Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 13 Bukovski inn glæpur neð lífláti? þeirri refsingu.sem ég hefi lýst hér að framan. Umrædda handbók ritaði hann i fangabúðum og tókst að koma handritinu út úr búðunum, Síðar fór hann í hungurverkfall ásamt Gluzman og fleiri félögum sínum og var þá fluttur í Vladimir- fangelsið, þar sem hann hefur verið siðan. Hann þjáist af hjartasjúkdómi og magasári, en þrátt fyrir eigin þjáningar hefur hann ekki látið bugast, heldurtók hann þátt í mótmælaaðgerðum fanga vegna þess að sárþjáður samfangi hans fékk hvorki læknishjálp né lyf. Að þessu sinni urðu afleiðingarnar þær, að Bukovsky var fluttur i óupphitaðan fangaklefa þar sem hann var sveltur, en árangur þessara aðgerða fanganna varð samt sem áður sá, að hinn sjúki fangi fékk læknisaðstoð og viðeigandi lyf. Frekari aðgerðir af þessu taki leiddu til þess, að Bukovsky sætir nú samskonar meðferð enn á ný Ástæða er til að vekja athygli á matarskammti þeím, sem þessum sjúka manni er ætlað að draga fram lifið á. Dag hvern fær hann 60 grömm af saltfiski til morgunverðar, í hádeginu þunna súpu, sem iðulega er seyði af skemmdu káli, og til kvöldverðar fær hann 250 grömm af þunnum hafragraut, sem hefur lítið sem ekkert næringar- gildi. Auk þess fær hann daglega þrjú grömm af feitmeti og 450 grömm af hálfhráu súrbrauði. Andlegt álag getur orsakað dauða Auk alvarlegra afleiðinga, sem þessi meðferð hefur óhjákvæmilega á líkamlega heilsu Bukovskys, hafa geðlæknar á Vesturlöndum vakið athygli á geðrænum afleiðingum hennar. Í þessu sambandi er bent á það, að algengt er að fólk sem býr við frjálsræði og ágætar ytri aðstæður, en lifir þó einangruðu lífi og er í örvæntingu langtímum saman, deyr iðulega af slíkum ástæðum einum saman. Brezkur sérfræðingur hefur sagt um Bukovsky: ..Langvarandi vonleysi, örvænting, vorbrigði, óþolandi þjáningar, og þó einkum og sér i lagi það, að hann hefur verið einangraður frá hvers konar mannlegu samfélagi, nægja til þess að orsaka hjartaáfall, sem getur leitt til dauða hans. . . Ég tel, að eigi að bjarga lífi hans, sé nauðsyn- legt að rjúfa einangrun hans. Hann verður að finna, að aðrar mannlegar verur hafa vitneskju um líðan hans, — að aðrir láta sér mjög annt um hann og málstað hans, og að von sé til þess að þjáningar hans taki enda ." Tilgangur útrfundarins 4. júli kl. 14.30 efna tvenn samtök, sem hafa á stefnuskrá sinni að vinna gegn misnotkun geð- lækninga og stuðla að þvi að Vladimir Bukovsky verði náðaður, til útifundar á Trafalgar-torgi í Lundúnum Meðal ræðumanna verða Viktor Fain- berg og Natalia Gorbanevskaya, sem bæði hafa þolað margra ára fangavist i geðsjúkrahúsum i Sovétrikjunum, svo og Tom Stoppard. Fundurinn er haldinn til að mótmæla og vekja athygli á þvi, að andlega heilbrigðum andófsmönnum er haldið föngnum í sovézkum geðveikrahælum. Sérstak- lega verður fjallað um mál Bukovskys, Gluzmans, Sinovy Krasivskys og Andrei Tverdokhlebovs. Krasivsky var úrskurðaður geðveikur á þeim for- sendum, að hann væri „vingjarnlegur og hress i bragði þegar dagur væri á lofti, en tæki til við að yrkja harmþrungin Ijóð þegar komið væri kvöld" Tverdokhlebov var ritari Amnesty International- deildarinnar i Sovétríkjunum Bukovsky býr nu við slíkar aðstæður, að ósenni- legt er, að fregnir af fundinum berist honum til eyrna, en þó er alls ekki loku fyrir það skotið Sjálfur hef ég haft mikil afskipti af málum eins og því sem hér um ræðir, en stöðugt kemur mér þó á óvart hversu miklum upplýsingum er hægt að smygla frá Sovétríkjunum, og þá ekki siður hversu mikið berst þangað af upplýsingum erlendis frá, — jafnvel inn í fangelsi og fangabúðir í þessu sambandi er sérstök ástæða til að vekja athygli á þeirri hættu, sem boðberarnir leggja sig i til að koma sannleikanum til skila. Fundurinn mun fullkomlega ná tilgangi sínum þótt hann verði ekki til annars en að beina athygli manna á Vesturlöndum að ósóma þeim, sem ræðumenn munu gera að umræðuefni, og það mun hafa sín áhrif á Sovétstjórnina í þvi skyni að hún láti af þessu hneykslanlega athæfi. Þá hlýtur fundurinn lika að verða til þess að þrýsta á samtök, menntamenn og einstaklinga, sem hafa í krafti sérþpkkingar sinnar eða annarrar sérstöðu tækifæri umfram aðra til að hafa mjög mikil áhrif á ráðstafanir sovézkra yfirvalda í þessum efnum, eins og hefur komið í Ijós hvað eftir annað. Glæpur Vladimirs Bukovskys var ekki einungis sá, að hann mótmælti stefnu sovézkra yfirvalda, heldur og ekki síður sú staðreynd, að hann opinberaði á skýran og afdráttarlausan hátt sann- leikann um örlög þeírra, sem þannig erástatt um. Það minnsta, sem við getum lagt af mörkum, er að gera allt sem i okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hann láti lífið fyrir þessar sakir. ar rússneskar sprengjuflugvélar komu á vettvang var tundurspill- irinn utan sænskrar landhelgi. Skotið var úr vélbyssum á þilfarið og nokkrum sprengjum kastað. Markov og sex yfirmenn, sem studdu uppreisnina, eru sagðir hafa framið sjálfsmorð og rúm- lega 50 sjóliðar féllu eða særðust. Þeir sem reyndu að synda í land féllu fyrir vélbyssukúlum.“). AFTÖKUR Foringjar uppreisnarinnar (ekki er vitað um fjölda þeirra) voru dæmdir til dauða og teknir af lífi. Tundurspillirinn sem lask- aðist var falinn á smáeyju skammt frá Riga unz hægt var að gera við hann og sýna han'n aftur. Alls munu ef til vill 50 sovézkir sjóliðar hafa týnt lífi að meðtöld- um þeim voru teknir af lífi. Sovézk blöð hafa ekkert sagt frá málinu. En það kom yfirvöldum í Moskvu ekki algerlega á óvart. Mörgum mánuðum áður hafði Rauða stjarnan, málgagn sovézka heraflans, varað við skorti á aga í Eystrasaltsflotanum. í einni greininni var sérstaklega minnzt á Storozhevoy og bent á lélegt fæði um borð, þrengsli og „skort á hugsjónarfræðivitund". í grein- inni var hvatt til betri forystu eins og við mátti búast. Allt er á huldu um hverjir stjórnuðu uppreisninni og hvað kom þeim til að grípa til hennar. Flóttamenn frá Eystrasaltslönd- unum segja að foringinn hafi ver- ið stjórnmálaliðsforingi skipsins, sem hafi verið Gyðingur og and- ófsmaður. Hann er sagður hafa róið í um tólf sjóliðum og árang- urinn hafi orðið sá að hann hafi fengið tii liðs við sig álitlegan flokk traustra stuðningsmanna, ESTONIA U.S.S.I LATVIA ALVARLEGT Heimildarmenn i NATO telja uppreisnina bera vott um alvar- legt ástand í sovézka sjóhernum. Þeir segja að skip Rússa séu vafa- laust fullkomin og mörg að tölu en uppreisnin sýni að sjóliðarnir sjálfir geti verið óþekkt stærð og ekki sé víst hvort hægt sé að treysta þeim á hættutimum. Sænskiieryfirvöld eru á annari skoðun. Sviar segja að Storozhe- voy-málið beri vott um fífldirfsku eða að það hafi verið eitthvað uppátæki sem þeir geti ekki skýrt. Sænskir yfirmenn sem hafa fylgzt með málinu öllu segja að þeir dáist að því hve fljótt og ákveðið það var til lykta leitt. „Þeir sem halda að þetta sýni veikleika," sagði háttsettur yfir- maður, „eru frekar heimskir. Þetta er ekki veikleikamerki. Þetta sýnir vilja og hæfni til að taka ákvarðanir." Hvað sem þvi líður er þeirri djúpu, mannlegu spurningu ósvarað hvað það var sem fékk sjóliðana á Storozhevoy til að leggja út i þetta hættuspil. U.S.S.R. sem gátu ráðið niðurlögum ann- arra skipverja þegar áhöfnin var í lágmarki (vegna hátíðahald- anna). Engar staðreyndir, sem vitað er um, styðja hins vegar þessa kenningu. Skyld saga sem er sögð er á þá leið að uppreisnarmennirnir hafi verið frá Eystrasaltslöndunum og óánægðir með innlimun þeirra í Sovétríkin. Engar staðreyndir styðja þessa kenningu heldur. Hversdagslegri og sennilegri skýring er á þá leið að áhöfnin hafi lokið fjögurra ára herskyldu þegar sjóhernum var skipað að vera I viðbragðsstöðu vegna Angóla-málsins. Afleiðingin varð sú að skipverjarnir á Storozhevoý sáu fram á að herskyldutimi þeirra yrði lengdur'á óákveðinn tima og þeir ákváóu að flýja, sam- kvæmt þessari skýringu. Aðalfundur Þörungaverksmiðjuimar: Þangöflun mikið vandamá Verulegur hallarekstur í ár Miðhúsum. 28. júní. Aðalfundur Þörungavinnslunnar h.f. var haldinn i gær (27. júní) að Rjarkalundi. Á þeim fundi kom i Ijós að verulegur halla- rekstur verður á Þörungaverk- smiðjunni i ár, bæði vegna þess að ekki er nægilegt heitt vatn, en úr því verður bætt með borun á þriðju holunni á Reykhólum. Einnig er mikið vandamál með öflun þangsins, en fyrsti sláttu- lallinn sem fenginn var hingað til lands í tilraunaskyni 1973 skilaði um 22 tonnum á dag og þessi tilraun var endurtekin 1974 og voru þá afköst lallans 15 tonn, en í fyrra voru meðalafköst lallanna 9,5 tonn og svipuð afköst munu verða i ár. Þetta eru veruleg von- brigði, sagði dr. Vilhjálmur Lúð- viksson formaður stjórnar Þör- ungavinnslunnar. Nú er i uppsiglingu tilraun með handöflun og ef vel tekst mun úr hráefnisskorti rætast. Einnjg er áhugi hjá stjórninni að fá aukin afnot af fjörum bænda, en þörungaverksmiðjan þarf að gera samning við hvern bönda um afnotarétt. Sláttulallarnir nýta mjög illa landið eða aðeins um 10%, en aftur á móti raskast líf- rikið minna og hægt er að slá landið þéttar. Ahugi er líka fyrir þvi að nýta þara, en af honum mun vera nóg. En þaö vandamál er óleyst hvern- ig losna má við grjótið. Eins og kunnugt er festir þöngulhausinn heftiflögur sinar á steina og vilja þeir fylgja með og skemma saxara og önnur tæki verksmiðjunnar. Á fundinum var mættur John L. Anderson, fulltrúi Skota, og flutti hann kveðjur frá sínu fyrir- tæki. en Skotar eru hluthafar í verksmiðjunni á Reykhólum. Hann sagði að 19 ár hefðu liðið frá því að fyrirtæki hans hefði hafið þörungavinnslu og þar til að þeir hefðu grætt fyrsta pundið. Sem dæmi um uppgang þessa fyr- irtækis má nefna að John Anders- son var nýkominn frá Tasmaniu, sem sem er eyja suður af Ástral- íu, og voru þeir að koma upp þörungaverksmiðju þar, en að sjálfsögðu eru það allt aðrir þör- ungar, sem vaxa í hlýja sjónum þar. Ákveðið var að auka hlutafé i verksmiðjunni og verða ný hluta- bréf gefin út. Það vakti athygli fréttaritara að engin kona var á fundinum og hver veit nema þær bæti úr því og kaupi sér hlutabréf í Þörunga- vinnslunni á Reykhólum. því að hér getur verið jafnrétti á borði ef konur fylgja eftir óskum sín- um. Sveinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.