Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLI 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULl 1976 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 101 00 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu LiO.OO kr. eintakið. Idag og á morgun verða vegleg hátíðahöld norður á Blönduósi í tilefni 100 ára afmælis löggilding- ar sveitarfélagsins sem verzlunarstaðar. I heila öld hefur Blönduós verið þjón- ustu- og verzlunarmiðstöð í Austur-Húnavatnssýslu, eins blómlegasta landbún- aðarhéraðs í landinu. Vöxt- ur þéttbýlis við ósa Blöndu og velgengni sveitanna um- hverfis þjónustumiðstöð- ina hafa haldizt í hendur, þéttbýlið og strjálbýlið sótt vaxtarbrodd hvort til ann- ars, enda tvær hliðar sama hlutar, húnvetnskrar verð- mætasköpunar og lífsbar- áttu. Blönduós er dæmigert þéttbýli fyrir þau íslenzk kauptún, sem byggja til- veru sína alfarið á þjón- ustu við sveitirnar um- hverfis og úrvinnslu land- búnaðarafurða. Þar er eng- in útgerð, utan rækjuveið- ar, og enginn fiskiðnaður, nema vinnsla rækjunnar. Engu að síður hefur vöxtur Blönduóss verið traustari en flestra þéttbýliskjarna á Norðurlandi, ibúafjölgun um 3% á ári, og atvinna og afkoma fólks í góðu meðal- lagi. Blönduós er ekkert eins- dæmi í þessu efni. í hug- ann koma staðir eins og Selfoss, Hveragerði og Egilsstaðir, sem eru svip- uðum aðstæðum háðir; og staðir eins og Akureyri, Húsavík og Sauðárkrókur, sem byggja tilveru sína jöfnum höndum á útvegi og landbúnaði. Það er og ósmár hluti vinnuafls í höfuðborginni og víðast í þéttbýli, sem með einum eða öörum hætti byggir af- komu sína á þjónustu við sveitirnar eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þær raddir hafa heyrzt og þær kenningar birzt í blöðum, að landbúnaður sé baggi á íslenzkum þjóðar- búskap, sem jafnvel bæri að leggja niður. Flytja mætti inn landbúnaðaraf- urðir, sem hagkvæmara sé að framleiða á suðlægari slóðum. Þessi fljótfærnis- lega og vanhugsaða full- yrðing tekur naumast mið af því, hve stór hluti þétt- býlisfólks, auk bændastétt- arinnar, byggir afkomu sína á tilveru landbúnaðar, víðsvegar um landið. Hún horfir og framhjá þeirri staðreynd að landbúnaöur- inn leggur útflutningsiðn- aði okkar til verðmæt hrá- efni, ekki sízt í ullar- og skinnavinnslu, sem er vax- andi liður í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Og innflutn- ingur landbúnaðarafurða myndi síður en svo bæta viðskipta- eða gjaldeyris- stöðu þjóðarinnar út á við. Og þeir tímar hafa komið í sögu þjóðarinnar og geta komið enn, að okkur sé það ekki einungis hagkvæmt heldur og lífsnauðsyn í bókstaflegri merkingu að búa að okkar á sviði land- búnaðarframleiðslu. í því efni þarf skammt til baka að líta, eða til ára sið- ari heimsstyrjaldarinnar. Minna má og á kenningar um örari vöxt mannfólks- ins en matvælaframleiðsl- unnar í heiminum. Sem betur fer eru það aðeins örfáir einstaklingar, er að- hyllast fávísar fjarstæðu- fullyrðingar gegn íslenzk- um landbúnaði, en engu að síður nauðsynlegt að vara við framkomnum kenning- um af þessu tagi. íslenzkar atvinnugreinar eru hvor annarri háðar og tengjast meir og minna: sjávarútvegur, landbúnað- ur, iðnaður og verzlun; og þéttbýli og strjálbýli eiga stórum fleira sameiginlegt en hitt sem sundur skilur. Þar af leiðir að betur horf- ir ef stétt vinnur með stétt og starfshóparnir hafa þekkingu og skilning á að- stæðum og kjörum hvor annars sem og sameigin- legum heildar- eða þjóðar- hagsmunum. Saga Blönduóss, sem nú fagnar 100 ára verzlunaraf- mæli, er einmitt nærtæk og lærdómsrík í þessu efni, sem fyrr segir. Þessi blóm- lega og vinalega byggð, sem hefur vaxið af fram- taki íbúanna sjálfra, á ræt- ur tilveru sinnar í mold umhverfisins, í bókstaf- legri merkingu, eins og gróandinn í húnvetnsku sveitunum. Þetta vita þeir, sem Blönduós byggja, og þetta vitum við öll, ef við byggjum að allt að því áþreifanlegum staðreynd- um atvinnuhátta okkar og afkomu. Á merkum tímamótum horfa Húnvetningar fram á veginn og í augsýn eru a.m.k. tveir merkir áfang- ar. Annarsvegar er virkjun Blöndu, sem í senn verður fyrsta stórvirkjun á Norðurlandi, og fyrsta stórvirkjunin utan þess svæðis, sem talið er virkt um eldgosa og jarðskjálfta- hættu. Hinsvegar er hita- veita fyrir Blönduós en jákvæður árangur hefur þegar náðst i borun eftir heitu vatni að Reykjum við Reykjabraut. Hvort- tveggja skapar Blönduós- búum nýja möguleika og treystir framtíðarbyggð og hagsæld. Morgunblaðið árnar byggðarlaginu heilla á merkum tímamótum. Megi það um langa framtíð verða táknrænt dæmi um samvinnu þéttbýlis og strjálbýlis og þann árangur í landrækt og mannrækt, sem Húnvetningar eru góðir fulltrúar fyrir. Blönduós og gildi ís- lenzkslandbúnaðar (LAUSTRE A LIFI! — gagnrýnir könnunarflug yfir skæruliðabækistöðvunum París Reuter FRANCOISE Claustre, franski fornleifafræðingurinn, sem hefur verið í haldi hjá uppreisnar- mönnum I Tjad og ekki hefur heyrzt frá í tvö ár, reynist nú vera á lífi í morgun var birt í Parfs viðtal sem frönsk fréttamynda stofa, Gamma, hafði við fornleifa- fræðinginn. Þar fer hún hörðum orðum um franska flugherinn fyrir að vera sffellt að senda könnunar- vélar yfir bækistöðvar uppreisnar- mannanna og segir hún það stefna lífi sfnu f hinn mesta voða. Francoise Claustre var tekin til fanga fyrir röskum tveimur árum. Uppreisnarmennirnir hafa sett það skilyrði fyrir að henni verði sleppt að franskir hermenn fari frá Tjad. Var gengið að þeirri kröfu, en þá bættu uppreisnarmennirnir því við að þeir vildu fá frönsk vopn og hergögn. í viðtalinu við Gamma sagði frú Claustre að hún gerði sér engar vonir um að verða látin laus f náinni framtfð. Hún sagði að franska stjórnin þættist ekki taka afstöðu, en franskir flugmenn gerðu það vissulega með þvf að taka þátt f þessu könnunarflugi, og mætti öllum viti bornum mönnum Ijóst vera hversu mikil ógnun slfkt væri við Iff hennar. Ár er nú liðið sfðan heyrðist síðast frá Francoise Claustre en þá sagði hún við sjónvarpsfrétta- menn að nú hefðu allir yfirgefið sig USA BEITTINEITUN- ARVALDIGEGN PALESTÍNUMÖNNUM New York Reuter. NTB. BANDARÍKIN beittu neitunarvaldi við atkvæðagreiðslu f Öryggisráðinu við því að veita Palestínumönnum viðurkenningu sem sjálfstæðri þjóð í Palestfnu, eins og sagði í tillögunni. Frakkland, Bretland, ítalfa og Svíþjóð greiddu ekki atkvæði, en tfu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Þetta er f 16. skipti sem Bandarfkjamenn beita neitunar- valdsréttinum og f þriðja skipti sem honum er beitt f sambandi vrð sam- þykktir um málefni Miðausturlanda. Tillagan var borin fram af Guyana, Pakistan, Panama og Tansanfu. Ísraelsmenn fordæmdu tillöguna og tóku ekki þátt í umræðunum. Umræður um málefni Palestínu- manna og rettindí þei. a hófust þann 9. júnf. í tillögunni sem fram var borin var þess meðal annars krafizt að ísraelar yrðu á brott af öllum arabfskum svæðum sem þeir hafa hersetið sfðan í júnfstyrjöldinni árið 1967, og f sfðasta lagi ættu þeir að vera á braut þaðan í júnf á næsta ári. Albert Sherer, fulltrúi Bandarfkj- anna, gagnrýndi tillöguna og sagði á henni alvarlega galla, þar sem f henni væri ítarlega fjallað um hags- muni og réttindi annars aðilans, en látið væri eins og ísraelsrfki væri ekki til. Bryti þetta f bágu við stefnu Bandarfkjanna f Miðausturlöndum og einnig gengi það á snið við inni- hald friðarsamninganna um Mið- austurlönd sem gerðir voru f fyrra. á leið til r Islands ÍRSKI nautshúðarbáturinn Brendan, sem nú er á leið yfir Atlantshafið, kom til Þórshafnar f Færeyjum um sfðustu helgi eftir velheppnaða ferð frá írlandi. Leiðangursmennirnir 4, sem ætla með siglingu sinni að reyna að sanna, að frskir menn hafi getað siglt til Bandarfkjanna löngu á undan Kólumbusi, láta mjög vel af farkosti sfnum og segja að hann hafi reynzt miklu betur en þeir hafi þorað að vona. Næsti áfangastaður er ís- land, en ekki er vitað hvenær von er á bátnum hingað. Þessar myndir fékk Mbl. sendar frá Færeyjum, sem sýna bátinn við komuna til Þórshafn- ar 25. júní og á hinni eru leiðangurs- menn, Arthur Boots, Timothy Sever- en, Edan Kennil og George Maloney. Myndirnar tóku Kalmar og Alan f Þórshöfn. Leiðtogar Afríku- rl • & r £ 1* nkja a tundi Port Louis, Máritus, 2. júli AP- Reuter. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR Afríku- ríkja komu saman til fundar í Port Louis í dag á fundi Einingar- samtaka Afríkuríkja, OAU. Fundurinn er haldinn á miklum umbrotatímum í Afríku og óvissu gætir vegna uppreisnartilraunar í Súdan. Numeri, forseti Súdans, var ekki á fundinum vegna fregna um uppreísnartilraun gegn honum og stjórn hans. Idi Amin, hefur sem kunnugt er unnið dag og nótt að því undan- farið að reyna að miðla málum milli flugræningjanna, sem halda 110 gislum á flugvelli við Kampala, höfuðborg Úganda. Miklar deilur eru á milli Marokkó, Máritaníu og Alsír um yfirráðin yfir V-Sahara, og ástandið í Rhódesíu og S-Afríku er mjög viðkvæmt. Sir Seewoosag- ur Ramgoolam forsætisráðherra Máritaniu, sem tekur nú við for- mennsku i samtökunum, sagði í ræðu sinni að þrátt fyrir deilur og skiptar skoðanir sem virzt gætu óleysanlegar væri hægt að miðla málum og koma á sáttum með góðvilja manna. Pundið London 2. júlí AP. STERLINGSPUNDIÐ heldur áfram að styrkjast á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum. Það hækkaði um 1 cent í dag og við lokun markaðarins í Lond- on í kvöld var það 1 dollar og 80 cent fyrir pundið, en fór niður í 1.70 cent í júnibyrjun, áður en vest- rænu iðnaðaríkin veittu Bretum 5,3 miiljarða dollara lán til að koma í veg fyrir hrun pundsins. Fjármálasérfræðingar segja að þetta lán, svo og hve vel hefur miðað í baráttu Breta gegn verð- bólgunni, en hún hefur lækkað úr 26,5% 1975 niður í 15.5% í júní, auk þess að verkalýðsfélögin hafa samþykkt að takmarka launa- hækkanir sínar eigi mestan þátt í styrkist batnandi stöðu brezka .gjald- miðilsins. Skv. upplýsingum í London í dag hafa Bretar eitthvað þurft að nota lánið frá vestrænu ríkjun- um, en það mun hafa verið mun minna en menn höfðu óttazt. Engar tölur voru gefnar upp í því sambandi. Vietnam eitt ríki Singapore 2. júlí Reuter. ÞJÓÐÞING Vietnams staðfesti í dag opinberlega sameiningu N- og S-Vietnam og lýsti Hanoi höfuð- borg landsins. Verður hið nýja ríki kallað Sósíalistalýðveldi Viet- nams. Samþykktur hefur verið nýr fáni og nýtt skjaldarmerki og þjóðsöngur. Verður fáninn hinn gamli fáni N-Vietnams, 5 punkta gul stjarna á rauðum grunni. EFTA er framtíðarstofnun — sagði Charles Miiller, einn af framkvæmdastjórum stofnunarinnar CHARLES Múller, einn fram- kvæmdastjóra EFTA — Frl- verzlunarbandalags Evrópu — hefur dvalið hér á landi að undanförnu. Hefur hann rætt við íslenzka ráðamenn, skoðað verksmiðjur og m.a. farið til Akureyrar. Charles Múller tók við starfi slnu sem fram- kvæmdastjóri EFTA á síðasta ári og er tsland slðasta landið í samtökunum, sem hann heim- sækir. Múller var aðstoðar- framkvæmdastjóri EFTA á ár- unum 1961—1967, en gerðist síðan sendiherra Sviss I Indó- nesíu. Hann hefur einnig mikið starfað I Moskvu og Washing- ton fyrir utanrikisráðuneyti lands síns. Múller hélt fund með frétta- mönnum i gær og lýsti þá m.a. yfir ánægju sinni með dvölina á íslandi og viðræður við íslenzka ráðamenn. Gat, hann þess að Fríverzlunarbandalagið hefði verið stofnað árið 1960 og þar sem íslendingar hefðu ekki gerzt aðilar að samtökunum fyrr en árið 1970, þá væru enn ýmis mál óleyst i sambandi við aðild íslendinga. —EFTA eru samtök sem eiga mörg mál óleyst og er /fram- tíðarstofnun, sem í ókominni framtið mun hafa næg verkefni við að fella niður takmarkanir og hindranir, sem enn eru á verzlun á milli aðildarríkja samtakanna, sagði Múller. Toll- ar hafa að vísu verið felldir niður á milli flestra landanna í bandalaginu, en aðrar hindran- ir eru enn á viðskiptum, sem okkar verkefni er að fella nið- ur. Um þau verkefni sem EFTA vinnur helzt að þessa dagana, sagði Múller að nefna mætti að í Portúgal hefði verið stofnaður Iðnþróunarsjóður á vegum EFTA. Verkefni hans væri eins og nafnið benti til að aðstoða við uppbyggingu iðnaðar í land- inu og væri sjóður þessi stofn- aður með norræna iðnþróunar- sjóðinn sem fyrirmynd. Þá mætti nefna að EFTA hygðist á næstunni beina kröftum sínum í auknum mæli að vandamálum efnahagslífsins í aðildarlönd- unum. Charles Múller hefur m.a rætt við ráðherra meðan hanr hefur dvalið hér, einnig vié aðra ráðamenn svo sem forystu- menn í efnahagsmálum þjóðar- innar og atvinnulífi. Hann heimsótti álverið í Straumsvík og fór til Akureyrar og lét hann vel af uppbyggingu atvinnulífs þar. Auk þess brá hann sér i skoðunarferð til Mývatns og hreifst af náttúrufegurð þar. Um uppbyggingu atvinnu- vega á íslandi hafði hann eftir- farandi að segja: — Fiskveiðar og fiskiðnaður eru því miður nær eini atvinnuvegur Islend- inga sem gefur af sér útflutn- ingsafurðir. Ljóst er að ef t.d. verð á fiski lækkar óvænt á mörkuðum Islendinga þá ,eru þeir i vanda og því er nauðsyn- legt að byggja upp aðra útflutn- ingsatvinnuvegi og í því sam- bandi koma margar tegundir iðnaðar til greina. Charles Múller átti hér ekki formlegar viðræður við opin- bera aðila, heldur var þessi ferð meira farin til að kynnast landi og þjóð af eigin raun og komast í kynni við Islenzka ráðamenn. Charles Múller framkvæmdastjóri EFTA (Ijósm. RAX). Hæstiréttur Bandaríkjanna: Dauðarefsing arskrárbrot Washington 2. júlí AP-Reuter. HÆSTIRÉTTUR Banda- ríkjanna kvad í dag upp þann úrskurð, að dauða- refsing fyrir alvarlega glæpi væri ekki brot á stjórnarskrá landsins, þar sem hún kveður á um að bönnuð sé „grðf og óvenju- leg refsing“. 7 hæstaréttar- dómarar voru með úr- skurðinum, en 2, þeir Thurgodd Marshall og William J. Brennan jr., á Chelmsford Englandi 2. júlí. HERBERT Miller, sem aldrei sótti eftirlaun sín og aldrei bað um hjálp, reikaði um götur Chelmsford í slitnum fatagörm- um og gúmmístígvélum og leitaði í sorptunnum að matarbitum. Hann lézt í apríl sl. 93 ára að aldri oglét eftirsig éigursem svaratil um 185 milljóna isl. kr. Talsmað- ur banka í Chelmsford sagði um Miller, að hann hafði verið fjár- málasnillingur, sem hefði eytt mestum hluta dagsins í að lesa fjármálasíður dagblaðanna. Hann átti stærsta reikning einkaaðila í bankanum. Að sögn talsmannsins kom Miller oft inn í bankann og sagði starfsfólki frá því hvaða hlutabréf myndu hæ'kka í verði löngu áður en hækkunin kom til. Miller lét Bibliufélaginu í móti. Úrskurðurinn var kveðinn upp vegna áfrýjunar 6 dauðadæmdra fanga til hæstaréttar. Nú eru 572 karlmenn og 10 konur í dauðaklefum í bandarískum fangelsum í 30 fylkjum. Þessi úrskurður hæstaréttar er hinn fyrsti varðandi dauðarefs- ingu frá þvi 29. júni 1972, þegar hann úrskurðaði með 5 atkvæðum gegn 4, að lögin gæfu dómurum of rúmt svið i ákvörðun refsingar. Chelmsford eftir mestar éigur sínar svo og dómkirkjunni í Chelmsford, sem hann sótti oft messur til. er ekki Þessi úrskurður varð til þess að ógilda dauðadóma í 36 fylkjum. í kjölfar úrskurðarins 1972 tóku 35 fylki á ný upp dauðarefsingu, en hæstiréttur Illinois ógilti dauða- refsingu þar. 20 fylki hafa samþykkt ný lög þar sem kveðið er á um að dauða- refsing sé óhjákvæmileg fyrir ákveðinn fjölda afbrota, en 14 fylki samþykktu lög, sem gerðu dómurum að taka tillit til ýmissa aðstæðna við dómsuppkvaðningu. i úrskurði hæstaréttar segir að dauðarefsingu fyrir morð megi réttlæta og þvi, sé hún ekki of þung skv. ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Þá sagði einnig að dauðarefsingu mætti beita I alvar- legustu tilfellum. Ekki liggur enn fyrir hvernig þessi úrskurður verður túlkaður, en þó er talið vist að hann verði til þess að einhverjir hinna dauðadæmdu verði teknir af lífi. 3859 manns hafa verið teknir af lifi i Banda- rikjunum frá því 1930, er fyrst var byrjað að halda skipulega skrá yfir aftökur. Engar aftökur stjóm- hafa farið fram i landinu frá þvi 1967. Fréttaskýrendur segja að þessi úrskurður sé hinn mikilvægasti á 200 árum hæstaréttar í túlkun stjórnarskrárinnar. Frönsk blómarós ungfrú Heimur Tókíó 2. júli A.P. 19 ÁRA gömul frönsk blómarós, Sophie Perin að nafni sigraði í dag í keppninni um titilinn „Ungfrú Heimur" sem fram fór i Tókió. í öðru sæti varð ungfrú Brasilia, í þriðja sæti varð ungfrú Indland, i fjórða sæti ungfrú Bandaríkin og keppandi gestgjaf- anna, ungfrú Japan, varð í fimmta sæti. 2.5 milljónir dollara í skaðabætur vegna nauðgunar 2. júli AP. O O New York 2. KVIÐDÓMUR í New York úr skurðaði í dag, að hin heims- fræga bandariska söngkona Connie Francis skyldi fá 2,5 milljónir dollara, 460 milljónir ísl. kr.,í skaðabætur frá Howard Johnson-hótelhringnum vegna nauðgunar, sem söngkonan varð fyrir i hótelherbergi sínu í nóvember 1974. Frú Francis höfðaði málið á þeirri forsendu að hótelið hefði ekki vgitt sér nægilega vernd. Þegar þetta gerðist var söngkonan að hefja mikið ferðalag til að reyna að endurvinna frægð sina, en hún hefur ekki treyst sér til að koma fram opinberlega síðan. Afbrotamaðurinn hefur ekki náðst. Eiginmanni frú Francis voru einnig dæmdar 150 þús- und dollarar í bætur, þar sem atburðurinn hefði haft svo mik- il áhrif á konu hans, að samlíf þeirra hefði ekki verið með eðlilegum hætti fráþvi að þetta gerðist. AÐ ÁVAXTA SITT PUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.