hefur þessi skammtur verið
óbreyttur allt frá 1964. Björg-
vin tók hins vegar fram, að
þarna væri fyrst og fremst um
pólitíska ákvörðun að ræða og
minnti á að viðskiptaráðherra
hefði lýst þvf yfir, að ekki væri
óhugsandi að einhverjar breyt-
ingar yrðu gerðar á gjaldeyris-
reglum. Aftur á móti lægi ekk-
ert fyrir um það hvenær breyt-
ing af þessu tagi tæki gildi, ef
af henni yrði né heldur hversu
slfk rýmkun kynni að verða
mikil.
Þá staðfesti Björgvin að fyrir
dyrum stæðu viðræður milli
Félags ísl. ferðaskrifstofa og
gjaldeyrisyfirvalda um gjald-
eyrisreglurnar. Björgvin dró í
efa staðhæfingar um að unnt
væri að bjóða kynnisferðir í ís-
lenzkum krónum innan ramma
núverandi gjaldeyrisreglna.
Hann benti einnig á í þessu
sambandi, að af hálfu forráða-
Framhald á bls. 31.
Tveimur sleppt
— vegna Spánarmálsins
FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN
hefur nú leyst úr gæzluvarðhaldi
þá tvo menn, sem setið hafa inni
undanfarið í tengslum við hass-
smyglið frá Marokkó til Spánar
fyrir skömmu. Var annar leystur
úr gæzluvarðhaldi í fyrrinótt en
hinn um miðjan dag í gær. Rann-
sókn málsins er þó hvergi nærri
lokið, að sögn fíkniefnalögregl-
unnar, heldur verður áfram unn-
ið að málinu.
Hreinn
varpaði
19.97 m
HREINN Halldórsson, KR,
setti glæsilegt Islandsmet á
Ólympfumótinu sem fram fór
á Laugardalsvellinum í gær-
kvöldi. Varpaði hann 19,97
metra og bætti þvf eldra met
sitt verulega, en það var 19,53
metrar, sett fyrr í sumar.
Hreinn átti einnig annað kast f
keppninni I gærkvöldi sem var
lengra en gildandi Islandsmet,
eða 19,63 metra. 1 upphitun-
inni varpaði Hreinn svo tvíveg-
is vel vfir 20 metra. Allgóður
árangur náðist f fleiri greinum
á Ólympfumótinu, en sagt
verður nánar frá þvf sfðar.
LÖGREGLAN hefur gert þær ráð-
stafanir, að loka miðbænum á
kvöldin fyrir allri umferð, nema
menn geti fært rök fyrir því að
þeir eigi erindi inn í Austurstræti
og þær götur, sem verið hafa í
svokölluðum ,,rúnti". Er þetta
gert vegna þess að á þessum göt-
um hefur verið stanzlaus straum-
ur bíla og t.d. á Hótel Islands-
lóðinni hafa menn setið og haft í
frammi hávaða og alls kyns læti.
Þá hefur og borið á talsverðum
drykkjuskap á meðal fólks.
Sendiráðið fær ekki að ræða
einslega við Sævar Ciecielski
SAKADÓMUR Reykjavfkur hef-
ur hafnað beiðni ræðismanns
bandarfska sendiráðsins um að
hann fái að ræða einslega við
einn sakborninga, Sævar
Viðræðunum við
Elkem lokið í bili
VIÐRÆÐUR við Elkem Spiger-
verket A/S, sem fram fara á veg-
um iðnaðarráðuneytisins, ganga
eðlilega að sögn Jóhannesar Nor-
dals, sem er formaður íslenzku
viðræðunefndarinnar. Þessum
áfanga viðræðnanna, sem fram
hefur farið f Reykjavfk að þessu
sinni, er nú lokið og fara Norð-
mennirnir utan f dag. Ekki hefur
verið ákveðið um framhald við-
Framhald á bls. 31.
Ciecielski, í morðmáli Guðmund-
ar Einarssonar, en Sævar situr f
gæzluvarðhaldi vegna þessa máls,
svo sem kunnugt er. Sævar
Ciecielski verður 21 árs hinn 6.
júlf og getur þá valið um, hvorn
rfkisborgararéttinn hann vill,
fslenzkan eða bandarfskan. Fyrsti
sendiráðsritari sendiráðs Banda-
rfkjanna sagði f gær, að sendiráð-
ið stæði f viðræðum við utanrfkis-
ráðuneytið vegna þessa máls, en
Pétur Thorsteinsson, sendiherra
sagði f gær að utanrfkisráðuneyt-
ið gæti ekki breytt úrskurði dóm-
stóla í málum sem þessum.
Ræðismaður Bandaríkjanna,
Charles Mirzevski, sem er starfs-
maður bandaríska sendiráðsins,
fór nýlega fram á að fá að ræða
við Sævar á grundvelli þess að
hann væri bandarískur rikis-
borgari. Örn Höskuldsson,
rannsóknardómari í þessu saka-
máli, sem um ræðir, sagði í viðtali
við Morgunblaðið í gær að ræðis-
manninum hefði ekki verið neitað
Framhaid á bis. 31.
Ný könnun á vöruverði:
Minni verðmunur í þétt-
býli og dreifbýli en ætlað var
Einnig minni verðmunur nú milli hverfis-
verzlana og stórverzlana en í fyrri könnun
STARFSMENN verðlagsskrifstof-
unnar hafa f annað sinn gert verð-
könnun i verzlunum og er þessi
könnun töluvert vfðtækari en hin
fyrri, þar eð nú var kannað verð á
25 vörutegundum í 64 verzlunum
vfðs vegar um land. Helztu niður-
stöður þessarar könnunar eru
þær, að nú virtist vera minni
verðmunur milli hverfisverzlana
og stórmarkaðanna en var f fyrri
könnuninni að því er Georg
Ólafsson, verðlagsstjóri, skýrðs
Morgunblaðinu frá f gær, og einn-
ig kom f ljós að minni verðmunur
var milli verzlana á þéttbýiis-
svæðinu og f dreifbýlinu en ætlað
hafði verið. Georg sagði, að ein
ástæðan fyrir því hversu þessi
verðmunur væri Iftill væri vafa-
laust minni veltuhraði og þar af
leiðandi eldra verð hjá verzlun-
um I dreifbýlinu en tfðkaðist hér
f verzlunum á þéttbýlissvæðinu.
Sé litið yfir lista þann sem verð-
lagsskrifstofan hefur látið frá sér
fara um vöruverð á einstökum
tegundum í þeim verzlunum, sem
teknar voru inn í þessa könnun af
þéttbýlissvæðinu, kemur I ljós að
vöruverð er oftast lægst hjá einni
verzlun — Kostakaupum í
Hafnarfirði — eða alls í átta til-
fellum. 1 fjórum tilfellum er vöru-
verð lægst hjá Hagkaup, þrívegis
Framhald á bls. 19
Lokuðu veginum
til Stykkishðlms
í mótmælaskyni
ÁTTA vörubifreiðastjórar lok-
uðu f gær veginum frá Kerl-
ingarskarði að Stykkishólmi.
Vegurinn hefur verið illfær
vegna lélegs viðhalds að sögn
fréttaritara Mbl. í Stykkis-
hólmi f sumar og hefur hann
sjaldan eða aldrei verið hefl-
aður. Vörubifreiðastjórarnir
lýstu því yfir klukkan 18 f gær,
er þeir lokuðu veginum, að
þeir myndu ekki opna hann að
nýju, fyrr en hefill væri byrj-
aður að hefla. Einn slfkur kom
10 mfnútum sfðar.
Vörubifreiðastjóramir, sem
um ræðir hafa undanfarið
unnið að vikurflutningum um
veginn fyrir Stykkishólms-
hrepp og hefur hann verið
mjög holóttur og illfær f allt
sumar. 1 gær tóku þessir bfl-
stjórar sig til, en þá var tals-
verð umferð um veginn og lok-
uðu honum eins og áður segir.
Stóð lokun vegarins yfir f 10
Framhald á bls. 31.