Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. JULÍ 1976 Skipbrotið komió, og er þaö gott fyrir seinni tímana. 2. október. Ég vaknaði upp eins og nýr maður, snæddi morgunverð og gaf hund- inum með mér, sem legið hafði á verði fyrir framan virki mitt; ekki gleymdi ég heldur köttunum. Ásetti ég mér að halda áfram sömu vinnunni og daginn áður. Til þess að afla mér enn þá meira af borðum og öðrum efniviði, hugði ég mér hentast að synda út til strandaða skipsins og timbra mér þar nýjan fleka. Þetta gekk mér allt að óskum. Ég varð fljótt búinn með þennan nýja fleka og flutti ýmisleg föng á honum til eyjarinn- ar: nokkra sekki fulla af nöglum og skrúfum ýmissa stæröa, nokkrar tylftir af bolöxum og skaröxum, einn hverfi- stein, nokkra járnkarla, tíu herbyssur, fullt púðurhorn, eina fuglabyssu, stóran pung af fuglahöglum, tvo kúta fulla af herbyssnakúlum, eitt hengirúm með rúmfötum, mikið af fatnaði og eitt stórt segl. Það var komið undir sólarlag, þegar ég var búinn að skipa öllu þessu upp af flekanum. Ég bjó mér til tjald og notaði til þess stóra seglið. Því næst hlóð ég upp kistum og borðviði umhverfis tjaldið, til þess að vera óhultur fyrir árásum villidýra, en inn í tjaldið bar ég alla þá hluti, sem skemmst gátu af regni. 3. október. í dag synti ég í þriðja sinn út til skipsins. Að þessu sinni var það sérlegum erfiðleikum bundið að smíða nýjan fleka, því að ég hafði flutt í land allan hávaðann af verkfærum þeim er til voru á skipinu. Samt fann ég aö lokum í káetunni, það sem ég þurfti með. í þeirri ferð, sem ég nú fór, flutti ég á flekanum allt, sem ég fann á skipinu af köðlum, linum og seglgarni; sömuleiðis allt, sem eftir var af seglum. 4. —23. október. Um þennan tíma hafa verið regndagar og góðviðrisdagar á víxl. Góðviðrisdagana hef ég notað kostgæfi- lega til flutningsferða, og hefur mér heppnast að bjarga mörgum þörfum hlut á land, þar á meðal einni brauðtunnu, þremur ámum af rommi, einu hveiti- mjölskvatili og stórum kassa, fullum af ágætasta sykri. í hvert skipti, sem ég kom út í skipið, fann ég eitthvað, sem mætti verða mér að notum. Þannig fann ég í tíundu ferðinni í skúffum nokkrum sex rakhnífa, sex borð- hnífa, gaffla og skeiðar, tvenn smáskæri, nálar, smáar og stórar, og fínan tvinna. í einni skúffunni fann ég böggul, sem var í þyngra langi. Mér kom undir eins til hugar, að peningar væru í honum, og svo reyndist líka, því að óðara en ég hafði leyst frá honum, þá ultu út gull- og silfurpeningar. Þá þreif ég báðum höndum um böggul- inn, hlæjandi kaldahlátri, gekk út að borðstokknum og sagði: „Svei ykkur, peningar, hvaða gagn hef ég af ykkur hérna? Það er best, að sjórinn taki við ykkur.“ Ég var kominn á flugstig með að fram- kvæma það, sem mér bjó i huga, en þá sá ég mig um hönd. Það var einhver innri rödd, sem hvíslaði að mér, að svo gæti þó farið, að ég ætti afturkvæmt í mannlegt félag, og mundi ég þá sjá eftir að hafa fleygt peningunum. Ég réð því af að geyma þá vandlega. 24. október. Nú var ekki orðin sjón aö sjá skipió. Ég var búinn aö taka allt, er nokkurt verð var í. Ég hefði feginn viljað flytja nokkrar vttt> MORÖdKf WAFPINU Þú getur tæplega látið þér til hugar koma hvaða brögðum ég verð að beita, til þess að við getum hitzt hérna. Að þvf kom að ég slð í borðið og heimtaði þvottavél, — hend- urnar þyldu ekki þvottavatnið. Kg vissi það alltaf að takast mvndi að lokum að finna nðgu stórt númer á fætur frúarinnar. „Gððir félagar," sagði fram- bjóðandi einn, „ég hef harizt við Indíána. Ég hef oft ekki haft annan náttstað en vígvöll- inn og ekkert þak yfir höfuðið. Ég hefi gengið yfir frosna jörð, þangað til hvert fótspor var markað blóði.“ Þessi saga hljómaði vel og virtist ætla að hafa tilætlaðan árangur, þar til tötrum klædd- ur maður, gekk fram og sagði: „Sagðirðu að þú hefðir barizt fyrir Bandarfkin?" „Já,“ svaraði frambjóðand- inn. „Og gegn Indíánum?“ „Já, mörgum sinnum." „Og að þú hafir sofið á jörð- unni undir berum himni?" „Vissulega." „Og að það hafi blætt úr fót- um þínum við að ganga á fros- inni jörð?“ „Já,“ kallaði frambjóðandinn ánægjulega „Þá er ég illa svikinn, ef þú hefur ekki gert nógu mikið fyr- k______________________________ ir föðurlandið. Farðu heim og hvfldu þig. Ég kvs hinn fram- bjóðandann." X Mirabeau var sjaldan hrein- skilinn, Robespierre var það næstum alltaf. Eitt sinn, cr Ro- bespierre hélt ræðu, sneri Mirabeau, sem hafði hlustað á hann af mikilli eftirtekt, sér að sessunaut sínum og sagði: „Þessi maður kemst langt, hann trúir öilu því, sem hann segir." X II júkrunarkonan: —Sjúklingurinn á 27 reyndi að kyssa mig. Vfirhjúkrunarkonan: — Mældu hann undir eins. Hann er sýnilega farinn aö sjá ofsjónir. X llún: —Er ást þfn á mér dáin? Hann: —Nei, en hún er sárlas- in. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 17 Hún horfði beint framundan sér á meðan hún þuldi og engu var Ifkara en hún hefði ekki leng- ur skvnjun á þvf hvar hún væri stödd, rödd hennar var í senn ógnandi og aðvarandi eins og skyggn vera: „Reyndu ekki að nálgast um of drauma þfna þeir eru sem reykur og geta horfið á braut þeir eru háskalegir og geta orðið þér raunveruleiki... reyndu ekki að nálgast um of drauma þfna þeir eru ósannir og ættu að hverfa, en þeir eru brjálæði og þeir verða kyrrir.. Og til að undirstrika áhrifin enn frekar endurtók hún: „þeir eru hrjálæði og þeir verða kyrrír". AHir störðu á hana, og augljóst var að þetta hafði komið f meira lagi ónotalega við fólkið. — Stundum, sagði Gregor Isander — skyldi maður næstum ætla að það værir þú sem værir brjáluð. Og sfðan greip hann tækifærið og fór fram á salernið. Éftir þetta var eins og allt rynni meira og minna út f sand- inn. Andreas lýsti því yfir reiði- þrunginni röddu að hann væri hjartanlega sammála Gregor. Ylva brast í grát og hljóp út úr stofunni og þó að Kári og Gecilfa gerðu heiðarlega tilraun til að laða fram geðslegri stemmningu með því að Cecilfa söng Some- times I am happy, með óþjálfaðri rödd en ekki án þokka, og sfðan spilaði Kári djasslög, var eins og fólkið væri annars hugar og loks var svo komið að aliir voru á randi fram og aftur, unz beðið var eftir þvf að náttverðurinn yrði fram borinn. Malin skauzt fram f eldhúsið til Bjargar að athuga hvort hún gæti aðstoðaö hana. — Jú. sagði Björg, sem var að búa til humarstöppu — þú getur tekið rjómann f fsskápnum og hellt yfir ávaxtasalatíð f litlu skálunum þarna. A vinnuborðinu við búrið fann Malin átta stórar krystalsskálar á fæti og dáðist mjög að þeim meðan hún var að setja rjómann f þær. — Éiginlega eru þetta vfnglös, sagði Björg til skýringar. — Við keyptum þau f Þýzkalandi, þegar við vorum á brúðkaupsferðalagi okkar og það heyrir til venjum okkar að þau skuli notuð þegar einhver hátfð er. Eins og þú sérð eru þær I sjö mismunandi litum og hver í fjölskyldunni hefur sinn ákveðna lit. Þig hef ég látið fá — látum okkur nú sjá — þú færð glas eíns og Kári. Og ef þú vilt máttu gizka á hver á hvaða lit. — Þú átt áreiðanlega bláa glasíð, sagðí Malin svo viss f sinni sök, að Björg gat ekki varizt brosi. — Og þetta reykgráa er áreiðan- legu Jóns skál. — Já, hann hefur alltaf verið hrifinn af gráu, frá þvf hann var Iftill. Veslings drengurinn, það er eins og hann þoli f raun og veru ekki sterkari áhrif frá litum. Malin varð ósjálfrátt hugsað til eldrauða hársins á eiginkonu hans, en lét vera að tjá sig. — Hér er enn eitt, grátt, en það er tómt. — Já, ég tók það niður fyrir þig, en svo hugsaðí ég með mér að gult félli þér betur f geð. Æ, nú hjálp- aði ég þér.... — Sem sagt gult handa Kára, hvftt handa Ylvu og grænt handa Cecilfu. Þá er það fjólubláa eftir, og ég gizka á að Isander læknir eigi það og sfðan er þetta dásamlega glasrúbfn- rautt svo að gneistar af þvf — það hlýtur að vera glas Andreasar. Hún lyfti glasinu upp f Ijósið og veitti ekki athygli svipnum á Björgu.... Þrátt fyrir allt varð náttverður- inn hin ljúfasta máltfð. Andreas, sem leiddi Cecilfu til borðs, skrúfaði á ný frá sjarma sfnum. Gregor Isarder hafði hert sig upp og var f senn rólegur, ræðinn og glaðlegur. Jón var þegjandalegur, en Malin leið engu að sfður ágæta vel við hlið hans og hún fann þá góðu og vinaiegu strauma sem voru á millum þeirra. Bros hans sem breiddist yfir andlit honum þegar faðir hans eða Gregor Isander sögðu eitthvað smellið, var lfka einlægt og óþvingað. Kampavfn var drukkið með og þegar komið var að eftirmatnum og bjarminn frá kertaljósunum endurkastaðíst f marglitum glös- unum og f léttum kampavfnsból- unum, fannst Malin hún vera innilega hamingjusöm. Hún skynjaði sem f þoku að Cecilfa varð æ þokkafyllri og rödd hennar enn meíra malandi og tæl- andi og hún daðraöi feimnislaust við Andreas. Hún tók einnig eftir þvf að Jón og Gregor voru upp- teknir við að ræða við Björgu um innihaldið f ávaxtasalatinu. Malin kinkaði glaðlega kolli til samþykkis. Það var ailt of mikið af engifer f salatinu. Það brann á tungu hennar eins og eldur.... Og það var kannski ástæðan fyrir þvf að hún vaknaðí f dimmu og sofandí húsi nokkrum klukku- tfmum seinna. Fyrst reyndi hún að rif ja upp hvernig f ósköpunum hún hefði komizt f rúmið. Andre- as hafði sagt klukkan ellefu að nú ætiaði hann að fara í rúmið. Og Jón hafði tekiðundír það. En hin höfðu við mikinn gáska og hávaða fariö að þvo upp. Hún mundi að eldhúsið hafði snúizt fyrir henni og hvað hafði sfðan gerzt....? Malin komst að þeirri auðmýkj- andi niðurstöðu að sfðan hefði einhver komið henni til hjálpar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.