Morgunblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 142. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ali með blóðtappa Los Angeles, Kalifornfu, 2. júlf — Reufer. MUHAMMAD AIi, heims- meistari í hnefafeik, þunga- vigfar, liggur nú I St. Joseph’s sjúkrahúsinu f Santa Monica I Kalifornfu vegna innvortis meiðsla f fðtleggjum eftir keppnina við japanska glfmu- kónginn Antonio Inoki f fyrri viku. Er AIi allur marinn á leggjunum, og segja læknar að hann sé með blóðtappa og innblæðingu, auk þess sem æðar hafi slitnað. Ali lætur krankleikann ekki á sig fá, og sagði hann við blaðamenn í dag að sjúk- dómurinn kæmi ekki f veg fyrir keppni hans við Ken Norton f september, eins og fyrirhugað er. „Ekkert getur orðið til þess að fresta keppn- inni við Norton,” sagði Ali. „Ég er ólmur f að berjast við hann. Svo eyðilegg ég (George) Foreman, og sfðan dreg ég mig f hlé“. Þegar AIi keppti við Inoki f Japan í fyrri viku, gerði Japaninn mikið af því að liggja á bakinu á gólfinu og sparka í fótleggi AIis. Hafa meiðslin orðið meiri en f fyrstu var talið. Sprenging í lögreglustöð 25 fórust, 30 særðir Buenos Aires, 2. júlí — Reuter, 25 LÖGREGLUMENN tórust og 30 særðust þegar öflug sprengja sprakk I öryggisdeild rikislögreglunnar i Buenos Aires i Argentinu i dag. Sprengjan sprakk i matsal stofnunar- innar þegar um 100 lögreglumenn voru að snæða hádegisverð. Jorge Saullo lögregluforingi var á leið til matsalarins þegar sprengjan sprakk. Hann sagði við fréttamenn: „Það var ógurleg ringulreið á öllu; hróp, reykur og blóð út um allt. Það hljóta að hafa verið um 150 manns þarna inni að meðtöldu þjónustufólki og gestum." Sagðist Saullo reikna með að sumir þeirra sem særðust ættu skammt ólifað, þvi þeir væru ilta slasaðir. Öryggisdeild rikislögreglunnar er i næsta húsi við aðallögreglustöðina i Buenos Aires, og eru þessi tvö hús jafnan undir ströngu eftirliti, og er sagt að þeirra sé betur gætt en nokkurra annarra húsa i borginni. Engu að siður hefur tekizt að koma plastprengju fyrir í matsalnum. Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var að 17 vinstrisinnaðir skæruliðar hefðu verið felldir i átökum við sveit hermanna i einu úthverfa borgarinn- ar. Öryggisdeildin hefur meðal ann- ars það verkefni að yfirheyra skæru- liða þá, sem handteknir eru. Gffurlegir hitar eru nú f Evrópu og er allt að skrælna úr þurrki. A myndinni er slökkviliðið f Amsterdam, HoIIandi að sprauta vatni á trjágróður á einu af aðaltorgum borgarinnar. AP-mynd. Vatnsskömmtun undirbúin í Englandi Neyðarráðstafanir stjórnarinnar vegna langvarandi þurrka og hita London, 2. júlf — AP BREZKA rfkisstjórnin hefur farið þess á leit við þingið að það veiti henni vald til að hafa stjórn á vatnsnotkun f landinu, en mjög hefur gengið á vatnsbirgðirnar eftir margra mánaða þurrka og hita. Umsókn þessi kemur fram i stjórnarfrumvarpi, sem lagt var fyrir Neðri málstofuna i dag, föstudag. Verði frumvarpið sam- þykkt eins og vænta má, fær stjórnin heimild til að fyrirskipa vatnsskömmtun á þeim svæðum, sem harðast hafa orðið úti, en það eru aðaljega suður- austur- og suðvesturhéruð landsins. Þá gæti ríkisstjórnin einnig bannað alla ónauðsynlega vatnsnotkun, eins og til vökvunar garóa, bílaþvotta og fleira. John Silkin skipulagsmálaráð- herra sagði við fréttamenn þegar frumvarp stjórnarinnar var lagt fram: „Ég vil ekki ýkja vanda- málið en yfirborð vatna og fljóta hefur lækkað óeðlilega mikið, og það veldur óvissu um framtíðina. Með tilliti til þess er rétt að vera við því búin að mæta hugsanleg- um erfiðleikum siðar á árinu.“ Landbúnaðarsérfræóingar hafa sagt að full áhrif þurrkanna komi ekki i ljós fyrr en um uppskeru- leytið í haust. Undanfarnir 14 mánuðir hafa verið þeir heitustu og þurrustu í Bretlandi frá því mælingar hófust fyrir 249 árum að sögn brezku veðurstofunnar. I suð-austurhéruðunum, kornbúri þjóðarinnar, hefur úrkoman það sem af er þessu ári aðeins mælzt 12,7 sentimetrar í allt, en til samanburðar má benda á að i janúarmánuði einum i fyrra mældist úrkoman 15,25 senti- metrar. Búizt er við að afgreiðslu frum- varps ríkisstjórnarinnar verði hraðað í báðum deildum þingsins, og sennilega verður það sam- þykkt innan hálfsmánaðar. Sveitarstjórnir víða i suður- sveitum Englands hafa varað íbúana við of mikilli vatnsnotkun, og segja að verði ekki farið spar- lega með það geti vatnsbólin tæmzt á nokkrum dögum. Nugent lávarður formaður nefndar þeirrar, sem hefur yfir- umsjón með öllum vatnsveitum landsins, lýsti ánægju sinni yfir frumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag, en sagði: „Það verður erfitt að láta birgðirnar endast til hausts. Ef til vill komumst við hjá skömmtun ef aðgát er höfð. Við verðum að fara sparlega með hvern dropa." Svipaða sögu er að segja úr flestum löndum á meginlandi Evrópu, og vökvun garóa og önnur ónauðsynleg vatnsnotkun hefur þegar verið bönnuð í ýms- um héruðum Hollands, Sviss, Noregs, Frakklands, Danmerkur og Ungverjalands. Þá hefur verið tilkynnt að strangara eftirlit eða skömmtun verði tekin upp viða í Evrópu ef þurrkarnir halda áfram og ekki fer að rigna. í Frakklandi hefur Valery Giscard Framhald á bls. 31. Gíslarnir grétu þegar égför Kampala og Port Louis, 2.JÚIÍ —AP, Reuter. ENN sitja 110 tnanns f gíslingu á Entebbe-flugvelli I Uganda — 12 manna áhöfn frönsku breiðþot- unnar, sem palestinskir skærulið- ar rændu yfir Grikklandi á sunnudag, og 98 Gyðingar, sem með þotunni voru, en 148 aðrir farþegar eru komnir til Parfsar. Voru þeir leystir úr gfslingu í gær. Idi Amin, sem verij) hefur milli- göngumaður milli'' flugræningj- anna og fulltrúa þeirra rikja, sem ræningjarnir krefjast að láti segir Idi Amin lausa skæruliða, er þar gista i fangelsum, hefur nú hætt ifiilli- göndunni. Hann för frá Uganda i dag flugleiðis til Port Louis á Mauritius, þar sem haldin er ráð- stefna Einingarsamtaka Afriku, OAS. Hefur Amin verið forseti þeirra samtaka undanfarið ár, en lætur af því embætti þvi forseta- embættið er jafnan skipað full- trúa þess lands, sem ársþing sam- takanna er haldið í. Flugræningjarnir krefjast þess að alls verði 53 skæruliðar og skemmdarverkamenn látnir laus- ir. Eru 40 þeirra í haldi i ísrael, sex í Vestur-Þýzkalandi, fimm i Kenya, einn i Frakklandi og einn í Sviss. Israelsstjórn, sem fram til þessa hefur jafnan neitað að semja við flugræningja, hefur nú skipt um skoðun og reynir að semja við þá með milligöngu franskra yfirvalda. Hvilir mikil leynd yfir þeim samningaumleit- unum, en israelska stjórnin hefur Framhaíd á bls. 31. Byltingin kæfð í Súdan Kaíró, 2. júlí — AP, Reuter. FYRIR dögun í morgun hófu sveitir úr Súdansher tilraun til byltingar, og var barizt af hörku fram eftir degi, aðallega í höfuðborginni Khartoum. 12 klukkustundum eftir að tilraunin var gerð tilkynnti ríkisstjórnin að byltingin hefði verið bæld niður, og að hersveitir tryggar Nemery forseta landsins hefðu yfirbugað byltingar menn. Jaafir al-Nemery forseti var rétt ný- kominn heim til Súdan að loknu þriggja vikna ferðalagi til Bandarikj- anna og Frakklands þegar byltingin hófst. Fréttir bárust seint af atburðun- um, því útvarpsstöðvar landsins þögnuðu. Þegar útvarp hófst á ný Stjórnar- kreppa á Spáni Madrid, 2. júlí — AP, Reuter. SAUTJÁN manna nefnd ráðgjafa Spánarkonungs kom saman til fundar f Madrid í dag til að ræða tillögur um nýjan forsætisráð- herra eftir að Carlos Arias Navarro fékk lausn frá embætti í Framhald á bls. 31. undir kvöldið með tilkynningu rikis stjórnarinnar um að byltingartilraunin hefði verið kæfð, var aðeins sagt að ..sveitir vopnaðra manna" hefðu staðið að tilrauninni, og að barizt hefði verið á götum höfuðborgarinnar í margar klukkustundir. Er þetta þriðja tilraunin, sem gerð hefur verið til að steypa Nemery forseta af stóli á sjö ára valda ferli hans. Stundarfjórðungi áður en byltingir: hófst hafði Nemery forseti lent á flug vellinum við Khartoum, og þangað bárust honum upplýsingar um atburð- ina í höfuðborginni. Hélt hann þá þeg- ar til borgarinnar, og að sögn útvarps- ins þar tók hann strax við yfirumsjón gagnaðgerða Nemery komst til valda með byltingu, sem hann stóð fyrir í mai 1969 Rúmum tveimur árum síðar, í júlí 1971, gerðu kommúniskir yfir menn i hernum tilraun til að steypa honum af stóli Tókst þeim að hand- taka Nemery, og héldu honum i þrjá sólarhringa. eða þar til hersveitum for setans tókst að leysa hann úr haldi. Lét Nemery þá taka 14 menn af lifi fyrir tilræðið Önnur og verr skipulögð til raun til byltingar var gerð í september í fyrra, en byltingin var kæfð á tveimur tímum Þá lét Nemery taka 1 5 manns af lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.