Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 Eins og fram hefur komið af fréttum afplánar sovézki andófsmaðurinn og rithöfundurinn Vladimir Bukovsky nú fangelsisdóm f Sovétrikjunum fyrir að hafa „dreift andsovézkum áróðri". Hann er fjársjúkur og er við þvi búizt að hann deyi i fangelsinu þá og þegar. Slik endalok yrðu bein afleiðing illrar með- ferðar í margvislegum prisundum Sovétstjórnarinnar, en síðan Bukovsky var 21 árs að aldri, árið 1963, hefur hann lengst af dvalizt i fangelsi, fanga- búðum eða geðsjúkrahúsum, sem starf- rœkt eru vegna þeirra Sovét-borgara, sem eru svo andlega brenglaðir, að þeir sætta sig ekki við opinbera stefnu kommúnistaflokksins og rikiskerfisins Á Vesturlöndum hefur ýmislegt verið gert til að reyna að knýja Sovét- stjórnina til að sleppa Bukovsky úr haldi, en þessar tilraunir hafa ekki bor- ið árangur hingað til. Þannig hefur brezki leikarinn Oavid Markham t.d. óskað eftir því að fá að ættleiða hann og telur Markham horfur á þvi að þessi ósk geti haft áhrif á sovézk yfirvöld og stuðlað að því að hann verði iátinn laus. Á morgun, sunnudag, verður haldinn útifundur á Trafalgar-torgi í Lundúnum um mál Bukovskys og fleiri þjáningar- bræðra hans i Sovétrfkjunum. Þetta er enn ein tilraunin til að hafa áhrif á Sovét-stjórnina og telja ýmsir að hér sé um að ræða úrslitatilraun þar sem nú sé komið fram á elleftu stundu hvað Bukovsky áhrærir að minnsta kosti. Á fundinum tala meðal annars menn, sem þekkja ástandið i sovézkum fang- elsum og geðsjúkrahúsum af eigin raun. Bernard Levin, brezkur dálkahöfund- ur og sérfræðingur um sovézk málefni, ritaði nýlega grein þá. sem hér fer á eftir, og birtist hún f The Times. Bernard Levin:___ Mál Bukovskis „Þjóðfélagið hefur nú öðlazt skilning á þvi, að glæpamaður er ekki sá, sem þvær flekkað lín á almannafæri, heldur sá, sem hefur flekkað linið". Þetta voru lokaorð Vladimirs Bukovsky fyrir ..rétti", sem settur var yfir honum í Sovétríkjunum árið 1972 Dómur var kveðinn upp Honum var fyrst gert að afplána tveggja ára fangelsisdóm, en í framhaldi af honum komu fimm ár í fangabúðum og loks fimm ár i útlegð innan landamerkja Sovétríkjanna. ..Óhreina línið", sem Bukovsky nefndi, voru upplýsingar, sem hann hafði safnað um hrikalega misnotkun á ..geðlækningum" í pólitískum til- gangí, og átt síðan þátt í að dreifa utan Sovétríkj- anna og innan. Reyndar er megnið af allri þeirri vitneskju, sem við höfum fengið um slikt athæfi í Sovétríkjunum, að finna í bókinni ..Sálfræðihand- bók handa andófsmönnum", en höfundar hennar eru Vladimir Bukovsky og ungur sovézkur geð- læknir, dr. Semyon Gluzman. Þeír, sem hafa orðið fyrir barðinu á sovézkum læknum, sem stunda slíka glæpsamlega starfsemi, eins og t.d. Lunts og Snezhnevsky, en hefur samt tekizt að sleppa úr landi, hafa lýst aðdáun sinni á höfundum bókar- innar og telja t d. Leonid Plyusch og Viktor Fainberg hugrekki þeirra jafnmikið og þjáningarn- ar, sem þeir hafa orðið að líða. Vladimir („Volodya") Bukovsky er nú fársjúkur og deyr áreiðanlega innan skamms, verði hann ekki látinn laus. Sjúkleiki hans stafar af hinni viðurstyggilegu meðferð, sem hann hefur sætt, og fer sífellt versnandi Hann hefur verið sveltur og látinn vera langtímum saman í fangaklefa þar sem hitastigið er við frostmark Nýlega fengu Viktor og Maria Fainberg skilaboðfrá móður Bukovskys, og hljóðuðu þau svo: „Nú setjum við alla okkar von á ykkur Nú gæti Volodya dáið hvenær sem er " Stutt og fábrotin harmsaga Æviatriði Bukovskys er hægt að rekja i stuttu máli, — allt of stuttu, því að hann hefur dvalizt langflest fullorðinsár sin í fangelsum, fangabúðum og geðveikrahælum, þar sem andófsmenn eru geymdir. Bukovsky fæddist árið 1 942. Hann hóf nám í lifefnafræði og stýrifræði (kypernetik) við Moskvu- háskóla, en fékk aldrei tækifæri til að Ijúka námi Hann var fyrst handtekinn árið 1 963, fyrir að hafa i fórum sínum óleyfilegar bókmenntir (bók Milovan Dijlas, Hin nýja stétt). Hann varekki leiddur fyrir rétt að þessu sinni, en úrskurðaður geðveikur og færður til gæzlu í geðsjúkrahúsi. Honum var sléppt árið 1 965, en var handtekinn í desember sama át fyrirþátttöku i mótmælaaðgerð- um vegma meðferðarinnar á Siniavsky og Daniel, og var þá fluttur í geðsjúkrahús aftur. Honum var sleppt þaðan árið 1 966 að aflokinni mikilli mót- mælaherferð sem farin var vegna meðferðarinnar á honum. Enn varVladimir Bukovsky handtekinn árið 1967, — i það skipti hafði hann tekið þátt i mótmælaaðgerður vegna handtöku nokkurra and- ófsmanna. í þeim hópi var Yuri Galanskov, sem sovézk yfirvöld gerðu endanlega út af við með nákvæmlega sömu aðferðum og Bukovsky er nú beittur Nú var Bukovsky dæmdur til þriggja ára fangabúðarvistar, og þegar hann var látinn laus áríð 1 970 hófst hann þegar handa um að safna upplýsingum um misferli í nafni geðlækninga i Sovétríkjunum. Hann var dæmdur til að sæta Ersannleiku aa Sovézka sjóliðauppreisnin ÁRLA morguns 9. nóvem- ber í fyrra sigldi sovézkur tundurspillir vopnadur fjarsýrðum eldflaugum, Storozhevoy, frá Riga í vesturátt. Skipið var nýtt af Kri- vakgerð og úr Eystrasalts- flotanum. Það hafði verið í Riga til að taka þátt í há- tíðahöldunum á fimmtíu og átta ára afmæli bolsé- víkahyltingarinnar. Áhöfnin var 250 menn en r okkrir af áhöfninni voru áreiðanlega skildir eftir í 1 ndi. Forsprakkar þessarar i ppreisnar — annað er í !'ki hægt að kalla það — t eystu því ugglaust að ránna væri tekið eftir t arfi skipsins en ella vegna hátiðahaldanna og betra ráðrúm gæfist til að flýja. Þar skjátiaðist þeim hrapallega. Tilkynning barst frá höfninni í Riga um hvarf skipsins innan hálftíma, nógu tímanlega til þess að flotinn gat gert nauðsynlegar ráðstafanir samkvæmt þeim áætl- unum sem hann vinnur eftir í tilfellum sem þessum. Reynt var að ná talstöðvarsam- bandi við Storozhevoy frá bæki- stöðvum flotans, en án árangurs. F'lugvélar voru þá sendar út á flóann til að leita að skipinu. Það fannst á siglingu að Irbensundi og stefndi út á Eystrasalt áleiðis til sænsku eyjunnar Gotlands. Yfirmenn heraflans í Moskvu skárust nú í leikinn og voru svo æstir að þeir notuðu ekki dulmái og töluðu á auðskildri rússnesku. Brugðizt var við af hörku. Sjóliðs- foringjar í Riga fengu fyrirmæli um að senda flotadeild út af örk- inni og sækja tundurspillinn hvað sem það kostaði. Eftir Bernard Nossiter 10 FLUGVÉLAR Um það bil 10 flugvélar — sænskir heimildarmenn vilja helzt ekki segja hve margar sáust í ratsjám þeirra — helmingurinn ,,Bear“-flugvélar flotastjórnar- innar og hinn helmingurinn sprengjuflugvélar sovézka flug- hersins — flugu af stað til að hafa upp á Storozhevoy. Varðskipið og annar tundurspillir af Krivak- gerð voru einnig send frá Riga. Fjórum klukkustundum eftir að Storozhevoy lagði úr höfn náð- ist í skipið. Það var komið til Irben-sunds langleiðina út á Eystrasalt. Tundurspillirinn fékk þau fyrirmæli frá skipunum sem eltu hann að nema staðar og láta ekki á sér kræla. Tundurspillirinn var aðeins mannaður hluta áhafnarinnar — auk þeirra sem voru skildir eftir I landi er trúlegt að foringjar og undirmenn, sem vildu ekki taka þátt í uppreisninni, hafi verið lok- aðir inni í klefum sínum — og uppreisnarmennirnir gátu litið gert. Skipið hafði siglt á aðeins hálfri ferð en ganghraði þess er 35 hnút- ar. Uppreisnarmenn höfðu ekki menn til að manna eldflaugarnar og kunnu ekki að meðhöndla þær. Ef þeir hefðu skotið á skipin sem eltu þá hefði það verið sama og sjálfsmorð — þá hefðu þeir kallað yfir sig loftárásir sprengjuflug- vélanna sem sveimuðu yfir þeim. „SKJÓTIГ Storozhevoy sigldi áfram. Frá Moskvu barst skipunin ,,skjótið“. Sprengjuflugvélarnar hafa senni- lega varpað sprengjum sínum í hring umhverfis skipið til að sökkva því ekki. Hinar flugvél- arnar skutu kraftminnstu eld- flaugunum sinum. Það nægði til þess að sannfæra uppreisnar- mennina eins og sovézkur sjóliðs- foringi komst að orði. I glundroð- anum lentu nokkrar eldflaugar á Krivak-tundurspillinum, sem tók þátt I eltingarleiknum, svo að gat kom á hann. Þannig lauk uppreisninni og Storozhevoy sigldi aftur til Riga. Sænsk heryfirvöld segjast ekki vita hvað gerðist næst. En lettn- eskir flóttamenn hafa frétt frá vinum og ættingjum í Riga um afdrif uppreisnarmannanna sem voru fljótt ákveðin. (Hér má skjóta inn í viðbótar- upplýsingum sem nýlega var sagt frá i Mbl.: „Nú segir Daily Telegraph sam- kvæmt rússneskum heimildum að uppreisnarmönnum hafi tekizt að sigla Storozhevoy til hafnar á eynni Gotland þar sem sænsk varðskip hafi umkringt tundur- spillinn. Foringi uppreisnarínnar, stjórnmálaliðsforinginn Markov, fór þá fram á það I talstöð að allir uppreisnarmennirnir fengju hæli í Svíþjóð. Sænska strandgæzlan varaði Rússana við því að aðhafast nokk- uð fyrr en fyrirmæli fengjust frá sænsku stjórninni. Tveimur stundum síðar sagði sænskur sjó- liðsforingi I talstöðinni að þar sem áhöfn Storozhevoy væri úr sjóhernum væru þeir skoðaðir sem liðhlaupar og gætu ekki feng- ið hæli. Markov skipaði þá að siglt yrði til Danmerkur eða Noregs í von um að fá hæli þar, en nokkrir af áhöfninni höfðu orðið hræddir þegar Svíar neituðu að taka við þeim og kölluðu upp Leníngrad til að segja frá uppreisninni. Þeg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.